Helgarpósturinn - 07.08.1981, Qupperneq 22
22
Af djassplötumarkaðinum:
Söngkonurnar miklu
Hvorki fyrr né síðar í djass-
sögunni hefur verið annað eins
úrval söngv’ara og á svíngtim-
anum. Það var að sjálfsögðu
eðlilegt. Allar stóru svinghljóm-
sveitirnar voru lika dans-
hljómsveitir og urðu að hafa
söngvara, helst tvo, karl og
konu. Flestir bigbandsöngvar-'
arnir voru af ætt grát- og
sköpun áhrærir: Billy Holliday,
Ella Fitzgerald og Sarah
Vaughan. Billy og Ella heyra
svínginu til en Sarah kom til
sögunnar með poppinu.
1 Fálkanum má finna nokkuð
gott úrval af hljóðritunum Billy
Holiday, en heldur færra með
Ellu og Söruh. Billy er þeirra
elst (1915—1959), en ævi hennar
sleikjusöngvara og oft hafa
evrópskir aðdáendur Ellingtons
og Basie mátt taka á honum
stóra sinum til að umbera
söngvarana sem stundum hafa
villst með þeim yfir Atlants-
hafið. En Ellington og Basie
spiluðu lika valsa og tangóa á
böllunum i Ameriku, þótt þær
útsetningar séu nú fallnar i
gleymsku og dá. Timinn skilur
hismið frá kjarnanumi
Mannsröddin er ekki heppi-
legasta djasshljóðfærið og fyrsti
djasssöngvarinn var Louis
Armstrong: allir þeir er á undan
honum komu verða að teljast
djassblúsöngvarar og þar ber
hæst Bessie Smith. Þrátt fyrir
að söngur Armstrongs hafi
verið enn andstæðari evrópsk-
um fegurðarsmekk en trompet-
leikurinn, var hann fyrst og
fremst hljóðfæraleikari, og það
hafa flestirbestukarlsöngvarar
djassins verið ss. Fats Waller,
Jack Teagarden, Dizzy
Gillespie og Chet Baker. Undan-
tekningarnar eru Kansans City
blúsgjallararnir: Jimmy
Rushing og Big Joe Tumer.
Djasssöngkonurnar hafa
afturámóti flestar haft sönginn
að aðaigrein og ! þeirra hópi eru
þrjár sem setja má f sama
flokk og helstu hljóðfæra-
leikara djassins hvað listræna
var oft i 11 og átti hið hvita eitur
helsta sök þar á. A siðari árum
hefur tónlist hennar notið mik-
illa vinsælda og átti kvikmynd
sú er gerð var um ævi hennar
stóran þátt i þvi, þótt þar hafi
flestum staðreyndum verið
snúið við og tónlistin útþynnt af
Diönu Ross. Billy var lærisveinn
Bessie Smith og Louis Arm-
strongs og kannskihefur enginn
söngvari djassins sungið af
meiri innlifun, að Armstrong
undanskildum.
Elstu hljóðritanirnar sem
finna má i Fálkanum eru frá
1939 og ’44 gerðar af Comodore.
Þæreru á tveimur skifum fyrir
safnara (Fine & Mellow og I’ 11
Be Seeing You) þar sem tvær
tökur eru af flestum lögunum,
sömu lög máöll finna á Strange
Fruit (Atlantic SD 1614) og
hentar sú plata vel þeim er ekki
eru á kafi i' Hollidaypælingum.
Trió Eddie Heywood leikur með
henni f flestum laganna og þar
erá trommur sá svingtrommari
er ég mét mest: Big Sid Cattle.
Titillagið er ein hrottalegasta,
en um leið listrænasta lýsing á
negraaftökum án dóms og laga i
Suðurrikjunum sem finnst, enda
mátti Billy þola miklar ofsóknir
vegna þessa verks. Strange
Fruitmá einnig finna i nýrri út-
gáfu á plötunni: Lady Sings The
Blues (Verve 2304 124) þar sem
Charlie heitinn Shavers blæs á
trompetinn. Þar eru einnig God
Bless The Child og Some Other
Spring, en engfnn blúsinn nema
i millikafla titillagsins. Billy
söng mjög sjaldan blús og
stöllur hennar Ella og Sarah
einnig. Fyrir utan þessa Verve-
plötu,sem gefin er útiuppruna-
legu umslagi má finna blöndu af
öðrum Verveplötum á Stormy
Blues (Verve 2632 066) og The
Voice of Jazz (Mercury 9291
053). Afturámóti er engu sullað
saman á Lady Love (United
Artist 0598) sem er tekin upp á
hljómleikum i Þýskalandi 1954
(liklega í Colonge) og þar er
Red Mitchell á bassann. öll
gömlu lögin eru á efnisskránni
einsog gjarnan á slikum tónleik-
um.
Ekki er um auðugan garð að
gresja i Ellu Fitzgeraldhillu
Fálkans. Þar vantar margan
Verve gimsteininn, sérstaklega
albúmin þrjú sem hún söng með
Louis Armstrong og er hið
fyrsta þeirra, Ella And Louis,
eitt hið sigildasta verk djass-
söngsins. Afturámóti er Porgy
& Bess til og er margt meistara-
lega sungið af Ellu og Louis á
þvi tvöfalda albúmi.
Einnigeru til hljóðritanir Ellu
og Basie bandsins frá 1979. A
Perfect Match (Pablo 2312 110),
og Digital 111 at Montreux en
þar eru þau Ella og Basie á
helmingi plötunnar, en Joe Pass
og Niels-Henning hinumegin.
Þessar plötur eru i hópi þeirra
sem Ella hefur gert best á og á
fyrra albúminu (Basie er aö
visu aðeins á pianóið i seinasta
laginu þegar allt er á suöu-
punkti: Basella) syngur hún
nokkur Billy Holiday lög:
Please Don't Talk About Me
When I'm Gone, Some Other
Spring og Fine And Mellow.
Sarah Vaughan er vafali'tið
einhver magnaðasta söngkona
djasssögunnar og hún er enn á
fullu og vann bæði lesenda-og
gagnrýnendakosningar Down
Beat i fyrra. Þvi miður eru
nýjar plötur heldur sjaldgæfur
glaðningur frá hennar hendi en
ein slik fæst nú i Fálkanum:
Duke Ellington Song Book Two
. TODAY
SARAH VAUGHAA:
DUKE EI I I YGTOX
Qmn^ookxTu'fí
(Pablo2312 116).Auk þessmá fá
t.vær skifur frá fyrri tið og er
önnur þeirra: Swingin' Easy
(Mercury 633 6 713) sprellfjörug
og þar erShulie A Bop og Lover
Man, sem hún hefur sungið
flestum öðrum betur og berg-
mál þess mátti heyra hjá
Sheyvonne Wright á Dizzy-tón-
leikunum 1 Háskólabfói. Af
mörgum söngkonum sem orðið
hafa fyrir áhrifum frá Söruh
mun Cleo Laine best þekkt hér-
lendis.
Sarah er með djúpa altórödd
og er tónsviðið mikiðog tæknina
skortir hana ekki né heldur
sveiflu eða tilfinningu. Þetta er
stór orð en sá sem hlustar á nýja
Ellington albúmið hennar mun
sannfærast um að ekki er hér
tekið of djúpt i árinni. Á skifunni
eru tiu verk eftir meistara
Ellington og eitt eftir Billy
Strayhorn. hægri hönd hans og
vin: Chelsea Bridge. Flest eru
Ellingtonlögin þekkt, en þó eru
þarna þrjár perlur, sem sjaldan
heyrast: Black Butterfly,
Tonight I Shall Sleep og Every-
thing But You. Það er gaman að
heyra þau aftur, sérstaklega
það siðastnefnda og er furðulegt
að það hafi ekki ratað oftar á
efnisskrá djassmeistaranna.
Plötuumslagið er heldur
fátækt af upplýsingum og segir
ekkert af útsetjurum, en i
nokkrum laganna er bigband og
strengir þar að auki. útsetning-
arnar eru traust handverk,
ekkert þarutan, og þjóna vel til-
gangi sinum sem umgjörð um
meistarasöng Söruh. A flestum
laganna leikur þó með henni
kvartett, þar sem menn á borð
við Joe Pass og Jimmy Rowles
sitja við hljóðfærin. Frank Wess
tekur nokkra flautusólóa og
Waymon Reed sólóar á trompet.
Þar er allt vel gert og ekkert
meira um hljóðfæraleikinn að
segja þar tilkemur að Rocks In
My Bed, þar er blúsinn kom-
inn til sögunnar og Pee Wee
Crayton á gitarinn og Eddie
„Cleanhead” Vinston á altóinn
og i miðju lagi syngur hann
blúskafla 1 stil þeirra gömlu og
Sarah raularundir. Allt er þetta
i mflufjarlægð frá 41.útgáfunni
0ar sem Ive Anderson söng með
Ellington. Það er lika eitt af þvi
skemmtilega viðplötuna. Sarah
meðhöndlar Ellingtonmelódi-
jrnarsvo allt öðruvisi en við er-
um vön. Hraðar Mood Indigo,
syngur Chelesa Bridge orða-
iaust og Prelude To Kiss öðlast
lýja dýpt i snilldarfraseringu
>öruh. Slika söngplötu rekur
akki oft á fjörur djassgeggjara.
fönk og gömlu Moody B/ues
Reggae,
UB 40-Present Arms
Ekki eru nema nokkrar vikur
liðnar siðan ég fjallaði um Sign-
ing Off. fyrstu plötu UB-40, sem
þá var loks komin á markað
hér.mörgum mánuðum eftir að
hún kom út. Nú eru aftur á móti
ekki liðnar nema nokkrar vikur
frá útkomu nýju plötunnar,
Present Arms, og er hún nú þeg-
ar komin hingað til lands. Við
eigum þetta þvi að þakka að
UB- 40 hafa skipt um útgáfufyr-
irtæki. I stað þess að gefa út hjá
Graduate, eins og áður, þá hafa
þeir stofnað sitt eigið útgáfufyr-
irtæki, sem þeir kalla Dep. Um
leið gerðu þeir svo dreifingar-
samning við Epic utan Bret-
lands og þar er komin skýringin
á þvi hve fljótt platan hefur bor-
ist hingað til lands.
Tónlistin á Present Arms hef-
ur ekki tekið neinum stórstigum
framförum frá Signing Off. UB-
40leika ennþá poppaða reaggae-
tónlist, sem er töluvert frá-
brugðin þvi sem aðrir eru að
spila. En Englendingum hefur
þó likað tónlist þessi svo vel að
Present Arms hefur, eins og
Signing Off gerði reyndar lika,
þegar komist í efsta sæti vin-
sældarlistans þar i' landi. Ég
held að það hafi ekki komið
neinum á óvart sem hlustað
hafa á UB- 40 að þeir njóti þess-
ara umtalsverðu vinsælda. Tón-
list þeirra er nefnilega mjög
skemmtileg, jafnframt þvi að
vera ákaflega þægileg. Textar
beirra eru þó hápólitlskir og
hafa þeir að undanförnu sætt
nokkurri gagnrýni fyrir það,
þar sem sumir telja það eyði-
leggja fyrir skemmtanagildi
tónlistarinnar. Ég hef hins veg-
ar ekkert á móti þvi að menn
komi skoðunum sinum á fram-
færi á þennan hátt.
Allt yfirbragð Present Arms
er miklu pottþéttara en Signing
Off var og sakna ég stundum
þess að sú nýja er ekki eins til-
raunakennd og hin en þeir bæta
það upp með þvi að láta litla
plötu fylgja með, þar senr þeir
gera dubinu hin ágætustu skil i
lögunum Dont Walk Ón The
Grass og Dr. X. Sjálf stóra plat-
an er svo mjög heilsteypt og þó
að ekkert lag séá viðbestu lögin
áSigning Off, svo sem Food For
Thought, þá eru samt. sem áður
á henni mörg ágæt lög eins og
t.d. Dardonicus, One In Ten og
Don’t Let It Pass You By.
Ef einhver er að leita að góðri
skemmtilegri og þægilegri
plötu, þá er Present Arms
áreiðanlega rétta platan og ef
Signing Off er einhvers staðar
til ennþá, þá mundi ég krækja
mér i hana lika, áður en það
verður of seint.
Ýmsir — Rock ’n Reggae
Fyrir nokkrum árum skrifaði
blaðamaður nokkur hér á landi
grein þar sem hann dæmdi þá
nýútkomna samansafnsplötu.
Notaði hann þar nokkuð
skemmtilega samh'kingu, sem
hæfir reyndar flestum saman-
safnsplötum. Hann llkti plötunni
við skyrhræring, sem hann taldi
hinn versta mat. Mér datt þessi
samli'king 1 hug þegar ég var að
hlusta á Rock ’N Reggae. Þvi
eins og skyrhræringur er settur
saman úr skyri.mér finnst gott
og hafragraut, sem mér finnst
vondur, þá hefur plata þessi inni
að halda nokkur góð lög, en lika
nokkur léleg og þau síðarnefndu
gera þaö að verkutn að ekki er
gaman að hlusta_a plötuna.
Ef ég nefni fyrst eitthvað af
bragðvondu löganum, þá má
nefna lagið Jamaika High með
hljómsveitinni Lake, There Are
More Questions Than Answers
með Johnny Nash, Producers
með Spliff, Power með Live
W'ire og No Woman No Cry með
Garland Jeffreys, það siðast-
nefnda er reyndar frábært lag
en i miður góðri útsendingu.
Góðu lögin eru svo Simon með
söngkonunni Joan Armatrad-
ing,Get Up Stand Up með Peter
Tosh, Hey Girl (Don’t Bother
Me) með The Regulars og besta
lagið á plötunni er African
Reggae með Ninu Hagen Band.
Þessi lög er öll hægt að fá á
ágætis plötum með viðkomandi
listamönnum og ætti þvi að vera
alger óþarfiað gefa út plötu sem
þessa, þvi hún er vondur eyrna-
matur.
Moody Blues — Long Distance
Voyager
I byrjun slðasta áratugs þótti
Moody Blues hreint ekki svo
slæm hljómsveit og var þá oft
kölluð minnsta sinfóniuhljóm-
sveit heims, en þetta var ein-
mitt á þeim árum sem hljóðfær-
ið mellotron var hvað vinsælast,
fyrir daga strengjasynthesizers-
ins. Mike Pinder, þáverandi
hljómborðsleikari hljómsveit-
arinnar, þótti einkar slyngur
mellotronleikari, og átti hann
eitt slikt forláta hljóðfæri og það
meira að segja sérsmiðað!
A þessum arum sendi Moody
Blues frá sér nokkrar góðar
poppplötur eins og In The
Search Of The Lost Chord, On A
Threshold Of A Dream, Quest-
ion & Balance og Every Good
Boy Deserves AFavour Si"ðan er
þó liðinn langur timi, að
minnsta kosti ef miðað er við
æviskeið flestra popphljóm-
sveita og enn eru Moody Blues
að selja plötur i milljónatali um
allan heim. Tónlist þeirra hefur
þó litið breyst. Að visu er Mike
Pinder horfinn á braut með
mellotronana sina og í hans
stað kominn Patrik Moraz með
synthesizera, svona til að
móderniséra hljóminn. En allt
kemur fyrir ekki, Moodies
hljóma útrúlega likt og þeir
gerðu fyrir sjö til átta árum sið-
an. Ennþá semur Justin Hay-
ward bestulögin, Graham Edge
það lélegasta, og Ray Thomas
þau væmnustu, en Patrik Moraz
sem er ágætis lagasmiður á
ekkert Iag á plötunni og er það
skaði. Með Mike Binder er svo
farinn sá meðlimur hljómsveit-
arinnar sem samdi tilrauna-
kenndustu lögin.
Það eru sjálfsagt einhverjir
Moodiesaðdáendur enn til á
tslandi, eins og annars staðar i
heiminum, og fyrir þá er Long
Distance Voyager kannski ekki
slæm plata, en ég held hún geti
varla talist góð.
Linx-I nutition
Linx kalla þeir sig þessir tveir
hressu náungar, David Grant og
Sketch, sem hafa vakið verð-
skuldaða athygli í Bretlandi að
undanförnu. Þeir hafa nefnilega
sýnt fram á það með plötu sinni
Intuition að það er hægt að spila
skemmtilega fönk tónlist. Að
visu þótti Bandarikjamönnum
þeir nokkuð grófir en það er
bara góðs viti.
Það tók þá Grant og Sketch þó
nokkurn tima að sannfæra
hljómplötuútgefendur i Bret-
landi um ágæti tónlistarinnar og
það varekkifyrr en þeir höfðu á
eigin spýtur gefið út lagið
You’re Lying, að Chrysalis
hljómplötufyrirtækið tók við sér
og gerði við þá samning.
Plötunni hefur yfirleitt verið
vel tekið og hafa óliklegustu
músíksnobb sést læðast með
hana inn'um bakdyrnar heima
hjá sér, eftir þvi sem fréttir
herma.
Intuition er lika hin þokkaleg-
asta plata, gerð til þess að
skemmta fólki og heppnastþað
ágætlega. Þar að auki er hún
áreiðanlega með betri fönkplöt-
um sem komið hafa út slðan
C’est Chic kom út fyrir þremur
árum.