Helgarpósturinn - 23.10.1981, Page 6

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Page 6
Fjárlagafrumvarpið er endaleysa: „Tölurnar byggðar á röngum forsendum Föstudagur 23. október 1981 „Þaö er helvíti hart ef maður getur ekki lengur treyst þeim tölum sem maöur fær i hend- urnar”, sagöi Ragnar Arnalds fjármálaráöherra I samtali viö Aöalblaöiö, en sem kunnugt er hefur komiö i ljós aö fjárlaga frumvarpið er „ein allsherjar endaleysa”, eins og ráðherrann orðaöi þaö. „Fjárlagafrumvarpiö er byggt á ýmsum forsendum, en nú i ár eru þær forsendur augljóslega rangar”, sagöi Ragnar, „Þetta þýðir að ýmsar tölulegar upplýs- ingar i frumvarpinu eru alveg úti hött. Ég get nefnt sem dæmi að ef þetta væri látiö standa, þá ætti til dæmis að hækka framlag til liknarmála og menningarmála! Allir sjá að það er fáránlegt. A sama hátt þá er gert ráð fyrir þvi i frumvarpinu eins og það er, að dregið verði úr niðurgreiðslum til landbúnaðarins, og að aðstoð hins opinbera við útgerðarmenn verði minnkuð. Það er hreint brjál- æði”. sagði Ragnar. Fjárlagafrumvarpið verður endurskoðað nú strax, „og þessi Ragnar Arnalds. mál færð i rétt horf”, lofaði ráð- herrann. Hann sagði að i ráðu- neytinu yrðu gerðar ráðstafnir til þess að „þetta gerðist ekki aftur”. Samhygð gerir jörðina mennska „Víö viíjun- ekki lata sitja viö oröin tóm. Þaö er ekki stefna okkar i Samhygö. Þessvegna ÆTLUM viö aö gera jöröina mennska. Það getur ekki haft annað I för meö sér en þaö aö jöröin fyllist af mannkærleika og aö mannfólkiö fyllist hlýju, kær- leika og jafnvægi”, sagöi Ingi- björg Guðmundsdóttir, starfs- maöur Samhygöar, samtakanna sem starfaö hafa undir slagorðinu „Gerum jöröina mennska”. Ingibjörg sagði aö Samhygð hefði fest kaup á landi við Korp- Olfsstaöi.og að þar ætti i fyrsta skipti að gera jöröina mennska. Sagði hún hugmyndina upphaf- lega vera komna frá Siló frá Argentínu, stofnanda Sam- hygöar og höfundi bókariimar „Neðri ró”. Ennfremur sagöi Ingibjörg aö næsta vor væri von á um þrjú þúsund erlendum meðlimum Samhygðar hingað til lands, auk þess sem allir islenskir meðlimir hreyfingarinnar munu verða á túnblettinum við Korpúlfsstaði. „Til að gera jöröina mennska þarf manneskjur, ekki satt??” sagði Ingibjörg. Korpúfisstaöaland varð fyrir valinu, vegna þess aö þar er gljúpt undir og hentugt til að gera mennskt. Verkinu munu stjórna fjórir af leiötogum Samhygðar, þeir SIló frá Argentinu, Talla frá Indonesiu, höfundur bdiarinnar „Ytri ró”, Blökk frá Þýskalandi, höfundurbókarinnar „Efri ró” og Pétur Guðjónsson, höfundur bókarinnar „Innri ró”. Samkvæmt upplýsingum Ingi- bjargar veröur jörö Samhygðar plægð og sfðan grafin göng og hol- ur, þar sem fólk mun nálgast jörðina. „Þar er svo meiningin aö vera þangað til jöröin veröur mennsk, og maöurinn fullur af kærleika, jafnvægi, og innri ró”, sagði hUn. „Við erum vongóö um að þaö takistfyrir næsta vetur”, sagði hún ennfremur. Gall Gali, frá Sri Lanka, höf- undur bókarinnar ,,Róróró”,mun flytja ávörp á meðan fólkiö er að mennska jöröina. Nokkrar meinlegar prentvill- ur læddust inn i grein Ingvars Gislasonar, menntamálaráð- herra, um Videóvæöinguna, scm birtist i siðasta Aðalblaði. Sýnu verst var að setningin: „Ég er með þessi mál öll til at- hugunar og hef þegar skipað þrjár nefndir til að skila áliti”, varð i greininni að: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að snúa mér I þessu frekar en öðru, — ætli ég skipi bara ekki nokkrar nefndir til að firra mig ábyrgð”. Þó svo hugsunin á bak við setningarnar sé hin sama verður að lita svo á að merking- in breytist litillega. Er mennta- málaráðherra beðinn velvirð- ingar á mistökunum. 9. tolublað —---1-------------------------------- Enn einn veitingastaður í Reykjavík: Herkjan svíkur engan Alltaf f jölgar veitingastöðunum I Höfuðborginni. Nú um helgina opnar enn einn matsölustaðurinn — Veitingahdsið Herkjan — og er hann til húsa I gömhi og vinalegu húsi i efra Breiðholti. Að sögn eigandans og yfirmats- sveinsins, Sigurjóns Pálssonar, verður lögö höfuðáhersla á að halda I heiöri islenskum matar- venjum. Fjölmargir réttir verða á matseðlinum, og eru þeir i anda „Le Nouvelle Islendische Cuis- ine”. „Viö munum hafa heitan mat i hádeginu”, sagði Sigurjón, ,,og á kvöldin lika. Yfirhöfuð reynum við að hafa matinn helviti heitan, svona almennt’.’Sigurjón sagði að hann hefði féngið vinveitingaleyfi eins og aðrir veitingastaðir. „Munurinn er sáýsagði Sigurjón, ,,að i Herkjunni verður ekkert rauðvinssull. Ef menn vilja drekka hér, þá geta þeir drukkið brennivín og gin, eða ekki neitt. Vin hússins verður brennivin i kók. Hér geta því heilu fjölskyld- urnar komið saman i góðu tómi og sest niður I huggulegu um- hverfi, boröað þolanlegan og seðjandi mat, virkilegan, þungan og drjúgan I maga, og farið á súrrandi fylleri. Stefnan er að hér standi enginn upp frá borðum hjálparlaust”, sagði Sigurjón. Ekki er að efa að margir munu fara upp i' Breiðholtog njóta gest- risni Sigurjóns. Frá honum fer enginn ófuliur. Rætt um inngöngu Samtakanna ’78 í Alþýðuflokkinn: „Komið aftan að Aiþýðu- flokknum” segir Kjartan Jóhannsson Vilmundur Gylfason sagði i morgun i viðtali við Morgun- vöku útvarpsins, að hann og Jón Baldvin Hannibalsson hefðu átt viðræður við fulltrúa Samtak- anna '78, um inngöngu samtak- anna i Alþýöufiokkinn. Þessi yfirlýsing þingmanns- ins kemur i framhaldi af við- ræðum hans og Jóns Baldvins i sumar við Kommúnistasamtök- in. Sagði Vilmundur að hann vonaðist eftir þvi aö þessi mál yrðu tekin upp á flokksþingi Al- þýöuflokksins nú um helgina. t viðtalinu i morgun sagði Vil- mundur að það væri skoðun hans að sem flestir ættu að geta gengið i Alþýðuflokkmn burtséð frá þvi hvaða stjornmálaskoð- anir menn hafa. „Alþýðuflokk- urinn er stór flokkur. Að visu ekki i meðlimafjölda. En hann er stórhuga. Hann er hugaöur. Hanner mannlegur. Þaðerrúm i Alþýðuflokknum fyrir alla,” Kjartan Jóhannsson sagði Vilmundur. Hann sagði að þeir hefðu hist á kaffihúsi, hann, Jón Baldvin og þrir fulltrúar Samtakanna ’78. „Þetta var fundur. Það er enginn vafi”, sagði Vilmundur, þegar hann var spurður hvort viðræðurnar hefðu verið form- legar. „Við i Alþýðuflokknum þurfum ekki kerfið til að segja okkur hvað er formlegt og ekki formlegt. Við vitum það,” sagði hann. „Þaö hefur verið komið aftan að mér i þessu máli,” sagöi Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, þegar Aðal- blaðiþ bar þessa frétt undir hann i morgun. „Þetta verður tekið fyrir á flokksþinginu, meira vil ég ekki segja.” T ollstjóraembættið auglýsir Laus til umsóknar er staða tollvarðar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Auk þess koma til margvíslegar aðrar greiðslur, ef vilji er fyrir hendLt.d. flaska í vasann o.s.frv. Umsækjendur þurfa hvorki að hafa fulla sjón né heyrn. og þurfa ekkert endilega að vera mjög samviskusamir. Þeir eiga t.d. bara að taka það smygl sem þeir eiga að taka, eða þannig. Útsala Útsala Af sérstökum ástæðum verður haldin RISA-útsala á akureyrsku jólahangikjöti nú um helgina, í öllum matvörubúðum landsins. Þeir sem fæddir eru í október, f á sérstakan RISA-afslátt. Hangikjötið er unnið samkvæmt viður- kenndum aðferðum læknisf ræðinnar. Hangikjötiðer herramannsmatur. Hangikjötið mitt og hangikjötið þitt Hangikjötsframleiðendur og Heilbrigðiseftirlitið Útsala Útsala SPURT OG SVARAD_______________ Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjórnmálaviðhorfið Jóhann Pálsson 2974-3824: Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn ekki setiö við stjórn árum saman. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn kæmist til valda i samstarfi við aðra flokka — hvaða flokkur yrði fyrir valinu? SVAR: Hver yrði þá stefnan, spyrð þú, Jóhann. Það er góð spurn- ing. Ég þarf vist ekki að segja þér, Jóhann, aö Sjálfstæðis- flokkurinn er stór flokkur, og að innan hans rúmast margvisleg- ar skoðanir. Sjálfstæðisflokkur- inn erfjöldaflokkur, og við meg- um ekki taka upp stefnu sem hugsanlega gæti styggt ákveðna hópa innan flokksins. Sem fyrr byggist stefna Sjálfstæðis- flokksins á viðsýnu, umburðar- lyndu frjálslyndi, Jóhann, og þaö er stefnan I dag. Karl Jónsson 3428-8957: Ef SjáIfstæöi sflokkurinn kemst til valda, mun hann þá beita sér f yrir þvi aö togaraflot- inn verði minnkaður? SVAR: Þetta er góð spurning, Karl. Sjálfstæðisflokkurinn sækist eftir völdum i þjóöfélaginu til þess að gera lif einstaklingsins betra. Þaö er æðsta markmið flokksins, Karl, aö hver Islend- ingur geti með stolti stundað sina vinnu, og sofnað ánægður að kvöldi dags, aö loknum erfið- um vinnudegi. Sjálfstæðisflokk- urinn vill auka frelsi einstakl- inganna og efla framtak þeirra. Við skulum ekki dylja okkur þess að meginvandi frjálsra þjóðfélaga er að sameina vel- ferðarriki.frelsiogauka ábyrgð einstaklingsins útávið, þannig að hver Islendingur, Karl, geti stundað sina vinnu með stolti og sofnað ánægður að kveldi. Ann- ars sé ég ekki að þetta komi þér við. Magnds Sveinsson, 2897-4539: Hvemig yrði okkar þjóðfélag ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráða? SVAR: „Þetta er góð spurning, MagnUs. Ég tel að hver höndin veröi ekki ipp á móti hver ann- arri.né heldur að við Mjótum hlutskipti austantjaldsþjóð- anna, þar sem þjóöimar búa i stóru fangelsi. Þjóðfélag Sjálf- stæðisflokksins er þjóðfélag ein- staklingsfrelsis, þar sem hver tslendingur getur stundað sina vinnu með stolti, Magnús, og' sofnað ánægður að kveldi. Það þjóöfélag veröur þjóöfélag viö- sýni, umburðarlyndis ogjrelsis. Akveðin öfl innan Sjálfstæðis- flokksins vilja mig eflaust burt áður en til þessa kemur en ég, MagnUs, fer hvergi. Gunnar Thoroddsen, 2647- 8973: Ingimundur og hans hundur sátu báöir og átu. NU nefni ég hans nafn. Gettu mina gátu. SVAR: Þetta er það sem ég átti við, Magnús. Þetta er gallinn við víösýnan, umburðarlyndan og frjálsan stjórnmálaflokk. En hvað get ég gert? Gunnar Thoroddsen, 2647- 8973: Hvað heldurðu maður? SVAR: (framhald næst)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.