Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 25
hnlgnrpn^rti jrinn Föstudagur 28 ágdsf i98i 1 ItZILjai 1LJI II II L I ■r | w m&tet miiíjím ums|uri. nakl AuU j i uLr joljim / Pétur pönkari hringdi og skoraði á Stuðarann að taka nú einu sinni viötal við ekta pönk- ara. „Það er svo mikið a£ liði i bænum scm gengur um í spari- fötunum á daginn og fer svo i rifna og skituga gallann á kvöldin og þykist vera pönkar- ar, eins og til dæmis Fræbbbl- arnir. Ég vil fá að lesa viðtal við einhvern sem er pönkari i alvöru og lifir ekta pönkaralifi.” Þakka þér fyrir ábendinguna, Pétur. Ég lofa hér með að snar- ast i leðurjakkann og bregða mér á pönkaraveiðar eitthvert kvöldið. Tvær sætar stelpur, Sigur- björg og iris, sem báðar eru 13 ára og eiga heima i Furugrund og Mávahlið, hringdu i Stuðar- ann og sögðust vilja komast i kynni við tvo sæta stráka á aldr- inum 13—14 ára. Ef einhverjir sætir strákar á þessum aldri vilja kynnast tveim sætum stelpum, þá mega þeir skrifa eða hringja i Stuðar- ann. — Ring, ring. — Já, halló — Halló, er þetta Stuðarinn. — Já. — Nú, ég hélt að þú, værir stelpa. — Já, Stuðarinn er nú ekki lengi að skipta um kyn ef svo ber undir. Hvað heitir þúj ljúf- urinn? — Þú skalt bara kalla mig Badda. — Jæja, Baddi, hvað get ég gert fyrir þig? — Ja, sko, það er svoleiðis að vinur minn á bók sem bróðir hans átti. Hún heitir „Rauða kverið handa skólanemum”. Mig langaði til að spyrja hvort það væri hægt að kaupa hana einhvers staðar. Þessi strákur keypti hana fyrir mörgum ár- um, sko. Þetta er andskoti góð bók, og það er kynfræðsla i henni sem er mörgum sinnum betri en þessi sem er kennd i skólanum. Mér finnst að það ætti að kynna þessa bók vel fyrir krökkum. Ég er 15 ára og ég fann fullt af hlutum i henni sem mig langaði til að vita. Jahá. Stuðarinn brást hart við að vanda og tvihenti telefóninn eins og Skarphéðinn forðum. Arangurinn sést hér að neðan. Utanáskriftin er Stuðarinn c/o Helgarpósturinn Síðumúla 11 105 Reykjavík Sími: 81866 Egill Egilsson Egill Egilsson: Hispurslaus bók — og ekki bara um kynlífið Egill Egilsson eðlisfræðingur og rithöfundur þýddi „Rauða kverið handa skólanemum” úr dönsku og staðfærði, en höfundar eru Jesper Jensen, Bo Den And- ersen og Sören Hansen.^tuðarinn sneri sér þvi galvaskur til Egils. „Rauða kverið kom út i mars eðá april 1971 i 3000 eintökum,” sagði Egill. „Það var „Samband islenskra námsmanna erlendis” sem stóð að útgáfunni.” „Fæst bókin ennþá? ” ’,Ja, henni var dreift i flestar bókaverslanir, en ég held varla að hún fáist nokkurs staöar nú orðið, nemaef vera skyldi i Bók- sölu Stúdenta. Liklega hafa selst á að giska 2500 eintök af henni, svo einhvers staðar ættu að vera til 500 eintök." „Væri ekki ástæða til að gefa Rauða kveriö út aftur, eða hefur kannski kynferðisfræðsla skóla- nemabatnað tilmikilla muna sið- an 1971?” „Mér finnst full ástæða til að endurútgefa kverið, en ef til þess kæmiyrði að staðfæra það upp á nýtt, þvi margt er orðið Urelt i þvi. Ég held að sá kafli sem f jall- ar um kynlif sé miklu hispurs- lausari og hreinskilnari en sú fræðsla sem veitt er I skólum. Aftur á móti er kynlifsfræðslan ekki nema litið brot af efnibókar- innar. Megintilgangurinn meö kverinu er að hjálpa nemendum að gera sér grein fyrir pólitiskri stöðu sinni innan skólans og benda á leiðir til að bæta hana.” ,,Er bókin þá fjandsamleg skólakerfinu?” „Ég get ekkert fullyrt um það. Það veltur allt á aðstæðunum, sjáðu til. Hún bendir nemendum á jákvæðar samvinnuleiðir sem fyrst ber að reyna. Ef ekkert gengur er svo bent á haröari að- gerðir, stig af stigi. Það má sum- sésegja að bókin sé jákvæð i garö jákvæðra skólayfirvalda, en nei- kvæð i garð þeirra neikvæðu.” Já, hún fór létt með þetta, stelpan. íþróttafélag vikunnar: U.M.F. AFTURELDING Ungmennafélagið Afturelding i Mosfellssveit var stofnað árið 1909. t þá daga var Mosfellssveit- in fámennt sveitarfélag. Nú standa þar fjölmenn íbúðarhverfi sem þenjast út með hverju árinu. Ungmennafélagið hefur þó haldið velli og alltaf starfað af miklum krafti, enda hafa risið mikil iþróttamannvirki i sveitinni á I seinni árum. Nú starfa á vegum Aftureldingar handknattleiks- og knattspyrnudeild, frjálsiþrótta- og sunddeildir. Æfingar fara fram i iþróttahúsinu að Varmá, á Varmárvelli, Tungubakkavelli og i Varmárlaug, en frjálsiþrótta- deildin hefur þó við og við þurft að sækja æfingar út fyrir sveitina. Guðrún Sveinsdóttir er 15 ára Mosfellingur og hefur æft hástökk á vegum Aftureldingar af og til siðan 1979. „Jú, ég hef æft aðrar greinar, t.d. grindahlaup,” segir Guðrún þegar Stuðarinn gripur hana glóðvolga við pökkun hjá Osta- og Smjörsölunni, ,,en hástökkið er bara langskemmtilegasta grein- in.” — Hvernig æfir maður há- stökk, Guðrún? „Ég byrja á að hita upp með léttu hlaupi, teygjum og þess háttar æfingum. Þá hleyp ég það sem kallað er vaxandi hlaup, þ.e.a.s. ég byrja að hlaupa hægt og eyk svo hraðann þar til ég kemst ekki hraðar. Svo fer ég að stökkva, og enda síðan á að hlaupa 10 sinnum 100 metra, eða bara eins langt og ég kemst. Núna æfi ég mest i Laugardalnum. A sumrin er engin æfingaaðstaða i Mosfellssveitinni og þá verðum við að fara i bæinn aö æfa. Samt er þetta ekki svo erfitt, þvi félagið er með sérstakar rútur i bæinn. A veturna æfum við svo innanhúss og iþróttahúsið hér i sveitinni er mjög gott”. — En væri þá ekki miklu ein- faldara fyrir þig að æfa með félagi i Reykjavik? „Jú, auðvitað væri það miklu einfaldara, en mig langar bara ekkert til að ganga i félag i bæn- um. Afturelding er mitt félag og það er gott félag.‘* — Hefurðu keppt viða? „Já, ég hef keppt á nokkuð mörgum mótum, t.d. á Reykja- vikurleikum, Meistaramóti og svo á Landsmótinu.” — Og hvað hefurðu stokkið hátt? „1,65, en það er nú ekki nógu gott.” — Hvað ætlarðu þá að stökkva hátt? Guörún hlær að heimsku Stuð- arans. „Æ, maöur á ekki að segja svo- leiðis.” — JÚ, svona, út með það. „Ja, eftir næsta sumar ætla ég að stökkva a.m.k. 1,75.” — Og ætlarðu að halda þessu lengi áfram? „Já, ámeðan ég get stokkið, þá stekk ég.” ■ ■ ■ ■ ■ Viðskiptavimr athugið Við höfum opnað í nýstandsettu húsnæði að Frakkastíg 12. Nýju haustvörurnar frá STEFFENS og OASIS komnar Frá OASIS: jakkar kr. 410.- anorakkar kr. 325.- stígvél kr. 315.- peysur kr. 176.- og margt fleira. VERZLUNIN Frakkastíg 12/ sími 10511.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.