Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.06.1981, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Qupperneq 32
he/garpósfurinn Föstudaqur 26. iúní 1981 2. tbl. 2. árg. 1981 Glæsilegt timarit um tsland fyrir tslendinga. 80 bls. fjöldi litmynda. — Meðal efnis: Fjallvegir á lslandi. Akstur yfir ár, greinar um Vesturland og Ódáðahraun. Skófatnaður fyrir göngufólk, læknaspjall, Ferðafélag ts- lands — (Jtivist — björgunarsveitir o.fl. o.fl. Askriftarsiminn 29499. Ritið fæst einnig i bókaverslunum og á blaðsölustöðum um allt iand. • Atkvæðagreiðslan innan út- varpsráðs um umsækjendur um sex mánaða afleysingastarf á fréttastofu sjónvarps hefur valdið töluverðu fjaörafoki innan ráðs- ins. A siðasta fundi ráðsins mun Eiður Guðnason hafa látið bóka frá sér athugasemdir við niður- stööur atkvæðagreiðslna inn- an ráðsins, þar sem Arnþrúð- ur Karlsdóttir rannsóknarlög- reglumaður, hlaut fjögur atkvæði Framsóknarmannanna Markúsar A. Einarssonar og Iiákons Sigur- grimssonar og Sjálfstæðismann- anna Markúsar Arnar Antons- sonar og Ernu Ragnarsdóttur meðan Bolli Héðinsson fjölmiðla- fræðingur og fyrrum blaðamaður hlaut atkvæði Ellerts B. Schram, Eiðs og Ólafs R. Einarssonar. í bókun Eiðs mun efnislega gerð athugasemd við að niður- staða atkvæðagreiðslunnar sé i engu samræmi við auglýsingu um starfið, þar sem krafist hafi verið góðrar menntunar, sem Eiður mun telja lágmark að sé stúdentspróf en Arnþrúður hefur ekki — enn sem komið er. Eiður mun hafa verið beðinn um að draga bókun sina til baka en hann neitað þvi og einhverjir aðrir ráðsmenn þá krafist bókunar á móti. Hákon Sigurgrimsson mun þá hafa látið þau orð falla, að það | væri ekki hægt ,,að menn veifuðu ! prófskirteinum á annarra kostn- að” og munu textaskýrendur enn vera að rýna i merkingu þessarar gullvægu setningar. Niðurstaðan | i ráðinu mun þó hafa orðið sú, að samþykkt var samhljóða tillaga Ólafs R. Einarssonar um að setja I á laggirnar 4ra manna nefnd til að semja einhvers konar starfs reglur um það hvernig útvarps- ráð skuli i framtiðinni standa að | mannaráðningum. Við heyrum I einnig að á útvarpsráðsfundinum, þar sem atkvæðagreiðslan fór fram, eigi Guðjón Einarsson, aðstoðarfréttastjóri sjónvarps, að hafa sagt eftir að úrslit atkvæða- greiðslunnar lágu fyrir, að hann skyldi ekki hvað þarna væri að gerast, þegar sá umsækjandinn sem hefði minnstu menntunina og enga starfsreynslu væri valinn umfram alla aðra. Mun útvarps- ráðsmenn hafa sett hljóða við þessa ádrepu... • Ráðningarmálin i útvarps- ráði hafa verið mikið rædd manna á meðal undanfarna daga, og segja gárungarnir að vilji ein- hver núna fá fréttamannastöðu á sjónvarpinu þá verði sá hinn sami fyrst að fá opinbera niðurfellingu á prófunum sinum... • Við heyrum að um þessar mundir sé verið að skrifa bók um Flugleiðiri eins konar Valdatafls i Valhöll-stil, þar sem rakin er saga félagsins eins og hún blasir við utan frá og innan með tilheyr- andi uppljóstrunum um innan- hússerjur og valdatafl stjórnar- manna og hluthafa. Höfundurinn sem enn er ónafngreindur, er sagður þekkja vel til innan félagsins og jafnframt hafa kom- ið nærri blaðamennsku áður. Þeir sem til þekkja segja að i bók- inni muni koma fram sitthvað sem munu þykja töluverð tiðindi, þrátt fyrir alla þá umræðu sem verið hefur um félagið nú undan- farið... • Skýrsla bandariska ráðgjafa- fyrirtækisins um framtið Atlantshafsflugs Fiugieiða hefur nú veriö um nokkurt skeið á borð- um stjórnvalda og ráðamanna Flugleiða, auk þess sem sömu aðilar i Luxemburg eru með hana til athugunar. Eins og Helgar- pósturinn hefur áður skýrt frá er meigintillaga þessa bandariska fyrirtækis sú, að stofnað verði nýtt fyrirtæki flugfélaga þessara tveggja landa, Flugleiða, Luxair og Cargolux að fyrirmynd t.d. sam-skandinaviska félagsins SAS. Hugmyndin er að slikt flug- félag héti Euro-air. Eftir þvi sem næst verður kom- ist fær þessi hugmynd ekki mik- inn hljómgrunn innan Flugleiða, en það frekar talið koma tií greina að gerast hluthafi i sam- eiginlegu hlutafélagi um þennari rekstur. Ekki mun ákvarðana að vænta i málinu fyrr en stjórnvöld hér taka afstöðu til tillagnanna og það verður vart fyrr en eftir fund Steingríms Hermannssonar með samgönguráðherra Luxemborg- ar sem hingað er væntanlegur ásamt f'öruneyti i næsta mánuði... • Sex ungar, framsæknar og djarfar konurhér i bæ hafa nú nv- verið stofnað kvikmyndagerðar- íélagið Anok. Munu þær ætla að búa til kvikmynd um konur (surprise, surprise). Handritið er nú i smiðum og er merki fyrir- tækisins Isbirna Það höfðar til þess ástands sem konur þurfa að búa við á þessum siðustu og verstu timum (t.d. eiga konur nú um 1% af auðæfum heims) þ.e.a.s. þær eru settar út á kald- an klakann.. • Bingó er vinsæl skemmtun og fjáröflunarleið hjá félögum og flokkum. Jafnan er réynt að hafa veglega vinninga. Framsóknar- flokkurinn hefur greinilega nokkra sérstöðu i bingómálum sem öðru, ef marka má auglýs- ingu i Timanum i gær um „stór- bingo” á sumarhátið Fram- sóknarfélags Bolungarvikur. Þar trónir efst á vinningaskránni 20 kfló af kaffi, en siðast er hins vegar utanlandsferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn. Er þeíta gagnmerk heimild um verðmætamat Framsóknar- manna i Bolungarvik... ®Um siðustu helgi var auglýst i fasteignadálkum blaðanna að til sölu væri veitingahús i fullum rekstri á stór Reykjávikursvæð- inu. Fullyrt er að veitingahúsið sem þarna um ræðir sé Versaliri Kópavogi en það var eitt fyrsta veitingahúsið sem opnað var i litlu-veitingahúsbyltingunni fyrir rúmu ári... • Þá heyrum við úr sama bransa að Tommii Tommaborgurum sé að fara að færa út kviarnar og hyggist hann á næstunni opna annan hamborgarastað i Hús- gagnahöllinni á Laugavegi. Og hamborgararnir hljóta að seljast eins og heitar lummur, þvi að sömu heimildir herma að Tommi hafi i leiðinni pantaö sér nýjan Mercedes Benz upp á 400 þúsund krónur eða 40 milljónir gamlar... Kvikmynd sjónvarpsins um Snorra Sturluson verður frum- sýnd i Danmörku i haust, eins og fram hefur komið i fréttum, — og fá Danir þvi að sjá myndina á undan islenskum sjónvarpsnot- endum og allt i lagi með það. Hins vegar mun gæta töluverðrar undrunar og óánægju með það meðal þess starfsfólks islenska sjónvarpsins sem vann að gerð myndarinnar, að það hefur al- mennt ekki fengið að sjá hana i endanlegri útgáfu. En útvarps- ráð fær að sjá hana i dag... • Hiðárlega Fiflafestival i Köben hófst 20. júni sl. Þar munu troða upp leikhópar frá ýmsum löndum og heyrst hefur að fslenska Götuieikhúsiðsem nýlega hóf æf- ingar, taki þátt i fiflalátunum og er ætlunin að leikhúsið sýni þar magnaða performanca i byrjun júli... • Nýr forstjóri mun taka við störfum hjá gosdrykkjaverk- smiðjunni Sana á Akureyri. Hann heitir Jóhann Asgrimsson og er viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá Hampiðjunni... • Fræðslustjóraembættið á Norðurlandi eystra hefur nú verið auglýst til umsóknar. Sturla Kristjánsson, sem gegnt hefur embættinu sagði stöðu sinni lausri vegna miskliðar við menntamál aráðuneytið og fræðslustjórn, eftir þvi sem við heyrum. Hann mun lengi hafa átt útistöðum við kerfið, þótt dugandi maður en að mati kerfisins vann of sjálfstætt. Sturla mun nú hafa sótt um skólastjóraembættiö i Þelamerkurskóla... Sölu og þjónustumaöur Þjálfaöur viðgeröarmaöur yfirfer allt gangverk og Bíllinn afhentur kaupanda I Bílaborgar h.f. tekur við bíl öryggisbúnað og lagfærir það sem þörferá. I- flokks ástandi og meö 6 til sölumeöferöar. mánaöa ábyrgð. Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð. Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir. gallarkæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu. Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl... Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð. Smiöshöföa 23, /símí 812 99.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.