Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 9

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 9
halrjarpncrti irinn Föstudagur 26. jCrní 1981 9 Formannsegg 2 leita nú aB meö logandi ljósi. Vandinn er bara sá, a& þeir eru svo ósköp margir, sem vilja komast i hlut- verk „þriðja aflsins” og ýmsir þeirra sem gefa sig »út með slikt hlutlaust afl, milli striðandi fylkinga, hafa hvorki almennt traust né hlutleysi baráttuafl- anna. Sá maður er vandfundinn innan Sjálfstæöis- flokksins i dag, sem allar fylkingar geta með góðu móti sæst á. Sá maður er varla til. Helgarpósturinn mun i eftirfarandi samantekt skoða málefni Sjálfstæöisflokksins meö tilliti til for- mannskjörsins á næsta landsfundi. beir flokks- menn, sem Helgarpósturinn hafði samband við, voru allir á einu máli um það, að það þyrfti kúvend- ingu, ef Geir Hallgrimsson drægi sig i hlé i haust. „Geir fer fram”, sagði einn sjálfstæðismaður af yngri kynslóöinni. „A timabili i vetur, var málum svo komið, aö flestir flokksmenn væntu þess á hverjum degi, að yfirlýsing kæmi frá Geir um að hann myndi af einum eða öðrum sökum ekki fara fram til formannskjörs á landsfundinum. Þetta var þegar hamagangurinn var sem mestur i flokknum og öll spjót stóöu á Geir. En hann brynjaði sig og stóðst atlöguna og ég fæ ekki betur séð, aö logn- molla sumarsins i pólitikinni komi til meö að vinna með honum og styrkja hann i sessi. Ég veit það fyrir vist, aö Geir er staðráðinn i þvi að fara fram, hvað sem það kann að kosta. Hann er þrjóskur maður Geir og enginn fær honum snúið, sama hvaða pólitiskt andrúmsloft verður uppi, þegar landsfund- ur rennur upp”. Alit viðmælenda Helgarpóstsins var engan veginn á einn veg, hins vegar voru flestir þvi sammála aö i dag væri ekki sjáanlegur heinn einn kandidat til for- manns, sem gæti steypt Geir af sfóli. A hinn bóginn væri þó einnig á það að lita, að ef einhver riði á vað- ið og byði Geir birginn, þá væri ekki fjarri lagi að slikt gæti ruglað stööuna. „Dreifing atkvæða þarf ekki endilega að koma Geir til góöa, eins og ef til vill menn gætu ætlað að óathuguðu máli,” sagði flokksmaður úti á landsbyggöinni. „Sannleikurinn er nefnilega sá, að þeir eru fáir, sem vilja Geir áfram, vegna þess að hann sé hæfastur. öllu heldur liggur styrkleiki hans i þvi, aö margir eru einfald- lega enn frekarámótiýmsum öörum valkostum. Ef hins vegar valkostirnir væru orðnir f jórir eða fimm þá fengju eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi”. Um svona nokkuð er auðvitað erfitt að spá, en ljóst er þó, að Gunnars- og Geirsfylkingar munu ekki ganga til neinna samninga hvað framboðsmál- in varöar. Hörðustu andstæðingar Gunnars, vilja hreinlega skera Gunnarsliðiö niður viö trog og koma „þessum undanvillingum” úr flokknum. Þeir eru þó mun fleiri, sem telja slikt glapræ&i og slikt myndi vekja samúö meö Gunnari og á þann hátt veröa vatn á myllu hans og fylgismanna. Taliö er að Gunnarsmenn geti sæst á menn eins og Ingólf frá Hellu, sem formann, ef þeir fengju aö halda varaformanninum. „Gunnar gefur aldrei eft- ir varaformanninn”, sagði einn úr hans armi. „Og það embætti veröur ekki svo glatt tekiö af honum, án þess aö klofningur fylgi.”, Taliö er að Pálmi Jónsson sé fulltrúi Gunnarsmanna i varaformanns- sætið. Þá er jafnvel taliö að Gunnar geti fallist á Matthias A. Mathiesen úr Hafnarfiröi i formanns- sætið, þó engin gleði myndi fylgja slikri úrlausn hjá hans mönnum. Það má auðvitaö ekki gleyma sterkum sólóspilur- um eins og Albert Guömundssyni og jafnvel Matthi- asi Bjarnasyni. Þeir gætu auöveldlega gert sig gild- andi á landsfundinum og ráöið miklu um spilamennskuna, þótt sjálfir fari þeir varla út i baráttuna. Nú talsmenn „þriöja aflsins” koma úr hinni og þessari áttinni og eiga nánast ekkert annað sameig- inlegt, en að vilja skipta um forystu — sparka Gunnari og Geir. Þar fara aöilar sem vilja t.a.m. Ellert Schram, Friörik Sophusson, Jónas Haralz, Þorstein Pálsson og fleiri og fleiri. Ekkert lát er á tilnefningu mögulegra kandidata. Það eru margir kallaðir, en aðeins einn útvalinn. Að öllu samanlögðu verður þó ekki annaö séö, en Geir verðisterkasturaf mörgum veikum framboös- möguleikum þegar til fundar er komið. Fljótt skipt- ast þó veður i lofti i islenskum stjórnmálum og for- menn hafa verið skornir á skemmri tima, en þeim sem enn er óliðinn fram að landsfundi. Hér á eftir verður litiö á stöðu þeirra kandídata, sem hvaö oftast hafa veriö nefndir til sögunnar i baráttunni um stól og stööu formanns Sjálfstæöis- flokksins. Það skal tekið fram, að þær niöurstöður sem þar eru birtar byggjast á samtölum við fjölda sjálfstæöismanna um allt land, en eru ekki skoöanir Helgarpóstsins. Geir 2 mörgum ekkert skrýtið. Þetta ráðslag hefur aftur orsakað sárindi og megna andstööu stuðnings- manna Gunnars i garð Geirs. Þá þykirf jölmiðla- prófill Geirs ekki nægi- lega aðlaöandi, hann sé stifur og malstirður og ekki sá glæsilegi mál- snjalli sjarmerandi for- ingi, sem geti tælt kjós- endur til fylgis við flokk- inn. Þá þykir Geir Hall- grimsson fremur sviplitill foringi og litiU mála- fylgjumaður, þött enginn efist um kraft hans og einurð, þegar á hólminn erkomið. Ýmsirhafa og á orði, að stifni Geirs og stundum barnaleg þrjóska kunni að hafa or- sakað talsvert almenna andstööu gegn honum. Möguleikar: Ætla má aö margt flokksfólk, sé orðið þreytt á deilunum I flokknum og hvað er betra til lausnar á þvi vandamáli, en sparka gömlum óvinunum, Gunnari Thoroddsen og Geir Hallgri'mssyni og endurnýja. I dag verður þó ekki séð aö neinn kandidat geti fellt Geir i kosningu þá þarf margt að breytast á skömmum tima. Albert 2 stjórna án afskipta ann- arra. Akveðni hans og á stundum nánast frekja, þýðir aftur það, að mörg- um finnast einvaldsein- kenni á framkomu hans. Þá eru skoðanir Alberts dáli'tið blátt áfram á mörgum sviðum, og telst meiri frjálshyggjumaöur, en takti'skt er i flokk allra stétta. Möguieikar: Flestir telja að Albert muni halda aö sér höndum á landsfundinum, þótt sprettir hans i gegnum tiöina, hafi ekki alltaf verið fyrirsjáanlegir. Óvæntu skotin sem engin býst við, henta Albert ágætlega og gerðu i fót- boltanum i' gamla daga. Ekki er þó búist við slik- um „þrumuskotum” i haust, einfaldlega vegna þess, aö Albert ætlar aö ná toppkosningu i próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar að vori. Albert ætlar nefnilega að vikja Davið Oddssyni og vinstrimeirihlutanum til hliöar og verða borgar- stjóri. Hann mun þvi varla hreyfa litlafingur i slagsmálunum á lands- fundinum, hvorki fyrir sjálfan sig né aðra sem renna hýru auga til fylg- ismanna hans, i von um stuðning. Matthias 2 stjórnmálamaöur”, hvað sem það svo þýðir, að vera snjall i stjórnmálun- um. Þá segja sumir, að fjármálaráðherratið Matthiasar hafi ekki ver- ið neitt blómatimabil, þótthinir sömu telji jafn- framt, að hann hafi klár- að það starf betur á erfið- um tfmum en almennt hafði verið búnist við. Möguleikar: Tæpast er talið að Matthias leggi út i kosningu gegn Geir. Hann mun þó ekki loka neinum dyrum, en biða átekta, „Fáir vilja raunverulega Matthfas sem formann,” sagði einn Ur Gunnars- arminum ”, en örfáir hafa imugust á honum, eins og almennt gildir um hina kandidatana. Það gætu allflestir sæst á hann, ef menn teldu það nauðsyn- legt til að halda flokknum saman. „Matthias hefur þvi' talsverða möguleika i þeim slag, sem framund- an er. Hann gæti i hita leiksins til að bjarga mál- um fyrir horn ef allt sæti fast, og orðiö næsti for- maður flokksins Gallar: Elli kerling er vafalaust helsti þröskuld- urinn hjá Ingólfi Jóns- svni. enda hann kominn á áttræðisaldur. Hann er kominn af léttasta skeiði og þótt hann sé góður til heilsunnar miðað viö menn á hans aldri, er það talsvert almain skoöun að hann geti aldrei höfð- aö til kjósenda, sist af öllu yngri kynslóðarinnar, sem hafi ómótaöar skoð- anir i' garö stjórnmála- flokkanna. Hans „appeal” sé ekki nægi- legt. Auk þess finnst mörgum ansi langt sótt lausn i þessari krisu innan flokksins, að grafa upp gamlan foringja og punta hann upp á nýtt. Þaö séu aðeins Sovét- menn ogþeirra Hkir nú og iniánar hér áður fyrr, sem láti stjórnast af virðulegum öldungum en ekki islenskur stjórn- málaflokkurá 20. öldinni. Möguleikar: Fullvist er talið, að Ingólfur fari ekki fram gegn Geir, en hins vegar verði hann með I pUkkinu dragi Geir sig I hlé. Ef slik staöa kæmi upp, þá eru möguleikar Ingólfs langt frá þvi að vera vonlausir, þótt auö- vitað fari það eftir mót- framboðum, veður- ástandi i flokknum og fleiru og fleiru. Inigólfur 2 VETTVANGUR Guðrún Valsdóttir: Krafan er: stóraukið opinbert leiguhúsnæði Nýlega lét rikisstjórnin þau boö útganga að heimiluð sé hækkun á húsaleigu frá og með fyrsta mai sl. Heimiluö hækkun samkvæmt ákvörðun rikisstjórnarinnar er hvorki meira né minna en 44% . Þessi hækkun er leyfö á sama tima og ástandiö á leigumarkaö- inum er vægast sagt hrikalegt. Félagsmálastofnun og Leigj- endasmtökin hafa upplýst að mörg hundruð manna eru á biö- listum eftir hUsnæði hjá þessum aöilum. HUsaleiguorkrið er svo yfirgengilegt aö hUseigendur eru jafnvel farnir að auglýsa og gera kröfu um þriggja ára fyrirfram- greiðslu. Stærstu hóparnir meöal leigjenda er láglaunafólk og námsmenn. Þaðer einmitt þessir hópar sem erfiöast eiga með að laga sig að þeim gifurlegu hækkunum sem almennt hafa orðiö á leigumarkaöinum og eru langt umfram veröbólgu. Þaö skýtur nokkuð skökku við að rikisstjórn sem Alþýöubanda- lagið á aöild að skuli án frekari aðgerða leyfa sli"ka árás á kjör þessara hópa. Leiguhúsnæði ekki eðli- legur valkostur Leigjendur hér á landi hafa verið nær eingöngu þeir sem ekki réðu við hiö almenna eignakerfi, en verkamannabústaðirnir hafa frá upphafi verið innan þess, þótt kjwin þar hafi alla tið verið mun hagstæöari en á hinum svokall- aöa frjálsa húsnæöismarkaöi. Ekki hafa þó allir ráðið við verka- mannabUstaðakaup, vegna til- tölulega mikillar Utborgunar og slakrar lánafyrirgreiðslu til hennar lengi vel. Margir hafa heldur ekki átt þess neinn kost aö sækja um þá. Einnig hafa áætl- anir um byggingu þeirra hvergi nærri staðist og framkvæmdir dregist úr hömlu. Verkamanna- bústaðirnir hafa þvi hvergi nærri fullnægt hUsnæöisþörfinni hjá þeimsem höllum fæti hafastaðið. Erljóstaðþettaá sinn stóra þátti nUverandi ástandi hUsnæöismái- anna. Sama gildir um fyrirhug- aðar leiguibUðir á vegum sveitar- félaga, enda viröist áhugi tak- markaður hjá flestum sveitar- félögum til að hagnýta sér heimild i nýjum hUsnæðislögum um lán til byggingar leiguibdða á vegum sveitarfélaga. Meö þessum nýju lögum frá síðasta ári eru bætt verulega kjör kaup- enda verkamannabústaöa og ný byggingaáætlun sett fram. Þetta erallt góðra gjalda vert, en leysir þó alls ekki þann vanda sem nú blasir viö. Enn sem fyrr er gert ráö fyrir að verkamannabUstaöir veröi séreignarhUsnæði, en ekki gert ráð fyrir leiguhUsnæöi sem eölilegum valkosti, þóttsá kostur sé samfélagsiega sá ódýrastisem völ er á Þar sem hann tryggir hagkvæmusta nýtingu þess fjár- magns sem til húsnæðis er varið Stóraukið opinbert hús- næði— án tafar Augljóst er aö fyrirhugaðar áætlanir um verkamannabUstaöi duga enganveginn til Urbóta. Sá aukni vandi er nU blasir við kemur fyrst og fremst til vegna þess aö tekin hefur verið upp breytt stefna I efnahagsmálum. Reynt er aö hafa hemil á verð- bólgu m.a. með þvi aö hækka vextiog verötryggja lán. 1 sjálfu sér er ekkert við þessa breyttu efnahagsstefnu að athuga, en hUn hrópar á breytta stefnu i hUs- næöismálum ef allt á ekki að fara ihnUt,Sá hnútur er reyndar þegar kominn til sögunnar sem önnur helsta ástæða húsnæðisvandans. Veröi ekkert að gert hlýtur að myndast hér upplausnarástand þar sem fólk grípur til hverra þeirra ráða sem þvi koma I hug og mögulegt er aö framkvæma. Það eina sem nú dugar er stór- aukiö opinbert leiguhUsnæöi og samtimis að gera þaö sem hægt er til aö auka nýtingu eldra hús- næðis. og það án tafar.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.