Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 12
12 Helgarrétturinn kemur aö þessu sinni frá kokkinum á Hótel Búöum á Snæfellsnesi, Kúnari Marvinssyni, en eins og Grænmetiskraftur (Picanta) 2 egg Smjör Salt og pipar Rifinn ostur 1 bolii af sætum vermouth Kryddinu og mjölinu er blandaö saman. Eggin eru hrærð egg timian blandaö vel saman Viö. Fiskinum er velt upp Steiktur stein- bítur frá Búðum kunnugt er, hafa nokkur ung- menni rekiö hóteliö þar aö undanförnu og hafa vakiö mikla athygli fyrir matseldina. Kétt- urinn, sem Rúnar býöur upp á, er steiktur steinbftur, og hafa gestir kunnaö vel aö meta hann. Hráefnið sem hér verður upp talið, miðast við fjóra: 1 kg. steinbítur Blanda af heilhveiti og rúgmjöli Karrý Timian úr mjölinu og siðan upp úr eggjahrærunni. Þá er hann steiktur i smjörinu, 4—5 minút- ur á hvorri hlið. Þegar fiskurinn hefur verið steiktur báðum megin, er vermóðinum hellt yf- ir, svo og ostinum, og allt er þetta látiö krauma i svo sem eina minútu undir loki. Saltið og piprið eftir smekk. Steinbiturinn er borinn fram með hrásalati og soðnum hýðis- hrisgrjónum, eöa kartöflum. Gott er aö drekka meö honum Chablis hvitvin. I Dögum fjölgar í Djúpinu: Líka djassað á mánudögum ,,Það var búiö aö vera lengi f bi- gerö að bæta við einum degi. Það var búiö aö tala mikiö um þaö viö okkur, og einnig hafa þeir sem spila mikinn áhuga. Svo er bara alltaffulltá fimmtudögum. Þetta hefur gefist svo vel”, sagöi Jakob Magnússon veitingamaöur á Horninu, þegar hann var spurður um fjölgun tónlistarkvölda i Djúpinu. En þar gefst Reykvik- ingum nú kostur á aö hlusta á djass tvisvar I viku, á mánudög- um auk hinna heföbundnu fimmtudaga, en hér áður fyrr var mánudagskvöldiö mikið djass- kvöld. Fyrsta mánudagskvöldið i Djúpinu var leikinn blús, en siðan er gert ráö fyrir, að þau verði með svipuðu sniði og fimmtu- dagskvöldin. Þó vonast Jakob eft- ir þvi, að hægt verði einhvern tima aftur að bjóða upp á blús, og mun Pálmi Gunnarsson hafa mikinn áhuga á því að hóa saman nokkrum spilurum til þess arna. Hljóðfæraleikararnir á mánu- dögunum veröa þeir sömu og hitt kvöldiö, eða Gvendarnir tveir, Steingrimsson á trommur og Ing- ólfsson á pianó, Trad kompaniið, Nýja kompaniið og Kristján Magnússon og félagar. Auk þess má búast viö að ýmsir aðrir komi og blási eöa pikki strengi. Þá sagði Jakob að fyrsta mánudag- inn i september væri von á fær- eyskum gitarleikara, og verður það i annað skiptið á stuttum tima, sem Færeyingar koma hingaö til aö spila djass, nú siöast i gær og fyrradag. Það veröur þvi örugglega tvöfalt fjör i Djúpinu i vetur. Þess má svo geta, að staðurinn hefur fengið leyfi fyrir sterkum vinum. Kristján Magnússon og félagar djassa fyrir Djúpgesti. Boröa- pantanir Sími 86220 85660 Veitingahúsid i GLÆSIBÆ carrental fiE Bílaleiga yrar Akureyri Reykjavik TRVGGVABRAUT 14 S. 21715 23515 SKEIFAN 9 S.31615 86915 Mesta urvallö. beata þjónustan. VI6 útvegum yöur atslátt l á bílalelgubllum eriendls. J Könnun Verðlagsráðs: Sá hæsti og sá lægsti Það hefur ekki fariö framhjá neinum, aö könnun Verðlags- stofnunar á verðlagi á matsölu- stööum leiddi i Ijós oft á tiöum töluverðan mun á veröi sömu vörutegundar. Þaö kom einnig fram i könnuninni, aö margir matsölustaöanna selja mikiö af vöru þeirri, sem könnunin náöi til, á verði, sem er yfir meöal- veröi. Hitt er hins vegar líka til. Matsalur Hressingarskálans kemur verstútúr þessari könnun, þar sem hann er 16 sinnum yfir meðalverði, 1 sinni á meðalveröi og 2 sinnum undir. Lauga-As kem ur hins vegar best út, 18 sinn- um undir meöalverði, en aöeins einu sinni yfir. Helgarpósturinn haföi tal af eigendum þessara tveggja matsölustaða til að for- vitnast um viðhorf þeirra til kannana sem þessara. Þeir voru spurðir hvert þeir teldu vera gildi svona kannana. Fyrstur verður fyrir svörum Sigurjón Ragnarsson, eigandi Hressingarskálans: ,,Mér finnst sjálfsagt að hafa svona kannanir, en þessi mikli mismunur sýnir það, að sam- keppnin er i' fullum gangi, og sumir bjóöa vöruna á mjög hag- stæöu veröi. Og ég held, að frjáls samkeppni eins og er í þessu, ætti aö fara inn á fleiri svið”. Gunnlaugur Hreiöarsson hjá Lauga-Asi sagði að þeir væru mjög ánægðir með úrslit könn- unarinnar. Könnun sem þessi gerði það að verkum, aö fólk hefði meiri yfirsýn og þvi ætti hún alveg rétt á sér. Gunnlaugur sagðist ekki vita hvort svona könnun væri fullkom- lega marktæk, en eitthvað hefði hún þó til sins máls. Sigurjón Ragnarsson sagði, að könnunin væri nokkuð sanngjörn, en kannski ekki algerlega mark- tæk. Varan gæti verið nefnd, sama nafni, en ekki alveg það sama borið i hana. Hafa þeir orðið varir við, að þessi könnun hefði áhrif á aðsókn- ina að stöðum þeirra? ,,Nei”, sagði Sigurjón. „Viöer- um lika með annað svæði innan hússins, sem kom nokkuð vel Ut”. Þá sagði Sigurjón, að ef litiö væri á meðalveröið, væri verömunur- inn ekki stórvægilegur. ,,Já, hún hefur gert það”, sagði Gunnlaugur um áhrif könnunar- innar. „Aðsókn aðstaönum hefur alltaf verið vaxandi, en siðustu dagana hefur það verið meira en áður”. Aöspurður um það hvort verð- lag hjá honum væri ekki i lægsta lagi, svaraði Gunnlaugur, aö hingað til hefði þetta gengiö. En hver erþá ástæðan fyrirþvi, aö Hressingarskáiinn er svona dýr? „Kannski er ástæðan sU, að húsaleiga er ábyggilega dýrari hjá okkur en flestum öðrum. Ef maður tekur mark á þessari framfærsluvisitölu, sem er i gangi og hagar sér nokkuð eftir henni, þá fer maður kannski aðeins fram fyrir þaö, sem al- mennt gerist”. — Þannig aö þú telur ykkur ekki vera með neitt okur? ,,Nei”, sagði Sigurjón Ragnars- son. DANSBANDIÐ Dtskétek Föstudagur 28. ágúst 1981 Jielgarpústurinn_ Ilressingarskálinn: 16 sinnum yfir ii ií 4áf. :k V - V t » '1 • ■ f< p'iM • í > t, V i, .J| : ,y< {5 * U' * « : i J V 1 ■ U ; • Lauga-As: 18 sinnum undir Horft suður eftir Hljóömúrnum. Vegagerðin byggir hljóðmúr við Arnarnes Vegfarendur um Hafnar- fjarðarveg hafa tekið eftir þvi, að utan við nýju hraðbrautina, á móts við Arnarnes, er nú kominn hár moldarruðningur. Helgar- pósturinn hringdi I Jón Rögn- valdsson, yfirverkfræðing hjá Vegagerðinni, og spurði hann hvað þetta væri. „Hljóðmúr köllum við þetta”, sagði Jón. „Af þvi aö þaö var pláss til þess milli lóöanna og vegarins, ákváðum við aö gera hljóöskerm, til að skerma næstu húsin svolitið af, þar sem vegur- inn þarna er i endanlegu formi.” Hljóðmúrinn er úr jarðvegi, sem fengist hefur við lagningu vegarins, ásamt mold úr ýmsum lóöum á svæðinu. Jón sagðist halda, aö það hafi verið Vegagerðin, sem átti frum- kvæöið að þvi, að þessi veggur var geröur. Ekki hafi komið til neinn þrýstingur frá ibúum Amarness. Hugmyndin að þessu hafi verið lögð fyrir bæjaryfirvöld og hafi þau lýst ánægju sinni með hana. Aðspurður sagði Jón, að ennþá væri ekki komin reynsla á þennan hljóömúr, en þetta væri þekkt fyrirbæri erlendis, þá bæði úr moid og öðrum efnum. En hefur svona verið gert hér áður? „Ekki i þessum mæli”, sagði Jón. „Ofan við Hafnarfjöröer lit- ill jarðvegsmúr á kafla við húsin, sem nú er verið að byggja næst veginum. Sömuleiðis er einn úr timbri rétt ofan við beygjuna hjá Setbergslæknum i Hafnarfirði, en þar liggja lóðirnar alveg upp aö veginum. Sams konar garður var geröuruppi IBorgarnesi.en hann er það lágur, að hann skermir ekki mikið.” Það hefur áður komiö til tals aö gera svona hljóðvarnargarð suður i Hafnarfirði, þegar veriö var að skipuieggja nýju Ibúöar-- hverfin sunnan við klaustrið, og er þvi ljóst, að Hafnfiröingar eru tslandsmeistarar á þessu sviði. —Heldurðu að það verði eitt- hvað meira um þetta i fram- tiöinni? „Það er i rauninni ekki hægt að svara þvi. Aðstæðurnar ráða þvi dálitið hvað er gert. Þarna voru aðstæðurnar fyrir nenai. í fyrsta lagi var þarna það pláss milli vegarins og lóðanna, að það var hægt að koma þessu mann- virki fyrir. Svo var þarna fyrir hendi efni i þetta að verulegu leyti, en það þurfti bara aö sanka þvi saman. Að visu vantar eitt- hvert efni i norðurkantinn, en honum verður lokið engu aö siður”, sagði Jón Rögnvaldsson hjá Vegagerðinni. Þess má svo geta, að hljóðmúr- inn er þrir metrar að hæð, þar sem hann er hæstur, en hann fer lækkandi i norðurátt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.