Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 2
Noröurlondum og væri ekk gotteitt um það aösegj St'jórnmálaflokkar, sefn ‘hendfeyæpttó-ftvfiifa- konum legáT meðl sigsj heföi sem í meö| ; geta dæmi. þann i sr að sj ’ennafi á að \ Eins og að vera komin aft- ur á fæðingardeildina? Kvennaframboðið á Akureyri og væntanlegt kvennaframboð i Reykjavik hefur töluvert verið til umræðu upp á slðkastið. Þessi framboðsmá! hafa orðið tilefni til umræðu um þátttöku kvenna í opinberu lifi. Er það vel. Vafa- laust munu þessi framboð veröa til þess aö vekja upp gamla drauga svo sem hverjir séu möguleikar kvenna til þátttöku i pólitik? Standa karlar og konur jafnfætis i þeim efnum? Flest* allir viðurkenna að konur bera næstum alla ábyrgð á heimilis- haldi og barnauppeldi og ef þær svo auk þess stunda launavinnu hvar á þeim þá að finnast tími i sólarhringnum til þess að stunda félagsstörf? Helgarpósturinn hefur kannað álit nokkurra kvenna, sem ein- hver afskipti hafa haft af félags- málum, til kvennaframboðs og möguleika kvenna á þátttöku kvenna i opinberu IIR. öllum fannst þeim konur eiga erindi i stjórnmál, allar voru þær sam- mála um að konur þyrftu að yfir- vinna margar og erfíðar hindr- anir til þess á leið sinni i virkt stjórnmálastarf. Athyglisvert er að allar voru þær sammála um markmiðin, erfiðleikana við að ná þeim, ágreiningurinn var kannski mest um leiðir til þess að ná fram markmiðinu. Fyrstu kvennaframboðin Þetta er ekki i fyrsta sinn sem kvennaframboö hefur verið á döfinni. Sólnin B. Jensdóttir, sagnfræðingur sagði i viðtali við Helgarpóstinn að kvennaframboð á íslandi hefði fyrst komið fram árið 1908. En það ár höfðu konur i fyrsta skipti almennan kosninga- rétt og ákváðu þær aö nýta sér það. Þær sáu fram á að þær voru sterkt afl, þvi að á Reykjavfkur- svæöinu voru 1200 konur sem máttu kjósa. Til sveitarstjo’rnar i Reykjavik þaö ár buðu sig fram átján hópar (ekkiflokkar). Konu- listinn fékk fjóra fulltrúa af fimmtán kosna og þótti þaögeysi- gott. Af þessum 1200 konum, sem höfðu kosningarétt, kusu helm- ingurinn, en rúmlega þrjú- hundruð konur kusu kvenna- listann. Svipað átti sér staö i Dan- mörku lika og fléttuöust þessi kvennaframboð saman við kven- réttindafélögin og aukinn rétt kvenna i opinberu lifi. Arið 1915 fengu svo konur kosn- ingarétt til Alþingis, þó með viss- um ákvæðum s.s. aldri ofl. Voru þá uppi umræður um að bjóða fram sérstakan kvennalista i landskjöri. En af einhverjum ástæðum var hætt við það. Ekki virðast konur hafa verið ánægðar með Alþingiskosningamar 1916, þvi árið 1922 buðu þær fram kvennalista og Ingibjörg Bjarna- son komst að. Sólrún var spurð hvort hún væri sjálf fylgjandi kvennaframboði og svaraði hún þvi til að persónulega væri hún á móti þeim, en þó gæti slikt fram- boð átt rétt á sér til þess að vekja umræður um stöðu kvenna i opin- beru lifi. En i grundvallaratriðum taldi Sólrún að konur ættu að berjast á jafnréttisgrundvelli. Kvennaframboð — já eða nei? í sama streng tók Sjöfn Sigur- björnsdóttir borgarf ulltrúi Alþýðuflokksins. Hún taldi að konur ættu að halda sig innan stjórnmálaflokkanna og berjast við hlið karla. Hún hefði ekkert á móti kvennaframboðinu en sér finndist ekki að sérstök kvenna- framboö gætu orðið jafnréttinu til framdráttar. Ema Ragnarsdóttir rfkjandi stétt væri akkur i því að hafa konur heima, þær væru ókeypis vinnuafl. Kvennafram- boðið hlyti þviað stefna að þvi, að þjóðfélagið og þeir sem þvi stjómuðu, mætu heimilisstörfin og barnauppeldið fullkomlega og að konum yrði gert kleift að stunda félagsmálastörf. Þetta væri t.d. spumingin um að fá styttan vinnutima fyrir barnafólk og um leið mannsæmandi laun fyrir kannski sex stunda vinnu- dag.Ogaðfá viðurkenningu sam- félagsins á þvi að það að þvo bleijur væri jafn merkilegt og að semja fjárlagafrumvarp. Ef þetta væru kröfur, sem settar yrðu á oddinn, hlyti kvennafram- boðið að verða öllum til góðs. Sigriður Thorlacius, ritstjóri Húsfreyjunnar, var sammála þvi að kvennaframboðið gæti orðið til þess að hrista aðeins upp i stjórn- málaflokkunum. Það gæti jafnvel orðið tilþess að karlarnir færu að sækjast eftirkonunum á Hönduðu listana. Marianna Traustadóttir framkvæmdastjóri Alþýðuleik- hússins var á sama máli og sagði að það væri orðið fyllilega tíma- bært að konur létu aö sér kveða i framboðsmálum sem og öðrum hefðu tekið upp alla ilia siði karl- mannasamfélagsins, enda hefðu þær aldrei haft neitt tækifæri til að kynnast öðru. Guðrún taldi valdapot, hagsmunapot, og skort á tilfinningu fyrir réttlætí og ekki sist skortá metnaði fyrir Alþingi og sveitarstjórnir, herja á konur engu siður en karla. Kvennaframboð sem refsivöndur Þá vaknar upp sú spurning hvort kvennaframboð eitt og sér hefði ekki eitthvert áróðursgildi? Erna Ragnarsdóttir, innanhúss arkitekt og framámaður i Sjálf- stæðisflokknum taldi að kvenna- framboð gæti orðið einskonar vöndur á hina stjórnmálaflokk- ana og orðið til þess aö flokkarnir skildu sinn vitjunartima varðandi konur og mannlegt lif. Þaö eitt i sjálfu sér væri mjög jákvætt. Amdis Bjömsdóttir, verslunar- stjóri og samflokksmaður Ernu, var sama sinnis þótt ekki væri hún hlynnt kvennaframboðinu. Hún sagði að konur, sem styddu kvennaframboðið, notuðu það sem rök, að með þessu framboði væru þær að skora karlana á hólm. Og vissulega væru konur orðnar langþreyttar á þvi að vera notaðar sem skrautfjaðrir í stjómmála flokkunum. Föstudagur 28. ágúst 1981 innanhússarkitekt sagði að kvennaframboð, hvort sem það ætti rétt á sér eða ekki, væri m jög skiljanlegt. Konum sæktist litiö að hafa áhrif i hinu opinbera lífi^ I sama streng tóku þær Hildjj Jónsdóttir, rauðsokka Sigriður Fanney Ingimarsdó^/ jafnréttishópi Háskóla íslá Hildur sagði, að kvennafrar sem byggðist á pólitik erl fyrinietöðu kvenna i þjóðféla dag ætti lyllilega rétt á ser.j framboð myndi þýöa að lögð fram stefnasem grundvallaöi þvi að höfuðáherslan yrði lögí samfélagslegar úrbætur fyrl konur. Dæmi um slik mál væru dagvistármál, húsnæðis- og at- vinnumál og eins margir aðrir félagslegirþættirsem þarspiluðu inn i. Hildur sagðist vilja taka það fram að sú stefna sem byggð væri á hagsmunum kvenna væri ekkert einkamál kvenna, heldur stefna, sem sett yrði fram sem heildarstefna i þróun samfélags- ins. Ekki áhugaleysi heldur aðstöðumunur Þessu var Sigriður Fanney Ingimarsdóttir sammála. Fannst henni þetta kvennaframboö, ef af þvi yrði I Reykjavik, vera þarft framtak. Kvennaframboðiö væri viðleitni kvenna til þess aö setja fram kröfur um að meira tillit yrði tekið til aðstæðna kvenna bæði heima og heiman. Gæti hún bent á að ætlast væri til að konur sinntu börnum, heimili og launa- vinnu. Og ef þær færu ekki út i pólitik, þá væri það eingöngu vegna þess að þær hefðu ekki áhuga. Þetta væri fáránlegt og óréttmætt, konur hefðu hreinlega ekki sömu aðstöðu til þess að sinna félagsstörfum og karlar. Þessi aðstöðumunur myndi ekki breytast, ef konurnar gerðu ekkert i máhinum sjálfar. Hinni helgarpásturinn. málum. Þessi kvennaframboð sem ^y,«ru að koma upp hér á fum frá Guðrún maður t sl lil f< _ áfTnning stefnuna kvennalisl af kven stjórnm óttir, alþingis- dalagsins og ekki boðs- paður _ plega r jafnréttis- u. Ef slikur ðan samsettur ð allsólíkar ir, væri um hreint grín ao ræða, þar sem sköpulagið væri hið eina sem tengdi þessar konur saman. Þaö yrði eins og að vera komin á fæðingardeildina á nýjan leik. Auðvitað væri hægt að hugsa sér að við næstu sveitarstjórnar- kosningar reyndust engir karlar hafa traust og þvi væri einhvers- staðar listi skipaður konum ein- göngu. Areiðanlega hefðu sést listar,þar sem karlar væru einir. Enþví aðeins yrði það konum til gagns.að þessar konur tækju upp önnur vinnubrögð en tíðkast hefði i stjórnmálaheimi karlanna. Vissulega þætti henni gaman að losna við langar, heimskulegar belgingsræður um ekki neitt, en i stað þess myndu stjórnmála- mennimir vinna af alvöru og samviskusemi að velferð fólksins i landinu. Virðing fyrir stjórn- böldum myndi aukast að miklum mun við það. EnGuðrún var ekki viss um að konum tækist þetta betur en körlum. Flestar þær konur sem hún hefði séð til i stjórnmálum, eftir: Elísabetu Guðbjörnsdóttur mynd: Jim Smart Sigriður Thor- lacius, ,,ég myndi kjósa kvennalist- ann”. Salóme Þor- kelsdóttirt „konur eiga að vera virkari þátttakendur i pólitikinni”. Arndis Björns- dóttir,* ,,Konur þurfa að vera helmingi dug- legri en karlar” Marianna Frið- jónsdóttir. ,,Ég styð kvenna- framboðið al- veg hiklaust". uuðrun Helga- dóttir, ,.Stjórn- mál eru snauð af hugmyndum um hvcrs konar lifi við viljum lifa”. Hildur Jóns- dóttir,- ,,A bak- við framboðið yrði að vera einhver pólitik” Ema Ragnars- dóttir,' „Kvennafram- boðið er mjög skiljanlegt”. Sjöfn Sigur- björnsdóttir; „Konur þurfa að snúast i mörgu” Sigríður Fann- ey Ingimundar- dóttirr „Kvennafram- boðið er mjög þarft framtak.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.