Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 30

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 30
>30 Föstudagur 26. júní 1981 hpilrjrirpn<ZÍI irínn Hugmyndir Samtaka óháðra sjónvarpsstöðva um bætt lands- hlutasjónvarp: 1. Fleiri þættir fyrir börn, meira af staðbundnu efni. 3. Meira af leiknu efni, meira af efni trúarlegs efnis og fleiri barnaþættir. 4. Meira af staðbundnu eím eink- um hvað varðar byggöirnar við Mersey-fljót \jgesv- 5. Aukinn upptökubúnaður og meiri áhersla á tungu Wales-búa. kymrisku.. 6. Kemur i stað Southern TV Meira af staðbundnu efni. S>xtíCí., etb'- 8. Meira af staðbundnu efni, einkum hafa jaðrarnir verið af- skiptir. 9. Aðskilnaður frá Trident, end- urskipulagning stöðvarinnar. f0. Aðskilnaður frá Trident, end- urskipulagning stöðvarinnar. 11. Breyting á skipulagningu og nafni stöðvarinnar, ATV, og auk- in áhersla á efni bundið við aust- urhluta landshlutans. 12. Meira af staðbundnu efni. 13. Betri þjónusta, meira af stað- bundnum fréttum. 14. Betri þjónusta, meira af stað- bundnum fréttum. 15. Aukin dagskrá frá öðrum stöðvum, lengri útsendingartimi Breytingar á bresku sjónvarpi í byrjun þessa árs voru boðaðar mestu breytingar sem hafa orðiö i sjónvarpi á Bretlandseyjum i 13 ár. Ekki er nóg með að nv rás auglysingasjónvarps sé i uppsigl- ingu heldur á að hefja morgun- sjónvarp, tvær óháðar sjónvarps- stöðvar verða lagðar niður og hið kunnuglega ATV-merki hverfur af skjánum. Það var lafði Plow- den, stjórnarformaður Samtaka óháðra sjónvarpsstöðva, sem til- kynnti þetta á fjölmennum fundi sem lfktist einna helst skólasam- komu. Flestar hinna fimmtán óháðu sjónvarpsstöðva fengu vitnisburö eitthvaöá þessaleið: „Efiiilegen gæti staöið sig betur”. Tossarnir fengu aövörun en fallistunum, sjónvarpsstöðvunum Southern og Westward, var skipað að hætta starfsemi. En eins dauði er ann- ars brauð og þegar hefur öðrum aðilum veriö leyft að hefja sjón- varp I stað stöðvanna sem hætta. Margirálita vist að sjónvarp að morgni dags hljóti að vera dauða- dæmt en skoðanakönnun bendir til þess að helmingur þeirra sem horfa á sjdnvarp að jafnaði, muni a.m.k. kveikja á tækjum sinum, og llklegt þykir að morgunsjón- varpið vinni á ef mönnum fellur það vel í geð. Þremur aöilum hefur verið veitt leyfi til að reka morgunsjdnvarp, m.a. fyrirtæki sem nefnist TV-AM. Innan vé- banda fyrirtækisins má finna ýmsa góðkunningja þeirra sem horft hafa á sjónvarp i Bretlandi t.d. Onnu Ford og Angelu Rippon, en þær hafa til skamms tima starfaö hvor á sinni sjónvarps- stöðinni og keppt um hylli áhorf- enda. Þá má nefna hinn heims- fræga David Frost, Esther Rant- zen, Michael Parkinson og Peter Jay, fyrrverandi sendiherra Breta í Bandarlkjunum, en hann er forstjóri Jiessa nýja fyrirtækis sem hyggst hefja morgunsjón- varp i ársbyrjun 1983. Fyrirhugaö er aö TV-AM sjón- varpi fimm morgna vikunnar, mánudags til föstudags, þrjár stundir á morgni, og dagskráin hefjist kl. 6.15. Fyrst á dagskrá á að vera eins konar „Morgun- póstur” sem á að vera með léttu yfirbragði, notalegur og nyt- samur. Fluttar verða fréttir, veðurfregnir og lesið Ur dag- blööunum. Kl. sjö hefst „Við morgunverðinn” þar sem fluttar verða fréttír af öllu tagi, greint frá því helsta sem er á döfinni og flutthvers kyns efni sem ætla má að veki áhuga. I þessari þriggja stunda sjón- varpsdagskrá verða þrir frétta- b'mar og auk þess verður tvisvar flutt fréttaágrip i stuttu máli. 1 morgunsjónvarpinu verða einnig þættir um neytendamál, fjármál, matreiðslu, heilbrigðismál o.s.frv. Breska rikisútvarpið, BBC, hyggst einnig hefja morgunsjón- varp sem starfi i nánum tengslum við fjórðu rás útvarps BBC. Ætlunin er að þetta morgunsjón- varp ri'kisfjölmiðilsins verði ein hvers konar sambland af Utvarpi og sjónvarpi. Talsmenn TV-AM þykjast hvergi smeykir við morgunsjón- varp BBC sem þeir kalla „mynd- skreyttdtvarpsefni” en BBC gæti sett strik i reikninginn ef það verður fyrst til að hefja Utsend- ingu að morgni dags. Það liggur >ekki ljóst fyrir hvers vegna Westward og Sout- hern sjónvarpsstöðvarnar misstu leyfið. Nýju stöðvarnar nefnast TSW (Television South West) og TVS (Television South) og eru Góðan daginn. Innstu koppar i búri AM-TV fyrirtækisins sem ætlar að hefja morgunsjónvarp 1983. Frá vinstri: David Frost, Michael Parkin- son, Anna Ford og for- stjórinn, Peter Jay. Og á innfelldu myndunum eru Esther Rantzen og Ang- ela Rippon. hvor í sínum landshluta eins og aðrar óháðar sjónvarpsstöðvar. Hugmyndin að stofnun TVS varð til i vínstúku járnbrautar lestar sem er i förum frá Char- ing Cross-stöð til Hastings. Þarna hittust reglulega blaða- og frétta- menn á leið heimtilsin að loknum vinnudegi og oft var drukkið ótæpilega. Á fyrrgreindum fundi fengu hinar óháðu landshluta- stöðvar fyrirmæli um að sinna betur aðalhlutverki slnu: að þjóna betur hver sinum lands- hluta. Einkum voru það ATV i Birmingham og Yorkshire TV i Leeds sem fengu orð i eyra, en efni frá þessum stöðvum er oft i islenska sjónvarpinu. Þeir sem gagnrýna ATV eru óánægðir með að stöðin skuli rekin i Lunddnum en aðalfor- sprakki stöðvarinnar, Lew Grade lávarður, er bUsettur þar og hann virðist haf a meiri áhuga á að gera dýrar bfómyndir á borð við „Lyftið Titanic” en leggja á ráðin um staðbundna dagskrárgerð. Afleiðingin hefur orðið sú að lá- varðurinn er ekki lengur sá ein- ráður sem hann hefur verið. Loks var þvi lýst yfir á fund- inum að fyrirtækið Trident sem rekur tvær landshlutastöðvar, Yorkshire TV og Tyne Tees TV yrði að láta báðar af hendi en i staðinn yrði þeim stjórnað hvorri á sinum stað. Það er greinilegt að i Bretlandi vilja margir starfrækja sjónvarp. Samkeppnin er hörð og þeir, sem standa sig ekki, eru sviptir rekstrarleyfi. Að lokum skulu taldar upp þær óháðar breskar stöðvar sem hefur ekki borið á góma f þessari grein. Mörg stöðvarnöfnin eru kunnugleg hér á landi. London: Þar eru tvær óháðar stöðvar Thames TV og London Weekend. Austur-England: Anglia TV en sú stöð er einkum þekkt fyrir dýralífsmyndir (Survival). Wales og Vestur-Englandi: Harlech TV (HTV), nefnd eftir stofnand- anum, Harlech lávarði. Norðvestur-England: Granada. Norður-trland: Ulster TV. Mið-Skotland: STV. Norður-Skotland: Grampian. Landamærin: Border TV. Ermarsundseyjar: Channel TV.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.