Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 17
17 ___he/garpásturinn. Föstudagur 21. ágúst 1981 taka til viö námiö, en ég stunda nám i öldungadeildinni i Hamra- hliö meö starfinu. Núna undan- fariö hef ég veriö aö lesa náms- efniö, til þess eins aö létta undir fyrir veturinn, þvi róöurinn verö- ur erfiöur ef ég þekki þaö rétt. Ég er að berjast viö stæröfræöina, en hef haft góða tilsögn þar sem Rúnar vinur minn er annars- vegar. Ég horföi á Dallas-þáttinn, sem náði aö hleypa mér I smáspennu, svona af og til. óstöövandi áhugi minn á læknisfræði uppá siðkastið, varð til þes aö ég horföi á þáttinn um hjartaáföllin. Lika fannst mér þaö hagstætt ef ég skyldi ilengjast i þessu starfi, þvi margir hafa haft á oröi að hjarta- áföll væru einn af atvinnusjúk- dómum lögreglumanna. En ég veit aö rasssæri og hælsæri eru lika algeng. Fimmtudagur 13. ágúst 1981 Eftir aö i vinnuna var komiö, hófst morgunfundur. Þórir Odds- son, fór yfir mál með mönnum og rakti atburði úr „undirheima- lifinu”. Þjófnaðir, innbrot, skjalafals og dauösföll. Gæslu- varöhaldskröfur og -úrskuröir. Alltaf eitthvaö nýtt að gerast, en þó gamalkunnugt. Mér varö hugsaö til uppvaxtar- áranna á Húsavik, þegar ég sá nokkur ungmenni i anddyrinu sem biöu yfirheyrslu. Þau voru ekki öll há i loftinu. Þaö rifjaöist upp fyrir mér þegar ég stal rabarbara og rófum ef færi gafst. Já, ég var meirháttar rófuþjófur. Eins og ætla mætti af þjófi var ég skithrædd við lögregluna i pláss- inu. Jafnvel bara svarta stóra bilinn. Ég heföi þá ekki getað imyndaö mér aö seinna meir, ætti ég eftir aö vera i sporum þessara manna. Ganga i svörtu fötunum, keyra ljóta bilinn, taka þjófana og biöja um sannleikann á boröið. Mér fannst þessir menn eins og nátttröll. Hvernig leiö þessum unglingum núna og hvernig var ég i augum þeirra? Þegar ég var búin aö fá nóg af vinnunni þennan daginn, fórum viö mæögur niöur á bryggju. Skoöuöum bátana, fiskana og fuglana. Við fengum ýsu i soöið en trillukarlarnir töluöu um gæfta- leysi á miðunum út frá Hafnar- firði, undanfariö. Ég fékk heimsókn um kvöldiö þarsem þeir félagar minir Rúnar og Garöar komu. Viö ræddum um Walesa i Póllandi. Núna væri farið að skammta ýmsar vörur þar, já, eins gott aö vera ekki bú- settur þar. Viö veltum þvi fyrir okkur af hverju menn geröust tannlæknar. Furöulegt aö sumir þeirra skuli ætlast til aö hægt sé aö halda uppi samræðum viö þá, þegar búiö er að setja uppi mann sogslöngu og a.m.k. einn bor, nál og kjaftfylli af fingrum. Maður talar nú ekki svo glatt viö slikar kringumstæöur.. .gogogobúff. Ég var andvaka, og ekki i fyrsta skipti. Ég fann fyrir sam- viskubiti, útaf náminu. Ég haföi ætlað mér aö vera svo dugleg viö þýskuna. Þetta gengur ekki, þýsk málfræöi á vist rétt á sér, hvort sem mér likar betur eöa verr. Ég hugsaöi um atburöi úr starfinu þó svo ég reyni aö gera þaö ekki þegar ég á fri, en sumt er stund- um óumflýjanlegt. Eflaust detta fólki ekki i hug margar þær hörmungar sem viö horfum uppá i þessu starfi. Þaö reynir á þol- rifin oft á tiöum. Þegar mérliöur svona þá tek ég til viö lestur i Bibliunni. Mér liöur betur eftir lesturinn og „stresskúrfan” fer næstum þvi niður i núll. „Launaöu illt meö góðu” og allt það... Er maöur of oft minntur á þaö? Föstudagur 14. ágúst 1981 Persónuleg harmsaga, rétt eina feröina enn. t sambandi viö klukkuna og aö opna þverrif- urnar, þiö skiljiö. Ég varö nú samt hin ánægðasta þegar ég áttaði mig á þvi að framundan varhelgarfri.Bara vinna ídag og svo fri til mánudags. Það hljóta fleiri að hugsa svona eða er það ekki? Þaö voru næg umræöuefni á kaffistofunni þennan morgun, sjálfsagt svipaö þvi sem gerist á öörum vinnustööum eða allt aö þvi. Valsarar eru lang-bestir... Þaö fór fram krufning núna i vik- unni ... Nóg af silungi i Kleifar- vatni ... Þetta var vist púra nauögun ... Spurningin var aöeins á hvað ég vildi hlusta. ísleifur Péturs, (einmitt, bróðir Helga P.) trúöi mér fyrir þvi aö allt sem honum þætti gott væri annaö hvort fitandi eöa bannað. Alltaf hress hann ísleifur. Siminn hringdi i skrifstofunni hjá mér, sem oftar, og spurt var um tiltekiö sakamál og jafnframt hvort ég væri ekki sú ljóshæröa. Ekki kannaöist ég viö aö hafa veriö meö máliö til meöferöar, en ljóshærö var ég vissulega. Þarna var rétt einu sinni enn veriö aö villast á okkur Dóru Hlin, rann- sóknarlögreglumönnunum tveimur sem tilheyrum kvenþjóö- inni þarna á staönum. Viö þykjum vist nokkuö likar, en viö höfum bara gaman af, enda mikiir og góöir vinir. Þegar yfirheyrslum og ööru sliku var lokið þann daginn, þá bara beiö ég eftir aö klukkan yröi 16:10 en þá er vinnudeginum lokiö, alla jafna. Ég get ekki rifjaö upp hvaö ég geröi eöa hugsaöi siöustu 2 minúturnar. Sennilega hef ég kastaö einhverju niður i stresstöskuna og stokkiö i kápuna, þvi hvorttveggja kom ég meö heim, án þess aö geta lýst þvi nánar. Siðan brenndi ég á næsta þvottaplan og þvoöi Preludinn, já, allir þurfa sina umhiröu. Sjálf færi ég i hungurverkfall ef ég ætti ekki tannbursta. Ég átti stefnumót á Rán um kvöldiö. Agætur vinur minn og starfsmaöur I dómsmálaráöu- neytinu var þar mættur. Við ræddum margt yfir glóð- uöum sjávarréttunum og vorum m.a. sammála um aö áfengis- hegöun unglinga yröi ööruvisi ef bjór væri leyföur til sölu hér- lendis. Unglingunum væri þá allavega ljóst hvaö þeir létu ofani sig. Þaö viröist vera nokkuö al- gengt aö unglingarnir nái sér I áfengi eftir hinum ýmsu leiöum og vita þá ekki alltaf hvaö þeir eru meö á milli handa. Afleiðing- in veröur oft veikindi eöa jafnvel afbrot. Ég tel aö þaö sé ekki heppilegt aö tiunda frekar um samtal okkar þarna, þaö er ekki hægt aö segja allt. Laugardagur 15. ágúst 1981 Þetta var sólrikur laugardags- morgun. Ég haföi hugsaö mér aö fara og fá mér sundsprett en heimsóknir komu i veg fyrir það. Hróbjartur vinur minn birtist. Hann er laganemi og er i upp- lestrarfri’i núna þessa dagana. Pilturinn baö um kaffi, sagði mér aö samviskan nagaöi hann eins og hringormur. Hann heföi svikist um aö lesa, meira en góöu hófi gegndi. Mér fannst, fyrir hans hönd, þetta átakanleg staöreynd en reyndi aö hughreysta hann með þvi aö segja, hversu löt ég heföi veriö viö námiö undanfariö. Guömundur bróöir minn kom og vildi endilega fá mig i berjamó meö sér. En þegar öllu var á botninn hvolft þá var berjalandiö ekki annaö en Berjasala Þóröar á Sæbóli, svo litið var um útiveru hjá me'r eins og til hafði staöiö. Þess i staö las ég helgarblöðin. Og loksins, loksins, sá ég Alþýðu- blaöiö sem aö þessu sinni komst ekki ofani eldspýtustokk. Enda hlupu hinir ótrúlegustu skrif- finnar undir bagga meö ritstjór- anum sem sjálfur var i forsiöu- viötali. Blaöamennska á einum bæ er greinilega ekki sú sama og á þeim næsta. Já, allt er hey i harðindum og eftir höföinu dansa limirnir. En um helgarblööin i heild sinni, fannstmér vel vandaö til þeirra og fjölbreytt lesefni aö finna. Ég hugöist slappa af á kaffibarnum á Óöali um kvöldiö. Bauö ég þvi gestum i mat. Þegar nokkuö var áliöiö var beöiö meö óþreyju eftir barna- piunni. (Yfirleitt hef ég frekar beðið eftir leigubiinum.) Þegar stúlkan svo mætti baöst hún undan vistinni þar sem hún sjálf ætlaöi aö koma viö á „Planinu”. Mátti ég þvi sitja áfram i brúna stólnum og sjá af góöu gamni I Óöali. En hvaö meö þaö, þaö kemur dagur eftir þennan dag. Svo að lokum: Mikiö er ég fegin að þessari opinberu vikudagbók er lokiö. Ég vil þó segja ykkur, aö i næstu viku ætla ég aö vera mikiö duglegri og nota timann betur heldur en I þessari sem er aö líöa. (A morgun, segir sá lati.) Ég hef hér aö framan töluvert rakiö hugsanir minar, en ég hef það frá fyrstu hendi aö hugsun sé holl höföinu. Maöur kalkar vist siöur. „titköil og yfirheyrslur héldu áfram. Þetta var eins og hringleið frá RLR, i Sakadóm Reykjavikur og siðan i Hegningarhúsið við Skóla- vörðustig”. Barnafataverslun sími 10474 Við leggjum áherslu á vandaðan fatnað m.a. frá (cacliarcl) SALON A PARIS Sérhæfum okkur i klippingum. * Gdíborgarar BÖRGflRINN at oestu gerð. SKVNDIBnASIMXJR < > Njótið útsýnis- ins í fallegu , umhverfi. '5iJl Sérverslun með islenskar hljóm- plötur yfir 300 plötuheiti litið inn. (SaUtrp Hækjaitorg Hafnarstrœti 22 m AAhútu. myndir á mínútunni íöl/ skírteini

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.