Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 8

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 8
8 Föstudagur 26. júnf Í981 pásturinrL- Blað um þjóðmál, listir og menningarmál Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Arni Stef ánsson og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Jón Oskar Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. KVERKA TAKIÐ Lausn læknadeilunnar er eðlilega mikill léttir fyrir rikis- valdið, heilbrigðisstéttirnar og þjóðfélagið f heiid. En lausn þess- arar erfiðu deilu sýnir þó um leið hversu vanmáttugt rikisvaldið er gagnvart launþegum sem eru í þeirri lykilaðstöðu i þjóðfélaginu að geta náð á rikinu kverkataki og nánast knúið fram allar kröfur sinar i krafti þess. Þessi samn- ingsaðferð er þvi meira I ætt við fjárkúgun en frjálsa samninga — eins konar borgarskæruhernaður án blóðsúthellinga, og I raun er fátt til varnar. t yfirheyrslu Helgarpóstsins við Þröst ólafsson, aðstoðarmann fjármálaráðherra, lýsir hann framangreindri lykilaðstöðu ein- stakra þrýstihópa meö eftirfar- andihætti: ,,Það hefur áður kom- ið fyrir að stéttir, sem geta sett hnifinn á barka þjóðfélagsins, hafa slitiö sig úr samhengi við annað launafólk i landinu og kraf- ist betri kjara en áður. Það eru mörg dæmi um slfkt, enda er okk- ar þjóöfélagsskipan þannig, að stéttir sem eru ósvifnar, geta nánast sett stólinn fyrir dyrnar”. Telja má nokkuð vist, að ríkis- vaidið sé ekki búið að bita úr nál- inni með samningum sinum við lækna og þar áður við fóstrur. 1 vikunni barst inn á borð fjölmiðla fréttatilkynning frá launþega- samtökum hjúkrunarfræðinga, þar sem lýst er yfir mikilli óánægju meö launakjör og boðað- ar umræður um nýjar baráttuaö- ferðir I kjaramálum. Ekki er út 1 hött að ætla að þar og vfðar veröi fylgt þvf fordæmi sem fengist hef- ur i samningum rikisins viö fóstr- ur og lækna. Það er erfitt að álasa fulltrúum rikisvaldsins fyrir að hafa látið undan siga viö samningsboröið aö þessu sinni. Ekki verður með góðu móti séð að þeim hafi verið annarra kosta völ, eins og málum var komið. Hitt er annað mál hvort ekkisé tfmabært fyrir rikis- valdið að taka til endurmats allt launafyrirkomulag hins opin- bera. Töluverður launamunur hefur f mörgum tilfellum verið milli launakerfis hins opinbera annars vegar og svonefnds frjáls vinnumarkaðar hins vegar. Til að jafna út þennan launa- mun hefur þess vegna oftast verið gripið til þess ráðs af háifu for- ráðamanna opinberra stofnana og fyrirtækja að gefa starfsfólki sinu kost á verulegri og stundum nánast ótakmarkaöri yfirvinnu. Þess vegna vaknar sú spurning hvort ekki væri reynandi — ef tæknilegar aðstæður leyfa — að færa Iaun opinberra starfsmanna nær raunverulegum launa- greiöslum á hinum frjálsa vinnu- markaði. Auðvitað er allsendis óvist að slik ráðstöfun ein sér mundi nokkrusinni tryggja það að laun- þegahópar sem eru i lykilaöstöðu til að knýja fram kröfur sfnar, muni ekki nýta áfram kverkatak sitt á þjóðfélaginu. En raunhæf- ara launakerfi kynni að gera þessum stéttum erfiðara um vik. 3L Ef ekki gerast þvi stærri at- burðir á landi voru það sem eftir lifir sumars, þá mun amk. einn atburður sumarsins koma til meö að loöa viö spjöld sögunnar, þeg- ar þær Vigdis og Hjördis fundust á Laxárdalsheiði, tvær konur, önnur forseti lýðveldisins hin sýslumaður Strandasýslu. Undirr. er margt betur lagið en setja á pappfr dramatiskan texta en þó fer ekki hjá þvi, að einhver tilfinning i þá veru bærist með honum og þarna hafi orðið sögu- leg stund á Islandi, stund sem hafin er yfir agg og vei þessara björtu jiínidaga. Manni finnst næstum þvi, að slikur fundur heföi átt að verða um óttuskeið á sjálfa Jónsmessunótt, þvilikur hilling- arljómiá eftirað leika um hann i sögunni og þvflfkur er skyldieiki hans við óskastundina. En fyrir DÍSIR ofgnótt og offlæði tekst mönnum æverr aðgreina stóra atburði frá litlum og f sfbylju fjölmiðlanna sér oft ekki Ut Ur augum. En mér finnst fundur hinna tveggja Disa á Laxárdalsheiði tákna skil I is- lenskri kvennabaráttu, i islenskri mannréttindabaráttu, og vera kyndill hinu undirokaða kyni um veröld vfða. Og konur þær sem þarna hittust höfðu ekki valist til æðstu metorða fyrir annarlegar sakir sem tftt er með þjóðinni heldur höfðu þær valist vegna eigin verðleika. Slikt og annað eins hefði líkiega verið óhugsandi fyrirum það bil 30 árum, svo rót- gróinn var hugsunarhátturinn aö þaðhlytiað verða karlmaöursem þægi vald sitt frá þjóðinni til að gegna forsetaembætti, engum datt í hug að minnast á önnur ein fim að kona yrði forseti og tæp- lega eöa jafnvel enn siöur að kona gegndi sýslumannsembætti. En hvers vegna að minnast á skil í sambandi við Laxárdals- heiði, hvað varöar fundur þeirra Disa okkur hin og islenskt þjóðfé- lag? Hann er staðfesting á þjóðfé- lagi okkar, að misréttið er ekki eins svart og margir vilja vera láta, menn hafa tækifæri enda þóttþeirséu ekkibornir til fjár og frama einsog þó enn gerist, þessi fundur er enn frekari staðfesting á að tsland fastrar stéttaskiptingar er ekki f nánd, enda þótt við búum i lagskiptu þjóðfélagi sem mun vafalaust rikja um ókomnar tíðir. Þaðerhins vegar ljóst, aö enginn heilbrigður er hlekkjaður f sínum fyrsta farvegi af efnahagslegum orsökum, en svo ber við, að þær Dísir finnast á Laxárdalsheiði á því ári sem helgað er fötluðum og haridsala okkur fullvissuna um betri tfð með blóm í haga. En Vestlendingar og Vestfirðingar geta verið stoltir, að þessi fundur varð á mörkum fjórðunga þeirra og Strandamenn -af þvi, að þar var fyrsti sýslumaðurinn úr röð- um kvenna skipaður líkt og Súg- firðingar tala um þaö með nokk- urri ánægju, að þangaö vigöist fyrsta konan I prestastétt séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Glæpur gegn íslandi Ég vona að mér hafi mis- heyrst. Ég hlustaði á útvarps- fréttimar á laugardagskvöldið. Þulurinn sagði áð útlendingar sem voru staðnir að þvi að ræna 116 villiandareggjum, hefðu verið sektaðir um 100 krónur. Og vi'sað úr landi. Villiandar- eggið er samkvæmt þessu ekki einnar krónu virði stykkiö. Hafi mér ekki misheyrst, þá er hér á ferðinni gráthlægileg- asta frétt seinni ára. Sé ureltum lögum um að kenna, er full ástæða til að setja bráðabirgða- lög i f jarvistjlþingis, sem kveði á um hæstu sektir og harðri refsingu við glæpum sem þess- um. Hér er á ferðinni stór- glæpur gegn hinu viðkvæma lif- riki Islands. Setja þarf ströng svara, að þeir gleymast i öllu því pappirsflóði sem fylgir dómskerfinu. A sama tima sitja menn og lepja hvundagsfasism- ann hver ofan i annan og setja lög um að menn verði að aka með bilbelti! Eins og fullorðið fólk, sem hefur tekið biipróf, sé ekki fært um að bera ábyrgö á sjálfu sér og þvi þurfi að setja lög um aö vernda menn fyrir sjálfum sér. Hvenær setja sömu pappírstigrfsdýr lög um að menn verði að ganga um með trefil í kulda? Til að tryggja að þeir fái ekki kvef. Eitt af þessu pappirstigris- dýrum, benti á að notkun bil- belta væri ekki einkamál manna, heldur alls þjóðféiags- ins. Hök hans voru þau að þjóð- Heimir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matlhías- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson lög og kynna þau fyrir þeim út- lendingum sem koma hingað sem túristar. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem þjófnaðarmál af þessu tagi koma upp, en seinagangur kerfisins virðist enn við sama heygarðshorniö. Það ætti að vera frumskylda islenskrar refsilöggjafar að vernda þá fáu málleysingja sem heimsækja okkur hvert vor og gera íslenska sumarið að fagn- aðarundri. En það vill oftast fara þannig fyrir smávinum okkar sem eiga sér enga máis- félagið þyrfti að borga sjúkra- húsvist og örkuml þeirra sem slösuðust ef þeir notuðu ekki bil- belti. En gildir ekki það sama um þá sem kvefast, trefils- lausir, — eða þá um reykinga - menn sem öll læknasamtök vara viö sígarettum. A ekki aö setja lög sem banna reykingar af þvi' þjóðfélagið tekur á sig skaðann af reykingum og þarf að borga sjúkrahúsvistina. Með sömu röksemdafærslu þarf i rauninni að setja lög um allt mannlegt athæfi sem stjórnast Fálkar og andaregg Forkólfur Bilbeltafargansins af heilbrigðri skynsemi. Það er kannski skýrasta dæmið um, hve andlega geldur flokkur ein- staklingsfrelsis og einkafram- taks Sjálfstæðisflokkurinn, er Land og synir orðinn að ekki datt nokkrum þingm anni Ur þeim hópi i hug að taka lögin um bilbelti upp sem spurningu um grundvallar mannréttindi. H ugsunarháttur pappirs- tigrisdýranna og hvundags- fasisminn er smám saman að gegnsýra svo þetta þjóðfélag, að mönnum finnst sjálfsagt að lög- gjafinn hafi frumkvæði að þvi að vernda þá fyrir sjálfum sér, og lýsi fullu frati á heilbrigöa skynsemi. En snúum okkur aftur að Ut- lendingunum sem rændu andar- eggjunum 116. Ég er sjálfur fylgjandi þvi að við löðum til okkar ferðamenn, en það má ekki gerast á kostnað okkar varnarlausu smávina. Við eig- um meiri skyldur við þá en sjálfa okkur, því án þeirra væri landið okkar litils virði. Ferðamálafrömuður var i Ut- varpsviðtali um daginn og velti þá vöngum yfir þvi' hvers vegna miklu fleiri ferðamenn væru væntanlegir til Islands frá Ame- riku i' sumar en oftast áður. Auðvitað fann hann ótal skýr- ingar á auknum fjölda ferða- manna til að sanna eigið ágæti. En blessaður maðurinn hefur trúlega ekki heyrt neitt um það að á siðasta hausti voru tvær nýjar i'slenskar kvikmyndir sýndar i þrem helstu borgum Ameriku og fengu frábærar móttökur TrUlega hefur enginn áhorfenda myndanna pantað sér far til tslands i sumar? Og tnílega er landkynning ekkert nema prentun pappirspésa og kaup á auglýsingum? En staðreyndin er sú að Is- land kynnir sig best i gegnum verk þeirra listamanna sem fást við að lýsa þvi' mannlifi sem hér er lifað og þvi landi sem þeir búa i. Það er full ástæða tfl að verja þvífjármagni sem veitter til landkynningar þannig að það stuöli um leið að okkar eigin sjálfstæði og menningarlegri reisn. Til þess þarf annan skiln- ing og hugsunarhátt en kom fram i' nefndu útvarpsviðtali.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.