Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 13

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 13
Jie/garpásturinrL Föstudagur 26. júrií 1981 Jassinn á misjöfnu gengi að fagna: DATT NIÐUR í GAFLINUM DUNAR ÁFRAM í DJÚPINU Jörundur og Laddi senda ýmsum tóninn á Þórskabarett (mynd: Jim Smart) Þórskabarett um landið: Nokkrar skemmtilegar pólitískar bombur Þótt ýmsar nýjungar i skemmt- analifinu hafi blómstrað á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnu ári þarf ekki að leita langt út fyrir borgarmörkin til að sjá heldur leiðinleg endalok á góðu fram- taki. Þannig fór Gaflinn i Hafnar- firði af stað með jasskvöld með miklu pompi og prakti i fyrra- sumar á svipaðan hátt og gert var i D jiípinu i Reykjavik. En það var stutt gaman. Þegar leið fram á veturinn var aðsóknin orðin svo dræm, að eigendur staðarins sáu sér ekki lengur fært að halda áfram þessari upplifgun á skemmtanalifi Hafnfirðinga. — Það sem gerðist var það, að aðsóknin var góð i nokkur skipti, fólki likaði þetta vel. Siðan dró úr aðsókninni og að lokum stóð hún ekki undir kostnaði, segir Jó- hannes Sigvaldason yfirkokkur i Gaflinum við Helgarpóstinn. Reynsla þeirra Gafl-manna af fleiri tilraunum til að auka fjöl- breytnina er á svipaða lund. — Við byrjuðum með kalt borð i fyrrasumar, og það fór á sama veg. Aðsóknin var góð til að byrja með, en siðan dró úr henni. En það er eins og þetta gangi i bylgj- um. Við byrjuðum á kalda borð- inu aftur um siðustu helgi, og þá komust færri að en vildu, segir Jóhannes. Mönnum ber saman um, að ástæða þessa sé meðal annars sú, að Hafnfirðingum finnist stutt að fara til Reykjavikur, en Reykvik- ingar mikli fyrir sér að skreppa tilHafnarfjarðar séu þeir ekki til- neyddir. Otkoman er svipuð þegar Hafnfirðingar panta sér veislumat til að snæða i heima- húsum. Þeir virðast flestir panta matinn úr veitingahúsum i Reykjavik, en 70% af veislumat þeim sem útbúinn er i Gaflinum fer til Reykjavikur og suður i Sandgerði og Keflavik. A meðan Hafnfirðingar eiga i erfiðleikum með að halda úti „hinum nýja stil” i skemmtana- lifinu blómstrar hann i höfuð- borginni. Jasskvöldin i Djúpinu á fimmtudagskvöldum virðast hafa tryggt sér öruggan sess, og að sögn Jakobs Magnússonar veit- ingamanns eru nú uppi ráða- gerðir um að fjölga þeim. Þeir eru jafnframt að bæta veitinga- aðstöðuna i'Djúpinu og lita svo á, að tilraunatimabilinu, sem hófst i fyrrasumar sé lokið. — Aðsóknin dalaði að visu dá- litið eftir áramótin eftir að viö fórum að taka aögangseyri, en hún náði sér aftur. En það var nauðsynlegt að fara að selja inn, annars hefði þetta ekki boriö sig, segir Jakob. Aðgangseyririnn er 25 krónur og rennur óskiptur til hljóðfæra- leikaranna. Afrakstur þeirra eftir kvöldið fer þvi algjörlega eftir aðsókninni, en að sögn Jakobs sætta þeir sig fyllilega við það, enda er stemmningin i Djúpin yfirleitt góð og það meta jass- leikararnir okkar mikils. ÞG Þórskabarett bregður undir sig betri fætinum og leggur upp í landreisu um næstu helgi. Kabarettinn skipa þeir sömu og hafa sprellað i Þórscafe í vetur, þeir Halli, Laddi og Jörundur, ásamt þremur dönsurum úr ís- lenska dansflokknum og hljóm- sveitinni Galdrakörlum. Fyrstu þrir staðirnir sem kabarettinn heimsækir eru Vestmannaeyjar, Höfn i Horna- firði og Kirkjubæjarklaustur. tbúar á hverjum stað fá að vita af komu flokksins ömanlega, þvi hann hefur látið gera kynn- ingarbækling, sem hefur verið prentaður i 40 þúsund eintökum, og verður dreift á öll heimili i búöir og sjoppur á hverjum stað eftir þvi sem liður á ferðalagið. — Það hafa komið hópar utan af landi á kabarettinn um hverja helgi i vetur, svo við höf- um gert nokkrar breytingar á honum samið nýja stutta þætti um málefni liðandi stundar. Við verðum meðal annars með þátt um steinullarkjaftæöið, sem við sömdum i slöustu viku. Hann er þvi ferskur eins og ný ýsa, segir Jörundur Guðmundsson viö Helgarpóstinn. Auk þess verða á dagskránni nokkrir þættir frá i vetur, sem þeim félögum finnst hafa tekist svo vel, að ekki mætti sleppa þeim. Þar á meðal er þáttur um Flugleiðamálið og nokkrar skemmtilegar pólitiskar bomb- ur. Skemmtiatriðin eru átján talsins, þar á meöal splunkunýir dansar dansflokksins og tvö at- riði sem Galdrakarlar sjá um einir. Það er lag i stil Andrew s systra og dixielandlag. Kaba- rettinn tekur rúman hálfan ann- an tima, og á eftir leika Galdra- karlar fyrir dansi. Og að lokinni landsreisunni lofar Jörundur þvi, að þeir taki upp þráðinn að nýju i Þórscafé. —ÞG Jassað i Djúpinu FYLGIST MEÐ KEPPNINNI SUMARSVEINN HELGARPÓSTSINS OG ÓÐALS. MJÖG ÓVENJULEG OG FRUMLEG KEPPNI Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ ÓÐAL IALFARALEIÐ ít,RqrrAFÉLOG,NN^R ^tÚBBAROGs—'ök Næst þegar þarf að halda veislu fyrir gesti ykkar vegna heiinsóknar, mótslita, eða bara til að knma saman, þvi þá ekki að leigja Hlöðuna. • Hlaöan hentár prýðilega öllum samkvæmum frá 16 -120 manns ogjafnvel þaryfir. Þarerhægt að fá allar veitingar, og við útvegum alla skemmtikrafta, ef óskaö er. • Leitið upplýsinga I siina 11620, og við gerum ykkur tilboð sem þið gctiö ekki hafnað.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.