Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 12
12 R/ómasoðnar ræk/ur að hætti Naustsins Helgarrétturinn kemur að þessu sinni frá Einari Arnasyni, nýjum yfirmatreiðslumanni á Nausti. Hétt þennan má borða sem forrétt, eða sem léttan partirétt. Uppskriftin er fyrir tvo og i hana þarf eftirfarandi: 400 g. skelflett rækja 2 msk. brætt smjör örlitið sellerisalt 1 tsk. paprikuduft 2 tsk. piparrót VVorchestershiresósa, eftir smekk 2 msk. chili sósa 1 1/2 bolli rjómi salt, pipar ristað brauð. Smjörið er brætt i potti. Látiö siðan rækjurnar út i. Látið krauma i 2 minútur. Siðan er piparrótin, paprikkan, sellerisaltið, worchestershire- sósan og chili sósan sett út i. Bragðbætt með salti og pipar. Þetta er svo látið krauma við vægan hita i ca. 2 minútur. Rjóminn er settur út i og öllu blandað vel saman, og látið sjóða i 2—3 minútur. Framreitt á ristuðu brauði, skreytt með sitrónu og steinselju. Bandariska hljómsveitin Platters kom hingað i fyrra og gerði storm- andi lukku á hljómleikum sinum. Er það haft fyrir satt, að margur muni hafa endurupplifað æsku sina, og alla rómantikina. Platters eru nú komnir aftur til iandsins og verða tónleikar þeirra i Háskólabiói í kvöld, föstudag, og annað kvöld kl. 21. Nú er þvi tækifæri til að fá aftur reyk i augun, um leið og maður þykist vera eitthvað. Borða- pantanir Simi 86220 85660 Veitingahúsið í GLÆSIBÆ Galdrakarlar i leika fyrir dansi1 Diskótek interRent car rental ---- —* wvaia Vlö útvegum yöur afslátt á bílalelgubílum eriendis. Fostudagur 9, október 1981 hn/rf^rpncrh irinn Bubbi Morthens er f viðtali við TT, sem kemur út eftir viku. Nýtt tölublað TT væntanlegt: „Erum að auka fjölbreytnina” — segir Vernharður Linnet, ritstjóri Nýtt tölublað af Tónlistartima- ritinu er i burðarliðnum og væntanlcgt til lesenda eftir u.þ.b. viku. Að sögn Vernharðar Linnet ritsjóra, hefur timaritið gengið ágætlega fram að þessu. Næsta tölublað verður mjög fjölbreytt að vanda, og meðal efnis má nefna viðtal við bandarfska söxuðinn John Tchicai, sem var hér á ferð fyrir skömmu. Einnig eru viðtöl við Þorkel Jóelsson hornleikara, sem verið hefur við nám f Englandi, og við Bubba Morthens. Sigurður Flosason er i þættinum Spjallað og hlustað. Rikharður Orn Pálsson helduh áfram með Bitla- grúskið, þar sem hann skilgreinir tönlist þeirra fræðilega og Vil- hjálmur Guðjónsson verður með kennsluþátti’spuna. Loks má svo nefna plötudóma. Tónlistarti'maritið er upphaf- lega stofnað af Jazzvakningu og visnavinum i samvinnu við Lyst- ræningjann, en Vernharður sagði, að sú stefna hefði orðið ofan á, að bjóða sem flestum, sem vinna að tónlist þáttöku, þannig að það yrði almennt tónlistarrit. Tón- skáldafélagið, Musica Nova, Haronikufélagið og fleiri félög, sem vinna að tónlist eru að koma til liðs við blaðið. „Við erum að auka fjölbreytib ina, þannig að blaðið fjalli um alla tónlistarstarfsemi á íslandi. Við fjöllum töluvert um tónlistar- nám lika. Við leggjum áherslu á að blaðið sé faglegt blað fyrir þá, sem vinna við tónlist, en jafn- framt að það verði aðgengilegt fyrir almenning, sem ekki hefur faglega þekkingu”, sagði Vernharður. Tónlistartimaritið hefur kom- ið Ut ársfjórðungslega fram til þessa, en ætlunin er að auka útgáfuti'ðninaupp i annan hvern mánuð. „Svona timarit lifir ekki og verður ekki gott, nema þeir sem hafa áhuga á tónlist styðji það á allan hátt,sér i lagi með að skrifa i það, gera það sem fjölbreyttast. Það verður aldrei fjölbreyttara en efni standa til”, sagði Vern- harður Linnet, ritsjóri Tónlistar- timaritsins að lokum. — GB. Af Esjunni á Naustiö: Einar Arnason yfirmatreiöslumaöur. „Kom aldrei annað til greina” - segir Einar Árnason, yfirkokkur á Nausti ,,Ég byrjaði að læra matreiðslu árið 196B á Hótel Loftleiöum. Ég lauk náminu 1970 og vann þar sem matreiöslumaöur til ársins 1975”, sagði Einar Arnasou, yfir- m at reiöslum aöur á Naustinu, þegar Helgarpósturinn forvitn- aðist um kokkamennsku hans. Frá Loftleiðum fór Einar að Hótel Esju, þar sem hann var yf- irmatreiðslumaður, þar til hann tók við i' Nausti i lok september s.l. Einar var spurður hvers vegna hann hafi farið út i það að læra matreiðslu. „Vegna feykilegs áhuga á mat- reiðslu,- það kom aldrei neitt annnað til greina.” — Af hverju þá? „Þetta hefur alltaf verið i mér, Mér fannst gaman að snúast i mat. Það er mikið i kringum þetta.” t april siðastliðnum fór Einar, ásamt þrem öðrum islenskum matreiðslum önnum, til Kaupmannahafnar, þar sem þeir kepptu i' matreiðslu við fulltrúa annarra Norðurlandaþjóða, og sigruðu tslendingarnir. En eldar Einar heima hjá sér? ,Já, ég aðstoða konuna við þetta. En ég sé alveg um það, ef við erum með veislur heima, á tyllidögum eins og jólum.” — Færðu aldrei nóg af þessu? ,,Ég segi það náttúrlega ekki, að þegar m aður er búinn að vinna 15—18 tima á sólarhring i mat- reiðslu, er það kannski nóg. Það er mikil vinna að vera yfirmat- reiðslumaður.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.