Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 19
Grafískir kvikmyndadagar: Fjölbreytt kvik- myndahátíð hefst á morgun Grafískir kvikmvndadagar heitir kvikmyndahátið, sem hefst á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag, kl. 17, og stendur i tvær vikur. Eins og nafn hátiðar- innar bendir til, verða þar sýndar svonefndar grafiskar kvik- m>Tidir, en það hugtak nær yfir teiknimyndir i viðasta skilningi þess orðs, svo og yfir þær myndir, þar sem sú aðferð er notuð, að tekinn er aðeins einn rammi i einu og vélin siðan stöðvuð, i stað hinna hefðbundnu 24 ramma á sekiíndu. Þá byggja grafiskar kvikmyndir meira á innri tján- ingu en umfjöllun um ytri veru- leika. Kvikmyndahátið þessi verður þriþætt. 1 fyrsta lagi verða al- mennar kvikmyndasýningar, i öðru lagi verður kvikmyndakynn- ing, þar sem verða sýndar kvik- myndir með skýringum og efnt verður til umræðna. 1 þriðja lagi verður svo haldið sérstakt nám- skeiði'gerð grafiskra kvikmynda, og er þegar fullbókað á það. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Gene Coe, sem er yfir- maður grafikdeildarinnar i Uni- versity of Southern Califomia, og kona hans, Pauline, en hún er bæði myndlistar- og kvikmynda- gerðarmaður á grafíska sviðinu. Nokkrir tugir kvikmynda verða sýndir á hátiöinni, en alls mun myndefnið vera um tiu klukku- stundir. Verða sýndar allar teg- undir grafiskra kvikmynda frá upphafi til dagsins í dag. Meðal höfunda, sem eiga myndir eru K a nda m a ð u r i n n Norman McLaren, en hann er einn fræg- asti grafikkvikmyndagerðar- maður heimsins i dag, og hefur m.a. hlotið Óskarsverðlaun, og Pólverjinn Jan Lenika. Þá hafa margar myndanna unnið til margvislegra verðlauna. Það var hugmynd Sigurjóns Sighvatssonar, sem stundar nám i kvikmyndagerð i Banda- rikjunum, að halda þessa hátið, og fékk hann til liðs við sig Hammi úr kanadisku myndinni „Mindscape" eftir Jacques Drouin. tslensk-ameriska félagið, Samband islenskra auglýsinga- stofa, Félag kvikmyndagerðar- manna, Félag islenskra teiknara, Kvikmyndasjóð, Kanadísku kvik- myndastofnunina og University of Southern California, sem lagöi fram fé og myndir. Sagði Sigur- jón i samtali við Helarpóstinn, að þessir kvikmyndadagar væru i beinu framhaldi af amerisku kvikmyndavikunni er haldin var hér i fyrra, og markmiðið væri að kynna fleiri tegundir kvikmynda en hér væru almennt á boðstólum . Þessi hátið væri kannski annar liðurinn i kynningu á þeim þrem tegundum ameriskra kvikmynda, sem ekki sæjust hér, heimildar- myndanna, grafisku kvikmynd- anna og tilraunamyndanna. Við skulum bara vona, að innan tiðar fáum við að sjá þriðju teg- undina, tilraunamyndirnar. A meðan skulum við gripa tæki- færið og fjölmenna á þær grafisku. Josef Vlach. ásamt hluta strengjasveitarinnar fyrir framan Iðnó. „Mikill innblástur að vinna með honum" — segja Helga Þórarinsdóttir og Laufey Sigurðardóttir um Josef Vlach Tékkneski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Josef Vlach er nú staddur hér á landi og æfir átján manna strengjahljómsveit. Að sögn þeirra Hclgu Þórarins- dóttur og Laufeyjar Sigurðar- dóttur, sem leika i strengjasveit- inni samanstendur kjarni hennar af fólki, sem var samtiða i Tón- listarskólanum, en svcitin kom fyrst fram opinberlega fyrir siðustu jól. Þar sem margir félagar hennar stunda enn nám erlendis, getur hún aöeins spilað saman I skóiafrium. Josef Vlach er heimsfrægur fiðluleikari og hefur verið með kvartett undir eigin nafni, auk þess sem hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna. 1 seinni tið hefur hann stjórnað hljómsveit- um viða um heim. Aðspurður um þaö hvernig stæði á veru Vlachs hér á landi, sögðu þær Helga og Laufey, aö nokkrir félagar úr sveitinni hefðu kynnst honum úti i Sviþjóð. „Og upp úr þvi kom fram hugmynd um að bjóða honum hingað. Við skrifuðum honum i janúar, og i maí fengum viö bréf, þar sem hann sagðist vilja koma”, sögðu þær. Strengjasveitin æfir nú af kappi i Iðnó, og standa æfingarnar sex | tima á dag. Á verkefnaskránni er strengjaserenaða eftir Dvorak, ásamt verkum eftir Mozart og Handel. Siðar verða jafnvel æfð verk eftir Bach og Britten. Helga og Laufey hældu Josef Vlach á hvert reipi og sögðu að það væri mikill tónlistarlegur og listrænn innblástur að vinna með honum. Hann legði áherslu á, að ekkert liggi á, það væri timi fyrir allt og allir skiptu máli i hljóm- sveitinni. Það sé ekki nóg að æfa þrisvar, fjórum sinnum og spila siðan á tónleikum, tónlistar- mennirnir þekktu verkin ekki nógu vel. „Hann fær fram ákveðnari stil með þessum vinnubrögðum”, sögðu þær Helga Þórarinsóttir og Laufey Sigurðardóttir. Arangur þessara æfinga geta Reykvikingar og nágrannar svo - fengið að heyra i næstu viku, en þá mun strengjasveitin halda tvenna tónleika. Þeir fyrri verða föstudaginn 14. ágúst i Iðnó og hefjast kl. 20.30. Siðari tón- leikarnir verða svo i Bústaða- kirkju daginn eftir og hefjast á sama tima. Thor Vilhjálmsson gefur út Ijóðabók á ensku „Hún á að koma út i þessum mánuði, eftir þvi sem ég best veit”, sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur, þegar Helgarpóstur- inn spurði hann hvort það væri rétt, að það ætti að fara að gefa út ljóð, sem hann hefur ort á ensku. Það er bókaútgáfan Loon Books i Maine-fylki i Bandarikjunum, sem gefur bókina út. Thor sagöist hafa fengist nokk- uð við það að yrkja á ensku og væru þessi ljóð frá ýmsum tim- um. Um yrkisefnin sagði hann, að þau væru ýmiss konar, það sem leitaði á hann hverju sinni. Aðspurður um það hvers vegna hann væri að yrkja á ensku, sagði Thor, aö þaö væri kannski vegna þess, að hann skrifaði þannig prósa á islensku, prósa sem væri mjög bundinn og það full- nægði honum. — Er auðveldara að yrkja ljóð á ensku? „Það er allt öðru visi, það er gjörólikt, en ég hef reyndar lika ort ljóö á islensku.” — Heldurðu aö þú komir til með að þýða þessi ensku ljóð þin á is- lensku og gefa út? „Yrkisefnin eruýmiss konar, það sem leitar á mig hverju sinni”. „Ég veit það ekki. Ég á dálitið af ljóðum á islensku, sem ég hef gert á ýmsum tima, og nokkur af þessum ensku ljóðum i Islenskri gerð. Það gæti það gæti þvi komið að þvi, aö ég birti ljóðakver á is- lensku”, sagði Thor Vilhjálms- son. Þess má svo geta, aö bókin kemur til með aö fást i ýmsum bókaverslunum höfuðorgarinnar þegar þar aö kemur. Maður gæti ælt Austurbæjarbíó: Föstudagur 13. (Friday the 13 th.). Bandarisk, árgcrð 1980. Iiandrit: Victor Miller. Leik- endur: Betsy Palmer, Adri- enne King, Jeannine Taylor, Robbi Morgan, Kevin Bacon, Harry Crosby. Leikstjóri: Scan S. Cunningham. Sum ir hafa gaman af moröum i kvikmyndum. Það hafa þeir svo sannarlega kumpánarnir Victor Miller og Sean S. Cunningham. En ekki nóg með það, heldur hafa þeir li'ka voða- lega gaman af þvi að velta sér upp úr viðbjóðinum. Og liklega halda þeir, að því meiri sem viðbjóðurinn er, þeim mun betri verði myndin. Klámmyndir byggjast upp á þvi að hafa lágmarks söguþráð, en hámarks samfaratiðni. Þessi mynd er byggð upp á nákvæm- lega sama hátt. Lágmarks söguþráður, en hámarks tiðni morða og viöbjóðs. Og það er ýmislegt annað, sem bendir til þess, að Sean S. Cunningham hafi áður verið i bláu mynd- unura. Það er alveg sama hvar er gripið niður i þessari mynd, hún er ömurleg 1 alla staöi, hvað snertiralla gerð, leiko.s.frv. Þó verður að gefa henni smá kredit sem hrollvekju, þvi nokkrum sinnum tekst aðstandendum að kalla fram gæsahúð og hroll enn einusinni með þvi að velta sér upp úr óþverranum. Hversu lengi enn á smekk- leysið og virðingarleysið fyrir áhorfandanum að ráða ferðinni i i'slenskum kvikmyndahúsum? Maður gæti ælt. —GB

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.