Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 28
Jie/garpásturinn nýtt og betra bragö • Skiptar skoöanir munu vera innan borgarkerfisins út af þvi framtaki Jakobs Hafstein yngra, fiskræktarráöunauts Reykjavik- urborgar, að sleppa silungi i Hölmsá til að gefa borgarbúum kost á veiðum á þessum slóöum. Ekki munu borgarmenn vera að agnúast út iframtakið isjálfusér heldur fremur hvernig að þvi var staöið. Jakob Hafstein mun nefni- lega hafa gert þetta algjörlega upp á eigin spýtur og boðað til blaðamannafundar án samráðs við veiði- og fiskiræktarráð borgarinnar. Aödragandi þessa máls er hins vegar lengri. Lax- eldisstöð borgarinnar mun nefni- lega fyrir nokkru hafa selt Tungulaxihf. talsvert af seiðum, sem hins vegar misfórust hjá kaupandanum og olli þvi að fyrir- tækið stðð ekki i skilum við eldis- stöð borgarinnar. Var krafa um greiðslu sett I innheimtu eftir venjulegumleiöum og vissu ráöa- menn borgarinnar ekki annað en svo stæðu mál, þegar þeir höfðu frétlir af framtaki Jakobs Haf- stein við Hólmsá. Við athugun kom þá i ljós, að silunginn, sem sleppt var i Hólmsá, hafði Jakob einmitt fengiðhjáTungulaxiuH) i skuldina út af laxaseiöakaupun- um forðum daga og hann siðan upp á sitt einsdæmi ákveðið að ráöstafa „skuldagreiðslunni” með þessum hætti. Munu sumir ráðamenn borgarinnar vera ailt annað en ánægðir með rekstur klak- og eldistöðvar borgarinnar sem Jakob veitir forstöðu og heyrum við aö fjármálastjóri borgarinnar, Björn Friðfinnsson, hafi lagt það til við borgarráð að þessi starfsemi verði lögð niður, þar sem hann sjái ekki rökin fyrir henni... • Helgarpósturinn hefur áður skýrt frá þvi að vaxandi hreyfing sé fyrir þvi innan Sjálfstæðis- flokksins að gera Friðrik Sophus- sonað varaformanni flokksins á næsta landsfundi, og er grein eftir ungan sjálfstæðismann, Anders Hansen iMorgunblaðinu i gær þvi til staðfestingar. Við heyrum hins vegar að af hálfu helstu forustumanna flokksins sé meiri stemmning fyrir Matthiasi Bjarnasynii varaformannssætiö. Svo að úr þvi menn missa af for- mannsslag i Sjálfstæðisflokknum, eins og allt bendir nú til, þá geta menn a.m.k. huggaö sig við að átök kunna að vera um vara- formanninn... • Þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna verður haldið á ísa- firði um helgina og eftir þvi sem Helgarpósturinn heyrir kann þar að hitna i kolunum og þannig endurspegla sumpart ástandið sem rikirinnan Sjálfstæðisflokks- ins. Nokkuð ljóst er þó að sam- staða veröur um nýjan formann SUS, þar sem er Geir Haardeen hins vegar er ekki óhugsandi að tveir listar geti komið fram i kosningu um aðra stjórnarmenn. Annar listinn er þá borinn fram af Geir Haarde og þeim sem hlið- hollir eru flokksforustunni en hinn listinn borinn fram af þeim sem hallast á sveif með Albert og rikisst jórnararmi flokksins. Þannig hefur frést af kliku- fundum, sem setið eiga að hafa Jón Magnússon, fráfarandi for- maður SUS, Jón Ormur Halidórs- son, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, Kjartan Rafnsson og bróðir hans Pétur, og Júllus Hafstein, þar sem liðsmölun og hernaðaráætlun andófsmanna hefur verið undirbúin. Mun ástæða þessa andófs einkum vera sú, að þeirsem eru I andstöðu við flokksforustuna, finnst horfur á að þeir fái of fáa stjórnarmenn i stjórn SUS eða hugsanlega ekki nema þrjá af niu.... • Til dæmis um það hversu heitt er i kolunum út af þessari stjórnarkosningu þá höfum við heyrt að nú hafi hvað eftir annað soðið upp úr milli Jóns Magnús- sonar, fráfarandi formanns og annarra áhrifapilta SUS. Þarrnig áþað t.a.m. aðhafa gerstá fram- kvæmdast jórnarfundi SUS nýlega, að þeim lenti illilega saman Jóni og Erlendi Kristjáns- syni.sem erugamlir bandamenn en Erlendur hefur hins vegar að undanförnu hallast á sveif meö flokksofustufylkingunni. Féllu þarna þung orð, svo sem „Brútus” og tilheyrandi hurða- skellir heyrðust um ganga. Þá hnakkrifust þeir Jón og Arni Sigfússon, formaður Heimdallar, nú nýverið, þegar fram fór æfingaleikur milli Heimdallar og stjórnar SUS fyrir knattspyrnu- keppni þessara aðila sem fram á að fara isambandi við þinghaldið á IsafirN, og sú saga á að hafa endurtekið sig i veislu þar sem verið var að kveðja fráfarandi stjórn SUS. Andófs- og rikis- stjórnarfylkingin innan SUS ætlar greinilega ekki að láta sitt eftir liggja á SUS-þinginu, þvi að for- sprakkar hennar hafa allir sem einn meldað sig til þings með eiginkonum og Jón Magnússon er þar að auki sagður hafa lagt mikið kapp á að 14ára sonur hans fengi setu á þinginu en því verið hafnað. Nú er jafnvel fræðilegur möguleiki talinn á þvi að meti andófsfylkingin stöðu sina nægilega. sterka þegar til þings verði komið, þá kunni á siðustu stundu að koma fram mótfram- boð gegn Geir Haarde hvað sem öllu samkomulagi liður, og er þá einkum nefnd til sögunnar sem hugsanlegur frambjóðandi Helena Albertsdóttir, sem lék slikan leik I Varðarkosningu ekki alls fyrir löngu en féll þá naum- lega.... • Við heyrum að kvikmynda- húsin í Reykjavik séu þegar farin að finna illilega fyrir myndsegul- bandabyltingunni hér á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir þvi sem heimildir herma munu sum kvik- myndahúsin hafa merkt allt að 25% samdrátt sýningargesta það semafer þessu ári. Munu sumir forsvarsmenn kvikmyndahús- anna jafnvel hugleiöa uppsagnir starfsfólks vegna þessa, og ein- hverjir þeirra hafa látið hafa eftir sér að samdrátturinn núna vegna myndsegulbandabyltingarinnar sé sambærilegur við samdráttinn sem kvikmyndahúsin fundu fyrir þegar islenska sjónvarpiö var sett á laggirnar.... 0 Bókaútgefendur munu ekki vera alltof bjartsýnir fyrir bóka- vertiðina I ár. Eftir þvi' sem viö heyrum er talið að bókasalan i heild hafi dregist saman um 25% um siðustu jól og munu útgef- endur óttast aö þessi þróun muni halda áfram. Astæðan er einkum sögð vera sú, að bókaverð hafi hækkað hlutfallslega mun meira en verð á hljómplötum og fólk sé þess vegna aftur farið I rikara mæli að taka hljómplötuna fram yfir bókina til jólagjafa... • Við heyrum að i jólabóka- flóðinu núna muni koma út bók með titlinum „Fjögur ár og fjórum dögum betur”. Höfundur hennarersagður vera Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, og mun bókin lýsa árum hans i ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Otgefandi verður eftir því sem við heyrum Hafsteinn Guðmundsson i Þjóð- sögu.... •Fastir liðir eins og venjulega: Enn hefur reyndur starfsmaður sjónvarpsins sagt upp störfum. 1 þetta sinn er það Valdimar Leifs- son, sem ásamt Sigrúnu Stefáns- dóttur hefur séð um hina skemmtilegu Þjóðlif sþætti. Astæðan fyrir uppsögn Valdimars er sögð vera óánægja með verk- efnaval.eða ölluheldur verkefna- skort. Hann sá fram á það, að framundan hjá honum væri upp- tökustjórn á þrem stuttum frétta- skýringaþattum f viku, þáttum, sem kæmu i staðinn fyrir Kast- ljós. Ekki leist honum meira en svo á, og svo fór sem fór... • Einn velunnari Helgarpósts- ins varð þess var ekki alls fyrir löngu að vélskófla var byrjuð að róta i Rauðhólunum, sem allir vita að voru alfriðaðir ekki alls fyrir löngu eftir að búið var að vinna á þeim mikil spjöll. Helgar- pósturinn kannaði hjá réttum yfirvöldum hvað þarna væri um að ræða og fékk þau svör að það væri Skógræktarfélag Reykja- víkur sem væri þarna að taka rauðamöl i litlum mæli til að leggja gangstiga i Heiðmörk. Við héldumnú samtað alfriðun þýddi alfriðun — sama hverjir ættu i hlut.. • Alþýöublaösmenn ætla ekki að láta deigan siga þrátt fyrir áföll sumarsins og skritnar upp- ákomur. I ráði er að f jölga á rit stjórn blaðsins og nú hefur veriö gengið frá þvi að einn helsti máttarstólpi Helgarpóstsins frá upphafi Guðmundur Arni Stefánsson, mun á næstunni ráðasttil Alþýðublaðsins sem rit- stjórnarfulltrúi. Guðmundur hefur starfað mikið innan ung- hreyfingar krata á liðnum árum og hefur hug á að hella sér meira út i pólitfkina en tækifæri hefur gefist til i þvi „lekandi, skandinaviska hommahlutleysi ” sem Vilmundur vinur okkar Gylf asonhefur stundum sagt ein- kenna Helgarpóstinn..... • Vilmundur Gyifason ritstjóri og þingmaður hefur sagt upp Al- þýðublaðinu í áskrift, enda hefur hann liklega nægt lesefni, þar sem Nýttland er. Það erþó ailtaf bót i máli fyrir Vilmund, ef hann vil lesa leiðara Jóns Baldvins, að nú er farið að selja Alþýðublaðið á almennum blaðsölustöðum... • Talsverða athygli vakti heimkoma Sigurðar Þórs Sigurðssonar strokufangans úr Vestre fangelsinu i lok siðustu viku. Helgarpósturinn hefur fyrir þvi öruggar heimildir, aö strax i vor hafði Sigurður samband við fjölskyldu sina hér heima og sagðist ætla að hætta flóttanum og gefa sig fram. Hann beiddist þess hins vegar, að hann fengi að koma hingað inn i landið eins og frjálsmaðurog siðan myndi hann fljótlega eftir heimkomuna gefa sig fram við rétt yfirvöid og taka út sina refsingu. Mun ráðuneytið hafa tekið vel i þessa bón Sigurðar.sem komiðvará fram- færi af venslafólki hans. Það er þvi óyggjandi að Siguröur var á leiöinni heim til að gefa sig fram, þótt fikniefnin sem fundust á honum gætu gefið tilefni til annars....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.