Helgarpósturinn - 02.10.1981, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Qupperneq 14
Il___________________________________________________________Föstudagur 2. oktöber 1981 halljarpn<zh irinn vioiai: liiiðliiupr Bcrgmundsson Þao þurla allir a$ i|a sig á cinn e$a annan hðll” Þrðlnn Berieisson lelhslJOrl I lleiprpðsisvlðiail Þá er biðinni loksins lokiö. Stærsta verkefni Sjónvarpsins til þessa, myndin um Snorra Sturluson, hefur nú komið fyrir augu almennings, og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Þrátt fyrir það, að hann væri háif slapp- ur (hafði liklega ekki þolað spennuna á landsleiknum við Tékka), féllst Þráinn Bertelsson leikstjóri á að gefa okkur te- sopa og leysa frá skjóðunni (að sjálfsögðu eftir hiua hefðbundnu hdsgagnaflutn- inga). Hann var fyrst spuröur hvernig honuin liði, verandi Maðurinn á milli tanilaniia á fóikinu. „Mér lfður vel, þegar verkið er komið á skjáinn. Þú segir, aðég sé milli tannanna á fólki, en ég vildi að verkið væri meira á milli tannanna á fólki, og ég sjálfur kannski heldur minna. En ég er ósköp feginn, að það skuli vera bUið að sýna myndina, því að þá er verkinu lokið.” — Feginn? Af hverju? „Tilgangurinn með að gera mynd er sá, aö hUn komi fyrir almennings sjónir. NU er hún kominfyrir almennings sjónir, og þeim tilgangi náð, og það fylgir þvi ákveðinn léttir, að þeim hluta ferilsins skuli vera lokið.” — Er þá alltaf einhver ákveðinn kviði til staðar, áður en verkið er tekiö til sýningar? „Nei, ég held að það sé ekki kviði, heldur það að verkinuerekki lokið fyrr en það er sýnt, og þá getur maður losað hugann frá þvi. Það er ósköp notalegt að vera búinn að koma frá sér verki, sem hefur fylgt manni dag og nótt i meira en tvö ár, og geta þá kannski snúið sér óskiptur að öðrum verkum, sem maður er að igrunda.” — Þannig að maður losnar ekki við i verkið fyrr en bUið er að sýna það, jafnvel þótt framleiðsluferlinu sé löngu lokið? „Maður losnar ekki við það endanlega. Um leið og verkið er komið fyrir almenn- ings sjónir, er það orðið óafturkallanlegt og óumbreytanlegt. Fram að þeim tima getur maður verið með ýmsar hugmyndir um að breyta einhverju, en nú er þetta komið, og verkinu þvi lokið að þvi leyti.” — NU virðast viðbrögð hins „almenna borgara” vera mun jákvæðari en þeirra, sem fjalla um þessi mál i fjölmiölum. Hvað finnst þér um þaö? (Þess skal getið, að viðtalið var tekiö áður en siðari hluti myndarinnar var fluttur). „Ég veit það ekki. Ég hef séö einhverja umfjöllun I nokkrum fjölmiðlum. Ég hef séð afskaplega jákvæöar undirtektir i Dagblaöinu og Mogganum. I VIsi hef ég séð jákvæðar undirtektir frá almenningi, og i þessu sama Visisblaði skammargrein frá Svarthöfða. Skammargrein frá Svart- höfða taka ýmsir sem æðsta heiöurs- merki.sem manni getur hlotnast. Ég veit *• þviekkihvortþaðer rétt, aðalmenningur- taki þessu betur en kritikerar, en látum það vera. Ég gæti best trúað, að flestir . vilduað allir féllu I stafiyfir öllum verkum þeirra, bæði almenningur og kritikerar. En ef ég ætti að velja á milli fólksins I landinu og nokkurra gagnrýnenda, þá . held ég, að ég þurfi varla að svara þvi hvora ég vildi heldur hafa með mér. Ég er glaður yfir þeim undirtektum sem myndín hefur fengið, og ekki get ég látið mérsárna við þá gagnrýnendur, sem hafa verið óánægðir. Þeir hafa margt til sins máls. Ég vona bara að þeir ein- angrist ekki frá fólkinui landinu og takist aö varðveita þá góögirni sem einkennir skrif þeirra og verkar göfgandi á listina. ilrðs eða shammir — Nú hefur þú sjálfur verið gagnrýn- andi. Tekur þú sjálfur sem kvikmynda- gerðarmaður, mark á þeirri gagnrýni, sem þú færð? „Hvað meinarðu meö að taka mark á?...” — Viðgetum þá oröað þaðþannig: tek- urðu hana nærri þér, snertir hún þig,' hvort sem hún er góð eða slæm? „Ég held þvi miður, að gagnrýni hafi yfirleitt ekki önnur áhrif á þann, sem gagnrýndur ar, heldur en annað hvort að gleðja hann eða hryggja, þvi' að sú gagn- rýni, sem gæti kennt manni eitthvað, er afar sjalfgæf. Éghef fylgst með gagnrýni á min eigin verk og annarra, og mér finnst ekki mikiö hafa verið um stuðning eða leiðbeiningar, heldur miklu frekar hrós eða skammir. Það er allt i lagi að láta hrósa sér, en það er sjálfsagt að taka lika á mótiskömmum. Og isambandi við hvort maður tekur þetta nærri sér eða ekki, þá held ég nú, að ég gleðjist meira yfir jákvæðum viðbrögðum, heldur en það, að ég láti skammirnar á mig fá, vegna þess, að ef maður er m jög hörund- sár, þá held ég, að það sé óráðlegt að vera yfirleitt að leggja verk sin i dóm ann- arra.” — Ef við snúum okkur að öðru og förum svolítið aftur i timann, þá er sagt i pistli i siðasta Helgarpósti, að þú hafir átt flott- asta reiðhjólið i þinu hverfi, þegar þú varst yngri. Er þetta lýsandi fyrir þina æsku? „Ég hef nú ekki lesið þennan pistil, en þegar ég hugsa mig um, þá átti ég ein- hvern tima ágætis reiðhjól. Ég skil ekki alveg hvað á spýtunni hangir, ertu að spyrja mig hvort ég sé af auðugu fólki?,.” — Já, hvort þú hafir haft það betra en margir jafnaldra þinna og leikfélaga, eða hvort það hafi bara verið tilviljun, að þú áttir finna reiðhjól en hinir. „Ég er ekki klár á þvi, hvort þetta er, skökk endurminning hjá þeim manni, sem skrifaði þetta, en ég er alinn upp hjá einstæðum föður, löngu áður en búið var að finna upp orðatiltækið „einstæðir for- eldrar” og allt það, á timum þegar það var miklu sjaldgæfara en það er i dag. Þannig að mitt rikidæmi hefur aldrei verið neitt sérstakt, nema hvað ég fékk mjög ástrikt uppeldi hjá föður minum. Það varlitið.kannskiof litið, af munaðar- vörum. Mér fannst soðin ýsa full oft á borðum.” — Hefur þetta sett einhver varanleg mörk á þinn persónuleika? „Já, ég held, að uppeldið hafi sett varanleg mörk á minn persónuleika, eins og uppeldi setur varanleg mörk á persónuleika allra. Ég veit ekki i hverju þetta uppeldi lýsir sér helst i mi'num persónuleika núna. Enég held aö ég geti sagt sem svo, aö ég hef aldrei fengið neitt upp I hendurnar beinlinis vegna riki: - dæmis eða ættartengsla. Ég hef orðið að hafa sjálfur fyrir hlutunum, og kann þvi ekkert illa.” — Þegar þú hugsaðir tilframtiöarinnar áþessum árum, hvað ætlaðirðu að verða? Rikur, af þvi þú varst ekki rikur? „Ég hef náttúrlega alltaf hugsað um að verða rikur og hef plön i hundaðavis um hvernig hægt er að verða rikur á fyrir- hafnarlitinn hátt. Hins vegar hef ég aldrei nennt að setja þau plön á hreyfingu, svo mér hefur ekki ennþá lukkast að verða rikur. Þegar ég var pinulitill og átti heima útí isveit.ætláði ég að sjálfsögðu að verða bóndi.Svo fluttiég úr sveitinni i bæinn, og siðan man ég ekki eftir þvi, að ég hafi hugsað mér aö verða annað en kvik- myndastjóri. Ég streittist við það, og strax eftir að ég var laus úr skóla, ætlaði ég að drifa í þvi, en það gekk nú ekki nógu vel. Ég fékk að visu bréf frá skóla um að ég væri velkom- inn þangað, en það fylgdi bréfinu, að skólagjöldin væru það há, að ég varö að salta alla drauma um að láta þetta verða að veruleika i' þann tima.” — Hvað heldurðu að þú hafir verið gamall, þegar þú tókst þessa ákvörðun? „Svona ellefu, tólf ára.” — Og hvers vegna kvikmyndastjóri? „Það var eitthvað við kvikmyndir, sem heillaði mig, en það er ákaflega erfitt að ætla sér að setja fingurinn á hvað það er nákvæmlega. Núna gæti ég kannski svarað þessu miklu „gáfulegar” en ég hefði getað þá, en ég hugsa að það svar væri ekkert nær sannleikanum, svo ég held ég láti duga að segja, að mér hafi alltaf þótt eitthvað ómótstæðilegt og heill- andi við kvikmyndir.” Hómanlfhin: pönh eöa Rimöauó — Nú virðist þú falla inn i ákveðinn mytiskan ramma um kvikmyndaleik- stjóra, sem margir segjast hafa tekið mjög snemma þá ákvörðun að gerast kvikmyndaleikstjórar, kannski eftir að hafa séð einhverja mynd, þegar þeir voru sjö ára. Samkvæmt goðsögninni eiga menn að vera talandi skáld og sifullir á menntaskólaárunum, og mig langar þvi til að spyrja aö þvihvort þú fallirlika inn I þann ramma? „Já. Ég veit ekkihvort þetta tiðkast enn þann dag i dag, en þegar ég var i mennta- skóla, var ákveðinn hópur verðandi lista- manna og glataðra snillinga i skólanum. Og maður gerði það að hluta af manns veruleika að reyna alltaf að vera fullur, þegar maður gat, eða að minnsta kosti að látast vera það, og tala ekki um annað en listir og þess háttar. Þannig gekk þetta hjá okkur. Þessi unglingsár eru afskaplega rómantiskur timi, hvort sem rómantlkin er kölluð pönk, eða hvort maður hefur Rimbaud að fyrirmynd.” — En þessi rómantik? Upplifa menn hana i augnablikinu, eða kemur hún ekki með endurminningunni? , „Ég veit það ekki. Það mætti nú segja mér, að maður hafi verið vel meðvitaður um, að maður lifði i dálitið óraunveru- legum hugmyndaheimi, og rómantiskum. Mér finnst i sjálfu sér ekkert skrýtið, að maður skyldi vera dálitið rómantiskur á þessum árum, þvi það er einmitt á þeim tima, þegar maöur er leiddur aö þvl gnægtaborði, sem er sú list, sem hefur verið sköpuð i heimi hér gegnum tiðina. Maður sest að þessu gnægtaboröi og étur kannski yfir sig af réttum, sem maður er alls endis óvanur að neyta, svo að það er ekki nema von að þetta reyni dálitið á þessi andlegu meltingarfæri. Og ekki þar fyrir, að svona unglingsár eru ekki bara rómantiskur timi, sem maður sér i endur- minningunni, heldur er þetta voöalega erfiður timi iika. Ef ég væri skyldaður til aö endurupplifa einhvem hluta ævinnar, held ég að ég vildi sist af öllu verða ung- lingur aftur, þvi að unglingar eru fólk, sem á ósköp bágt.” — En er það kannski samt sá timi, sem i endurminningunni er skemmtilegastur? „Mönnunum er gefin sú náöargáfa i sambandi við endurminningar, að muna þaö, sem getur glatt þá, en heldur fyrnist yfir þaö, sem er erfitt, leiðinlgt, eða sorg- legt. Það er kannski vegna þess, að ung- lingsárin eru mikill umbrotatimi og af þvi, aðhiðleiðinlega gleymist fyrr en það skemmtilega, sem margir lita þau i gegn- um dálitið rósrauð gleraugu.” indanlehnlngin sem sannar regluna — Varst þú sjálfur talandi skáld i menntaskóla? „Nei, ég hef þvi miður aldrei verið tal- andi skáld. Ég hef lengi fengist við að skrifa og mestan hluta hef ég skrifað prósa, sem mér sjálfum finnst skemmti- legra en mjög bundið form.” Gekkstu þá kannski með rithöfund i maganum frá unga aldri? „Nei, það held ég ekki. Það var ósköp sjálfgefið fyrir mig að fara að skrifa,. þegar kvikmyndir voru dálitið fjarlægur draumur, þvf að eitthvert jáningarform þurfti ég að hafa. Nú er ég þvi miður alveg laglaus, og hef það meira að segja uppáskrifað frá helsta tónlistarkennara landsins, sem segir, að ég sé undantekn- ingin, sem sanni þá reglu, að enginn sé laglaus með öllu. Ekki get ég málað eða teiknað, svo að með útilokunaraðferðinni held ég, að ég hafi dottið niður á að skrifa. Og kannski hef ég átt betra með það en einhverjir aðrir vegna uppeldis, þvi að þegar ég var yngri umgekkst ég miklu meira af fullorðnu fólki en bömum. Ég er lika aðtalsverðu leytiuppalinni sveit, svo ég hef kannski haft heldur betri máltil- finningu en gengur og gerist.” — Þú segir, að þú hafir orðið að hafa eitthvert tjáningarform. Hvers vegna? Hafðirðu svona mikið að segja? „Ég veit það ekki. Ég veit ekki af hverju menn þurfa að tjá sig. Það held ég að sé spurning, sem seint verður svarað. Af hverju heldur þú, að menn verði að tjá sig?...” — Eg veit ekki. Ég spyr.. „Enþú máttekkispyrja fólk spurninga, sem þú getur ekki svarað. Það lærði ég þegar ég var kennari. Ég held satt að segja, að það þurfi allir að tjá sig, og það tjái sig allir á einn eða annan hátt, hvort heldur þeir gera það með þvi að byggja upp stórfyrirtæki, eöa með þvi að stunda einhverja vinnu, sem öðrum finnst kannski ekki mikið til koma, en stunda hana af kostgæfni og i kyrrþey. Ég held, að það tjái sig allir, en mest áberandi tjáningin er fólgin i vinnu við einhvers konar listir eða listiðnað. Ég held lika, að tjáning sé ekki spurs- mál um að hafa mikið að segja, i þeirri merkingu, að maður sé að segja fólki til vegar, að beina þvi inn á réttar brautir. EMci nema þá i predikunarbókmenntum, sem er litill þáttur af bókmenntunum, og sem betur fer i andaslitrunum núna. Heldur sé tjáning miklu frekar merki um, að maður vill reyna að haf a samband við fólk. Mér finnst ég hafa þörf fyrir sam- neytivið annað fólk, þótt ég finni ekki hjá mí neina sérstaka þörf fyrir að segja þvi til helvitis.” — Ef við notum orðið tjáskipti i þessu sambandi, fara þau þá ekki fram bara i eina átt, þ.e. að þú skrifar bók, hún er gefin út, einhver maöur kaupir hana og les, en það er ekkert samband á milli ykkar sem manneskja... „Þú meinar, að eina svarið, sem ég iæ séu greinar frá Ólafi Jónssyni og Arna Bergmann?..” — Til dæmis... „Jú,jú, en sjáðu til. Kannski skrifaði ég þessa bók vegna reynslu minnar af sam- skiptum við annað fólk og þessum sam- skiptum reyni ég þá að koma frá mér i bókarformi. Bókin er ekki byrjunin á tjá- skiptunum, heldur kannski bara einn hlekkur i mjög langri keðju. Ég lit ekki á það sem hlutverk listamanna að koma fram eins og einhverjir útvaldir snill-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.