Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 21
—he/garposturinn—Föstudagur 23. október 1981
S-
I
21
/unni
Guöbjörg Thoroddsen og Hákon Leifsson á æfingu á Jómfrú Ragnheiöi.
,,Það besta er að fá
að spreyta sig"
— segir Guðbjörg Thoroddsen, sem leikur
sitt fyrsta hlutverk sem atvinnuleikari
hjá L.A. um helgina
Fyrsta frumsýning vetrarins
hjá Leikféiagi Akureyrar veröur i
kvöld, föstudag. Verkiö, sem sýnt
verður, er „Jómfni Ragnheiður”,
en það er ný leikgerð af Skálholti
Guömundar Kamban. Höfundur
lcikgerðarinnar og jafnframt
leikstjóri er Briet Héöinsdóttir.
Með titilhlutverkiö fer Guöbjörg
TTioroddscn, en hiín útskrifaöist
úr Leiklistarskólanum siðastliðiö
vor. Af þvi' tilefni haföi Helgar-
pósturinn samband viö Guð-
björgu og var hún beðin aö segja
aðeins frá persónu Ragnheiðar.
,,HUn er saklaus og ætlast ekki
til neinnar mannvonsku i heimin-
um, þvi aö hún hefur fengiö góöa
aðhlynningu. Hún heldur að hver
geti ráöið sinum örlögum sjálfur,
en hún er mjög opin, þegar það
kemur i' ljós, að lifið er ekki bara
dans á rósum”, sagöi Guðbjörg.
Aðspurð sagði Guðbjörg, að
hlutverkiö væri erfitt, en þess
bæri lika að gæta, að hún væri svo
mikill nýliði. HUn sagði hins
vegar, að sér þætti gaman
aö vera komin Ut i
atvinnulifið, en þetta
hlutverk væri hennar
fyrsta eftir að hún lauk
námi.
— Ermikillmunur
að taka þátt
i Nemendaleikhúsinu
og svona al-
vöru leikhUsi?
,,Já, það er dálitill
munur.
Manni finnst maður
vera svolitið
afsakaður i' nemendaleikhúsi.”
— Heldurðu, að þú standir und-
ir kröfunum, sem gerðar eru til
atvinnuleikara?
,,Ég veit það ekki, það verða
aðrir aö dæma um þaö. Maður
gerir sitt besta. Ég er alla vega
mjög spennt fyrir þessum vetri.”
— Heldurðu að það að hefja
feril þinn Uti á landi hafi einhver
áhrif á það hvernig þú kemur til
með að mótast sem leikari?
,,Ég er mjög ánægð með þá á-
kvöröun mina að koma hingað,
vegna þess að i bænum heföi ég
ekki fengið eins mikiö að geFa og
hér, þannig að það er heilmikið,
semmaðurhlýturað læra i vetur.
bað hlýtur að vera það besta,
þegar maöur er nýkominn Ut úr
skóla að fá að spreyta sig”, sagði
Guðbjörg Thoroddsen, sem hefur
sinn feril sem atvinnuleikari nú
um helgina hjá L.A. — GB
Bókaútgáfa Bókhlöðunnar:
Æviminningar séra Valdimars J.
Eylands meðal jólabókanna
,,Við verðum með svipað magn
og i fyrra. Þá vorum við með sex
titla og þeir verða sex til átta i
ár”, sagði Eyjólfur Sigurðsson,
þegar hann var spurður um vænt-
anlega bókaútgáfa Bókhlöðunn-
ar.
Eyjólfur sagði, að enn væru
ekki öllkurlkomin til grafar hvað
varöaði útgáfuna i ár og vildi að-
eins nefna fjóra titla:
Æviminningar séra Valdimars
J. Eylands i Vesturheimi, skrá-
settar af honum sjálfum og með
formála eftir dr. Kristján Eld-
járn. Endanlegur titill er ekki
kominn á bók þessa, en væntan-
lega mun hún heita Cr Viðidal til
Vesturheims.
Þá gefur Bókhlaðan út safn af
viðtölum við þekkta menn, bæði
látna og lifandi, sem Björn
Bjarman hefur tekið. Auk þess-
ara viðtala er fremst i bókinni
fyrsta smásaga, sem Björn skrif-
aði,og aftast er síðasta smásaga
hans.
Haldið verður áfram að gefa út
knattspyrnubækur og að þessu
sinni er þaö saga Manchester Un-
ited, sem skráð er af Derek Hodg-
es.
Loks fá svo strákamir nýja
Bennabók, sem enn hefur ekki
hlotið endanlegt heiti, en bækur
þessar eru eftir Captain W.E.
Jones.
BANNAÐ AÐ FA
SÉR Á SN/P/NN!
I baksiðuslúðri Helgarpósts-
ins i siðustu viku var frá þvi
sagt að tvö lög af nýútkominni
plötu Kamarorghesta, Bisar i
banastuöi, hefðu veriöbönnuð i
útvarpinu. Þar sem allt er lykt-
ar af ritskoðun vekur áhuga
sé þagaö i hel i útvarpinu af
þeirri einu ástæðu að þar er
mikilvægt liffæri konunnar
nefnt sinu rétta nafni?
NU er vetrardagskrá sjón-
varpsins óðum að taka völdin og
liður varla sá dagur (að
Fjölmtðlun
eftir Þröst Haraldsson
minn settiég mig i samband við
nýskipaöan tónlistarst jóra
gamla gufuradiósins, Jón örn
Marinósson, til að spyrja hann
um þetta mál.
Hann.staðfestifréttina og var
ekkert að leyna þvi að hann
heföi sjálfur tekið þá ákvörðun
að lögin „Bi'tt’i rassgatiö á þér”
og ,,Samviskubit”skyldu útlæg
ger af þeim öldum ljósvakans
sem hann ræöur yfir. — Ég er
persónulega ekkert mjög við-
kvæmur, en mér þóttu textarnir
við þessi lög þess eðlis að óvið-
eigandi væri aö flytja þau i út-
varpi, sagði hann.
Hann sagði lika aðengar regl-
ur væru til um það, hvar draga
skuli mörkin á milli þess leyfi-
lega og hins forboðna. — Enþað
verður að taka skjótar ákvarð-
anir þegar svona hlutir koma
upp.Minn úrskurðmá svo kæra
til útvarpsráös ef aðstandend-
um plötunnar þykir ástæða til,
sagði Jón.
Ekki kvaðst Jón hafa orðið
fyrir neinum þrýstingi i þá átt
að banna þessi lög heldur hefði
starfsmaður tónlistardeildar
vakið athygli hans á textunum.
Eflaust er erfitt aö draga
mörk á milli þess hvaö er boð-
legt fyrir alþjóð og hvað ekki.
Engaman væriefaðstandendur
plötunnar kærðu Urskurö Jóns,
þóekki væritilannarsen að láta
reyna á frjálslyndi útvarpsráðs.
Mér finnst það sérstaklega
mikilvægt út af laginu „Sam-
viskubit” sem er skeleggasta
(og eina?) framlag kvenna i
poppbransanum til kvenfrelsis-
mála hér á landi. Vilja konur
sitja undir þvi aö slikt framlag
SOGULEG STUND
Það var mikil upplifun að
vera viöstaddur fyrstu dúótón-
leika Niels-Hennings Örsted
Pedersens og Philip Catherine,
en þeir héldu þá i Háskólabiói á
miðvikudagskvöldið var. Mikir
spenna rikti i salnum sem á
Annað verk tónleikanna var
lika splunkunýtt úr penna
Philips: Every Day. Hin djang-
óska tradisjón er rik i verkum
hans sem leik, en þetta voru
ekki neinar einfaldar melódiur
heldur þrælerfið kammerverk.
Þá var komiö aö dönsku deild-
inni. Niels lék Future Child, sem hann tileinkaði á sinni tið óbornu barni sinu, seinna telp-
Jazz
eftir Vernharð Linnet
sviðinu, þvi um helmingur
efnisskrárinnar var hér fluttur i
fyrsta sinni, inná milli voru svo
gamlir kunningjar af hinni
klassisku efnisskrá djassins.
Allt frá fyrsta verkinu:
September Start, eftir Philip
var ljóst að hin listræna upp-
lifun yrði rik án þess að nokkuð
glataðist af þeirri rýþmisku
spennu sem er aöal djassins.
Það er óþarfi aö hafa orö á
virtúósiteti Niels, hann þekkja
allir Islendingar, sem eitthvað
fylgjast meö tónlist. Philip er
mörgum minnsstæöur frá tón-
leikum Niels i Háskólabiói 1978.
Kannski þeir hafi búist við
honum kröftugri þetta kvöld, en
þess ber aö gæta að dúó er ekki
trió.
unni Mariu, þá liöu þeir félagar
inni beykiskógatónlist hinnar
dönsku þjóðar: Jeg gik mig ud
en sommerdag og loks var
brugðið á leik i uppáhaldslagi
islenskra nflsista, ,,Min lille
Anna” og þar fékk húmorinn
yfirhöndina og margur geggjar-
inn tisti þegar brugðið var frá
hinni heföbundnu túlkun.
Nugaser ein fegursta tónsmið
Django Reinhards og svo fagur-
lega lék Philip hana að klökkvi
settist að i brjóstunum, Niels
dró úr klökkvanum og eftir þaö
lék Philip á brosvöðvana með
tilvitnun i Marseiinn. Að lokum
skelltu þeir sér i The Puzzle,
sem þeir léku i Háskólabiói ’78
og er á Trió 2. Þá var nú heitt i
kolunum og Niels rakti blússög-
Philip Catherine og Niels-Henning i Háskólabiói i fyrrakvöld —
glæstir tónleikar mikilla listamanna, segir Vernharður m.a. i um-
sögn sinni.
una og um tima gat maöur att
von á að Ben heitinn Wesbster
labbaöi inn með tenorinn og
hoffinn.
Svo kom hlé.
Kannski var hinn listræni
kraftur ekki alveg eins sterkur
seinni hlutann. Orginalar
Philips, Janet og Spirale ekki
eins gripandi viö fyrstu heyrn.
Þá léku þeir Autum Leaves en
Philip sleppti sér ekki lausum
og kildi einsog ’78. Svo léku þeir
þann fræga tangó Gades um af-
brýðina og var þaö góð
skemmtun, en i loka verkinu Air
power frá ’78 var allt komið á
fulltaftur og Niels einsog Bird á
bassann og allt trylltist. Auka-
lögin urðu tvö og að sjálfsögöu
það slöara Litla lestin hans
Villa-Lobos og uröu mikil
fagnaðarlæti er innganginum
lauk og fólkið þekkti sitt lag.
Glæstir tónleikar mikilla
listamanna og á fimmtudags-
kvöldiö leika þeir á Hótel Sögu
og þá er ég viss um að Philip
lætur gamminn gejsa i Autum
Leaves og Niels blæs á bassann
af sama krafti og Bird og Trane
blésu saxana sina. ,
P.S Oft hefur verið kvartaö
yfir hljóöstjórninni á tónleikum
djassleikara á Islandi, en nú var
ástæöa til að gleöjast. Magnús
Kjartansson vann verk sitt af
slikri prýöi að á betra varöekki
kosið i Háskólabiói.
fimmtudögum frátöldum) að
ekki byrji nýr framhaldsþáttur.
Fréttaspegill hóf göngu sina á
fóstudaginn var og eru þeir
Guðjón Einarsson og Bogi
Agústsson alls góðs maklegir
fyrir þátt sinn um videómálið.
Þar var á ferö lifandi frétta-
mennska, hæfilega ýtin og þess
gætt að menn kæmust ekki upp
meö að vikjast undan spurning-
um.
Hins vegar má Bogi — og
reyndar öllfréttadeildin— vara
sig á þvi'sem geröist ierlendum
fréttaspegii á þriðjudaginn. 1
kaflanum um • Egyptaland
missti ég hvað eftir annað þráð-
inn vegna þess aö myndefnið
sem sýnt var undir lestri Boga
var ekki i samhengi við textann
og rændi þess vegna athyglinni.
Þetta er þvi miöur allt of al-
gengt I fréttum sjónvarpsins.
A þriöjudaginn hleypti sjón-
varpiö af stokkunum þáttaröö
Magnúsar Magnússonar um
vikingana. Ég sá nokkra af
þessum þáttum i Danmörku i
vor og man aö þarlendir kolleg-
ar minir gagnrýndu Magnús
„okkar” fyrir að láta „show”
mennskuna ráöa feröinni um of
á kostnað fræöimennskunnar.
Ekki treysti ég mér til að dæma
um slikt, en Magnús kann til
verka, hann er fantagóöur sjó-
maöur.
A m illi Magnúsar og Boga var
einn þessara útsöluþátta sem
sjónvarpiö hefur einstakt lag á
að grafa upp, Hartá mótihörðu.
Sjáifs mi'n vegna og lesenda
ætla ég ekki að hafa þessi orð
fleiri.
„Nálægt
því að vera
dagbók
í Ijóði”
— segir Ólafur
Haukur
Símonarson um
nýja bók sína
,,6g er með litla bók, sem kem-
ur væntanlega út fyrir jólin. Það
erstuttsaga, sem heitir Almanak
Þjóðvinafélagsins”, sagði ólafur
Haukur Simonarson, þegar Helg-
arpósturinn leitaði frétta hjá hon-
um af ritstörfunum.
Ölafur Haukur sagði, aö bókin
væri nokkuö nálægt þvi að vera
dagbókiljóði, og i henniværikikt
á hið daglega lif, bæði innan dyra
og það, sem vofði yfir manni.
„Ég myndi segja, að þetta væri
létt og skemmtileg bók, þó að við-
fangsefniö sé náttúrlega ótrúlega
alvarlegt, eins og alltaf”, sagöi
Ólafur Haukur.
Ekki vildi hann segja meira um
verkið og verðurþvialmenningur
að biða eftir útkomu þess.