Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 3
Föstudagur 7. 'ágúst 1981 3 Kjartan Jóhannsson formaöur Alþýðuflokksins: Ekki séð fyrir endann á þessu máli ennþá. og þvi alráðið að halda slagnum áfram. Vilmundur var um þaö spurður hvort hann tæki ekki rökum i þessum málum öllum og væri ekki i andlegu jafnvægi. ,,Ég ræði ekki þennan róg," svaraöi Vii- mundur. Þá hefur þvi einnig veriö haldið fram, að það sem Bjarna P. Magnússyni og Jóhannesi Guð- mundssyni, sem i gegnum árin hafa verið traustir stuðnings- menn Vilmundar, hafi gengiö tii þegar þeir stöövuðu útgáfu grin- blaðsins, að þeir hafi viljað hlifa Vilmundi við afleiðingum útgáf- unnar. Þeim hafi sem sé gengiö gott eitt til viðvikjandi Vilmundi. Vilmundur sagði hins vegar i samtali, að „grinblaðið" hefði verið gefið út til að fá þá menn, sem hefðu gagnrýnt Alþýðublaðið i skúmaskotum að undanförnu” og eins vegna þess aö við vildum fá sendinefnd frá „foringjum” flokksins til að ræða þessi mál. Þá hefðum við beðist afsökunar á grinblaðinu og rætt málin.” Jón Baldvin Hanniblasson rit- stjóri Alþýðublaðsins og skráður ábyrgðarmaður i „haus" þess, hefur verið i sumarleyfi undan- farið eins og áður hefur komið fram. Hann var spurður um álit á „grinblaðinu” og hvort það hefði komið út undir hans stjórn.” Um það segi ég nú bara eins og Viktoria drottning: „We are not amused”. — Það fíokkast hins vegar undir bókmenntagagnrýni og er ekki aðalatriði þessa máls. Þetta mál snýst um ritskoðun. Stöðvun á útgáfu blaðs og með hvaða hætti það var gert." Jón Karlsson á Sauðárkróki, einn verkalýðsleiðtoga Alþýðuflokks- ins var ómyrkur i máli um grin- blaðiö: „Þetta blað var endemis bölvað rugl. Skil ekki hverjir nenna að skrifa svona þvætting.” Aðför eða bakþanki Aður var nefnt að ýmsir litu svo á, að Vilmundur væri i þessu máli i einkastriði við flokksapparatið, gegn kerfinu. Stuðningsmaður hans ónefndur sagði, að sumpart mætti lita svo á. „Vilmundur hreinlega vann kosningarnar fyr- ir Alþýðuflokkinn 1978, en þeir 13 þingmenn sem fóru með honum inná þing, gátu ekki unnt honum þessarar sterku stöðu og settust á öll hans framfaramál. Vilmundur hefur þvi ætið verið i baráttu við þingflokkinn og ílokksvaldið og verið haldið niðri af þessum aðil- um. Stund hefndarinnar er runnin uppog Vilmundur ætlar að láta til skarar skriða núna, enda studdur af þúsundum kjósenda, sem standa við bak hans.” Vilmundur neitaði þvi, að hann væri i heilögu persónulegu striði i þessu máli. En er „skitapakkið", sem Vilmundur nefndi svo á sin- um tima, að herja á Vilmundi i þessari deilu? „Ég notaði þetta orð — skitapakk — um tiltekinn einstakling i flokknum i kjölíar átaka. Siðan hef ég lært að meta ákveðna kosti þessa manns, — þrek hans og kjaik, kjark sem sumar aðra i flokknum vantar. Hann er fulltrúi gamla timans — og það er ekki allt grábölvað um gamla timann að segja.” Aðrir Alþýðuflokksmenn hafna þessum skýringum Vilmundar al- gjörlega og segja málið öðru visi vaxið. Vilmundur hafi vaknað upp við það á laugardag eftir samkomulagið var gert að deilan hafi snúist um heldur misheppnað grinblað, og þess vegna talið sér pólitiskt nauðsyniegt að breyta um sjónarhorn á deilunni með þvi að lála sem hún haíi allan timam: snúist um óánægju með skrif Al- þýðublaðsins um verkalýðsmál og lýðræði i verkalýðshreyfing- unni i ritstjóratið Vilmundar. Þess vegna hafi hann rofið sam- komulagið og með stuðningi blaðamanna sinna neitað að vinna við útgáfu Alþýðublaðsins, nema til kæmi sérstök trausts- yfir.lýsing á ritstjórnarstefnu blaðsins frá flokksforustu. En hverer þá að berja á hverj- um og hvers vegna? Þessi spurn- ing kemur sifellt upp á yfirborðið og svörin eru margvisleg. Sam- band ungra jafnaöarmanna sendi frá sér samþykkt vegna málsins og þar segir m.a.: „SUJ harmar þær deilur, sem átt hafa sér stað innan Alþýðuflokksins siðustu daga og fjaila um Alþýðublaðið. SUJ telur að þessar deilur snúist um keisarans skegg og átelur harðlega, þá einstaklinga, sem með naflaskoðun og metnaði láta flokkshagsmuni og — samstööu lönd og leið. Mættu allir deiluaöil- ar hafa þetta i huga.” Hvetur sið- an SUJ deiluaðila að sliðra sverð- in ,,og láta stifni og þrákelkni ein- staídinga lúta fyrir hagsmunum flokks og flokksfólks..." Stór bóla um smámál Þingmenn flokksins voru mjög varfærnir i yfirlýsingum um mál- ið, þegar Helgarpósturinn hafði við þá samband og lögðu allir áherslu á að málið yrði að leysa á hvern þann hátt sem mögulegt væri. „Vona að forystu flokksins takist að kippa þessum málum i lag,” sagði Benedikt Gröndal og kvað þetta „leiðinlegt vandræða- mál”. Eiður Guðnason sagðist hafa haldið að málin hefðu verið leyst fyrir siðustu helgi, ekki sist þegar Vilmundur hefði i útvarpi flutt sérstakar þakkir til Kjartans Jó- hannssonar formanns flokksins fyrir hans framlag til lausnar málsins. „Auðvitað fólst það i þessu samkomulagi, að þeir fé- lagar á ritstjórn Alþýðublaðsins önnuðust útgáfu blaðsins áfram,” sagði Eiður siöan. „Ef slikt telst ekki traustsyfirlýsing i þessu til- viki hvað á að kalla það? Mergur- inn málsins er auðvitað sá, að hér er ekki um hugsjóna — eða stefnuágreining að ræða, heldur leiðindamál, sem engum tilgangi þjónar að ræða opinberlega í smáatriðum.” „Það er verið að gera smámál aðstóru," sagði Sighvatur Björg- vinsson. „Smáatriði eru biásin upp og ég held að ritsjórn Alþýðu- blaðsins ætti að athuga sinn gang i rólegheitunum, þannig að lausn geti fundist. Lausnin iiggur i þvi, að þessir menn taki sönsum. Þetta er leiðindamál fyrir Al- þýðuflokkinn allan og þjóðin drcgur dár af þessum atburöum. Þessu verður þvi að ijúka.” „Ég hélt að málin hefðu verið leyst fyrir siðustu helgi," sagði Magnús H. Magnússon, „og það er tóm vitleysa að verið sé að karpa um verkalýðsmál i þessu sambandi. Þetta mál veröur að leysa og ef stifnin minnkar ekki hjá ritstjórn á ailra næstu dögum, þá sé ég ekki annað, en það verði að reka Vilmund af rítstjórastóli með formlegum hætti. Alþýðu- blaðið verður jú að koma út og einhvern veginn veröur að sjá um að svo verði." Atriðin í máli þessu eru mörg og ýmislegt hefur orðið til þess að setja deiluna i enn meiri hnút. Þannig hleypti bréf fram- kvæmdastjóra Alþýðublaösins til blaðamanna — Garöars og Helga Más — enn meiri hörku i málið. Jóhannes sagði þetta ekki upp- sagnarbréf, heldur aðeins til- kynningu til starfsmanna, að þeir þægju ekki laun meðan þeir stunduöu ekki sina vinnu. „Þetta er einfalt mál,” sagði Jóhannes. „Við getum ekki haldið mönnum á launum meðan ekkert blað kemur út og þar af leiðandi engar tekjur koma i staðinn. Þaö er alls ekki verið að reka mennina, en það greiðir enginn launagreið- andi mönnum laun, sem neita að vinna fyrir þessum launum.1' Garðar Sverrisson blaðamaður var spurður um viðbrögð við þessu bréfi frá framkvæmda- stjóra. „Ég ætla að reyna fá upp- lýsingar um hvernig bréfið er til- komiö oghverjir standa á bak við það. Vilmundur var rekinn fimm sinnum i siðustu viku og situr þó enn. Mér hefur hins vegar aðeins verið sagtupp einu sinni, þannig að þetta fer að verða eins og að skvetta vatni á gæs. I dagblöðun- um Idag les ég t.d. að ekki sé búið að segja mér upp.” Jóhannes Guðmundsson framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins og Bjarni P. Magnússon formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins. Frá inálinu var gengið fyrir siðustu helgi að þeirra áliti. Óánægja verkalýðsfor- ingja staðreynd Þótt m enn séu ekki á eitt sáttir um orsök þessarar deilu og marg- irvisi þvi frá, að verkalýðspólitik blaösins undanfarna mánuði eigi ekki hlut þarna að máli, þá er það engu að siður ljóst að skrif blaös- ins um verkalýðsmál hafa valdið úlf aþyt innan flokksin. „Ég vil nú helst sem minnst tala um skrif þessa blessaöa Alþýðublaðs upp á stðkastiö. Þau eru langt frá því að vera i anda þeirrar pólitlkur sem ég vilreka. Ég hef sagt álit mitt á skrifum blaðsins um verkalýös- mál á réttum stöðum, m.a. lýst þviviö formann flokksins og fleiri flokksmenn. Skrif af þessu tagier ekki hægt aö þola öllu lengur,” sagöi Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri. „Það er ekkert launungarmál, að ég erm jög óánægöur meðskrif Alþýöublaðsins um verkalýðs- mál. Þessi skrif eru byggð á persónulegum skoðunum þeirra persóna, sem skrifa blaðiö, en ekki á stefnu Hokksins ” veru orö Jóns Karlssonar vtrkalýðsfor- ingja úr Alþýðuflokkl á Sauðár- króki. „Ég er ekki aöeins óánægöur meðframlag Vilmund- ar i' þessum efnum, heldur einnig Jóns Baldvins, meðan hann sat við stjórnvölinn. Sist af öllu am- ast ég við málefnalegri gagnrýni á stöðu og störf verkalýðshreyf- ingarinnar og margt má þar bet- ur fara,einsog iöllum samtökum öðrum. Hins vegar hafa skrif þeirra Jóns og Vilmundar veriö öfgakennd og lýst vanþekkingu á þessum málum. Ég mun aldrei samþykkja að framkvæmda- stjórn eða flokksstjórn skrifi upp á einhvern gæöastimpil Vilmundi eða Jóni til handa vegna skrifa um verkalýðsmálin.” — Hvað viltu gera i málinu? Láta þá fara? „Ég vilekki segja þér þaö, en ef Alþýöuflokkurinn ætlar sér ein- hverja framtið, þá verður hann að koma á betri samvinnu við verkalýðshreyfinguna, en nú er. Og þá verða skrif Alþýöublaösins að breytast.” Vilmundur Gylfason sagöi þeg- ar hann var spurður um skrifin i Alþýöublaðinu um verkalýösmál. „Þau eru i anda stefnuskrár flokksins og i þessu máli er ég studduraf fólkinu I flokknum. Ég byggi á stuoningi jj óbreyttra w I. Daihatsu Charade Verð frá kr. 81.637 BRIMBORG HF. Daihatsu-umboðið Ármúla 23 ■ Símar 85870 & 39178 Takið vel eftir: Ryðvörn er innifalin í þessu verði. Að auki er Daihatsu Charade sparneytnasti 5 manna bíllinn á narkaðnum. □AIHATSU Charade

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.