Helgarpósturinn - 26.06.1981, Qupperneq 15
15
iB/garpásturinrL
Föstudagur 26. júní 1981
er stofnað af einstaklingum eða
félagasamtökum og hafa þeir
fengið skipulagsskrár sinar stað-
festar af dómsmálaráðherra. Til
viðbótar eru svo til, ógrynni
sjóða, sem hafa ekki staðfestar
skipulagsskrár a.m.k. ekki stað-
festar af ráðherra. Það eru ýmis
konar sjóðir innan félagasam-
taka, skóla og stofnana. Erfitt er
að festa hendur á fjölda slikra
sjóða, hvað þá að átta sig á nöfn-
um þeirra og fjárhagsstöðu. Stað-
festu sjóðirnir þurfa hins vegar
allir að skila reikningum sinum
til rikisendurskoðunar, sem yfir-
fer þá og gerir athugasemdir ef
ástæður þykja til. Þessir sjóðir
hafa allir sinar sérstöku stjórnir.
I spjalli við Halldór Sigurðsson
rikisendurskoðanda og Jón Ólafs-
son deildarstjóra hjá rikisendur-
skoðun, kom fram, að illa gengur
að fá þessa sjóði alla til að skila
inn reikningum sinum á hverju
ári. „Þetta getur verið ansi mikið
basl,” sögðuþeir. „Oft þarf rikis-
endurskoðun að senda sjóðunum
mörg bréf, þar sem óskað er eftir
endurskoðuðum reikningum sjóð-
anna. Á siðasta ári, fengum við
með eftirgangssemi reikningsyf-
irlit 1000 sjóða, af þeim 1200 sem
til eru”.
Almennt eru þær ekki háar
upphæðirnar sem liggja á reikn-
ingum þessara opinberu sjóða.
Samkvæmt siðustu Rikishandbók
Islands, frá 1965 þar sem allir
þessir opinberu sjóðir eru tiund-
aðir, kemur i ljós, að upphæðirn-
ar spanna allt frá nokkrum krón-
um gömlum upp i nokkrar
milljónir. Taka verður fram, að
eflaust hafa sjóðirnir vaxið veru-
lega frá 1965, og eru i dag, þannig
öflugri i krónum talið, þótt verð-
gildi þeirra flestra hafi á hinn
bóginn vafalaust rýrnað i verð-
bólgu siðustu ára.
Drápuhliðarlegat frá
1654
Elsti sjóðurinn er frá árinu 1655
og heitir sá, Drápuhliðarlegat
(gjöf séra Þorláks Bjarnasonar
og konu) og var fjárhæö sjóðsins
árið 1965, kr. 9000. Fleiri sjóðir
voru stofnsettir á 17. öld, eins og
Hamarslegat,' Reynislegat, Gjöf
Þorláks biskups Skúlasonar (sá
sjóður var að visu fluttur til Dan-
merkur) og Vallholtslegat.
Þessi sjóðalisti er auðvitað
alltof langur til að hægt sé að ti-
unda nöfn allra þessara 1200
sjóða, en ljóst er á þeim upphæð-
um sem sjóðirnir flestir hafa yfir
að ráða, að þeir eru i dag óhæfir
til að fullnægja upphaflegum til-
gangi. Það gerir fjármagnsleys-
ið.
Algengt mun vera að þeir sem
til sjóðanna stofna, ákveði i
skipulagsskrá þannig að t.d.
presturinn, lögreglustjórinn og
bæjarstjórinn á viðkomandi stað,
skipisjóðsstjórn. Þegar sjóðurinn
er orðinn nokkur hundruð ára
gamall, þá er auðvitað ljóst að
nokkrar kynslóðir presta, lög-
reglustjóra og bæjarstjóra hafa
fengið i hendur með þessum em-
bættum, stjórnarsetu i viðkom-
andisjóðum. Þess þekkjast dæmi
meiraaðsegja, að embættismenn
margir hverjir hafi ekki haft hug-
mynd um það, þegar þeir tóku við
embættum sinum, að starfinu
fylgdi stjórnarseta i hinum og
þessum sjóðum. Munu margir
nýráðnir embættismanna hjá
hinu upinbera eða sveitarfelög-
um, hafa hrokkið við þegar þeir
hafa fengib fréf frá rikisendur-
skoðun og eru þar rukkaðir um
reikninga sjóðs Jóns Jónssonar
og konu hans Jónu frá Jónsstöð-
um.
En eitt er vist, að það er á færi
hvers Islendings að stofna sjóð
um sjálfan sig og nákomna, búa
út skipulagsskrá, setja einhverja
embættismenn i stjórn, láta ein-
hvern pening i púkkið og tryggja
þannig,að um aldur og ævi verði
viðkomandi sjóður til á prenti i
opinberum gögnum og þannig, að
nafn viðkomandi manns lifi um
ókomna tið. — Ódyr minnisvarði
það, en varla mjög áberandi.
Með þessu er þó auðvitað ekki
verið að fullyrða að allir þeir
gjafa- og minningarsjóðir sem
stofnaðir hafa verið, séu grund-
vallaðir á þvi einu að gefandi af
hégómagirnd vilji halda nafni
sinu á lofti um aldur og ævi. 1
langflestum tilvikum er tilgangur
sjóðanna allt annar og betri. Sjóð-
irnir eiga að stykria og styöia t.d.
fólk sem á sárt um að binda, eða
stendur höllum fæti i lifinu. Og
mörgum þessum sjóöum hefur
tekist að hjálpa og styðja þá sem
minnimáttareru. Enflestir hinna
eldri sjóða hafa hins vegar ekki
staðist timans tönn — verðbólgu-
tönnina — og eru þvi vanmáttugir
imeira lagi i ætlunarverkum sin-
um.
Löggjöf um að leggja
niður eða sameina
Rikisendurskoðandi og deildar-
stjóri hans, Halldór Sigurðsson og
Jón Ólafsson.sögðu það allmikið
og timafrekt verk hjá stofnuninni,
að fara i gegnum reikninga allra
þessara sjóða. Þeir sögðu jafn-
framt að rikisendurskoðun hefði
lagt til, fyrir meira en 10 árum, að
dómsmálaráðherra legði fram
frumvarp sem fæli i se'r heimild
til að leggja niður ýmsa vanmátt-
uga sjóði eða sameina sjóði, sem
hefðu svipuð stefnumál i sinum
skipulagsskrám. Þetta frumvarp
hefur þó ekki enn orðið að
veruleika og á meðan ný lög eru
ekki sett um þessi mál, þá verður
að viðhalda öllum þessum ara-
grúa sjóða, þótt þeir séu engum
til góðs — né ills, nema ef vera
skyldi öll vinnan hjá hundruðum
manna við að aistemma reikn-
inga á hverju ár og siðan rikis-
endurskoðunar að yfirfara alla
súpuna.
En staðreyndin er ljós: Islend-
ingar hafa i gegnum tiðina verið
duglegir við sjóðamyndun ýmiss-
konar, ekki siður en hið opinbera
og enn er ekkert lát á þessari þró-
un, því á hverju ári bætast 20-30
nýir sjóðir i flokkinn.
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
E3
Venlliréfa -
AlarluMliiriiiii
Nýja húsinu
v/Lækjartorg.
12222
Kynntu þér
betur
-*** r k
L h > %
Kyrr-, hæg- og hraðmynd —
3 glimrandi nýjungar frá Grundig.
Nú ræður þú sjálfur ferðinni og
getur sýnt myndina 3s var sinnum hægar
til að fylgjast betur með framvindunni
og stöðvað hana (á punktinum, ekkert
hopp) ef þú vilt skoða eitthvert atvik
nákvæmlega.
Einnig getur þú sýnt á 3svar sinnum
meiri hraða ef þú vilt renna hratt yfir
ákveðin myndskeið eða ná fram
sérstökum áhrifum.
8 stunda kassetta — Tvöfalt lengri
á helmingi lægra verði pr. klst.
Video2x4 plus ermeð
kassettu sem hægt er að snúa við og
gefur þá 2x4 klst. alls. Ekki nóg með
það, heldur er hún einnig mun ódýrari
pr. klst. Munurinn nemur allt að
helmingi.
APF — Sjálfvirkur myndleitari og
minnistölva. Þú finnur efnið
á methraða.
Hann stoppar alltaf sjálfvirkt,
við leit, þar sem upptökuskil eru og
bregður upp kyrrmynd á skjáinn af
stöðunni. Þú getur einnig stillt
ákveðinn stað á spólunni inn á minni
(memory) og fundið hann aftur á
augabragði.
Video 2X4 plus hefur 2umspólunar-
hraða. DNS- þéttir útilokar truflanir ________
og eykur tónsvið og gæði. VIDEO
Á hærra stiginu er hægt að Klllll^
umspóla 2x4 stunda kassettu á aðeins ----—----
105 sek. Bandið er alltaf þrætt í
stýringuna til að auðvelda alla leit.
tækið
okkar!
Forriti fyrir 10 daga upptökutímabil.
Þú ræður dagskránni sjálfur.
Þú ert kannski víðs f jarri, í
vinnu, sumarfríi eða lúrir bara á þínu
græna á meðan GRUNDIG mynd-
segulbandið þitt tekur sjálfvirkt upp 4
útsendingar á 10 dögum. Þú skoðar
efnið þegar þér hentar.
Fullkomin rafeindastýring —
Tækið sér við mannlegum
mistökum.
Reimalaus fullkomin
rafeindastýring tryggir eins einfalda
notkun og værirðu að stjórna
plötuspilara. Intermix Electronic rafrás
útilokar að rangar stillingar og
óvitaskapur geti skaðað tækið.
Nokkrir aukapunktar um
Grundig video 2x4 plus.
Video2x4 plus erbúið
skerpustillingu fyrir mynd. Það hefur
alsjálfvirkan stöðvaveljara. Mynd og
tóngæði eru eins og best verður á kosið.
Síðast en ekki síst:
Kjörin eru fyrir alla.
Júnítilboðsverð á GRUNDIG 2x4
plus myndsegulbandi (ásamt einni
átekinni kassettu) er: 21.900 kr.
Skilmálar sem allir ráða við: 5.000 kr.
út og eftirstöðvar á 7—10 mánuðum.
Laugavegi 10 Sími: 27788
Þvíbetur
sem þú kynnir þér
myndsegulbönd
því hrif nari verðurðu af
Grundig2x4plus.