Helgarpósturinn - 07.08.1981, Blaðsíða 20
20
Víðáttumesta Hstasafn /andsins
_Fðstudagur^_7^ágúst 1981 he/garpósturinrL
...og hvernig tjaslað hefur verið upp á styttu Sigurjóns viö Haga-
torg með spelkum.
V.S. Naipaui
„Hugmyndin um út-
legð er rómantískir
draumórar"
— segir rithöfundurinn V. S. Naipaul
Viðáttumesta listasafn lands-
ins og jafnframt þaö ihaldsam-
asta, er höggmyndasafn Ri'kis
og Borgar sem dreift er viðs-
vegar um höfuðborgina. Upphaf
safns þessa má rekja aftur til
19. nóvember 1875 en þá gefur
Borgarstjórn Kaupmannahafn-
ar hingað styttu af Thorvaldsen,
itilefniþjóðhátíðar og var henni
komið fyrirá Austurvellien sið-
ar flutt i Hljómskálagarðinn,
þar sem hún nú er.
A þeim rúmlega hundrað ár-
um sem liðin eru, hafa bæst við
nokkrir tugir myndverka en þvi
miður nokkuð einhæft, likneskj-
ur eru þar i miklum meiri-
hiuta. Mest áberandi eru verk
frumherjanna á þessu sviði.það
er að segja Einars Jónssonar,
Asmundar Sveinssonar og Sig-
urjóns Ólafssonar og oft einsog
tilviljun ein sé látin ráða ferð-
inni um staðarval.
Athyglisverðust eru likast til
verk Asmundar og má þar
nefna Járnsmiðinn við Snorra-
braut og Vatnsberann fyrirofan
OskjuhUð en illa hefur tekist til
við viöhald á verkum þessum
sem gerð eru úr steinsteypu,
þvi þarsem viðgerð hefur farið
fram hefur verið notast við
svart epoxy sem hefur breytt
formi og efniskennd verkanna.
önnur athyglisverð viðgerð
hefur verið gerð á súlum Sigur-
jóns Ólafssonar sem standa við
hlið Hótel Sögu en ein þeirra
brotnaði hérum áriðog stóö hún
all lengi brotin. Loks var tekið
til höndum og viðgerð hafin.
Súlan var soðin saman og á
hana settar spelkur úr vinkil-
járni og þar eru þær enn. Ef til
vill er viögerðin ekki merkilegri
en svo að spelkurnar þurfi að
styðja við sárið um aldur og
ævi.
Agætur maður hafði á þviorð
um daginn að likneskjan af
þjóðskáldinu i Hljómskálagarð-
inum væri fótbrotin en hann var
ekki alveg viss hvort svo ætti aö
vera eða ekki, þvi vist hafði
skáldið fótbrotnað og látist upp-
úr þvi. En heldur finnst mér
þetta kuldalegur húmor ef satt
er.
Hlutur yngri manna.
Hver er hlutur yngri mynd-
höggvara? Þvi er fljótsvarað.
Hann ernánastenginn og vekur
það nokkra furðu þar sem það
hefur sýnt sig á undanfömum
árum á útisýningum Mynd-
höggvarafélagsins að hér eru
starfandi mjög frambærilegir
myndhöggvarar. Hvað veldur
er mér ekki alveg full ljóst,
nema ef vera kynni féskortur og
stjórnieysi. í öllu falli viröast
kaupRikis og Borgar á skúlptúr
afar fálmkennd.
Hvað rikið varðar eru vonandi
bjartari timar framundan, þar
sem fyrir Alþingi siðastliðinn
vetur, var lagt frumvarp sem
gerir ráð fyrir aðl% afbygginga
kostnaði opinberra bygginga
renni i sjóð til listskreytinga.
Ekki leikur neinn vafi á þvi, að
ef frumvarp þetta nær fram að
ganga mun málum þessum
verða betur sinnt en hingað til.
Ekki væri það nú alvitlaust ef
Reykjavikurborg og önnur bæj-
arfélög á landinu tækju upp
sviðaða háttu.
1 öllu falli er liklegra að orð
Steingrims Thorsteinssonar
rætist, sem hann viðhafði við
móttöku styttu Thorvaldsen:
„Vér viljum óska, að iþrótt
Thorvaldsen þrengi miklu
dýpra en áður i þjóðlif vort til að
glæða smekk og hreina fegurð-
artilfinningu.”
Einn virtasti rithöfundur Brct-
lands um þessar mundir er
Vidiashar Smajprasad Naipaul.
Hann fæddist i Trinidad árið 1932,
hlautmenntun sfna iBretlandi og
hefur biiið þar lengi. V.S. Naipaul
hefur skrifað sextán bækur fram
til þessa. Viðtökur bóka hans hafa
verið slikar að þegar er farið að
spá honum Nóbelsverðlaununum
innan fárra ára.
Hér á eftir fer úrdráttur úr við-
tali við hann vegna útkomu bók-
arinnar „Skæruliðarnir” i Frakk-
landi.Eins og margar aðrar bæk-
urNaipaul, er sögusvið Skærulið-
anna borg á ónefndri eyju i
Karabiska hafinu. Baksvið sög-
unnar eru þjóðfélagsdeilur, sem
af og til leiða til skæruhernaðar.
Ein persóna Skæruliðanna seg-
ir við aðra, um bók sem sú siðari
hefur skrifað um reynslu sina i
Afriku: ,,Eitt af þeim vandamál-
um, sem bók þin olli mér, er að
þrátt fyrir að hún sé mjög
pólitisk, fann éghvergi merki um
mjög ákveðna pólitiska sannfær-
ingu.” V.S. Naipaul var því
spurður hvort hann væri þar að
visa til sinnar eigin bókar.
,,Nei,ég hugsaðiþaðekki þann-
ig.-Ég vildi stilla þessari persónu
upp við vegg. Hún hefur mjög
átakanlega pólitiska reynslu aö
baki, en hefur i rauninni aldrei
skilgreint stöðu sina. Þessi m aður
vill vera maður baráttunnar, og
hann kastaði sér út i baráttuna,
ánþess að hafa gert sér nákvæma
grein fyrir þvi hvers hann var
megnugur. Ég reyndi að lýsa
ákveönum heimi — ég nefni eyj-
una ekki á nafn, og ég breytti
þeim atburöum, sem liggja aö
baki vinnu minni, vegna laga-
legra ákvæða — heimi, sem er
undirokaður af arðráni sið-ný-
lendustefnunnar, þar sem
bræðralagið i uppreisninni er
löngu horfiö, þar sem hver og
einn gerir allthvað hann getur til
að finna ástæðu til uppreisnar. 1
stöðu sem þessari hefur fólk til-
hneigingu til að halla sér að
lausnum, sem þegar hafa verið
reyndar í öðrum löndum. Menn
hallast að hugmyndum, sem eiga
sér enga stoð i veruleikanum, og
það endar með þvi, að menn berj-
ast við vofur. Baráttan er raun-
veruleg.en hugsjónin er það ekki,
hún er óskýr og opinberar sjálfa
sig sem ranga i grundvallaratrið-
um. Og fóikið deyr i orrustum
vegna pólitisks orðaskaks. Þegar
orðaskakið nær yfirhöndinni, eiga
mennirnir enga hugsjón, aðeins
óvini ”
—• Þannig prédikar ein persón-
anna afturhvarf til náttúrunnar...
„Hugmynd, sem sprottin er úr
rómantisku lýðskrumi, og sem á
alls ekki við um þessa eyju, þar
sem fólkið hatar náttúruna vegna
þess hve þrælahald er nýlega af-
lagt þar. Þetta er dæmigerð inn-
antóm bylting.”
— Einhverhefur sagt, aöheim-
urinn muni alltaf tilheyra þeim,
sem nú þegar ráða yfir honum..
„Stórborgarastéttin heldur
það. Hún er svo viss um lögmæt-
ingu valds sins,að hún getur leyft
sér að halda sliku fram sem
heilögum sannindum. Maóistar
gærdagsins geta i rólegheitum
gengið aftur inn i klúbbana sina. 1
þessum heimshlutum — þessi
eyja er engin undantekning — er
ekki aðeins um að ræða að arð-
ræna ibúana, heldur er þeim
einnig, með öllum tiltækum ráð-
um, talin trú um, að menntun sé
ekki mikilvæg. Auk þess eru þess-
ar staðbundnu byltingarhreyfing-
ar á móti menntamönnum. Að
þeirra mati getur menningin beð-
ið, það dugi 1 bili að nota innan-
tómar klisjur. Lönd þriðja heims-
ins — nú nota ég sjálfur klisju —
hafna gjarnan hugmyndinni um
alheimsmenningu. Að minu áliti
eru það hrapalieg mistök. Hinar
stóru menningarheildir hafa orð-
ið slikar vegna þess, aö þær hafa
tekið það besta úr öðrum menn-
ingarsamfélögum, i stað þess að
varpa þeim alfarið frá sér.”
— Þú yfirgafst Trinidad fyrir
u.þ.b. þrjátiu árum, en stór hluti
verka þinna gerist þar. Er það
vegna stöðu þinnar sem útlaga?
„Nei, það held ég ekki. Ég
skrifa aðeins um það, sem ég
þekki best. Hugmyndin um útlegð
er rómanriskir draumórar. Ég
fer alltaf af og til til Trinidad. Ég
var þar siðast fyrir fjórum árum,
en mér liður ekki vel þar. Lifið
þar er of einfalt, of grimmt. Þar
er lika of mikið af trumbum.”
— Frægir rithöfundar hæla
bókum þinum á hvert reipi og þá
sérstaklega stilnum. Finnst þér
þessi hugmynd um stilmikilvæg?
„Ekki i þeim skilningi, sem fólk
leggur almennt i orðið. Ég trúi
ekki á hljómfegurð orðanna.
Maður skrifar ekki vel m eð þvi að
raða saman vel pússuðum máls-
greinum. Sérhver setning felur i
sér fjölda athugana, og manni
verður að takast að setja saman
þessa röð athugana, án þess að
erfiöið við það komi i ljós. Mesta
hólið, sem ég gæti fengið, væri
það, að sti'D minn væri ósýnilegur,
að enginn tæki eftir honum. Ég er
þarna að tala um skáldverk, þar
sem andrúmsloftið er mikilvægt.
Stillinn væriháttur sögumannsins
að sjá, það sem hann sér. Og það
krefst mikillar vinmi:”
Ólafur Lárusson kvartar hér undan illri umhirðu á styttum i borg-
inni og hér sjáum við Thorvaldsen skellóttan af spansgrænu og
gúanói...
/s/andsbanki og Útvegsbankinn
Ólafur Björnsson: SAGA 1S-
LANDSB ANKA HF OG OT-
VEGSBANKA tSLANDS 1904-
1980. tJtg. Otvegsbanki tslands,
1981.
ildir eru nefndar að bókarlok-
um, og þar sem þörf krefur er
tekið fram i textanum sjálfum
hvert upplýsingar eru sóttar.
Upphaf Islandsbanka er með-
B# • 11 Bókmenntir
/Á eftir Helga Skúla Kjartansson
»1hUííjW
I tilefni af fimmtugsafmæli
Útvegsbankans 1980 hefur ólaf-
ur Björnsson prófessor samið
sögu hans og jafnframt sögu ts-
landsbanka, sem Útvegsbank-
inn var stofnaður upp úr. Bókin
er um 160 siður, á glanspappir
og allavega myndskreytt, t.d.
birtar litmyndir af peningaseðl-
um Islandsbanka.
Ólafur hefur samið bókina i
hjáverkum á tveimur árum, en
bersýnilega unnið að henni mik-
ið rannsóknarstarf. Hér eru til
að mynda i fyrsta sinn notuð ó-
prentuð gögn frá Islandsbanka.
Miöað viö þekkingu ólafs á efn-
inu er bókin stutt, oftauösættað
hann þjappar saman og velur
stranglega úr, bæði hvað hann
yfirleitt nefnir og þau fáu atriöi
sem hann rökræðir að nokkru
marki. En þetta er eðli yfirlits-
rita ogekkertvið þvi aðsegjaef
skynsamlega er með farið, eins
og er hjá ólafi.
Ólafur velur þann kost að
segja öllu rækilegar frá Islands-
banka en Útvegsbankanum.
Einnig velur hann að segja að-
allega frá bönkunum i samhengi
við löggjöf og stjórnarstefnu um
peningamál, tengir lika frá-
sögnina viðaöstæður i atvinnu-
og viðskiptalifi, en segir færra
af hinni tæknilegu hlið banka-
starfs, og er efnisvai að þessu
leyti sveigt til almennings hæf-
is. Alþýðleg er framsetningin
Ifka að þvi leyti að sleppt er
fræðimannlegu „apparati” af
tilvisunum til heimiida, enda
hæfir sli'kt illa i ágripskenndri
frásögn. Nokkrar helstu heim-
al þess sem fyllst skil eru gerð i
bókinni, og telur ólafur að far-
sæll kostur hafi verið valinn að
flytja til landsins erlent fjár-
magn i formi hlutafjár i einka-
banka. Hafi bankinn flýtt at-
vinnuþróun landsins, jafnvel
um áratugi.
Þá er i alllöngu máli rakin
umfjöllun Alþingis um banka-
kerfi landsins á rúmum áratug,
1917-28, og breytingar á þvi I
nokkrum stigum. Þessi hluti er
þyngstur i bókinni, býsna þvæl-
in lesning satt að segja, raktar
margar keimlikar tillögur sem
ýmist fengu framgang eða ekki.
Niðurstaða ólafs verður sú að
hlutur tslandsbanka hafi i ýms-
um atriöum verið gerður óeðli-
lega og óheppiiega slæmur, og
að endanlegt fyrirkomulag
seðlaútgáfunnar, aö fela hana
Landsbankanum án þess að
framfylgja gulltryggingu seðl-
anna, hafi verið mjög misráðið.
Að loka tslandsbanka i krögg-
um hans 1930 telur Ólafur einnig
klár og kvitt mistök, auk þess
sem kröggur hans hafi meðfram
stafað af þvf aö Landsbankinn
hafi misfarið með seðlabanka-
hlutverk sitt. En upp úr þessari
lokun varð Útvegsbankinn til.
Frá fyrsta áratug Útvegs-
bankans er rækilegast sagt frá
málaferlum hans við íyrrver-
andi bankastjóra tslandsbanka,
og bregður sú frásögn enn frek-
arbirtuá ýmislegtsem endalok '
bankans varða. Ólafur gerir
hlut bankastjóranna nokkuð
góðan, þótt ekki yrðu þeirsigur-
sælir i réttarhöldunum.
Annars er farið fljótt yfir sögu
Útvegsbankans, og þó veitt i
leiðinni fróölegt yfirlit yfir
helstu breytingar á stefnu og
skipan bankamála. Að bókar-
lokum kemur ólafur að rekstr-
arörðugleikum Útvegsbankans
siðustu árin og skýrir þá með
óhóflegri aukningu útlána sem
bankanum séu ekki i sjálfsvald
sett, nefnilega til oliuverslunar
og alveg sérstaklega viðbótar-
lán við afurðalánSeðlabankans,
en þessi lán hafi bankinn orðið
að fjármagna með dýrum yfir-
drætti i Seðlabankanum.
Að framansögðu má ráða að
Ólafur hallast i öllum helstu
umfjtaiunarefnum sinumá sveif
með forsvarsmönnum tslands-
banka/útvegsbankans fremur
en gagnrýnendum bankans og
andstæðingum.
Er sú afstaða hans i ýmsum
atriðum sannfærandi, ekki sist i
sambandi við endalok tslands-
banka þar sem hann vikur frá
venjulegri túlkun bæði sjálfs sin
og annarra. Hitt er eðlilegt,
meðal annars vegna þess hve
stutt frásögn ólafs er og álita-
máiin tengd pólitisku mati, að
ekki sannfæristallir lesendur til
fulls um niöurstöður hans.
T.d. hefur ólafur vafalaust
bent réttilega á veigamestu
ástæðuna fyrir slæmum hag Út-
vegsbankans siðustu árin. En
hann gefur sér ekki rúm til að
svara minni háttar spurning-
um : af hverju gat bankinn ekki
dregið meira saman sjálfráðar
lánveitingar þegar þær sjálf-
virku uxu, og hefði þaö ekki
borgað sig, jafnvel þótt þau gefi
betri vexti en afurðarlánin, til
að losna við refsivexti Seðla-
bankans? Ég efa ekki að við
þessu kunni ólafur réttari svör
en bæjarslúðrið, en það er einu
sinni eðli yfirlitsrits að þar eru
litil tækifæri til tæmandi um-
fjöllunar og þvi erfitt að sann-
færa þá sem kjósa að efast.
Ólafur Björnsson er marg-
reyndur rithöfundur sem skrif-
ar ljósan og aðgengilegan texta
og slær ekki um sig með stil-
brögðum. En rit- eða prentvillur
spilla hér nokkru. Að öðru er
bókin snyrtilega úr garði gerð.