Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Blaðsíða 27
27 ha/rjF*rpnc?h irinn Föstudagur 9. október 1981 Enn einu sinni er farið að styttast i það, að fuiltrúar launþega og atvinnurekenda setjist að samningaborðunum. Tvenn af fjölmennustu launþegasamtökunum hafa þegar sagt upp samningum. I lok septem- ber sagði BSRB samningum lausum, miðað við áramót, og skömmu siðar sagði ASI upp sinum samningum með mánaðar fyrirvara, sem þýðir að þeir verða lausir strax um næstu mánaðamót. JJab var raunar strax i ágúst, að, fyrstu yfirlýsingar um væntanlega kjara- samninga tóku að berast. Þær voru á þann veg, að kröfur yrðu hógværar, settar fram með tilliti til baráttu rikisstjórnar- innar við verðbólguna, og aðal áherslan yrði lögð á að tryggja kaupmáttinn frekar en fara fram á grunnkaupshækkanir. En fyrstu fregnir af þeim kröfum sem má búast við að verði lagðar fram við samningaborðið seinna i haust benda ekki til mikillar „hógværðar”. Alþýðusam- band Vestfjarða hefur þegar tilkynnt kröfur sinar i grundvallaratriðum. Krafa Vestfirðinga um grunnkaupshækkun hljóðar upp á 15%. En sú tala segir ekki allt. Þeir setja lika fram kröfu um flokka- tilfærslur og ýmis fleiri atriði, sem sam- kvæmt heimildum minum þýða að minnstakosti 10% hækkun til viðbótar. Kröfugerð heildarsamtaka ASI er ekki komin eins langt. Björn Björnsson hag- fræðingur sambandsins segir, að miðað við þann kaupmátt sem stefndi i við kjarasamningana 1977 þyrftu taxtar Verkamannasambandsins að hækka um 6—11%. — Það fer eftir þvi hvað mikið tillit er tekið til félagslegra aðgerða, hvað launin þurfa að hækka. Ef fullt tillit er tekið til þeirra reiknum við með að hækkunin þurfi að vera i lægri kantinum, en ef ekkert tillit er tekið til þeirra þarf hún að vera 10—11%, segir Björn Björnsson. ^em dæmi um þessi laun má nefna, að 8. launaflokkur, sem er algengastur meðal fólks i fiskvinnu og hafnarvinnu, nemur kr. 4690 á mánuði fyrir dagvinnu, L Grunnkaup fólks i fiskvinnu er 4900 krónur á mánuði fyrir dagvinnu. eftireitt ár. Niundi launaflokkur er sömu- leiðis algengur i fiskvinnu, en eftir fjögur ár nemur hann kr. 4936. Þótt telja megi fullvist, að gerðar veröi kröfur um ekki minna en 11% hækkun á þessum launum, jafnvel 15%, hafa þær ekki enn verið settar á blað. Einhver drög að kröfum hafa þó verið gerð, sem væntanlega verða lögð fram þegar aðal- samninganefnd ASI kemur saman 20. október. En þar má þó gera ráð fyrir, að auk grunnkaupshækkunar verði megin áherslan lögð á tryggingu kaupmáttar með veröbótum, og að komið verði i veg fyrir að kaupmátturinn sveiflist eins gifurlega milli útreikningsdaga verðbóta og verið hefur. Undirbúningur kröfugeröar rikisstarfs- manna er lika i mótun. Formannaráð- stefna BSRB ákvað i lok september nákvæma áætlun um það hvernig verður fram gengið i að móta kröfurnar. Vikuna 28. sept. til 8. okt. var ætlunin að félögin innan BSRB settu fram óskir sinar um breytingar á þeim kröfum, sem settar voru fram á formannaráðstefnunni og sendu þær skriflega á skrifstofu BSRB. Þar eru þessar óskir siðan fjölfaldaðar og sendar samninganefndarmönnum, sem koma saman 19. október til að setja saman drög að kröfugerð. Þau drög verða svo kynnt á fundum I félögunum fram til mánaöarmóta, og á þeim fundum á jafn- framtaö fara fram skoðanakönnun meðal félagsmanna varðandi kröfugerðina. Strax á eftir verður gengið endanlega frá kröfunum og gert ráð fyrir, að samninga- viðræður hefjist þegar i byrjun nóvember. H BSRB eins og ASt, hefur verið reiknað út hverrar grunnkaupshækkunar er þörf til að ná þeim kaupmætti, sem hefði oröið ef samningarnir frá 1977 hefðu staöiö óbreyttir. — Mér er eiginlega illa við að nefna nokkra tölu, þvi þetta rokkar svo svaka- lega, eftir þvi hvenær hún er reiknuð út, segir Björn Arnþórsson hagfræðingur. BSRB. — En i ágúst hefði hækkunin þurft að vera 19,19% á 13. launaflokk. 1 september komu 8,92% visitölubætur, og þá hoppaði kaupmátturinn i sama þunkt og hann var i júni, segir Björn Arnórson Enda þótt þessi 19% geti gefið visbend- ingu um það, hverskonar kaupkröfu má vænta frá BSRB er ekki þar með sagt, að hún muni gilda yfir linuna. Erfitt er að gera sér grein fyrir þvi hvernig henni verður skipt milli launaflokka. Þó er ljóst, að miðflokkar BSRB, þ.e. launaflokkar 10—20, hafa sigið i kaupmætti meira en aðrirflokkar. Til að jafna það bil, þannig að launamunur i krónutölu verði sá sami og ætti að vera miöað við samningana 1977þyrftiaðhækka þá frá 11,97% eða um 1096 krónur (20.1fl) upp i 14,74% eða um 998 krónur (11. lfl.) Onnur skekkja sem orðið hefur á launaflokkum BSRB frá 1977 er sú, að 20. flokkur er 1,7 sinnum hærri en 5. flokkur i krónutölu, en munurinn i kaupmætti er 1,5 Það sem veldur þessari skekkju er fyrst og fremst fyrirkomulagið á skatt- stiganum. Að mati heimildarmanna okkar innan BSRB er þetta eitt af þvi sem þarf að lagfæra. A þessu launabili eru 85% félagsmanna BSRB. En fjölmennasti launaflokkurinn YFIRSÝN Launakröfur í burðarliðnum Hitastigið i nornakatlinum sem bullar og kraumar i löndunum fyrir Miðjarðarhafs- botni hefur hækkað til muna við morðið á Anwar Sadat, forseta Egyptalands. Nýr maður og óreyndur, Hosni Mubarak, tekur við völdum i fjölmainasta riki á þessum slóðum af leiötoga sem undanfarinn áratug hefur öðrum fremur mótað þar rás við- burðanna. Sadat varð fyrstur leiðtoga ná- grannarikja Israels til að sýna Israelsher i tvo heimana á vigvelli i striðinu sem kennt er við yom kippur-hátiðina. Þegar hann komstsvo aö raun um að sovétstjórnin var ófáanleg til að efla svo egypska herinn að hann yröi þeim fsraelska verulegur ofjarl, sneri hann við blaðinu og leitaði friðar- gerðar við Israel með tilstyrk Bandarikj- anna. Sadat Óvissa og háski fylla tómið eftir Sadat n eins og fyrri daginn hrökk stuðn- ingurstórveldisins skemmra enSadat hafði vænst. Bandarikjastjórn skirrist við aö beita Israelsstjórn þeim þrýstingi, sem dugir til að gera alvöru úr fyrirheitum Camp David-samkomulagsins um sjálfs- stjórn til handa Palesti'numönnum á her- numdum svæðum. Hátt i ár lét Sadat viö- ræður um sjálfsstjórnarmálið liggja niöri, og þegar þær hófust á ný fyrir skömmu höfðu fulltrúar Israelsstjórnar fátt nýtt til mála aö leggja og ekkert sem verulegu máli skiptir. Viö fráfall Sadats hefur óvissan um framhald Camp David-viðræðnanna aukist um allan helming. Hann gat,vegna þess sem á undan var gengið og myndugleikans sem þaö léöi honum, sætt sig við ýmislegt af hálfu Begins og hans nóta i stjórn Isra- els, sem óhugsandi er að stjórn undir for- ustu Mubaraks þoli. Ekki er að búast við að Egyptar hugsi sér til hreyfings alveg á næstunni, þvi enn er misseri þangaö til Israel skilar afganginum af Sinaiskaga úr hernámi i aprilnæsta vor. En ef samninga- viðræðurnar um málefni Palestinumanna hjakka þá enn i sama farinu, hljóta Egyptar aö taka að ókyrrast. Friðargerð Sadats við Israeleinangraði þá frá flestum öðrum arabiskumælandi þjóðum, og beri friðarsamningurinn ekki tilætlaðan ár- angur i þágu hins arabiska málstaðar Pale- stinumanna, getur einangrunin orðið Egyptum óbærileg. Nú á næstunni veltur framvinda mála mest á þvi', hvort Bandarikjastjórn gerir sér loks grein fyrir að málefni Palestinu- manna skipta sköpum fyriratburðarásina i löndunum fyrir Miðjarðarhaf sbotni og dregur af þvi réttar ályktanir. Fjand- skapurinn sem rikir með samtökum Pale- stinumanna og Israel er veigamesta ástæðan fyrir sifelldri spennu og hættu- ástandi i löndunum fyrir Miðjaröarhafs- botni og gefur Sovétrikjunum tækifæri til aö koma þar ár sinni fyrir borð. Tilviljunar- kenndur hernaðarstuöningur Bandarikja- anna viö Iranskeisara foröum og nú við Saudi-Arabiu er ekki annað en fálm án yfir- sýnar og raunhæfs tilgangs, meðan Banda- rikjastjórn lætur eins og málstaður Pale- stinumanna sé ekki veröur viðlits. ^Jiðustu dagana sem Sadat lifði lét hann til sin taka samskipti Bandarikjanna viö önnur arabariki. Horfur eru á að stjórn Reagans hafi tekist aö klúðra svo sölu AWACS ratsjárflugvéla til Saudi-Arabiu, að máliö veröi fellt i öldungadeild Banda- rikjaþingsins. Yröi það reiðarslag fyrir stjórnarstefnu og jafnvel valdaaðstöðu Saudi-konungsættarinnar, sem hefur lagt sig i framkróka undanfarin ár til að hemja hækkanir á oliuverði og unniö með þvi vest- rænum iðnrikjum mikið gagn. I ræöu i sjón- varpi i siðustu viku brýndi Sadat fyrir Bandarikjastjórn, að flugvélasalan til Saudi-Arabiu mætti meö engu móti farast fyrir. Sendi hann Mubarak, sem nú er orö- inn eftirmaöur hans, gagngert til Washing- ton að bera þennan boöskap sinn æðstu mönnum Bandarikjanna augliti til auglitis. Einnig lét Sadat varamann sinn bera fram viö Bandarikjastjórn í sömu ferð áskorun um skjóta vopnasendingu til Súdan, til að efla súdanska herinn og stjórn Numeiri forseta til að veita viðnám yfirvof- andi innrás frá Libýu. Hafa Súdanir bú- settiri'Libýu komiöá flótta til Egyptalands undanfarna mánuði og skýrt frá að reynt hafi veriö að þröngva þeim til að gerast liðsmenn súdansks útlagahers, sem Kha- dafi Li'býuforseti hefur komið á laggirnar og lætur vopna og þjálfa í þvi skyni að „frelsa” Súdan i fyllingu timans. Sögöu flóttamennimir, að þeim hefði veriö hótaö að þeir yröu fluttir út i eyðimörk og skildir þar eftir bjargarlausir með ekkert fram- undan nema bráðan bana, ef þeir neituöu að ganga I súdanska útlagaherinn. Fullvfst er að Khadafi hyggur sér til hreyfings sem aldrei fyrr, eftir aö'Sadat erkióvinur hans er úr sögunni. útvarpið í Tripoli, höfuðborg Líbýu, hélt þvi fram þegar fréttist um moröið i Kairó, að til- ræöismenn hefur veriö að fullnægja dauöa- dómi, sem lihýskur alþýðudómstóll kvað upp yfir forseta Egyptalands i einni áróöursherferð Khadafi gegn honum. Ný- stcrfnað bandalag Libýu, Eþiópiuog Suöur- Jemen ógnar sér i lagi Súdan og Sómaliu i Afrfku og Norður-Jemen á Arabiuskaga. Verði úrslit borgarastyrjaldarinnar sem nú er háö i Noröur-Jemen þessu bandalagi i hag, er þvi greiö leið að seilast til áhrifa og undirróðurs i Saudi-Arabiu. Skammt er siðan Fadh krónprins Saudi- Arabiu, bar fram fyrstu tillögu sem þaðan kemur um friðargerð milli arabaþjóöa og er 15. launaflokkur. I honum eru kennarar lang fjölmennastir, en grunnlaun sam- kvæmt honum eru kr. 7689, skv. þriðja þrepi. Næst fjölmennasti flokkurinn er 11. launaflokkur, þar sem eru skrifstofu- menn, réttindalausir kennarar, heil- brigöisstéttir og toll- og löggæslumenn. Grunnlaun þeirra eru kr. 6701. Þegar þessar launatölur, sem hér hafa veriö nefndar, eru skoðaðar blandast engum hugur um, að leiðréttingar er þörf. En hvað þá um baráttuna gegn verðbólg- unni? Er ekki rétt, að launþegar hafi biö- lund svo takast megi að koma henni niður i viðunandi stig, eins og yfirlýsingar voru gefnar um i sumar? Ekki eru allir á einu máli um, að þaö séu endilega launþegar, sem eiga að herða sultarólina til að atvinnuvegirnir rétti úr kútnum. — Mér finnst alltaf eitthvað gruggugt við það, þegar atvinnurekendur hefja þennan kreppusöng sinn rétt fyrir samn- inga, segir framámaður i launþegasam- tökunum. f^eir sem reikna efnahagsdæmið okkar frá sjónarmiði launþega benda á, að hér á landi sé vissulega fjárfest meira og tekin meiri lán en viðast annarsstaðar, og það er af mikilli þörf. En þeir benda lika á, að hér sé mikið um vitlausa fjár- festingu, hreina endaleysu, og afskaplega slælegan rekstur fyrirtækja og stofnana. Eitt stykki Kröfluvirkjun skapar t.d. ákaflega mikla spennu i þjóðfélaginu, en hverju skilarhún? A það er lika bent, að á Suðurnesjum séu 24 frystihús, en af þeim skili ellefu 80% af framleiðslunni, og þau sem sýni tap feli raunverulega hagnað hinna með þeim afleiðingum, að gripa verður til gengisfellingar. Almenningur er að sjálfsögðu ekki stikkfrifrá veröbólgunni, hann á sina sök lika. En hver vill draga úr þeim lifs- gæðum, sem hafa áunnist? Varla ætti rikisvaldið að krefjast þess að menn geri það eftir að iiai'a rekið þá pólitik undan- farna áratugi, að hagvöxturinn skuli um- fram allt aukinn. Eða hvað? ef!ii Þorgrim ^iesí sson ] eftir Magnús Torfa Ólafsson tsraels, aö þvi tilskildu að réttindi Pale- stinumanna séu tryggö.Tillögur þessar eru mjög svipaöar þeim sem riki Efnahags- bandalags Evrópu geröu fyrir ári. Megin- atriði þeirra er að PLO, heildarsamtök Palestinuaraba, viöurkenni tilverurétt og öryggisréttindi tsraels, jafnframt þvi sem tsraelsstjórnfallistá að ræða framtið Pale- stínumanna við fulltrúa PLO. siðustu heimsókn sinni til Washing- ton lagöi Sadat megináherslu á þaö i tölu sinni I boði Reagans i Hvita húsinu, að það sem sérstaklega skorti á að koma friðar- geröilöndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni á rekspöl i lokaáfanga væri að PLO kæmi þar til skjalanna sem fullgildur aöili. Ljóst er aö svoverður ekki meðan Bandarikjastjórn styður Israelsstjórn I þeim ásetningi að sniöganga PLO. Jafnfram safnast tundriö fyrir innan seilingar ýmissa, sem ekki skirrast við að hleypa þessum hluta heims i bál og brand, ef svo býður við aðhorfa. Sama daginn og Sadat var veginn birti Heimssamband sionista áform sin um að gera herteknu svæðin á vesturbakka Jórdan á einum mannsaldri að landi sem gyöingar byggja að meirihluta, Drobless, forstööumaöur landnámsskrifstofu sam- bandsins,sagði fréttamönnum i landnema- bænum Kedumim á vesturbakkanum, aö á næstu fjórum árum væri ætlunin aö stofna þar tólf til átján nýjar landnámsbyggðir, auk þess að þær85 sem fyrir eru færi út kvi- arnar. Með þessu móti er ætlunin að fjölga gyðingum búsettum á hernumdu svæö- unum úr 25.000 i 145.000 á timabilinu. ÆLokamarkiö er, sagði Drobless, aö eftirþrjá áratugi, árið 2010, verði tala gyð- inga á vesturbakkanum komin yfir eina milljón eða fram úr núverandi ibúafjölda Palestinumanna á sama svæði en þeir eru 800.000 talsins. Geta má nærri hver áhrif það hefur á Palestinumen og arabiskar þjöðir, sam- þykki tsraelsstjórn þetta áform Heims- sambands sionista.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.