Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 6
6. Fóstudagur 2. október 1981 hí=>/rjPirpn^tl irinn / Voko Ono situr viö pianoiö og syngur trcgablandinn söng sem minnir á ,,Te VVay We Were”. Áslöustu tónunum brest- ur geishurödd hennar, hún sprettur á fæt- ur og tekur aö ganga um gólf. Hún cr berfætt, klædd stuttermabol og stuttbux- um. Girard, einkabflstjórinn, hleypur út i kakóbrúnan Rollsinn hennar og sækir töflur handa henni. „Endurminningarnar eru enn svo lif- andi,” segir hún. „Ég lét John alltaf heyra nýju söngvana mina jafnóðum og ég samdi þá. Nú skipta þeir mig engu máli lengur ..” Hún grætur hljóðlega. Nú kemur Sean Ono Lennon, fimm ára gamall, inn i stofuna og Yoko liður strax betur. Hún biður Girard að sækja póst- pokann. Niu manuðir eru liðnir siðan John Lenn- on var myrtur fyrir augliti konu sinnar og nú fyrst er Yoko að byrja að jafna sig eftir áfallið. Iðnin hefur alla tið verið aðall hennar og hún sökkvir sér i vinnu til að vinna bug á sorginni. Viku eftir morðið skreiddist hún fram úr rúmi sinu, settist við pianóið og samdi lagið „I Don’t Know Why”. I textanum kemur sorg hennar berlega i ljós. Skömmu siðar var hún komin á kaf i fjármálin og um likt leyti var hún tekin að vinna að sjónvarpsupp- tökum á ýmsum nýjum lögum þeirra Johns. Hún segir að þessi nýju lög gefi nokkra visbendingu um það hvert John heföi stefnt i tónlist sinni heföi hann lifaö lengur. Yoko fæddist 18. febrúar 1933 og er þvi á 49. aldursári. Faðir hennar var kominn af auðugri bankastjórafjölskyldu i Tokyo. Hann starfaði sem pianóleikari en sneri síöan baki við listinni og gerðist banka- stjóri. Hann ferðaðist viða á vegum bank- ans og sá t.d. ekki dóttur sina fyrr en hún var hálfs þriöja árs. Móðir Yoko aðhylltist vestræna lifshætti og benti dóttur sinni á að þaö yrði málaraferli hennar ekki til góös aö standa i hjónaböndum og barn- eignum. Likt og geröist á breskum heldri- mannaheimilum önnuðust fóstrur um uppeldi Yoko og systkina hennar. Árið 1951 varð fjölskyldufaðirinn for- stjóri Tokyobanka i New York og þangað fluttist öll f jölskyldan. Yoko hóf nám i há- skóla en hljópst aö heiman meö pianóleik- aranum Toshi Ichiyanagi sem lært hafði viö Juillardtónlistarskólann. Yoko kom sér upp vinnustaö uppi á háa- lofti i húsi nokkru á Manhattan og þar stóð hún ásamt vinum sinum að uppákomum af ýmsu tagi. Einn þeirra gerninga sem hún framkvæmdi fyrir þrjátiu árum var fólginn i þvi aö hún skvetti fullri skál af ávaxtahlaupi á blað og henti siðan tveim- ur eggjum á það. Þá' fyllti hún upp i „listaverkið” meö þvi aö dreifa japönsku teiknibleki með fingrunum á blaðið og loks kveikti hún i öllu saman. Um þetta leyti var hún ásökuð um ófrumleik og hugmyndastuld með þeim afleiðingum að hún reyndi að stytta sér aldur. Þetta hafði hún reynt áður og reyndi aftur siðar á ævinni. „Á unglings- árunum var ég stöðugt að skera mig á púls eða gleypa töflur,” segir hún. „Þótt eiginmennirnir minir þrir örvuðu mig til dáða við listsköpun mina taldi ég sjálf mig harla lélegan listamann. Mér fannst verk min ekki hljóta verðskuldaða at- hygli.” Yoko hætti að gæla við sjálfsmorðshug- myndina þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt, dótturina Kyoko, með öðrum eigin- manni sinum, kvikmyndageröarmannin- um Tony Cox. En hvorki hjónabandið né barniöveittuhenni nokkra fullnægju. „Ég var orðin 29 ára en óþroskuð enn. Ég hélt mér liði öðruvisi ef ég ætti barn. Mér þótti vænt um Kyoko en ég hafði ekki enn fund- ið mér stöðu i samfélaginu. Þvi fannst mér ég ekki geta gefiö mig óskipta að barni minu. Yoko og Tonu skildu árið 1967 og skömmu siðar giftist hún John Lennon. Yoko var siðar veittur umráöaréttur yfir Kyoko en Tony lét sig hverfa með barnið. Yoko hefur aðeins einu sinni talað við dóttur sina i sima. Þaö var árið 1979. Ýmsir gagnrýnendur hafa látið sér fátt um finnast um tónlistYokoenþað stendur óhaggað að á undanförnum árum hefur hún náð til æ fleiri. En hún veit ekki hvort það er eiginmanni hennar heitnum að þakka. Eftir morðið á John neitaði Yoko að hafa Sean litla hjá sér svo mánuðum skipti. Hvers vegna? „Mér fannst ég eins og drukknandi maður, hafði ekki næga orku til að teygja mig eftir honum. Þeir voru svo samrýmd- ir, feðgarnir, og drengurinn minnti mig svo mjög á John. Það var eins og ég ætti enga fjölskyldu lengur þegar John var horfinn. Annars var drengurinn harður af sér. Hann sagði við mig: „Gráttu ekki, mamma. Pabbi er ekki eini maðurinn þinn”, og svo fór hann að fiflast svo að ég sæi ekki tárin i augum hans.” Yoko haföi lengi óttast að eitthvað kæmi fyrir John. Hún reiknaði þó fremur með að honum yrði rænt en að hann yrði myrt- ur. Hún tók hús á leigu og reyndi að fá hann til aö búa þar. Margir telja að hún hafi reynt að ráöa yfir honum sbr. þjóð- söguna um það að hún hafi verið aðalor- sök þess að Bitlarnir slitu samstarfi. En John lét ekki ráðskast með sig. John þráði heitt að eignast annað barn með Yoko. En hún sagði við hann: „Fyrst verð ég að hætta að reykja. Við verðum bæði aðhætta aðdrekka og þá er ég reiðu- búin að eignast barn.” Hún bætir þvi við að heföi hún ekki sett þessi skilyrði ætti hún nú e.t.v. annað barn með John. Og hvernig brugðust gömlu félagarnir við tiöindunum? „Þeir voru lengi nánir vinir allir sam- an. Þótt þeir útskúfi mér eða særi mig get ég ekkert illt sagt um þá. Þeir segja kannski aö þeim hafi sárnað ýmislegt sem við John gerðum. En þeir eru á Englandi og við i Bandarikjunum. Georg og Paul hringdu eftir morðið i desember og voru afar elskulegir. öllum var lika illa brugö- ið þegar Brian Epstein dó. Paul fannst vist að hann yrði að leyna tilfinningum sinum. Þannig er hann og þetta veit hann sjálfsagt.” Hvað segir Yoko um þær ásakanir að húnhafispillt fyrir tónlistarframa Johns? „Um fimm ára skeið einangruðum við okkur algerlega frá- umheiminum. Þá hugsaði ég oft sem svo að ef John væri ekki meö mér væri hann að gera metsölu- plötur. Plötur hans, „Mind Games” og „Walls and Bridges” voru engar metsölu- plötur. Hann varð að starfa með einhverj- um sem var verslunarlega sinnaður þannig að tónlistin seldist. Að þessu leyti hafði ég jafnvel minna til brunns að bera en hann. Við vorum eins og sökkvandi skip. Þetta vakti með mér nokkra sektar- kennd. Frá sjónarhóli hljómplötuiðnaðar- ins hafði ég slæm áhrif á hann. En þessu hefði hann áreiðanlega aldrei samsinnt.” En var John jafnháður Yoko og stund- um heyrist „John var afar sjálfstæður i saman- burði viö marga aöra. Hann var engum háður fjarhagslega. Ég sá um fjármálin en það kemur málinu ekki við. Hann hefði getaðráðið sér lögfræðinga og endurskoð- endur. Hann hefði fyllilega getað séö um sig sjálfur án minnar hjálpar.” Hvað hafði Yoko út úr sambúðinni við John? „Margir telja mig hrokafulla vegna þess að ég var með John Lennon. Ég var enn hrokafyllri áður en ég kynntist hon- um. Áður en við kynntumst hugsaði ég alltaf: „Ég er listamaðurinn.” Ég leit á þá, sem unnu með mér, aðeins sem að- stoöarmenn sem ég gat skipað að halda kjafti. Þannig kom enginn fram við John Lennon. Viö vorum afar upptekin af sjálfum okkur um þaö leyti sem viö kynntumst Ég hugsaöimeð mér: „En sú plága. Verð ég virkilega að hlusta á hann?” Hann hefur vist áreiðanlega hugsað eitthvað á þessa leið? „Ætlar hún að fara að segja mér frá slnum tónleikum?” En John vildi fræðast um þaö sem ég haföi gert fyrir okkar kynni. Hjá mér upp- götvaöi hann ekki aöeins mismun kynj- anna heldur einnig skyldleikann. Hann kenndi mér hvað mannúö er. Og hann kenndi mér einnig að það eru fleiri en ég sem hafa eitthvað að segja.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.