Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 28. ágúst 1981 En hvers vegna eru svo fáar konur i stjórnmálum? Eins og Sigriöur Thorlacius benti á, þá hefði allt of litið breyst varðandi jafnréttismál hér á landi frá þvi að fyrsta kvennaframboðiö kom fram. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir svaraði þvi til að inn i dæmið kæmi ákaf- lega margt, jafnvel þjóðfélagið I heild. Konur væru uppalendur, þær þyrftu að sjá um heimili og oft að vinna utan heimilis lika. Þvi þyrfti heilmikiö til þess, að konur legðu þetta á sig. En um leið og áhuginn ykist, efaðist hún ekki um að þetta breyttist. Kvennaframboðið upp- gjöf kvenna Salóme Þorkelsdóttir, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins tók i sama streng hdn sagði aö það væru allt of fáar konur i stjórn- málum, hvort sem um væri að ræða i sveitarstjórnarmálum eða landsmálapólitfkinni. HUn sagði ennfremur aö það væri staðreynd að konur hefðu átt erfittuppdrátt- ar innan stjórnmálaflokkanna, en að hún héldi að þetta væri að breytast. Ástæðuna fyrir þessu taldi hún vera áhugaleysi kvenna á stjórn- málum og að þær hafa hingað til ekki verið nógu virkir þátttak- endur istjórnmálunum. Það væri hægtað gera svo margt annað áð- ur en maður færi i framboð. Það væri að sýna áhuga og vera með, þvi þetta kæmi ekki af sjálfu sér. En kvennaframboðið taldi hún ekki vera lausn á þessum vanda. Það væri timaskekkja og að hennar matihálfgerð uppgjöf frá hendi kvenna. Konur hefðu allan rétt, og þær ættu að notfæra sér þennan rétt meira. Sagði hún, að þetta gætu konur með þvi að starfa meö körlum en ekki i ein- hverjum sérhóp. Arndis Björnsdóttir sagði að á- stæðan fyrirþvi að konur sæktust litið i stjórnmálum væri að þær treystu sér ekki og hefðu litinn á- huga. Konur væru allt of mikið gefnar fyrirað vilja lifa einhverju þægilegu h'fi og það tæki miklu lengri tima en maður héldi að breyta þessu. Kvarta ekki undairi merðferðinni En hvernig gengur svo konum sem eru i' pólitikinni? Guörún Helgadóttir, svaraði þvi þannig að hún hugsaði s jaldan um það. Hún sagði að kimnigáfa sinhefðialltafveriö i lagi, svo að bjánalegar karla-athugasemdir vektu hennieinungis kátinu. Hins vegar sagöi hún að það væri erfitt að vera sósialisti i islenskum stjórnmálum og i kapitalisku samfélagi. Hún sagðist heldur ekki geta svarað þvi hvort hún hefði goldið bess að .vera kona i Alþýðubandalaginu. Sér hefðu verið falin fleiri trúnaöarstörf ai hún sjálf hefði óskaö eftir, ef það væri eitthvaö svar. Hún sagðist engan pólitiskan metnað hafa, en að hún væri vinnudýr, hvort sem það væri i kartöflugarðinum sin- um eða i ráöum og nefndum. Hún sagöist t.d. hafa sett einu sinni hraðamet i að pakka karfa. En þegar hún færi aö hugsa um það, þá hafði henni aldrei verið boð- in ráðherrastaða. Og sér þætti mjög gaman að geta fengið tæki- færi til þess að segja: Nei takk, — kæru bræöur. Salóme Þorkelsdóttir sagðist ekki þurfa aö kvarta undan með- ferðinni. Enda væri hún búin að vera i sveitarstjórn i sextán ár og svo á Alþingi. Hún hafi alla tið haft mikinn áhuga á landsmála- pólitikinni og veriö virk og þar af leiðandi tekið mikið þátt af eigin frumkvæði. Og alla tið hefðu sér veriö falin trúnaðarstörf innan flokksins. Þessu var Sjöfn Sigur- björnsdóttir sammála. Hún sagð- ist vera i jafnaðarmannaflokki og vinna með starfsfélögum sinum á jafnréttisgrundvelli. Hún sagðist aldrei hafa fundið fyrir þvi að hún væri höfð upp á punt i flokknum. Salóme sagði að það væri svo aft- ur lika rétt að konur með ung börn gætu ekki auðveldlega tekið mikinn þátt i pólitík og aö hún ef- aðist um, að hún hefði getað það þegar að bömin hennar voru ung. Börn hennar hefðu verið orðin vel stálpuð þegar hún hellti sér út i þetta af fullum krafti. Konur meira fyrir aðkasti Amdis Björnsdóttir sagöi að það væri helmingi erfiðara að vera kona heldur en karlmaður i pólitikinni. Konur fengju dóma og gagnrýni byggöa á alltöðrum for- sendum en þeir sem karlar fengju. Það væri aldrei nein mál- efnaleg umræða um konur, held- ur einungis persónuleg umræða. Hún sagði, að konur sem skiptu sér af pólitik færu ekki varhluta af þvi. Konur yröu fyrir miklu meira aðkasti persónulega en karlar. Það væri jafnvel talaö um að þær væru of gamlar eða of ungar, ekki nógu huggulegar eða of huggulegar. Eins og það skipti nokkru máli hvað snerti málstað- inn. Karlmenn gætulátiðút úrsér hvaða þvætting sem væri og kæmust upp meö það en konur þyrftu að vera helmingi duglegri i sömu baráttunni. Konur taki upp önnur vinnubrögð Eitt viröist ljóst af framan- sögðu, hvort sem konur eru hlynntar kvennaframboðinu eður ei, að þaö virðist sem skortur sé á hugsjónum og mannlegum sam- skiptum innan stjórnmálaflokk- anna. Guðrún Helgadóttir segir að það sem vanti mest i stjómmál séu tengsl listar og stjórnmála. Stjómmál væm snauð af hug- myndum um hvers konar lifi við vildum lifa. Ofrjó hugsun, ó- merkileg fjölmiðlapólitik og per- sónulegur gorgeir með tilheyr- andi skitkasti væri það sem stjórnmálamenn teldu vænlegast til pólitisks frama. Ef konur tækju upp svipuð vinnubrögð skipti það hana engu, hvort karl- ar sinntu trúnaöarstörfum fyrir kjósendur. Ef hinsvegar konum gengi betur aö sameina vitsmuni sina og tilfinningar en körlum, ættu þær mikiö erindi i stjómmál. Þá ætti list og lifandi hugsun kannski greiðari aðgang að þing- sölum heimsins. Þá yrði islensk menning og tunga oftar rædd á Alþingi Islendinga. Þá yrði rætt um lifandi fólk og lif þess, en ekki stungið margtuggðum dúsum upp i kjósendur, sem endanlega myndu ekki vita til hvers þær væm. Erna Ragnarsdóttir tók i sama streng og sagöi að konur hefðu alla tið hugsað um börn og haft með mannfólk aö gera og að þær vissu aö f þeim efnum dygðu hvorki arðsemissjónarmið ne fimm ára áætlun. Mannlegt lif gengi diki eftir þeim kokkabók- um. Um leið og karlmenn gerðu sér grein fyrir þessu myndi þeim takast að fá dugmiklar konur i lið með sér. Því meiri kröfur, sem þú gerirtil utanhúsmálningar því meiri ástæöa er til að þú notir HRAUN HRAUN, sendna akrýlplastmálningin hefur allt það til að bera, sem krafist er af góðri utanhúss- málningu: Mikinn bindikraft, frábæra endingu — dæmi eru til um meiraen 17 ár. Þekur vel — hver umferð jafnast á við þrjár umferðir af venjulegri plast- málningu. Hefur fallega áferð — til bæði fín og gróf, og fæst í fjölbreyttu litaúrvali. HRAUN stenst allan verðsamanburð. HRAUN litakortið fæst í öllum helstu málningar- a vöruverslunum landsins. málning TAKIÐ EFTIR:SÉRTILBOÐ Fyrir gengisfellingu náöum við aö leysa út nokkra DATSUN SUNNY STATION BÍLA OG SUNNY COUPE ( GRAND LUXE) SUNNY COUPE (GRAND LUXE) Sportbíll fyrir sportmenn;pláss fyrir golfkylfurnar, skíðin og ótal margt annað og samt sæti fyrir krakkana (tengdamömmu) RÚMGÓÐUR 5 GÍRA BÍLL SUNNY STATION kerran uppfyllir kröfur um luxus og þægindi', öruggur og notalegur í akstri — hvort sem er til einkanota eða vöruflutninga Datsun * umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560 UMBOÐÁ ÁKUREYRI: GREIÐSLUKJÖR: Sigurður A Aldrei betri Valdemarsson Nú kom tækifærið, sem óseyri 8 ~ Sími 96-22520 þú hélst að aldrei byðist

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.