Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 6
6
Föstudagur 7. ágúst 1981 hp/tjFirpnc;t, irinn
Þessi leikur, andahattur, var eiti aiorigoi anaagiass.
MEÐ JÁBRETTI í LEIT AÐ FRAMLIÐNUM?
Margir íslendingar hafa farið i
alkunnan samkvæmisleik sem
nefnist andaglas. Sumir taka
slika leikiekki alvarlega en aðrir
eru sannfærðir um að á þennan
hátt megi hafa samband við fram-
liðna. Eru leikiraf þessu tagisak-
laus skemmtun eða geta þeir haft
varanleg áhrif á hrifnæmt fólk?
Viða erlendis leggja menn
stund á afbrigði andaglass.
Notaster við áhald sem nefna má
jábretti. A erlendum málum er
það kallað ouija, þ.e. já á frönsku
og þýsku. Jábretti er hjartalaga
skifa sem leikur á hjólum og við
hana er festur blýantur. Stundum
þegar fingrum er stutt á skifuna
fer hún af stað og skrifar á
pappirsörk sem sett er undir
hana.
Einnig er til afbrigði af já-
brettinu þar sem enginn blýantur
er en þá fylgir brettinu sérstakt
borð þar sem stafrófið er letrað á.
Hjartað bendir þá á stafina,
hvern af öðrum, og þannig
má mynda orð eða jafnvel heilar
setningar. Það þarf ekki að taka
fram að skrifin eiga auðvitað að
vera ósjálfráð.
Þá skal nefna andaborðið sem
er alþekkt hér a landi. Best er að
nota lftil, kringlótt og þrifætt
borð. Tveir eða fleiri styðja
fingrum á borðbrúnina og ef til
tekst eins og til var stofnað, á
borðið að geta svarað spurning-
um á þann hátt að einn borðfótur-
inn bankar. Eitthögg gætitáknað
„já”,tvöhögg ,,nei”og þrjú ,,veit
ekki". Eins má þylja upp staf-
rófið og láta borðið svara með
banki.
Er það vísindalegur
búnaður eða mein-
laust leikfang?
Andaglas naut gifurlegrar hylli
i Bandarikjunum á siðari hluta
nitjándu aldar, um likt leyti og
uppgangur spiritismans var sem
mestur vestra. Þaðan barst æðið
siðar til Evrópu. Sagt er að
Viktoria Bretadrottning og
maður hennar hafi stundað anda-
borð.
Þessir andaleikir voru i miklum
metum á árum fyrri heims-
styrjaldar. Þá var mikið deiltum
það hvort jábretti væri visinda-
legur búnaður eða aðeins mein-
laus leikföng.
Enefþetta eru aðeins leikföng
hvers vegna taka sumir þetta svo
alvarlega? Nútimavisindi hafa
ýmsar skýringar á reiðum hönd-
um.
Það er almennt viðurkennt að
undirmeðvitund manna er
stöðugt að starfi. Margir kannast
t.d. við það að prýðishugmyndir
geta skyndilega fæðst án þess að
menn séu að hugsa neitt sérstakt.
En þessar hugmyndir komast
sjaldnast upp á yfirborðið, þeim
er haldið i skefjum.
t andaleikjum eiga tveir eða
fleiri hlut að máli. Þegar þannig
er starfað saman eiga menn oft
hægara með að fá ósjálfráða
svörun. Þetta stafar e.t.v. af þvi
menn trúa því ekki að glas eða
Algengasta tegund jábretta. Stundum kemur ósjálfráð skrift á blaðið
fyrir tilverknað framliðinna að þvl er sumir telja.
bretti geti farið af stað nema ýtt
sé viljandi á það.
Hér á eftir segja nokkrar
grandvarar manneskjur frá
reynslu sinni af andaleikjum.
Daginn sem siðari heims-
styrjöld lauk i Evrópu, 8. mai
1945, gerðu tvær konur, Theodora
Bosanquet og Rosalind Heywood,
tilraun með jábretti. Þær höfðu
oft áður leikið að bretti og treystu
hvor annarri til hlitar. Þær
byrjuðu á þvi að biðja brettið að
segja hvað það vildi fjalla um og
svarið var: „Sjötta nafnorð i
Hamlet”. Þær flettu upp i Hamlet
og sjötta nafnorðið var
„fögnuður”. Fá orð voru betur
við hæfi að lokum þessarar
mannskæðu styrjaldar.
En gaf svarið þá til kynna að
önnurhvorkvennanna, sem báðar
voru gagnmenntaðar, kynni
Hamlet utan að i undirmeð-
vitundinni?
Oft kemur jábretti upp um
óskir eða ótta einhvers leik-
mannanna. Það gerist einkum
þegar menn ganga til leiks i
blindri trúgimi. Til er dálitið ljót
en dagsönn saga um þetta.
Kona nokkur fékk þá flugu i
höfuðið að eiginmaður hennar,
72ja ára, værif þingum við einka-
ritara sinn. Hún átti jábretti sem
hún gat stýrt ein og brettið stað-
festi grunsemdirhennar. Hún réð i
þjónustu sina einkaspæjara og
hann reyndi að fullvissa hana um
að eiginmaðurinn væri saklaus.
En konan trúði brettinu. Að lok-
um kálaði aumingja eiginmaður-
inn konu sinni.
Við réttarhöldin gaf hann þá
skýringu á ódæðinu að nótt eina
hefði hún lamið hann i höfuðið
með skammbyssu og bundiðhann
siðan meðan hann lá með-
vitundarlaus. Þegar hann komst
til meðvitundar þvingaði hún
hann með glóandi straujárni til að
játa sekt sina og neyddi hann loks
til að greiða sér himinháar
miskabætur.
Jábretti með boröi þar sem staf-
rófinu er raðað i hálfhring.
Fræg er sagan af hollensku
spfritistunum sex sem gerðu i-
trekaðar tilraunir til að ná sam-
bandi við framliðna. Hinn 23. júni
1923 reyndu þeir fyrst við anda-
borð en án árangurs. Þá tóku þeir
upp jábretti og fengu samband
við Englending sem las þeim
fyrir kvæði. Fjórir Hollending-
anna kunnu ekkert i ensku. Tveir
höfðu lært dálitið i skóla enhöfðu
löngu gleymt þeim lærdómi.
Andspænis húsi þvi þar sem
spiritistarnir funduðu, var
fimmtán ára skólapiltur sem
grunaði að eitthvað dularfullt
væri á seyði hjá sexmenning-
unum .Hann vildifá að vera með i
tilraun þeirra en fékk það ekki.
Honum leiddist og dró upp gamla
skólabók. íbókinni varm.a. enskt
kvæði sem hann hafði lært á sin-
um tima.Pilturinn las yfir kvæðið
meöan fundurinn fór fram hinum
megin götunnar. Daginn eftir
frétti einn mannanna af þessu og
bað strák að vélrita kvæðið eftir
minni. Þetta var auðvitað sama
kvæðið og komið hafði fram á já-
brettinu.
Kunnur franskur sálfræðingur,
Charles Richet, stjórnaði eitt sinn
athyglisverðri tilraun með þátt-
töku sex manna. Þrir settust við
andaborð. Hvenær sem borðið
hreyfðist hringdi bjalla við annað
borð en þar sátu tveir menn við
jábretti og bókstafaröð. Þegar
bjallan hringdi var sá bókstafur
skráður, sem brettið visaði á.
Sjötti maðurinn sat afsiðis og
hugsaði stift um nafn sem
hafði verið valið handa honum.
Stafirnir, sem hringingarnar
kölluðu fram, voru i nafninu sem
sjötti maður hafði i huga. Með þvi
að endurtaka tiiraunina nokkr-
um sinnum var sýnt fram á að
ekki gat verið um tilviljun að
ræða. Sjötti maðurinn þekkti einn
nafnið. Mennirnir við andaborðið
vissu ekki einu sinni hvaða stafir
komu fram á jábrettinu.
1 augum hlutlauss áhorfanda
eru andaleikir hvorki góðir né
slæmir, með þeim má stundum
kalla ómeðvitaðar-hugmyndir
fram á yfirborðið. Eldspýtur eru
nytsamlegar þegar kveikja þarf
eld en i höndum óvita geta þær
valdið ómældu tjóni. A sama hátt
er jábretti meinlaust leikfang i
höndum ábyrgra aðila og það get-
ur verið visindamönnum ómetan-
legt hjálpartæki við rannsókn á
undirmeðvitundinni. En þegar fá-
vist fólk eða mjög viðkvæmt fæst
við þessa hluti heldur það oft að
venjuleg tilviljun eða fjarskynjun
sé einhver svartigaldur.
Andaglas og andaborð voru algengir samkvæmisleikir á síðari hluta
nitjándu aldar.