Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 8
—JMigar pásturinn— Blað um þjóömál, listirog menningarmál. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjami P. Magnússon Ritstjórar: Arni Þórarins- son, Björn Vignir Sigurpáls- son. Blaöamenn: Elisabet Guð- björnsdóttir, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, og Þorgrímur Gestsson. Útlit: KristinnG. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóftir Gjaldkeri: Halldóra Jóns dóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð a imánuði kr. 24.- Lausasöluverð kr. 8.- Virdíng Alþingis Alþingi tslendinga kemur sam- an á nýjanleiká morgun og lif fær- ist Ihið virðulega grjóthlaöna hús viö Austurvöll sem á einmitt 100 ára afmæli um þetta leyti. Þar meö veröur þingræðið virkt á ný eftir sumarlanga „einræöis- stjórn" rikisstjórnar og embætt- ismanna heimar og þjóðmálaum- ræöan komin á sinn staö — I sitt helgasta vlgi. Líklega er engin stofnun þessa lands jafn mkskilin og vanmetin og Alþingi islendinga. Um langt skeið hefur það verið tíska hér á landi að tala um þverrandi yirð- ingu Alþingis og það þá einatt kallað I niðrandi merkinguí Stærsta leikhús landsins. Sií mynd sem almenningur hefur af Alþingi og störfum þess er veru- Iega brengluð. Sumpart má vafa- laust þingmöniium sjálfum um kenna en að verulegu leyti er þaö þó óhjákvæmilegt vegna eðlis Alþingis. SU hlið Alþingis, sem blasir við almenniiigi, þingfund- iroir,hlýtur ætið að verða dálitið sjónarspil deilna og orðaskaks og á það verður niönnum starsýnast. UmhinahHðina, nefndafundina, þar sem menn ólikra stjórnmála- skoðana skeggræða vandamál I sátt og samlyndi og leita eftir malamiðlunum, vita færri. Alþingi getur heldur aldrei orð- ið og á ekki að verða einhver halelújasamkunda, þvi að þess háttar þingræði tfðkast aðeins meðal þjóða, þar sem rlkir alræði einnar skoðunar. Það er því and- stætt grundvallarreglum lýðræð- isins. Alþingi og starfshættir þess eru hins vegar ekki hafnir yfir gagn- rýnifremuren annað, en sU gagn- rýni verður að vera sanngjörn og sett fram af þekkingu á eðli og starfsháttum Alþingis. EUegar kann þvl þjóðskipulagi sem við höfum valið okkur að vera hætta búin. Um það vitna varnarorð Gils Guðmundssonar, fyrrum for- seta sameinaðs þings og gamal- reynds stjórnmálamanns, sem nú iðkar þjóðleg fræðistörf Ur f riðar- stóli. ÍHelgarpóstinum Idag lýsir hann einmilt áhyggjum sinum yf- ir margvislegum sleggjudómum um Alþingi i þá veru að þar fari fordæmanleg stofnun útþvætta sem sitji og komi sér aldrei sam- an um neittnema aðhækka kaup- ið sitt. ,,Orðbragöaf þessu tagi er ekki aðeins fordæmanlegt af þvl að þarerfarið með osattmál," segir Gils. „Það ætti aö vera öllum góð- um mönnum áhyggjuefni ef fólk almennt fer aö trúa þvi, aö stjórn- ma'lamenn séu upp til hópa mis- yndismenn og Alþingi hrein og bein vandræðastofnun. Þá er lýð- ræðinuhættog kominn jarðvegur l'yrir hreinar einræðiskenningar. Föstudagur ,. oktöber ,98! holnarnn** ,rinn Heimsmenningin hlifur! Svo vildi til á liðnu sumri að ég fann mig knúinn til að aka hinn heimsfræga Þing- vallahring, með gestkom- andi prófessor frá Astralíu, sem hér var staddur til að kynna sér íslensk menn- ingar- og félagsmál. Ferðina bar uppá laugar- hvað um tilfinningatengsl- in? Um það er visast erfitt að gefa einhlit svör, en kannski má draga ein- hverjar ályktanir af þvi sem upp kemur i daglega lifinu. Nú sé það fjarri mér að amast við þvi að Islend- Hrlngborðiö skrlfa: Heimlr Pálsson — Hrafn Gunntaugsson — Jón Batdvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. Matthtasdóttir — Sigurður A. AAagnússon — Þrýinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Sigurður A. AAagnússon daginn 4. júli. Veður var bjart og ferðin hin ánægju- legasta i alla staði, enda á tsland fáa sina lika þegar vel viðrar. Prófessorinn hafði orð á þvi hve viða hjá sumarbústöðum blöktu fánar við hún þennan dag og spurði hverju það sætti. Ég átti ekki aðra nærtæka skýringu á fánagleöi landa minna en þá, að þeir væru aö halda uppá þjóðhátiðar- dag Bandarikjanna, og lét það fylgja skýringunni að margir íslendingar flögg- uðu Hka 17. jUni, sem væri þjóðhátiardagur Islend- inga. Þegar spurt va r hvo rt við sýndum frændþjóðun- um á Norðurlöndum sömu ræktarsemi og Bandarikja- mönnum, gat ég ekki með góðri samvisku gefið af- dráttarlaust svar, en kvaöst gera ráð fyrir að svo væri. í^essi hversdagslegu orðaskipti urðu þess valdandi að ég fór að hug- leiða hvort afstaða tslend- inga til Bandarikjanna annarsvegar pg Norður- landa hinsvegar hefði að einhverju leyti breyst á liðnum þremur eða fjórum áratugum. Menningarleg tengsl okkar viö Norður- lönd hafa vissulega aukist til muna á þessu árabili, en ingar haldi uppá afmæli amerisku byltingarinnar, sem var undanfari allra annarra stjornmálabylt- inga, sem orðið haf a á liðn- um tveirnur öldum og á það vissulega skilið aö hennar sé minnst, þtí hún sé löngu bú- in að éta börnin sin og bregðast f lestum þeim von- um sem viö hana voru bundnar. Sú saga er I sifellu að endurtaka sig og tjóar ekki um að sakast. Hinsvegar rekur mig ekki minni til að flaggað væri við einkahibýli á Islandi þennan tiltekna dag á árunum fyrir strið, og var þó ameriska byltingin engu ómerkari þá en nú. Fána- gleðin hlýtur þarafleiðandi að vera tilmarksum aukna þekkingu Islendinga á bandariskri sögu, nema annað verra komi til. Og hversvegna skyldi maður ævinlega kjósa þann kostinn sem verri er? Eða dettur nokkrum hugsandi Islendingi i'hug að við syn- um ekki verndurum okkar fulla reisn og manndóm, berum höfuðið hátt I ölluni okkar samskiptum við þá, þó Steinn Steinarr hafi á sinum tima talið heppi- legast að við héldum okkur við samræmt göngulag fornt, gengjum áfram áliit- ir og hoknir I hnjánum? Til eru að visu þeir tslendingar sem þykir kyn- legt að bandariskir borgar- ar skuli eiga óheftan aðgang að Islandi á sama tima og islenskir þegnar með tilteknar pólitlskar skoðanir fá ekki aðgang að Bandarikjunum nema með sérstökum stimpli i vega- bréfið sem setur þá á bekk með smitberum og glæpa- mönnum. Að minnast á sllkt er vitaskuld óviður- kvæmileg smásmygli og brýtur I bág við hefðbundna og löghelgaða islenska gestrisni sem aldrei gerði greinarmun á þurfandi gestum sem að garði bar. ¦ msir tslendingar, að visu ekki ýkja margir, hafa tekið upp þann hátt að ferðast með almennings- vögnum milli staða, og ófáir þeirra eru farnir að ver ja góðviðrisdögum til að skreppa á opinbera sund- staði og taka sundsprett sér til hressingar og heilsubótar. Ég hef ánetj- ast hvorri tveggja tiskunni undanfarið ár og hlýt að játa að ævinlega hefur það hrært mitt hálfameriska hjarta að hlusta á þulina og plötusnUðana i Keflavikur- útvarpinu lesa pistla sina og ausa af þrotlausum nægtabrunni brandara yfir fullan bil afíslendingum á öllum aldri eða fulla laug af ærslafullum krökkum. Það er einsog ameriskan eigi svo miklu betur við and- nimsloftið i' rútubilum og sundlaugum, helduren ástkæraylhýra málið, enda hef eg aldrei orðið þess var að nokkur viðstaddra hefði minnstu vitund við þessa dægradvöl að athuga. Það sér lika hver heilvita maður að með þessu móti eru rútubilafarþegar og sundlaugagestir komnir I beint samband við heims- menninguna, sem ella færi fyrir ofan garð hjá þeim flestum. Þessi lofsverði áhugi opinberra þjónustu- aðila á miðlun og viðgangi heimsmenningarinnar hér útá hjara veraldar hefur að ég held aldrei hlotið verðskuldaða þökk þeirra sem hans hafa notið, en vil ég hérmeð koma á fram- færi þökkum fyrir mig og mina. W^egar málin eru skoðuð I sinum réttu samhengjum hlýtur það að liggja öllum heilskyggnum mönnum i augum uppi, að allt sem af- laga hefur farið i islenskri menningu á undanförnum áratugum (þarmeð taldir Lénharður fógeti og Snorri Sturiuson) má telja til þeirra auknu og óhollu menningarsamskipta sem við höfum átt við Norður- lönd,og þá ekki sist Svia, sem eru undirrót margra meina I hriðvesnandi heimi, til dæmis hlutleysis- áráttunnar, sem nU virðist vera að gripa um sig með óskiljanlegum hætti og skýtur upp kollinum á ólik- legustu stöðum um alla vestanverða Evrðpu. Hvernig útkjálkamenningu Norðurlanda hefur auðnast að ryðjast inni hina vest- rænu hámenningarhelgi með svo hörmulegum afleiðingum, er rannsóknarefni sem fela verður vöskum riddurum heimsmenningarinnar á borð við Svarthöfða og Hannes Hólmstein, svo spornað verði við stör- hættulegri öfugþröun áður- en i fullkomið óefni er kom- ið. Þeir eiga altént hauka i horni þarsem eru þulir og plötusnúðar Keflavikurút- varpsins, svo kannski er ekki að sinni ástæða til að örvænta um örlög eldgömlu ísafoldar. f egar ég skrepp til Ameriku um næstu helgi, ætla ég að mér heilum og lifandiað segja vinum min- um ivestrinu sögurnar um 4. jUli', vegabréfin, sund- laugarnar og rútubilana, ef verða mætti til að létta af þeim áhyggjum vegna þverrandi gengis og áhrifa vesturheimskra sjtínar- miða gagnvart niðurrifs- öflum hinnar norrænu Ut- nesjamenningar. Sigurður A. Magnússon. Hér er maður, um konu, frá manneskju, til??? KONA-'l. kvenmaður 2. eiginkona: hann var á milli kvenna — hann var ekkill (eða fráskilimi) ogenn ekki giftur næstii konu sinni. (Islensk orðabók Menn- ingarsjóðs). konur, — trúnaðarkonur i stað tnínaðarmanna. Þó segir Nudansk Ordbog að mand (rétt eins og ís- lensku) þýði menneske (uanset kðh). Þessi mót- sögn getur valdið fólki Kaupmannahafnarpóstur frá Erlú Slgurðardóttur Oröaforði fólks á að geta sagt til um afstöðu þess til umheimsins. Ein fyrsta meðvitaða lexia min I þa átt var að sá aðili sem keypti vinnuafl héti ekki yinnuveitandi heldur at- vinnurekandi. Seinna lærði ég a ð kon ur h étu ekki konur heldurhétu þær menn, kon- ur væru lika menn.en orðið maður er útskýrt svo I oröabókinni: „tvífætt og tvihent spendýr, hið eina sem lært hefur að tala og notf æra sér orkulindir utan eiginlikama". Þar stendur iika að maðurgeti gilt um manndóm, sbr. hún varð aldrei að manni — það varð aldrei neitt Ur henni. ¦ egar tíl Danmerkur kom snerist dæmið alger- lega við. Þar þykir lág- markskraf a að kalla konur ekki formenn heldur for- miklum heilabrotum og vil ég þvi reyna að fara örlitið ofani saumana. Islensku regluna mun ég kalla Manp en þá dönsku Konu. TUlka má Mann sem öl- raun kvenna til að verða eins og karlar, svo sem að fæða ekki börn, aka jarðýt- um, tileinka sér opinbert tungumál osfrv. i von um að nálgast þannig jafnréttí kynjanna. Maður, td. for- maður.gefi tilkynna að kyn viðkomandi starfsmanns skipti ekki máli. Hugsunina á bak við Konu má hins vegar skilja sem svo að kynin séu mismunandi, aö konum sé óhætt að vera konur og að titillinn for- kona gefi til kynna að kona en ekki karl gegni þessu til- tekna starfi. N IU eru aðeins.tvö kyn I dönsku, þe. hvorugkyn og samkyn^og bvi' væri litill vandi að koma islenska Manninum á I þvi tungu- máli. A Islandi eru hins vegar þrjU kyn, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, og fylgir þvi geysilegur vandi að framfylgja Manns-regl- unni. Hins vegar myndi hin danska Konu-regla leysa þar öll vandamál. Ég á erf- itt með að gera upp við mig hvor reglan sé hug- myndafræðilega réttari en erfiðara á ég þd með að skiija hvers vegna karlkyn þykir eðlilegra samfeigin- legt) kyn á islensku en kvenkyni. Tökum sem dæmi konu sem vinnur við að koma fram á leiksviði. HUn er leikari og þykir góð i si'nu starfi. E r Sigriður þá góður leikari, eða er Sig- riður góð? Sigriður er leik- ari. Þykir hann/hún góður. Tökum nærtækt dæmi: Blaðamaður tók tal af for- setanum og spurði hann hann/hann hana/hún hann/hUn hana... Er furða þóttfólk ruglist? Við getum snúið dæminu við og tekíð Pál ljósmóður og Björn flugfreyju, en sama verður uppi á teningnum. Dæmið hljómar hvorki betra né af- karalegra á þann veginn. Látum gott heita að konur fái nU að vera spen- dýr sem lært hefur að tala. Þar fá ýmsar vanmetnar starfsstéttir uppreisn æru, tam. spákonan sem nú er orðin(n) spámaður. lOrða- bókinni segir nefnilega: Spákona — kona sem fæst við að spá Spámaður — maður, sem spáir, segir fyrir óorðna hhiti. 1 yrir utan að öðlast auka N i ákveðna greininn er starf spákonunnar ekki lengur dæmt sem kukl yfir kaffidropum, heldur er hún farin að sjá óorðna hluti i bollanum. Nú fara mennta- sktílastrákar ekki lengur til Pálinu spákonu heldur til Pálinu spámanns og fá ef- laust meira fyrir hundrað- kallinn. í sigurvimunni vakna þtí tvær spurningar: 1. Hverer ávarpaður þegar þú segir: Ertu vitlaus manneskja? GuðrUn eða Nonni? 2. Hverer ávarpaður þegar þú segir: Ertu vitlaus maður? GuðrUn eða Nonni? Kaupmannahöfn, 2.októberl981. Erla Sigurðardóttir. Akureyrarpóstur varð veðurtepptur á Akureyri. Það hefur ekki verið flogið frá Akureyri alla vikuna vegna veðurs, og ekki kominn miður október. Ótrúlegt en satt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.