Helgarpósturinn - 07.08.1981, Síða 2
2
Föstudagur 7. ágúst 1981
eftir Guðmund Árna Stejfájissoir^
myndir: Jim Smart
llitstjórn Aiþýftublaðsins, Vilmundur Gylfason, Helgi Már Arthúrsson og Garðar Sverrisson á skrifstofu
blaðsins i gær. Flokksfólk stendur með mér," segir Vilmundur.
Umsátursástand
á Alþýðublaðinu
og hriktir í stoðum
Alþýðuflokks
..Alþýðuf lokkurinn hefur
undanfarið verið i pólitisku
dauðadái. Þegar siðan Vilmundur
gefur flokknúm raflost og setur
öndunarvélina i gang, með
hressilegum skrifum um verka-
lýðsmál i Alþýðublaðinu, þá
vaknar flokkurinn tii lifsins. Fn
þá ekki til að hefja baráttuna.
heldur til þess eins að kippa
öndunarvélinni úr sambandi, þ.e.
Vilmundi. Flokksfory stunni
virðist liða best i dauðadái og
innan um flokkseigenda-
klæikuna."
Þetta sagði einn öflugur
stuðningsmaður Vilmundar
Gvlfasonar. alþingismanns og
ritstjóra Aiþýðublaðsins nú i
sumar. um þær deilur sem risið
Jón Baldvin llannibalsson telur
ekki gerlegt fvrir sig að taka við
ritstjórataumum Alþýðublaðsins
á meðan ástand mála er óbreytt.
Helgarpósturinn
skyggnist bak
við innanflokks
átökin i Alþýðu
flokknum, þar
sem Vilmundur
Gylfason hefur
lýst striði á
hendur
flokksforustu
hafa innan Alþýðuflokksins á
siðustu dögum vegna Alþýðu-
blaðsins. Þessi deila hefur verið
tiunduð allrækilega i blöðum, en
engu að siður virðist ekki futlljóst
um livað nákvæmlega ágrein-
ingurinn snýst. Að minnsta kosti
eru deiluaðilar langt l'rá þvi að
vera sammála i þvi efni.
Er Vilmundur i heilögu striði
við flokksforystuna og notar þetta
tækifæri til að skera upp herör,
vekja athvgli á sjálfum sér um
leið og setja sig i lilutverk fulltrúa
þeirra minnimáttar i baráttu við
kerfið? Er uin að ræða ágreining
vegna verkalýðsmálastefnu
flokksins og blaðsins? Er verið að
ræða mál- og ritfrelsi ritstjórnar?
Er málið tilkomið vegna persónu-
legra átaka einstaklinga innan
flokksins um það liver fari með
völdin? Er málinu raunverulega
lokið, en haldið áfram vegna þess
að báöir aðilar vilja lita út sem
sigurvegarar út á við? Er
Alþýðuflokkurinn að klofna?
Máiið er snúið, vegna þess að
deiluaðilar virðast tala sitthvort
tungumálið og uni óskylda hluti.
Verkalýðsmál
— grinblað
Helgarpósturinn hafði sam-
band við fjölda Alþýðuílokks-
manna vegna þessa máls og
spurði einfaldlega um hvað væri
deilt i Alþýðuflokknum þessa
daga.
„Um verkalýðsmál," sagði
Vilmundur Gylfason sjálfur og
visaði þvi frá, að hans persóna
væri grundvöllur þessara deilna.
„Min persóna er hjóm eitt i
samanburði við mikilvægi heii-
birgðrar verkalý ö.-pólitikur.
Þetta er lika spurn'- g um það, að
við hér á ritstjr rninni fáum að
skrifa og tala. Spurning um
prentfrelsi."
Bjarni P. Magnússon formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins og blaöstjórnar Alþýðu-
blaðsins visaði þvi alfariö frá aö
þessi krisa snúist um verkalýðs-
mál: „Framkvæmdastjórn hefur
þegar lýst trausti á starfsmenn
ritstjórnar og skrif þeirra. Þaö
var gert með samkomulagi á
föstudaginn var, enda kom
laugardagsblað Alþýðublaðsins
út að venju og þar t.a .m. var f jall-
að um verkalýðsmál, án allra
athugasemda frá útgáfustjórn
blaðsins, eða framkvæmda-
stjórn.”
Af samtölum við Magnús H.
Magnússon varaformann Alþýðu-
iiokksins, Benedikt Gröndal fyrr-
um lörmann flokksins og nuver-
andi alþingismann, Eið Guönason
þingmann, og Sighvat Björgvins-
son lörmann þingflokks, þá eru
þeir i aðalatriöum sammála
túlkun Bjarna P. Magnússonar á
eðli þessarar deilu, — a.m k. hvi
að þetta snúist hreim ekki um
verkalýðsmál. Sighvatur Björg-
vinsson lýsli þessum deilum á
þennan hátt: „Upphlaup rit-
stjórnar i miðvikudagsblaði
Alþýðublaðsins, grinblaöinu, var
undanlari ieikrits, sem sett var á
svið af Vilmundi Gylfasyni, sem
er meistari i uppsetningu l'arsa af
þessari tegund. Hins vegar er
þetta sorglegt leikrit, sem Vil-
mundur hefur hleypt af stokk-
unum. Mér var í'reinilega ætlaö
hiutverk i þessu leikriti — ekki
gott hlutverk, en eg.neí neitað að
taka þátt i leiknum,"
Upphafiö
Áður en lengra er haldiö er rétt
að rekja sögu þessara vandamála
innan Alþýðuflokksins. Á þriðju-
deginum i siöustu viku vann rit-
stjórn Alþýöublaösins, Vil-
mundur Gylfason, Helgi Már
Artúrsson og Garðar
Sverrisson, óvenjulegt blað, er
skyldi útgefiö a miövikudegi. t
blaðinu voru tilbúin viðtöi og
fréttir, sem ekki áttu sér stað i
raunveruleikanum. Lýsti rit-
stjórnin blaðinu sem „háði með
pólitiskum ádeilubroddi". Ekki
kom þó til þess að blaöiö kæmi út
á miðvikudagsmorgni eins og til
stóð, þar sem meirihluti blaða-
stjórnar tBjarni P. Magnússon,
Jóhannes Guðmundsson og Björn
Friðfinnsson) ákváöu aö stöðva
blaðið i prentun.
Hitstjórn Alþyöublaösins brást
ókvæða við þessum aðgerðum
blaðstjórnar og taldi að kippt
hefði verið fótum undan frelsi rit-
stjórnar, sem bæri ábyrgð á efni
Alþýðublaðsins og ritfrelsiö væri
fótum troðið. Lögðu starfsmenn
blaðsins þá strax niður störf og
kom Alþýðublaðið ekki út á
fimmtudeginum.
S.l. föstudag tokust hins vegar
samningar i þá veru, aö „grin-
blaðið” svonefnda kæmi út með
hefðbundnu laugardagsblaði
Alþýðublaösins. Skyldi „grin-
blaðið’’ sérmerkt.
Töldu flestir að málið væri
leyst.
Svo var þó ekki, þvi á þriðju-
degi fór ritstjórn Alþýðublaðsins
fram á, að framkvæmdastjórn
lýsti yfir trausti á undanfarin
skrif blaðsins um verkalýðsmál,
auk þess að beiöast afsökunar á
þvi, að „grinblaöiö" heföi verið
stöðvað á aðíarandi miðvikudag.
Þessari ósk ritstjórnar hefur ekki
verið sinnt ennþá.
En hvaða atburöir geröust um
helgina, sem hleyptu öllu i bál og
brand á nýjan leik? Ýmsar
skýringar hafa heyrst þar að
lútandi. Vilmundur sagði um
þetta: „Samkomulagiö á föstu-
daginn gekk aðeins ut á það, að
laugardagsblaðið kæmi út og -
miðvikudagsblaðið þar auðkennt
með. Þetta samkomulag var auð-
vitaðengin traustyfirlýsing á mig
og ritstjórnina, þvi á sama degi
var hringt til Jóns Baldvins
Hannibalssonar, þar sem hann
var á ttaliu og hann beöinn að
koma heim og taka við stjórnar-
taumunum hið snarasta. Fyrst
stöðva þeir blaðiö á miðviku-
deginum og siðan liggja þeir i
Jóni Baldvin um leiö og sam-
komulag hafði veriö gert á föstu-
deginum og byrja aö vinna gegn
blaðinu og starfsmönnum af
fullum krafti. Vilja koma mér út
strax eftir helgi Hvers konar
rugludallar eru þetta eiginlega?
Þeir brutu heiðursmanna-
samkomulagið, ekki ég."
Magnús H. Magnússon varafor-
maður flokksins sagðist ekki hafa
vitað annað, en fyrir löngu hefði
það verið ákveðið að Jón Baldvin
kæmi tilstarfa við blaðið þann 1.
ágúst, þ.e. siðasta þriðjudag.
Ymsir héldu svo vera innan
flokksins, en sannleikurinn mun
vera sá, að Jón og Vilmundur
höfðu ákveðið sin á milli og með
vitund blaðstjórnar að ritstjóra-
skipti yrðu ekki fyrr en næstkom-
andi mánudag. Bjarni P.
Magnússon formaður fram-
kvæmdastjórnar sagöist hafa vit-
að, að til stæði að Vilmundur sæti
i ritstjórastóii út þessa viku og
blaðstjórn hefði sist af öllu haft
nokkuð við það að athuga. „Með
útkomu laugardagsblaðsins var
lýst yfir fyllsta trausti við Vil-
mund og hans starfsmenn og
gengið út frá þvi að þeir héldu
sinum skrifum áfram. Annað var
ekki uppi á teningnum."
Gagnrýni úr skúmaskot-
um
Aðrar raddir hafa heyrst viö-
vikjandi þessum breytingum sem
urðu um siðustu helgi. Helgar-
pósturinn hefur frétt það frá fieiri
stöðum en einum, aö Vilmundi
hafi borist til eyrna, að ákveðnir
forystumenn flokksins hefðu haft
samband við nokkur dagblöð og
útvarp, og beðið þess að varlega
væri farið i umfjöllun þessa Al-
þýðublaðsmáls, þar sem málið
snerist ekki um pólitik heldur
væri um „mannlegan harmleik"
að ræða. Mun Vilmundi hafa
fundist sem hér hafi verið hoggið
nærri ærusinni ogheilsu og gefið i
skynaðhann væri eigiheill heilsu