Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 9. október 1981 he/garþösturinn Áhyggjur af framtiðinni Oldungis er það stórkostlegt, hvilik ráðgáta veröldin getur orðið okkur heimspekingunum. Tökum nú til dæmis heimspóli- tikina. Til þess að viöhalda heimsfriðnum, viröist ekkert ráð vænna en að stórveldin auki vopnabúnaö sinn sem mest þau mega. Ef treysta má reglunni um „jafnvægi óttans”, á hjarta manns að taka dýfu af fögnuði i hvert sinn sem Reagan og Brésnéf ákveða að fá sér stærri sprengjur, fleiri kafbáta o.s.frv. Samkvæmt nýjustu fréttum úr Ameriku er friðurinn tryggður um langa framtið. Og hvað tekur þá við? Ráðgátan er söm og áður — nema hvaö við spekingar höfum aftur stórfelldar áhyggjur af framtiðinni. Ég ræddi þessi mál öll við stéttarbróður á dögunum. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Friðurinn? sagði sá, — hvaö með hann. Alla ævi (hann er að skreppa yfir fertugt) hef ég verið að búa mig undir framtiðina. Ég hef reynt að safna i sarpinn, jafnt fjármunum sem þekkingu, og frestað þvi að gifta mig. Og hvar stend ég? Atvinnuleysi færist i vöxt i öllum löndum, allt verður stærra en áður, einkan- lega áhyggjurnar. Það nýjasta er, að i atvinnuleysi hrekjast konurnar af vinnumarkaðnum. Þá verður pnn erfiöara en áður að útvega sér ástkonur. Vinur minn fullyrti, að hann hefði farið að óskráðum lögum samfélagsins. Ég hef ekki veitt mér annan munað, sagði hann, — en tveggja herbergja ibúð i vandaðri blokk, og notaöan Skoda. Naumast hef ég komist i þessar álnir, er þeir hækka á einu bretti eignaskatt- inn og bensinið. Hvað á ég að gera? Eru gæði þessa lands lokuð bók, þegar ég er annars vegar? Ég drekk ekki nema um helgar. Og svo i sumarfriinu á Spáni. Ég vinn frá átta til sjö, eins og lög- boöið er, hef aðeins eitt aukastarf (hann setur talstöðvar i ráðherrabila um helgar) og hef lengi sparað við mig löng ástar- sambönd. Skuldirnar vaxa. Ég verð æ fátækari. Ég hlýt að deyja slippur. Og það sem verra er: Núfer vetur i hönd. Ég gat fá ráð gefið samstarfsmanni minum úr heimspekinni, en reyndi þó að ráða honum að hætta brennivinsgutli, og snúa sér að likamsrækt i staðinn og bóklestri. Okkur, hinum hægfara letingjurn þessa lands, fellur stundum allur ketill i eld, þegar við fregnum af vinnusemi náungans. Ég sé ekki betur en að þjóðfélag vort krefjist nær tvöhundruð prósentnýtingará skrokkifyrrnefndsheimspekings. Það er ekki nóg með að hann sé i tveimur krefjandi störfum. Og drekki að auki (sem ætti að kallast fullt starf) — hann er lika i Kiwannis, eða hvaö það heitir. Og mér skilst að þetta Kiwannis sé gert um nætur. Og undan þvi verður ekki vikist, sé maður einu sinni ánetjaöur. Ætli það sé ekki eins með pólitikina? Til þess aö halda friðinn, verður maður að ganga fram tviefldur og bita grenjandi i skjaldarrönd eins og einhver Thatcher eða Reagan. Atvinnuleysi? spurði ég, — eru ekki til styrkir við þvi? Það er búiö að útrýma framtiðinni, sagði hann rauðeygður, og ég fann að svartsýnin var komin á hættulegt stig. Þegar ég var yngri, sagöi hann, — óttaðist ég, að mér myndi ekki takast að sjá al- mennilega fyrir mér. Þess vegna hef ég visað mörgum góöum konum á bug, aldrei gifst. Og nú ætla þeir að hafa af manni ást- konurnar lika. Hvilikt hundalif! Þú getur þó huggað þig við eitt, sagði ég, — þeir voru rétt í þessu að tryggja heimsfriðinn, eina feröina enn. Oghvaðmeöþað.sagðihann, —þá verða bara áhyggjurnar af framtiðinni enn stærri. A mánudögum kemurhann i vinnuna rauðeygður og beygður. Hanner i vondu skapi fram i vikuna, eöa þar til fer að hilla undir klúbb-kvöldiðog nóttina. Seinnihluta vikunnar er hann latur, fús að fá sér reykhlé og drekkur pilsner. A laugardögum dundar hann i aukavinnunni og svo fréttist af honum i veislum alla helg- ina. Þú ert ekki kornungur enn, sagði ég, — þú ert oröinn skræp- óttur og skældur. Er þetta ekki kúlubömb sem þú rogast með framan á þér? Ég trúi þvi bara ekki, sagði hann þá, — að lifiö bjóði ekki upp á neitt skemmtilegt. Ég er bara að leita aö svolitlu grini. Og svo hverfur hann út i nóttina i leit að ævintýri.... Já, já, þetta er ágætt. Láttu þaöbara á einhvern góöan staö. Oft er rétta leiöin vandrötud 111 mögulegt er að gera tvennt i einu, en hægt er að undirbúa slikt og taka siðan betri kostinn. 1 eftirfarandi spili er það suöur sem spilar fjögur hjörtu. Vestur lét úthjarta þrist sem var harla gott útspil til þess að eyða trompinu úr blindum. Suður fór að hugsa ráð sitt. Hann sá, að ef hann hreyfði S A103 H G72 T A10952 L 86 S K865 H 5 T DG83 L ÁD107 S G42 H AKD1086 T K L 932 Suður opnaði sögn á einu hjarta. Norðursvaraðimeð einu grandi. Suður sagði tvö hjörtu sem norður hækkaði i þrjú. Suöur fór þá i úttektina og sagði fjögur hjörtu. spaðann sjálfur, þá tapaði hann tveim slögum þar. 1 tígul ásinn gat hann kastað einu spili, en ef trompin liggja 3—1 og andstæð- ingarnir halda áfram að spila trompi, þá nær hann ekki að trompa þriðja laufið. Hvernig átti hann að fara i spilið til þess að tryggja vinningsleiðina? Eftir nokkrar vangaveltur fann hann lausnina. Hann lét hjarta tvistinn úr blindum. Fimmið kom frá austur og suður tók með ás. Hann var búinn að sjá, að hans eina von var að fria tigulinn, en til þess þurfti marg- ar innkomur i borðið. Hann tók á tigul kónginn. Si'ðan spilaði S D97 H 943 T 764 L KG54 hann laufi. Vestur tók á gosann og hélt áfram með hjartað til þess að hindra að blindur gæti trompað laufið. Hann lét hjarta fjarkann. Þá hitti suður naglann á höfuðið þegar hann lét sjöið úr borðinu og það hélt! Ætti austur niuna, þá var legan i trompinu, 2—2, svo þá gat suöur trompað þriðja laufið og spilið var unnið. En nú var komin auka innkoma iborðið, þvi hann gat gefið með sexinu. Hann hélt áfram með lágan tigul sem hann trompaði aftur inn á tromp gosann, tígull trompaður. Nú átti austur aðeins eftir tigul drottninguna. Spaða spilað á spaöaásinn i borðinu. Tigul ás tekinn og spaða kastað i hann og i fimmta tigulinn losnaöi suður við siðasta spaöann og þarmeð var spilið unnið. Það er afar fágætt að allir fjórir spilararnir við sama borð fái sinn litinn hver. Þó hefir þetta skeð nokkrum sinnum. Frægur breskur stærðfræðingur hefir reiknað út likurnar fyrir þessu fyrirbæri. Þær eru 53.644.737.765.488.792.838.237. 440.000 á móti einum. Þá vitum við það. Skákþrautir helgarinnar OTTO WURZBURG Mát i þriöja leik GILBERT DOBBS Mát i þriðja leik í dæmi Wurz bendir margt til þess að hvitur eigi að vekja upp mann i fyrsta leik. Hins vegar sést að 1. a8D-Kfl 2. Dxe4 strandar á þvi að hvitur er patt. Þvi gæti veriö ráðlegt að vekja upp einhvern annan mann en drottningu. 1 dæminu eru tvö til- brigöi eða linur og lýkur báðum I módelmáti. I dæmi Dobbs leiðir 1. -Ke6 2. Bc6 til máts I næsta leik hvernig sem svartur svarar. En við 1. -Kc5 er ekki um neitt slikt mát að ræöa, kóngurinn sleppur til b6. Hvernig skyldi vera hægt aö snúa stöðunni til? Athugasemdir Hr. ritstj.: Einhver Gunnar Gutjnarsson skrifar pistla i Helgarpostinn og tekur sér þar m.a. fyrir hendur að gagnrýna blöðin fyrir ljótt orðbragð og það, hve illa sé þar talaö um fólk (sleppt skal hér að minnast á margháttaða aula- fyndni umrædds höf.). — Sjálf- um veröur þó G.G. þessum á illt umtal. Eða hvers eiga þær ungu og geðþekku stúlkur að gjalda, sem nýlega hlutu prestsvigslu? (aðra þeirra þekki ég allt frá æskuárum hennar). Sá, er telur sig þess umkom- inn að kenna öðrum mannsiði, ætti aö gæta sin i orðum og at- höfnum, — a.m.k. á almanna- færi. Virðingarfyllst, Gunnar Gunnarsson. ES: Ekki dettur mér i hug, að þið birtið þetta, frekar en aðra gagnrýni á blað ykkar? Listagagnrýni Helgarpóstsins Vegna ummæla listagagnrýn- anda Helgarpóstsins um list Hauks og Harðar á sýningu Félags islenskra myndlistar- manna langar mig að segja skoðun mina á þeim. Ummæli hans sem listagagn- rýnandasýna að hann hefur ekki skoðað og ihugað list þeirra með þeirri tilfinningalegu næmi fyrir smáatriðum sem þarf til þess. Listaverk þeirra vöktu mikla athygli á sýningunni og svo bendir gagnrýnandi Helgar- póstsinsá. En þvi spyr ég hvers vegna hann hafi ekki skoöað og ihugað list þeirra svo hann standi undir nafngiftinni „Listagagnrýnandi” sem skrif- ar um list i opinberan fjölmiðil. Hannsegist „álita” að á bak við list þeirra sé loðin og losaraleg hugsun. Það sýnir ónákvæmni i verki. Listagagnrýnandi verður að sýna nákvæmni og má ekki slá til hendinni er hann skrifar um list. Hann er miðill milli list- ar og skoðanda og gegnir þvi mikilvægu hlutverki. Ég vona að hann taki þetta til athugunar næst er hann skrifar um list. Guðni Guðnason.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.