Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 19

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 19
_Jielgarpásfurinn. Föstudagur 23. október 1981 19 Lausn á skákþraut Alger afslöppun Relax-hvíldarstóllinn er sérhannaður til þess að veita algera afslöppun og hvild. 3 stillingar í baki og á skemli Komið • Reynið og sannfærist. « fJýja. Sólsturgorðin FOSSVOGI VIÐ REYKJANÉSBRAUT A. Hér eru ýmsar leppanir á feröinni. Hviti hrókurinn leppar þann svarta og hann hálfleppar aftur riddarann og drottning- una. Svartur er ekki i neinni leikþröng, hann getur leikið peðinu fram, kónginum til h6 eða g8 (en þar yrði hann að visu mát: Hxg7 + ) Hvitur verður þvi að koma sér upp nýjum máthót- unum. Ekki þarf lengi aö leita þeirra 1. Re7 er all harkalegur leikur, hvitur hótar þá Dxg7 mát. Við 1. -Hxf7 er svarið Dg8 mát. Einna skemmtilegast er mátið 1. Re7-Kh6 2. Dg6, drottn- ingin mátar þótt hún sé leppur vegna þess að svarti hrókurinn er leppur biskupsins. Fjalakötturinn 3 og Valdi húsið, og það er sonur Valda — Þorkell Valdimarsson, sem nú er eigandinn Nú er aðeins austurhluti þess i notkun, þ.e. sá hluti sem snýr aö Aðalstrætinu. Afgangurinn stendur bara hálf- fullur af allskyns drasli og biöur örlaga sinna. /,Góð hugmynd" A þessu stigi er ekki gott að segja hver þau örlög verða. Húsið stendur á einni dýrustu lóö Reykjavikur, og Þorkell vill aö vonum fá talsvert fé fyrir það. Borgin hefur hingað til ekki verið reiðubúin aö borga honum það sem hann hefur sett upp. Það er þó nokkuð ljóst að einhverntima kemur að þvi að hið opinbera eignast húsið, þvi samkvæmt húsafriðunarlögunum má ekki hrófla viö þvi. Þorkell getur þvi ekki rifið húsið, né breytt þvi verulega. Og þegar hin háu fast- eignagjöld bætast við er ljóst aö hann hefur ekki það uppúr eign sinni sem hann ætti ef til vill að hafa. Helgarpósturinn tekur undir þær hugmyndir sem hér hafa komiðfram um aö Fjalakötturinn verði gerður upp og að Kvik- myndasafn Islands verði fengið til að reka þar kvikmyndahús. Þaö er ekki aðeins að þetta sé elsta kvikmyndahús landins, heldur ef til vill heimsins, og það er til marks um áhuga erlendra aðila sem til þessara mála þekkja, aö forseti alþjóöasam- taka kvikmyndasafna (FIAF) hefur skrifaö borgarráði, borgar- skipulagi og Menntamálaráö- herra bréf, þar sem hvatt er til varðveislu hússins. Rekstur kvikmyndasafnins á svona kvikmyndahúsi gæti orðiö einstaklega skemmtilegur. I bréfi Kvikmyndastofnunar til Borgar- ráös segir m.a.: „Vegna veru sinnar i alþjóöasamtökum kvik- myndasafna, gæti það boðið uppá sýningar á öllu því markveröasta sem skapaö hefur veriö i kvik- myndalist frá upphafi. Auk kvik- myndasýninganna mætti nýta salinn fyrir ýmisskonarmenning- arstarfsemi, t.d. á vegum borgar- innar. Þar gætu einnig skapast not fyrir rikiö. Sýningar kvik- myndasafnsins eru forsenda þess að hægt sé aö kenna kvikmynda- fræði i skólum. Þessi mikilvæga kennslugrein er meö öllu vanrækt i dag, Ef til vill mætti hugsa sér að kennsla i kvikmyndafræðum á vegum Háskóla Islands gæti farið fram i húsakynnum Fjalakattar- ins I framtiöinni. Og hver veit nema þarna sé komið hentugt húsnæði fyrir ýmsar stofnanir tengdar kvikmyndum, svo sem fyrir kvikmyndasjóö, kvik- myndaklúbb framhaldsskólanna, kvikmyndahátiöina, Listahátið, Listdreifingarmiðstöö o.s.frv.”, segir aö lokum i bréfi Kvik- myndastofnunar til borgaryfir- valda. B. Svartur er patt, til þess að losa hann úr þvi þarf annað- hvort að leika biskupnum eöa hróknum. Biskupsleikir losa fullmikið um svart, hann getur þá bæöi leikið kóngnum og peð- inu. Viðreynum þvihrókinn. Til þess aö losa kónginn þarf að renna hróknum eftir d-linunni. Þá getur svartur leikið Kg5. I næsta leik vekur hvitur drottn- inguog skákar um leið, kóngur- inn verður þá að fara aftur til h6. Þá er eina leiöin til máts aö drottningin komist til d2. Þetta gefur lausnina til kynna: 1. Hdl'. Kg5 2. d8D + -Kh6 3. Dd2 mat. - Guömundur Arnlaugsson Verðtrygmiuv er orðin siáUsagður hlutur. i pan ao. u ávoxtunínni Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bera í dag hœrri vexti en önnur áhœttulaus íjáríesting. Meðalvextir em 3,2% á ári allan lánstímann auk íullrar verðtryggingar. Raunvemlegt verðmœti þeirra tvöíaldast á lánstímanum, sem er 22 ár. Enda þótt skírteinin séu ekki innleysanleg á fyrstu íimm ámm, heíur verið hœgt að veðsetja þau eða selja með litlum íyrirvara á verðbréíamarkaði. ____________Full verðtrvaging.__________________ Orugg oa arðbœr íiáríestina. Kynnið ykkur kiörin á verðtrvagðum _______spariskírteinum ríkissióSs.________ Útboðslýsingar liggja írammi hjá söluaðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréíasalar. iSBÞJ SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.