Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 21. ágúst 1981 Helgarpósturinn skoðar gestrisni og rausn ríkis, almenningssamtaka og einkafyrirtækja Gestrisni getur kostað skilding- inn, en almennt er það álit manna, að góður gestgjafi fái framlag sitt margfalt greitt með velvild og ánægju gestanna. Hvort'slik sé raunin hvað varðar risnukostnað hins opinbera er erfittum að dæma, en ljóst er að islenska rfkiðlegguráhersluá, að gera vel við þá erlendu aðila, sem koma hingað til lands i opinber- um erindagjörðum. Matar- og kokkteilboð, ferðalög um landið jafnvel laxveiðitúrar, eru þær hefðbundnu móttökur sem er- lendir sendimenn fá hér hjá opin- herra honum til kvöldverðar i ráðherrabústaðnum, en ef nýr sendiherra kemur, þá er það mitt hlutverk að bjóða honum til há- degisverðar.” , Að sögn ráðuneytisstjórans er risnukostnaður fyrst og fremst fólginn i matarboðum, svo og móttökum af ýmsu tagi, t.a.m. kokkteilboðum. Það kæmi þó lika fyrir, að erlendum aðilum væri boðið öl ferðalaga, eins og á Þingvelli eða að Gullfossi og Geysi. ,,Nú, það þekkist lika að háttsettum embættismönnum er boðið til laxveiða, eins og berum stofnunum. Mjög er það misjafnt eftir rikis- stofnunum hvað risnukostnaður er hár gjaldaliður á rekstrar- reikningum. A siöasta þingi svar: aði fjármálaráðherra fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis- manns, varðandi risnukostnað nokkurra rikisstofnana og ráöu- neyta og þar kom fram, að ýmsar stofnanir hafa enga risnu á með- an aðrar eyða tugmilljónum króna. En hvaö er risna? Samkvæmt orðabók Blöndals þýðir risna, gestrisni eða rausn. Hins vegar geta menn verið gestrisnir á margan hátt, kurteisi kostar til dæmisekkipeninga.en matarboð gera það á hinn bóginn. Ljóst er að risnureikningar eru ekki til- komnir vegna auösýndrar kurteisi gestgjafa, heldur vegna peningaútláta, sem þeir hafa orðið fyrir vegna gesta sinna. For\sta utanríkisráðu- neytis Utanrikisráðuneytið fer með örugga forystu hvað risnukostnað varðar, þegar íslensku ráðuneyt- in eru skoðuð í þessu samhengi. A siðasta ári var kostnaður vegna gestgjafahlutverksins. 37.5 gmilljónir hjá utanrikisráöuneyt- inu á meðan félagsmálaráðuneyt- ið eyddi aðeins rúmum 4 gmiil- jónum á sama tima. Það er þó langtfrá þvi'nokkuð óeðlilegt við það, að utanrikisráðuneytið sé þarna á toppnum, þvi fslendingar leggja á þaö áherslu umfram annað,aö gera vel við þá útlendu gesti sem landið sækja heim. „Eisnukostnaður utanrikis- ráðuneytisins er að minu mati innan eðlilegra marka,” sagöi Höröur Helgason ráðuneytisstjóri I utanrikisráðuneytinu. ,,Það get- ur enginn starfsmaður ráðuneyt- isins leyft sér að leggja út i slikan kostnað, nema með minu leyfi eða ráðherra. Það er þvi fullt eft- irlitmeð þvi, að þessi kostnaðar- liður fari ekki úr böndunum.” Hörður sagði, að utanri'kisráðu- neytið tæki á móti fjölda erlendra sendimanna á ári hverju og það væri talin sjálfsögð kurteisi, að taka vel á móti slikum mönnum. „Það eru t.a.m. ákveðnar diplo- matiskar reglur i gangi i þessu sambandi. Ef t.d. erlendur sendi- herra erað kveöja, þá býður ráð- Kekkonen Finnlandsforseta. Þessi kostnaður fer á risnu utan- ríkisráðuneytisins. ..Almennt passasamir” Almennt talað tel ég að við sé- um passasamir i þessum efnum, þótt það megi viðurkennast að við séum örliúðhöföinglegri við mót- töku t.d. skandinaviskra sendi- manna en norrænu þjóöirnar eru, þegar við sækjum þær heim. Þetta kemur til af því, að margir þessara manna koma ef til vill aðeins einu sinni á lifsleiðinni til fslands, enda landiö tæpast i al- faraleiö og þess vegna þykir rétt að gera þeim dvölina minnis- stæða til dæmis með þvi að gera þeim kleyft að skoða sögustaði. Af þessum sökum m.a. erum við ivið gestrisnari, en gerist t.d. á hinum Noröurlöndunum, auk þesssem viðerum tslendingar og viljum vera höfðingjar heim aö sækja. Þetta er þó allt innan hóf- samra marka og ekkert peninga- sukk f spilinu”, sagði Hörður Helgason ráðuneytisstjóri i utan- rikisráðuneytinu. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu tók i sama streng og starfsbróðir hans. Hann sagði hins vegar að það væri alltaf álitamál hve vel ætti aö gera við þá gesti, sem hingað kæmu.,,Þetta er dálitiö vandmeð- fariö,” sagöi hann. ,,Hins vegar eru reglur talsvert aframmaðar i þessum efnum og risna er að langmestu leytibundin viö komur útlendinga. Það tiðkast t.d. ekki, að utanbæjarmenn i opinberri þjónustu, sem eiga erindi hingað til borgarinnar fái einhvern sér- stakan viðurgjörning, en þegar við ráöuneytismenn förum út á land, þá gera landsbyggðarmenn oftvel viðokkur, bjóða ikaffieða jafnvel mat.” Höskuldur tók þó fram, að ekki mætti lita svo á að risnan væri al- farið bundin við heimsóknir út- lendinga, þvi ráðuneytin og rikis- stofnanir stæöu einnig fyrir mót- tökum ýmis konar, fyrir innlenda aðila. „Risnukostnaður er inni á fjárlögum, en er aðeins li'tið brot af niðurstöðutölum þeirra. Þetta eru ekki upphæðir sem skipta sköpum, það er staöreynd. Ég tek það skýrt fram, að aldrei hef ég orðið þess var, að þessi þáttur væri i' óreiðu hjá rikinu. Það má að visu endalaust deila um það, hvar eigi að draga mörkin, en ég held að ástandi þessara mála séá viðunandi stigi eins og nú er,” sagði Höskuldur Jónsson. Risnulaus Hagstofa Eins og fyrr greinir, er það mjög misjafnt eftir ráðuneytum og strfnunum hvað risnuliðurinn er rúmfrekur. 011 ráðuneytin eru með einhvern risnukostnað, en þær rikisstofnanir fyrirfinnast, þar sem risna er engin. Má þar nefna stofnanir eins og Hagstofu tslands, Vegagerð rikisins, Blóð- bankann, Rannsóknarstofu Há- skólans og fleiri. Meðal bankanna er Landsbank- inn efstur á blaði, með heilar 73 gmilljónir, á meðan Seðlabankinn er i 30 gmilljónum og Útvegs- bankinn i 11 gmilljónum. Það hlýtur að vekja talsverða athygli, að Landsbankinn skuli þurfa tvöfalda risnu á við sjálft utanrikisráðuneytið og er það mál manna, að bankinn sé sú stofnun,semhvaðstórtækuster á þessu sviðinu. Það mun t.a.m. ekki tiltökumál, að bjóða gestum bankans til laxveiða og meðfylgj- andi, auk þess sem bankaráð Landsbankans fer á ári hverju til veiða íeina bestu laxveiðiá lands- ins. Póst og si'mamálastjóm eyddi 11 gmilljónum i risnu á siðasta ári, Rafmagnsveitur rikisins, 17 gmilljónum, Landsvirkjun 18 gmilljónum, Háskólinn 7 gmilljönum, hljóðvarpið 4,6 gmilljónum og sjonvarpið rúmum 5 gmilljónum, svo nokkrar stofn- anir séu nefndar. En hvernig skyldi að þessum málum vera staðið hjá erkifjend- unum, Vinnuveitendasambandi tslands og svo aftur Alþýöusam- bandi Islands? Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSl sagði aö risnukostnaður Vinnuveitenda- sambandsins hefði verið 455 þúsund gkrónur á siðasta ári og væri það 0.22% af niðurstöðutöl- um reikninga. „Af þessu má sjá, að þetta er langt frá þvi að vera hár útgjaldaliður,” sagði hann, „enda er haldið fast um þessa hluti hér og ekki bruðlað. Fullkomnir reikningar verða að fylgja og það er aðeins við sérstök tilefni, sem lagt er út í kostnað á þessu sviði. En eins og niður- stöðutölur segja til um, þá er þetta afar litill þáttur og kostn- aður hverfandi,” sagði Þorsteinn Pálsson. Asmundur Stefánsson formaður ASl kvaðst ekki geta, fullyrt neitt um risnukostnað hjá Alþýðusambandinu. „Okkar reikningar eru mjög sundurlið- aðir, þannig að þessi kostnaður gæú veriö á nokkrum aðskildum liðum.Hitter annaðmál, að þessi kostnaður er alveg einstaklega lágur, þaö get ég fúllyrt”, sagði Asmundur. Hann bætti þvi við, að á stundum gæti verið erfittum það að dæma hvað væri risna og hvað ekki. „Það hefur t.d. komið fyrir, þegar starfsfólk er að vinna hér um helgar, að þvi er boðið i mat, eða upp á brauð. Má lita á það sem risnu? Helsti kostnaðurinn liggur hins vegar f móttöku erlendra gesta, sem hingað koma til funda eða i öðrum erinda- gjörðum. Einnig get ég sagt þér frá þvi að miðstjómin hefur boðið sjálfri sér út að borða einu sinni á ári. Ég sem formaður ASl hef formlegt vald til að leggja út i risnukostnað, en hins vegar hefur það verið þannig, að ef um meiri- háttar kostnað er að ræða, þá er ákvörðunin á hendi miöstjórnar Alþýðusambandsins.” vSjálfsagður utgjaldaliður” Þessimálhorfa öðruvisi við hjá fyrirtækjum i einkarekstri og fíiætterað fullyrða að risnuliður- inn Irekstrarreikningi fyrirtækja er oftast gildari, en gerist og gengur meðal rikisstofnana. Það kemur m.a. tilaf þvi, að risnan er frádráttarbær frá skatti. „Jú, risnukostnaður er allmik- illhjá minu fyrirtæki,” sagði Rolf Johansen, eigandi samnefndrar heildsölu.” Mér finnst það hins vegar sjálfsagöur útgjaldaliður hjá fyrirtæki á borð við mitt. Það er sjálfsögð kurteisi aö gera vel við viðskiptamenn, sýna þeim þakklæti og bjóöa þeim út að borða. Það koma útlendingar til mín i tugavfs á ári hverju og mér þvkir það ofur eðlilegt að láta þá finna þakklætis- og kurteisis- vott.” Rolf sagöi þó, að hann fylgdist vel með þvi, að þessi kostnaður færi ekki úr hömlu fram og starfsmönnum fyrirtækisins væri veitt aðhald i þessum efnum. „Það tiðkaöist meira að segja hér á árum áöur, að láta gesti kvitta undir reikninga, þannig að það væri ljóst i reikningum fyr- irtækisins, að viðkomandi kostn- aður væri vegna þessara gesta. Þetta er nú aflagöur siður, enda ekki um misnotkun að ræða á þessu sviði hjá mínu fyrirtæki. Almennt talað lit ég á risnukostn- aðinn sem eðlilegan hlut i rekstrarkotnaði fyrirtækisins. Sjálfsagður kurteisisvottur i viðskiptum og getur komið á persónulegra sambandi viðskiptavina. Þetta er þvi talsvert hár útgjaldaliður hjá minu fyrirtæki, þótt ekki hafi ég þær tölur handbærar. Þetta er þó kostnaður sem skilar sér, það er ég fullviss um,” sagði Rolf Jo- hansen. En hvað er innifalið i risnunni? Er það aðeins matur og vin, eða liggur þar meira á bakvið? Stundum heyrist sagt, að óvæntir útgjaldaliðir, jafnvel mútur, séu faldar i' risnukostnaði, en þeir aðilar sem talað var við, visuðu slikum hugrenningum frá sem hreinni firru. En risnan er frádráttarbær frá skatti og Sverr- ir Sigurjónsson hjá skatt- rannsóknarstjóra var um það spuröur, hver skilgreining embættisins væri á risnukostnaði. „Þetta hefur verið dálitill ásteit- ingarsteinn,” sgði hann, „þótt þetta sé ekki stórt vandamál hér á stofnuninni. Það er rétt, að dálitið erfitt er að ramma af, hvað skulitelja til risnukostnaðar og hvað ekki, en i rekstrarreikn- ingi fyrirtækja fylgir yfirleitt skilgreining á risnukostnaðinum. Ég get hins vegar ekki svarað þvi beint, hvað falli innan við ramma risnunnar, slikt getur veriö álitamál, en skattrannsóknar- stjóri hefur með þvi eftirlit, að risnukostnaður sé ekki ofhlaðinn i skattaframtölum, þvi hér er gengið út frá þvi, að út i risnu- kostnað sé lagt til að afla fyr- irtækinu tekna. Það er aðal- viðmiðunin.” Viðkvæmog vandmeðfarin hjá skattstjóra Ragnar ólafsson hjá atvinnu- rekstrardeild skattstjórans i Reykjavilc, sagöi risnumálin dá- litið viðkvæm og vandmeðfarin. „Risnan er frádráttarbær, svo fremi sem ljóst er, að hún sé liður íeðlilegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Þaö er ekki óalgengt að gerðar séu athugasemdir við risnuliðinn og óskað frekari skýr- inga. En menn eru, jú, misjafn- lega gestrisnir og erfitt að draga þarna fastar markalinur”. Nokkrir bentu á, að það væri óeðlilegtað fyrirtæki sem efnir til hófs og setur það á risnu fái það dregið frá skatti, á meðan heimili úti i bæ, sem býður til fermingar- veislu geti ekki gert slikt hið sama. Þá er stundum á það minnst, að algengt sé að fyrir- tækjaeigendur setji einkaneysl- una á risnukostnað fyrirtækja, vegna skattafrádráttar. Ekkert skal þó fullyrt i þeim efnum. En er risnan vandamál hjá rik- inu. Er hún misnotuð og er sukk og spilling henni samfara? Hall- dórV. Sigurðsson hjá Rikisendur- skoðun var þessu ekki sammála. „Þetta erekkert vandræðabarn i kerfinu, þvi fer fjarri. Risnu- kostnaði eiga að fylgja nákvæmir reikningar og stundum fylgir meira að segja tilefni útgjald- anna. Við höfum stundum sent fyrirspurnir til rikisstofnana varðandi risnuna og fengið viö- unandi svör, en almennt talað er þessi útgjaldaliður skýrt af- markaður og {»r ekkert óhreint i pokahorninu”. Risna Rikisendurskoðunar sjálfrar var á siðasta ári 463 þús- und gkrónur.Ekkier annað vitaö, en þeir reikningar séu að fullu endurskoðaðir og samþykktir. Rísum vid undir risnunni?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.