Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 15
V Föstudagur 9. október 1981 -íý. r ' F™=turiannr 9. október 1981 myndir: Jim Smarl Og eftir á aö hyggja: Hvaöa fyrirmunun væri það, ef rétt væri, að islenskum kjós- endum mistækist áratug eftir áratug að kjósa sér þingmenn. t>eir kysu i hverjum einustu kosningum, heimsk illviljuð og sér- góð Urþvætti! Nokkuð löng reynsla min af stjórnmála- mönnum Ur öllum flokkum er töluvert önnur. Þetta eru undantekningarlitið greindir, gegnir og vinnusamir menn, sem vilja að störf þeirra verði islenskri þjóö til nytja. A Alþingi hafa starfað og starfa enn, ófáir hæfileikamenn. — Afburðamenn eru fáir, jafnt innan þings sem utan. Þeir eru ekki heldur á hverju strái hjá miklu fjölmennari þjóðum”. vonDrigði — Nú hefur þU dregið þig i hlé frá stjórn- málaafskiptum. Hvers vegna? „Þaö var tvennt sem olli þvi. Annars vegar hef ég oröið fyrir miklum von- brigðum með samstarf verkalýösflokkanna tveggja, sem ég hafði gert mér nokkrar vonir um. En ég sannfærðist um, að þau samskipti voru nú örðugri en nokkru sinni fyrr. Hin ástæðan var áhugi minn á þvi að grúska og skrifa um ýmsi þau efni sem ég hafði áður fengist viö, en orðið að leggja að miklu leyti til hliðar vegna stjórnmála- starfanna. Þar er efst á blaði togarasagan, auk þess sem ég haföi lengi haft áhuga á siglingasögu tslands á 19. og öndverðri 20. öld, þ.e.as. siglingum til og frá Islandi og~ strandsiglingum eftir að þær hófust hér. Viö efnisöflun um þessi mál hef ég fengist nokkuð siðustu misserin”. — Hefur þú alveg slitið öll tengsl við póli- tikina — engar áætlanir um aö snúa aftur? ,,Ég starfaennþáí minum flokki, en hef látið þar af flestum trúnaöarstörfum. Ég get hiklaust fullyrt, að ég mun aldrei fara að bjóöa mig fram til þings á nýjan ieik. Verkefnin hrúgast upp fyrir framan mig og ég er ákaflega sáttur við það ef ég get unnið að þvi sem ég hef bæði áhuga á og ánægju af”. Italði alllðl Jtjðkonir — Hvort ertu meiri sagnfræöigrúskari og rithöfundur eða stjórnmálamaöur? .„Ég hef einhverntimann orðað það þannig, að ég hafi aldrei beitt mér eins og ég hefði ef til vill getað á stjórnmála- sviöinu. Éghafði alltaf ,,hjákonu” þar sem var grúskið og ritstörfin. En þrátt fyrir það sé ég ekki eftir þeim tíma, sem fór i stjórn- málaafskiptiþviþað varoft lærdómsrikt og ánægjulegt að vinna með áhugasömu og duglegu fólki. En sennilega hef ég haft ennþá fleiri ánægjustundir viö sögugrúskið. Hinsvegar færðu stjórnmálin mig afskaplega mikið út á meðal lifandi fólks. Ég kynntist áhuga- málum þess og viöfangsefnum og ef til vill á ég stjórnmálavafstri minu þaö að þakka, að ég er ekki löngu orðinn innskorpnuð múmia aftan úr öldum inni á þjóðskjala- safni eða öörum rykföllnum stað”. 15 viðlðl: Doryrimur Gesisson í minninyu hðllrðr ðldðr — Fyrst við erum farnir að tala um þessi sagnfræðilegu verk væri ekki úr vegi að minnast á Aldabækurnar svonefndu. Lik- lega eru þær einna þekktastar af ritverkum þinum. Hver var aðdragandi þess, aö þú réðst iað taka þærsaman —og hvers vegna var þessi fréttastill valinn? „Þessar aldabækur eru þannig til komnar, að þegar 20. öldin var um það bil hálfnuö, það hefur verið 1949 eða snemma árs 1950, kom Valdimar Jóhannesson bóka- útgefandi aö máli við mig og ræddi um út- gáfuhugmynd, sem hann sagðiméraö væri komin frá Þórhalli Vilmundarsyni, siðar prófessor. Valdimar spurði hvort ég vildi taka aö mér að semja bók i einhverskonar minningu um þennan helming aldarinnar á þann veg, aö ég skrifaði 50 þætti, einn frá hverju ári, og veldi sögulegustu atburöi hvers árs. Mér fannst hugmyndin nokkuð góð og fór að vinna að þessu verkefni. Enfljótlega tók hugmyndin breytingum i samvinnu viö Valdimar á þann veg, að þetta yrði eins konar fréttablað þessarar hálfu aldar og skrifað um atburðina i þeim fréttastll,semþá tiðkaðist ifréttablöðum — og gerir enn i dag. Ég hafði mjög gaman af aö glima viö þennan stil, þótt ég hafi aldrei unnið við dagblaö. En þetta er eins og hvert annað handverk sem verður að læra, og þaö er ekki sistgaman aðreyna að blása fréttalifi i gamiar og dálitið þurrar frásagnir. 1 fréttum frá fyrri timum þurfti aö tina saman úr ýmsum áttum og auka heldur viö, eftir iikum stundum.Eftir að kemur fram á seinni áratugi var aðal verkefnið að sjóða niður, taka megin atriðin, ná kjarnanum”. Blaoamennskusagníræöi — Ef viö vikjum aftur að sagnfræöinni. Stundaöir þú einhverntimann nám i henni, eða ert þú einn af fræðaþulum gamla timans? „Fyrir velvilja Jóns heitins Jóhannes- sonar prófessors i sagnfræði fékk ég aö sitja hjá honum i timum eina tvo vetur. Og sömu vetur fékk ég einnig að sitja i timum hjá bókmenntasöguprófessorunum Sigurði Nordal og Steingrimi J. Þorsteinssyni, sinn veturinn hjá hvorum. Þetta er mitt eina „nám” i sagnfræöi og bókmenntum. 'Það kann að vera af þvi að ég hef reynt að klóra mig framiír þessu sjálfur, að ég hall- aðist að þvi sem mætti kalla blaða- mennskusagnfræði. Ég hef meiri áhuga á þvi að gera söguna liflega heldur en vera með þurrtstaðreyndatal. Mér þykir gott, ef mér hefur tekist að gera söguna, eða þaö sem ég fæst við, aðgengiiegt og læsilegt. Og mér til ánægju hef ég veitt þvi athygli, að margt ungt fólk hefur lesið t.d. aldarbæk- urnar, væntanlega sér til fróöleiks”. DjOOvarnarllokkurinn — Ensnúum okkuraö pólitikinni, sem þú ert liklega einna kunnastur fyrir — að minnsta kosti seinni árin. Hvenær fórst þú að hafa afskipti af stjórnmálum, og hvað rak þig út á þá braut? „Það var náttúrlega öllu öðru fremur hernám landsins og það ástand sem hér skapaðist um og upp úr 1945, striðs- lokunum, sem olli þvi, að ég fór að hafa af- skipti af stjórnmálum. Ég hafði engin telj- andi afskipti af þeim fyrr. Ég var kjósandi Sósialistaflokksins frá stofnun hansen gekk aldrei i hann, fyrst og fremst vegna þeirra viðhorfa sem mér þóttiþá gæta allt of mikið gagnvart Sovétrikjunum. Þeirrar skil- yröislausu hlýðnisafstööu sem virtist áber- andi hjá ráðamönnum i flokknum. Svo var ég einn af stofnendum Þjóö- varnarflokks Islands áriö 1953. Þar á undan , átti ég þátt i þvi að berjast gegn her- stöðinni, þegar herinn kom hingað aftur, árið 1951, og raunar allar götur frá þvi kröfur komu upp um herstöö til 99 ára, i striðslok.” — Hvernig flokkur var Þjóðvarnarflokk- urinn — fyrir utan þaö að vera á móti her- stöðinni? „Þjóðvarnarflokkurinn skilgreindi sig sem flokk lýðræðisjafnaðarmanna, en and- stæðan herstöðvum og þeirri ihaldssam- vinnu sem setti mikinn svip á Alþýðu- flokkinn. Flokkurinn vildi gjarnan starfa á svipuðum grundvelli og vinstri armur Verkamannaflokksins breska gerði og hefur löngum gert — hann var róttækur flokkur sósialdemókrata”. „Til höluos okkur" — Þjóðvarnarflokkurinn átti um tima talsvert góöu gengi að fagna, kom meöal annars mönnum á þing. „Já, ég, ásamt Bergi Sigurbjörnssyni, vorum þingmenn Þjóðvarnarflokksins á árunum 1953—’56. En þá náðum við ekki kosningu, þótt litlu munaði. Astæðan var fyrst og fremst sú, að fyrir þær kosningar höfðu verið stofnuð tvenn kosningabanda- lög, meðal annars okkur tilhöfuðs. Alþýðu- bandalagið var til vinstri við flokkinn, að talið var, þá sem lausleg kosningasamtök, en hinumeginkom bandalag Alþýðuflokks- "ins og Framsóknarflokksins, „hræðslu- bandalagið”, sem svo var kallað. Upp úr þessum kosningum var vinstri- stjórnin mynduð, en Þjóðvarnarflokkurinn starfað siöan nokkur næstu ár. En árið 1963 gekk hann til samstarfs við Alþýðubanda- lagið. Þá var ég aftur kosinn á þing i Reykjaneskjördæmi, á vegum Alþýöu- bandalagsins, og sat til 1978”. — Hver var ástæðan fyrir velgengni Þjóðvarnarfiokksins á þessum árum, sem - hann átti menn á Alþingi? „Það var að verulegu leyti vegna þess ástands.sem hér komupp, einkum á fyrstu árunum eftirað Bandarikjaher kom hingaö á nýjan leik. Þeir voru margir sem töldu, aö Sósialistaflokkurinn og Alþýðubanda- lagiö næðu ekki til nándar nærri allra þeirra, sem voru andvigir hersetunni og hermanginu vegna afstööu þeirra til risa- veldisins i austri”. — Ætti slikur flokkur möguleika nú? „Nei, það held ég ekki. Það sem meðal annars hefur breyst frá þessum tima er þaö, að Alþýðubandalagið hefur verið skipulagt sem stjórnmálaflokkur og hefur engin fiokksleg tengsl austur á bóginn né I aðrar áttir og er aöeins háð félögum sinum og kjósendum — islenskri alþýðu”. „Besli valKoslurinn” — Ert þú ánægður meö Alþýöubanda- lagið eins og það er nú? „Maöur væriþá alltof litilþægur ef maður væri nokkurn timann ánægður með þann flokk sem maður fylgir. Ég tel tvimæla- laust, að sitthvað standi þar til böta, þótt ég hiki ekki við að fullyrða, að Alþýðubanda- lagið er langbestivalkosturinn sem Islensk- um sósialistum stendur til boða i dag”. — Ert þú ánægður meö frammistöðu flokksins i herstöðvamálinu? „Nei, ég er þaö ekki. Hinsvegar er afar ósanngjamt aö gera þá kröfu til Alþýðu- bandalagsins, að það eitt geti ráðið feröinni i þeim málum meðan þaö hefur innan við fimmtung þingmanna á Alþingi — og kjós- enda á bakvið sig”. Shíikasi — Pólitisktskitkasthefur löngum tiðkast i islenskum stjórnmálum. En sé litið til baka, yfir pólitiskan feril þinn, viröist manni sem þar hafir þú setið hjá — hvorki veriðþolandi né gerandi iþeim leik. Hvern- ig stendur á þvi? „Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja, hvað þá heldur tileinka mér hugsunargang þeirra manna, sem virðast lifa i svart- 'hvitri veröld. Þeir skiptamönnum i sauöi og hafra, góöa og illa, siðaða menn og siö- lausa. Slikt er ákaflega mikil einföldun hlutanna og getur orðið háskalegt ef stjórn- málamain og blaðamenn fara aö temja sér þá aðferð. Af slikri einföldun sprettur for- dæming og ofstæki. Ég tel það kost á stjörnmálamanni ef hann er bæði hreinskilinn og einaröur — geölausir menn koma einatt litlu i fram- kvæmd. Stjórnmálamaður þarf aö vera fær um aö beita gagnrýni. En mjög einsýnn maðurog ofstækisfullur er allsstaðar hvim- leiður,enþóóviða hættulegrien á vettvangi stjórnmálanna. Hvert mál hefur tvær hliðar, og það er sjaldnara en ofstækis- maður heldur, sem önnur hliöin er snjóhvft en hin kolsvört. Og ætli þaðsé ekki bæöi „gull og grjót” i hverjum manni, eins og segir i visunni um Amljót Olafsson — kannski i dálitið breyti- legum hlutföllum. Eigi ég aö velja á milli ofstækis og umburðarlyndis i dómum um menn og málefni, þá hika ég ekki við að telja siðari kostinn betri. Það eru sem betur fer fleiri litir en hvitt og svart i til- verunni — hún er blönduð litrófinu eins og það leggur sig”. Póiiiísh uinræoa á villigölum — Nú hefur þú pælti gegnum islensk blöð frá siðastliöinni hálfri öld og vel þaö. Hvernig er pólitisk umræða á Islandi nútimans miöaö við það, sem hefur gerst og gengið gegnum tiðina? „Jú, ég hef kynnst ansi mikið islenskri blaðaútgáfu alveg frá stofnun Þjóöólfs, á miðri siöustu öld og fram á þennan dag. Þaö ererfittað bera þetta saman, lengi vel voru blöðin afskaplega litil og yfirleitt vann baraeinn maöur við þau, og oft jatn- vel iaukavinnu. En ég get ekki séð, aö það hafi orðið stökkbreyting, þó hefur hver ára- tugur sinn sérstaka svip. Siðustu árin hef ég verið töluvert uggandi um það, aö pólitisk umræða i fjölmiðlunum væri að komast á töluvert háskalegar villi- götur. Þjóðmálabaráttan hefur orðiö heift- úðugri, illskeyttari, meira af persónulegu ski'tkasti en algengt var undanfarna ára- tugi. Mér er kunnugt af lestri þessara gömlu blaða, að þetta persónulega skitkast var hér landlægt, t.d. um og eftir siöustu alda- mótog enda lengur. Menn reyndu að slá sig tilriddara, oft undir dulnefnum, með sóöa- legu orðbragöi um kunna menn i ábyrgðar- stöðum. Svo breyttist þetta um nokkuð langt skeið — breyttist að minu viti mjög til batnaðar.Og vissulega var það landhreins- un, að vera laus við sóöaskapinn. Dulnelnisluglar En nú um nokkurra ára skeið hefur aftur sigið á ógæfuhliði þessu efni. Það er eins og ýmsir þeir sem slá um sig með.orðum eins og „frjálsblaðamennska” og „rannsóknar- blaðamennska” haldi, að slikt sé einkum fólgið I þvi' að ausa auri áberandi einstak- linga og stofnanir þjóðfélagsins. Þeir eru sumir mestu sóöar, sem rita undir fullu nafni, og bera jafnvel ritstjöratitil. Verstir eru þó dulnefnisfuglar og nafnleysingjar, sem fylla slúðurdálkana og demba óspart yfir landslýöinn úr skálum illgirni sinnar. Ég segi það alveg eins og er, að siðustu árin min á þingi sárnaöi mér oft, þegar t.d. alþingismönnum, ekki einum, heldur öllum, var lýst igreinum og lesendabréfum dagblaða sem duglausum slæpingjum, fé- gráðugum, spilltum, mútuþægum, sið- lausum. Og Alþingi var þá að sjálfsögðu spegilmynd slikra vesalmenna, fordæman- leg stofnun þar sem úrþvætti sátu og komu sér aldrei saman um neitt nema að hækka kaupiö sitt. Orðbragð af þessu tagi er ekki aðeins for- dæmanlegt af þvi að þar er farið með ósatt mál. Það ætti aö vera öllum góðum mönn- um áhyggjuefni, ef f ólk almennt fer að trúa þvi, að stjórnmálamenn séu upp til hópa misyndismenn og Alþingi hrein og bein vandræðastofnun. Þá er lýðræðinu hætt og kominn jarðvegur fyrir hreinar einræðis- kenningar. ■ „Fleiri lilir hvHl «i| svarl í tiiverunni” fiiis Guðmundsson r iieiprpðsisvioiaii Það leynir sér ekki þegar komið er inn i vinnuherbergi Gils Guðmundssonar uppi á lofti á heimilihans aö Laufásvegi 64, aö þar býr grúskari. Maöur sem grúskar I bókum. Þaö leynir sér heldur ekki, að þar býr rit- höfundur. Veggir vinuuherbergisins eru meira og minna þaktir bókum. 1 einu horninu, innan seiiingar frá stórum bókaskáp, er djúpur hægindastóll og skemill, og þaö þarf ekki lengi aö horfa á hann til aö sjá, aö þar hefur verið setiö löngum stundum. Þaö liggja útskrifuö biöö út um ailt. A legubekk próförk af næstu bók hans, fyrsta bindinu af Togaraöldinni. En fleira er i gangi. A skrifboröinu blasir viö handrita- bunki, efstblað sem beudir til, aö þarna sé komiö leikrit. ,,Ég er aö undirbiia útvarpsþátt um Tómas Sæmundsson. Hlutiaf því er leikrit, sem fjallar meðal annars um þaö þegar Tómas kemur til Kaupmannahafnar og hittir þá Jónas og Konráö. Hann skammar þá fyrir aö eyöa timanum i útgáfu skemmtirita I staö þess aö gera eitthvaö gagnlegt. Tildæmis gefa út landbúnaöarrit á tslandi”, segirGilsum leiöog hann birtist f dyrunum meö rjúkandi kaffi í gamaldags kaffikönnu — einni af þessum meö gömlu, góöu kaffipokunum sem þarf aö sjóða f kaffitilaðfá réttbragö aö kaffinu, en hafa nú aö mestu vikiö fyrir pappir eöa vírnetum I rafdrifnum kaffikönnum. „Þú getur fengiö nóg heitt vatn. Ég er þekktur fyrir aö laga sterkt kaffi.” En undirritaöur kann aö meta sterkt kaffi og veltir fyrir sér hvernig best sé aö “byrja viötaliö, um leiö og fyrsti sopinn rennur Ijúflega niöur. Sögugrúskari, höfundur margra bóka um sögulegt efni.stjórnmálamaöur og lengi al- þingismaöur — drósigútúrpólitikinni fyrir þremur árum. Svo ekki sé þvi gleymt, að hann var forstööumaður Menningarsjóðs árum saman. En á undan öllu þessu? Það er liklega rétt að byrja á þvl aö gniska dálitið i fortlð sögugrúskarans. „Ég er Vestfiröingur aö ætt og uppruna, fæddur i önundarfiröi, og ættir minar eru þar og viö Isaf jarðardjúp.'1 Nennari og sjOinaour ,iÞar var ég til 16 ára aldurs, þegar ég veiktist af berklum og fór á berklahæli. Ég komst aftur heim aö tveimurárum liönum, fór siðan i Kennaraskólann. En jafnframt skólasókninni, á sumrin, og þar á eftir, bæði sumar og vetur, stundaði ég sjó. Ég Utskrifaöist úr Kennaraskólanum 1938 og var eftirþað á sjó, bæði fyrir vestan og á skipum af Suðumesjum, mest Sandgeröi, og framanaf striðsárunum var ég á sild á sumrin. Eftir það fór ég að fást við kennsiu og rit- störf. Ég kenndireyndarstutt. Fyrst var ég hjá Sigurði Greipssyni I Haukadal, siðan viö unglingaskólaiGarðiogSandgerði. Það var skóli, sem séra Eirikur Brynjólfsson á Útskálum i Garði hafði stofnaö, einn af þessum einkaskólum, sem störfuðu viða um land þangað til gagnfræöaskólalögin tóku gildi. Eftir að ég hætti kennslu téác ég við rit- stjórn Sjómannablaðsins Vikings og var ritstjóri þess i niu ár. En rétt fyrir strið hafði ég farið að semja og gefa Ut safnritið Frá ystu nesjum, sem eru vestfirskir sagnaþættir og þjóðsögur. Skömmu siðar fór ég siðan að safna efni til rits um skútutimabilið á Islandi, að frumkvæði Guðjóns ó. Guðjónssonar Utgef- anda. Þetta varðbók sem kom Ut i tveimur bindum og var vinna min ásamt ööru i þrjú til fjögur ár. Ég ferðaðist hringinn i kringum landið og dvaldi lengri og skemmri tima á ölium stærstu verstöðvum þar sem skútur höföu verið gerðar Ut. Ég gæti imyndaö mér, að þetta hafi verið ifyrsta sinn sem útgefandiréð mann á föst mánaðarlaun til ákveðinna starfa. Hann borgaði mér allan ferðakostnaö og meðal kennaralaun, en það var þaö sem ég hefði getað gengið að annars. Viölöl viö sKúlukalla Verkið framkvæmdi ég þannig, að ég átti viðtöl viö gamla skútumenn.bæði skipstjóra og háseta og reyndi að grafa upp á stööunum þær heimildir, sem þar var um aðræða. Enéghaföiekki vitá að hafa með mér myndavél og myndasmið hafði ég engan, eins og þú núna, svo þvi miður eru fáar myndir til af þessu fólki. Það er lika áberandi með skútuöldina að það var tekið litiö af myndum um borð, af mönnum við vinnu sina. Ef myndir voru teknar hlupu menn til og skiptu um föt og rökuöu sig og fóru siðan saman tilljósmyndara til aðláta mynda sig i finu fötunum. Það varalltannaðmeð togarana. A Þjóð- minjasafninu er til hreinn fjársjóður af ljósmyndum, sem eru teknar um borð og i landi, flestar eftir Guðbjart Asgeirsson sjó- mann i Hafnarfirði.” — Og nú er komið að togaraöldinni — próförkin liggur þarna á bekknum... „Það var mjög ánægjulegur timi, þegar ég vann við Skútuöldina. UppUr þvi að sú bók kom út fór ég að glima við sögu togarannaogvann við það verkefni meira og minna næstu árin, 1946. til 1948. En vegna anna i öðru lagöi ég það til hliðar, þangað til núna. Eftir að ég dró mig út úr pólitikinni fannst mér ég skulda islenskri sjómanna- stét það aö dusta rykið af þessum gömlu handritum og koma þeim fyrir sjónir lesenda.” en

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.