Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 19
—neigarpOSTUrmn—Föstudagur 28. ágúst 1981 Jf' r r 19 Berir og hálfberir kroppar koma víöa við sögu I „Þetta er Amerika”. furöulegt land i augum Evrópu- búa, og jafnvel Bandarikja- manna sjálfra. Ahorfendur hafa gaman af að sjá eitthvað furðu- legt i Ameriku. Ekki sist ef þaö tengist jafnan beru fólki, oftar en ekki brjóstastóru kvenfólki, ofbeldi, eða viðbjóði eins og rottum, ormum, mannætufisk- um, hænsnaskit o.fl. Viðbrögöin sem sóst er eftir eru „Nei, vá” eöa „Nehei!”, „Nei oj!” eða bara , ,oj! ”. Og þetta er það sem maður heyrði i Laugárásbiói. Aðstandendur þessara mynda spila með fólk. Þeir höfða til „lægri” hvatanna svokölluðu (en eru svosum ekki verri að þvi leyti en margir aðrir kvik- Snöggur fangavörður Laugarásbíó: Þetta er Amerika (This is America). Bandarisk. Argerð 1980. Framleiðandi: Romano Vanderbes. Kvikmyndari og klippari: Robert Megginson. Mér finnst eiginlega vanta eitt atriði aftan við þessa mynd um furðuleg fyrirbæri i Ameriku, þ.e. örstutta frásögn af þvi að myndagerðarmenn) og svo ljúga þeir að fólki. „Þetta er.Amerika” er byggð upp af mörgum stuttum frá- sögnum af skringilegu fólki, undarlegum háttum og svo framvegis. Þulur skýrir hvað er á seyði. Ég hef á tilfinningunni að sumt af þessu geti verið satt, i öðru sannleiksvottur, sem Kvikmyndir eftir Guðjón Arngrimsson Arna Þórarinsson og Björn Vigni Sigurpáls kvikmyndagerðarmenn skuli hafa það gott á þvi að gera kvik- mynd eins og þessa. Það þykir mér furðulegt fyrirbæri. Mynd þessi er framhald af annarri með sama nafni sem Laugarásbió sýndi fyrir nokkru við verulegar vinsældir. For- múlan er einföld: Amerika er siðan er ýktur á alla kanta, en svo sé sumt hrein lygi. Ég get nefnt dæmi: Undir lokin er kvik- mynd af þvi þegar fangi er tekinn af lifi i rafmagnsstól. Þulurinn segir að hún hafi verið tekin á laun af einum fanga- varðanna, og að þetta sé ifyrsta k Hrossatað Tónabíó: Equus. Bandarisk. Árgerð 1979. l. eikstjóri: Sidney Lumet. Handrit Peter Shaffer eftir samnefndu leikriti hans. Aðal- hlutverk: Richard Burton og Peter Firth. Breska leikritaskáldið Peter Shaffer skrifaði Equus fyrir nokkrum árum og var það sýnt við mikla hrifningu i leikhúsum beggja vegna Atlantshafsins, m. a. fengu islenskir leikhús- gestir að sjá áhrifamikla sýningu verksins i Iðnd um það leyti. 1 kvikmyndinni sem Tónabió sýnir nú er leitast við að aðhæfa leikritið lögmálum kvik- myndarinnar en efnislega er leikritinu fylgt. Kveikjan að leikritinu mun vera raunveru- legur atburður, þar sem ungl- ingspiltur blindaði nokkra hesta meö eggjárni. 1 leikritinu og nú siðar kvik- myndinni er leitast við að graf- ast fyrir um orsakir verknaðar- ins og er það gert á svipaðan hátt og þegar rannsóknarlög- reglumaður er að leysa morð- gáturi'glæpasögum. Hér a* hins vegar sálfræðingur i hlutverki lögreglumannsins og i' aðalhlut- verki ásamt piltinum unga. Verkið lýsir samskiptum þeirra tveggja og baráttu læknisins viö aö skýra orsakir verknaðarins i þeim tilgangi aúðvitað að lækna piltinn. Alltgengur þetta náttúrlega upp i samræmi við sakamála- sagnaformúluna. En verkið hefur lika viðtækari skirskotun sem eykur vissulega gildi þess. Hér er komið inn á spurninguna um tilgang og markmið geð- lækninga almennt. Hvað er að vera normal og er endilega vist að geðsjúklingur verði ham- ingjusamari við að læknast. Slikar spurningar leita á geð- lækninn og stigmagnast i rás viðburða verksins. Leikrit Peter Shaffer er áhrifamikiðog gott leikhúsverk, eins og þeir muna sem séð hafa leikritið eða lesið það. Þvi miður verður það sama ekki sagt um m yndina. Hverju um er að kenna er i fljótu bragði ekki auðvelt að svara. Þó virðist sem ruglingslegt handrit og óeðlileg atriðaskipti valdi þar mestu um með þeim afleiðingum að heildaráhrif verksins fara fyrir bi, óli'kt þvi sem gerðist i leik- ritinu. Ekki bætir heldur úr skák þegar leikari i lykilhlutverki, i þessu tilfelli Burton i hlutverki sálfræðingsins, hvorki hæfir hlutverkinu né veldur þvi. í rauninni er Joan Plowright eini leikarinn sem sýnir einhver til- þrif i þessari mynd en hún leikur móður piltsins. Leikstjór- inn Sidnev Lumet, sem a að baki margar góðar dramatiskar myndir, hefur greinilega verið eitthvaö miður sin við gerö þessarar myndar. Sem sagt — illa farið með gott efni. —BVS Stirt um stef Stjörnubíó: Tapað — fundið (Lost and Found) Bandarisk. Argerð 1979. Handrit: Melvin Frank, Jack Rose. Leikstjóri: Melvin Frank. Aðalhlutverk: George Segal, Glenda Jackson, Maureen Stapleton, Paul Sorvino. Sú góöa enska dramatiska leikkona, Glenda Jackson virð- ist ætla að verða innlyksa i am- eriskum rómantiskum komedi- um og leikur þá annað hvort á móti Walter gamla Mattheu (House Calls, Hopscotch, — báðar sýndar i Laugarásbiói, sú siðari fyrr i sumar undir nafn- inu Darraöardans) eða þá, eins og hér, George Segal. Fyrri mynd þeirra Segals af þessu tagi hét A Touch of Class og var sýnd i Hafnarblói fyrir rúmum fimm árum eöa svo. Höfundar voru þeir sömu og nú, Frank og Rose. Ég er ekki viss um aö Glenda eigi aö halda áfram á Tvær bíómyndir annað hvort laugardagskvöld — en annars fáar nýjungar í vetrar- dagskrá sjónvarpsins Fjárskortur einkennir öðru fremur vetrardagskrá sjónvarps- ins eins og hún litur út niina. Dag- skráin verður li"k þvi sem htin hef- ur áður verið, og heldur styttri en undanfarna vetur, vegna sparsemisráðstafana sem óþarft er að kynna. Einn liður i þeim ráðstöfunum er þó sá að vetrardagskrá hefst ekki fyrr en eftir miðjan október, i stað þess fyrsta áður. Samkvæmt þvi sem nú liggur fyrir að sögn þeirra Emils Björnssonar, fréttástjóra og Björns Baldurssonar, dagskrár- fulltrúa mun Magnús Magnússon öðrum fremur setja svip sinn á vetrardagskrána. Nú framan af vetri munu Vikingaþættir hans veröa sýndir, alls tiu hálftima þættir.Og ef að likum lætur verða svo eftir áramót sýndir þættir hans um Landið helga, „The Land of the Bible”, sem f jalla um sögu þjóðanna fyrir botni Miöjarðarhafs. Báðir þessir myndaflokkar hafa vakið veru- lega athygli i Bretlandi og viðar, þar sem þeir hafa verið sýndir. Sjónvarpsdagskráin verður annars með svipuðu sniði og verið hefur.Allirföstu þættimir: Vaka, Stundin okkar, A döfinni, Dag- skrá næstu viku og Fréttaspegill verða á sinum stað. Að visu standa vonir til að hægt verði að skipta Fréttaspegli i þrennt og hafa stutta þætti þrisvar i viku, en tæknilegir erfiðleikar hafa sett strik i reikninginn þar. Þó er ekki útilokað að eftir áramótin verði sú skipan komin á. Þá er ætlunin að sýna tvær, biómyndir annaö hvort laugar- dagskvöld, og yrði þá fyrri mynd- in sýnd strax klukkan niu, og endursýning á gamalli mynd úr safni sjónvarpsins, þar á eftir, þannig að dagskránni væri lokið milli kl. hálf eitt og eitt. Af innlendri dagskrárgerð er það helst að frétta aö Snorri Sturluson verður sýndur i siöari hluta september og skömmu siðar , JCusk á hvitflibbanum” og „Likamlegt samband i Norður- bænum”. Þá er fyrirhugaður spurningaþáttur i einhverju formi nú fyrir jólin. Hjá fréttadeildinni er ómar Ragnarsson að vinna við þátt sinn „Stiklur”, sem verður einskonar heimsóknaþáttur. Ómar mun fara um landið og hafa viðkomu þar sem hann fyrirhittir að minnsta kosti eitt af þrennu: Sögustaö, náttúrufyrirbæri, merkilegt fólk. Þættir hans verða sýndir hálf smánaðarlega eins og þeir endast. Þeir verða sex til átta talsins. Ómar er einnig með á taktein- um þáttaröð um eldstöðvar á Islandi, þar sem hann mun liklega njóta aðstoðar dr. Sig- urðar Þórarinssonar. Magnús Magnússon verður áber- andi á fslenskum heimilum i vet- ur. Þá eru Valdimar Leifsson og Ingi Hrafn Jónsson að vinna þátt um stöðu fatlaðra á landinu, og Baldur Hermannsson aö vinna annan þátt um kjör aldraðra. Af erlendum myndaflokkum auk þeirra sem áöur hefur verð minnst á má nefna bandariskan fræðsluþáttsem heitir Cosmos og fjallar um alheiminn. Löðri lýkur, i bili aö minnsta kosti, um mánaðamótin september/októ- ber og i' staðinn kemur gaman- seria frá BBC. Þá er einnig á döf- inni að sýna nýja sakamálaseriu, sem Björn Baldursson vissi ekki frekari deili á, en hún verður væntanlega á laugardags- kvöldum i' vetur. — GA. írinn James Galway á Listahátíð 1 982 Flautuleikarinn James Galway verður meðal gesta á næstuLista- 00110, að sögn örnólfs Arnasonar, framkvæmdastjóra. Ekki hefur verið endanlega gengið frá öðrum samningum við listamenn. James Galway er tri, og einn þekktasti flautuleikari heims. Hann mun koma fram á einum stjörnuhljómleikum á Listahátið og leika verk eftir Mozart, Haydn og fleiri. Sinfóníuhljómsveit ís- lands mun leika með Galway undir stjórn David Measham, sem einnig er Irskur og sem kem- ur með Galway hingað til lands. örnólfur sagði að frekari tið- inda af Listahátið væri ekki aö vænta fyrr en i lok september. — GA G/æsiheimsókn Þaö er vist ekki ofsögum sagt að heimsókn danska saxistans John Tchicai og félaga hans færeyskra og danskra, hafi verið dýrðarsending i haust- drungann reykviska. Tchicai er einn af meisturum hins frjálsa djass og átti stóran þátt i að móta þá tónlist á New York árum sinum 1962—66. Þar blés hann i kompanii við Archie Shepp, John ColtranetRoswell Rudd ofl. ofl. 1966 sneri hann heim til Danmerkur þarsem fóru góðir straumar milli kapp- anna og Askell dró ekki af sér I rýþmagaldrinum. Eftir stuttan stans settist Tchicai við bumbur, seið- magnað afrikubitið barst um salinn og Askell blés i skógar- flautur, sönglandi af ætt frum- skógarins magnaöist i þéttum mannskógi Djúpsins. Svo var hlé. Er tónagaldurinn hófst aö nýju blés Tchicai I aitinn og blés eigin verk. Málgleði rikti i ein- Jazz eftir Vernharð Linnet friður rikir i grænum lundum skóga og siöan hefur hann ausið af nægtarbrunni sinum i hin andlegu glös Evrópubúa. A þriðjudagskvöldiö var léku Tchicai og Áskell Másson, slag- verksmeistari og tónskáld, dúett I Djúpinu. Það er mikiö lán að eiga Áskel og er hann sá eini, enn sem komiö er, sem viö getum teflt fram er kappar úr heimi frjálsdjassins sækja okk- ur heim. Áskell lék á flest að venju, trommur og trumbur, flautur og blistrur, flöskur og hringlur, raddbönd og kinnar, bjöllur og gjöll. Tchicai biés i altó og tenórsaxafóna og söngl- aði. John Tchicai blés einsog sá er valdið hefur og það var ljóst frá upphafi að þarna fór einn af meisturunum, slikt leynir sér aldrei. Upphafsdúettinn var mjög skemmtilegur, viða var komið vifystandardar, bopþemu og avantgardstef runnu úr tenorum milli spunakaflanna og svo brá fyrir Laugardagskvöld- inu danska og stemmu sem eins gat verið færeyskættuð. Það hverju horni og grinagtugur að vanda greip Tchicai slikt á lofti og hóf mumbelræðu sem Askell svaraði. A hnjánum blés hann svo sinn daglega Monk: Monk’s Mood. Að siðustu var marsérað að lokatónunum. A miövikudagskvöld voru tón- leikar i Norræna húsinu (sem voru endurteknir I gærkvöldi) og voru þar á dagskrá ýmsir ópusar svo og verk pianistans Kristjáns Blak við ljóö William Heinesens, hugljúf tónlist ekki fjarri norræna impress- jónismanum og las Tchicai ljóðin. Ernst Dalsgarö lék á þverflautu, blokkflautu og pan- flautu og á rafbassa var Jóhannes av Rógvu Joensen. Kristján nefnir hljómsveit sina Snjóugluna og hefur a.m.k. gefiö út eina plötu með henni þarsem finna má einn ópusinn sem þeir léku: Kópavísu. Tchicai hóf tónleikana með verki eftir gitarleikarann Pierre Dórge og svo var kúrsinn tekinn á frjálsa tjáningu. Guðmundur Steingrimsson lék með á trommur og ræddi Tchicai og Áskell I Djúpinu — góðir straumar milli kappanna, segir Vernharður Linnet og tel- ur heimsókn John Tchicais og félaga verða lengi I minnum hafða. Tchicai við hann á villimanna- máli þvi er báðir skilja og varð úr stuttur en skemmtilegur dúó. Monk sinum trúr blés Tchicai eitt verka hans: Well You Needn’t og hitnaði þá mörgum um hjartarætur. Kristján Blak sólóaði 1 anda höfundar og var þaö ekki illa gert og þó sveiflan væri ekki sterk hjá Færeyingunum rikti ljóðræn fegurð i sólóum þeirra. 1 lokin var boðið uppá karnival og Rollins var ekki fjarri. Tchicai minntist hans i melódiu, tenor- tón og uppsveiflu hljóðfærisins. Þessi heimsókn verður lengi I minnum höfð og vonandi kemur eitthvað gott útúr námskeiðinu sem Tchicai hélt meö islenskum hljóðfæraleikurum. t kvöld ætla þeir Kristján Blak, Ernst Dalsgarö og Jóhannes av Rógvu að djamma með islenskum hljóöfæraleik- urum I Stúdentakjallaranum. Vonandi fáum viö þá að heyra i sem flestum og að öllu forfalla- lausu veröa Rúnar Georgsson, Viðar Alfreðsson, Reynir Sigurösson, Arni Scheving og Guðmundur Steingrimsson i hópnum. _

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.