Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.10.1981, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Qupperneq 22
22 Lína og Pína 1 Lundúnasinfóníunni, nr. 104 frá 1795, birtast margar ágæt- ustu hBöar Haydns, sem var miklu uppátækjasamari og djarfari miftaö viö sinn tíma en menn oftast ætla. Hinsvegar var ert væri sjálfsagöara. Þó er þvi ekki aö neita, aö tónninn hjá henni veröur stundum einsog hálfgruggugur, þegar hdn þarf aö spila veikt. Þetta kom enn skýrar i heyrn heldur dauft i sveitinni yfir þessu ágæta verki, og Jean-Pi- erre Jacquillat virtist hafa litla uppburði í þá átt aö koma henni til. Pina Carmirelli lauk svo hljómleikunum meö fiölukon- serti Brahms, og þá færðist heldur betur fjör i hljómsveit- ina. Þaö er mikill fitonskraftur i þessari á að giska hálfsjötugu konu, og hún lék þennan iðil- fagra erfiöa konsert einsog ekk- á laugardaginn var hjá Tónlist- arfélaginu, þegar þau Arni Kristjánsson léku fiölusónötur Beethovensnr. 5, 7ogl0, og var einna mest áberandi i þeirri fyrstu, Vorsónötunni. En þegar á þarf aö taka, fer hún á kost- um. Arni, sem er að verða hálf- sjötugur, lætur heldur engan bilbug á sér finna, og þaö var harla ánægjulegt aö sjá og heyra þetta aldraöa listapar saman eina feröina enn. Karólina Eiriksdóttir — Sonans var fremur hlýlegt og yfirvegað af nútimatónsmiö aö vera, segir Arni Björnsson m.a. um flutn- ing verksins á tónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar. Tónleikar Sinfóníunnar fimmtudaginn 15. október hóf- ust á slundurnýju verki, Sonans, eftir Karólinu Eiríksdóttur. Föstudagur 23. október 1981 Það er einsog fyrri daginn, að fæstoröhafa minnsta ábyrgö og ekki sist, þegar um fyrstu heyrn er að ræöa. Þó virtist þetta stykki vera þeirrar náttúru, aö vel myndi mega venjast þvi með timanum. Þaö var fremur hlýlegt og yfirvegaö af núti'ma- tónsmiö aö vera og laust við þá krampakenndu örvæntingu, sem ósjaldan einkennir þær. Þá liggur við, að hagtýningarnir minni stundum á kvikmynda- fólkið í Hollývúdd, þegar hún var upp á sitt versta, sem ærðist við aö reyna að finna upp á ein- hverri hugmynd, bara ein- hverju, einhverju, sem væri eitthvað ööru visi og gæti hugs- anlega vakiö athygli. Mikið má maður oft skamm- ast si'n fyrir ungæðislegt yfir- læti, þegar öxlum var yppt við gamla Jósep Haydn: hann væri nú heldur þunnur miðaö viö Mozart, Beethoven og ýmsa hina. En i rauninni var hann ennþá meiri brautryöjandi en þeirá sviöi hinnar klasslsku sin- fóníu, kvartetta o.fl. Að þvi leyti fer vel á þvi aö stilla honum upp viö hlið nútimatónskálda. helgarpústurinn Glauber Rocha er látinn Brasiliski kvikmyndahöfundur- inn Glauber Rocha er nú allur. Hann lést i Rio de Janeiro þann 22. ágúst siöastliöinn, 43 ára aö aldri, og meö honum merkasti fulltrúi hinnar nýju kvikmynda- geröar Brasiliu. Glauber Rocha stundaöi um tima laganám, jafnframt þvi, sem hann lét til sin taka sem ljóðskáld, bókmennta- og kvik- myndagagnrýnandi o.fl. Fyrstu kvikmynd sina gerði hann árið 1958, en nýjasta mynd hanserfrá 1980. Þekktust mynda hanser liklega Antonio-das-Mort- es, en fyrir hana fékk hann verðlaun i Cannes, árið 1969. Aðr- ar þekktar myndir hans eru Svartur guö, hvítur djöfuil og Ljóniö meö sjö höfuö. Hvernig fá ska/ fullnægingu Þjóðleikhúsiö sýnir Dans á rós- um eftir Steinunni Jóhannes- dóúuir (Iöunn 1981) Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskars- son Tónlist: Manuela Wiesler Leikmynd og búningar: Þórunn Sigriður Þorgrlmsdóttir. Fyrir nokkrum árum geröi Ingmar Bergman sjónvarps- mynd um konu sem er sálfræö- ingur aö mennt og atvinnu. Kon- an sú var vist bæði kynköld og komplekséruð og notaði bless- aöa sjúklingana i yfirfærslu- skyni, eins og ég held það heiti á sálfræðingamáli, — þ.e.a.s. sál- greindi aöra til þess að umflýja eigin skort á tilfinningum. 1 myndinni er þvi lýst hvernig hún upplifir bernsku sina á ný með öskrum og óhljóðum, eins og nú er i tisku og á vist að lækna öll okkar sálarmein. Dans á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur minnti mig töluvert á þessa mynd Berg- mans. Aðalpersónan 1 leikritinu, Asta, starfar sem sálfræöingur á Kleppi. Hún er komin noröur á Akureyri til pabba og mömmu til aö júbilera. Þar hittir hún Völu dóttur sfna, sem hefur alist upp hjá afa sinum og ömmu, og kemst aö raun um aö hún nær engu sambandi viö hana. Hún hittir einnig Val, gamlan draumaprins sem er nú læknir á staönum, fær hann til viö sig, en kemst aö raun um aö þaö er þá ekkert stórkostlegt eftir alit saman. Á eftir henni aö sunnan kemur Arnaldur geösjúkur eit- urlyfjaneytandi sem hefur veriö i meöferö hjá henni og segist elska hana. Hún vill i fyrstu ekki sjá hann þegar hann ryöst inn á foreldraheimiliö, en leiknum lýkur þó á þvi að hún miskunnar sig yfir hann og leyfir honum að hafa einhvers konar mök viö sig. Þaö hefur oft verið gagnrýnt — og einkum af hálfu kvenna — aö karlkyns höfundar lýsi kon- um sem kynferðisverum, sjái ekki annað en samskipti þeirra við hitt kynið þegar þeir þykjast vera aö lýsa þeim sem einstak- lingum. Ég fæ ekki betur séð en Steinunn Jóhannesdóttir ætli aö skipa sér i flokk slíkra höfunda með þessari frumraun sinni. Henni hefur áður tekist aö koma róti á hugi manna með skelegg- um Þjóðviljaskrifum sinum og ég efa ekki aö þetta innlegg i kynjaumræöuna — þvi trúlega ber einkum að skoða verkiö þannig — muni hafa svipuð áhrif. Þaö ber þess glögg merki að áhugi höfundar á mannleg- um vandamálum, ekki sist þeim sem lúta aö samskiptum kynj- anna, er sist i rénun. Og þaö þarf ekki lítinn kjark til aö gera þeim efnum, sem þetta leikrit snýst um, svo Itarleg skil. Ýmis atriöi þess, einkum i fyrri hlut- anum, gefa einnig visbendingu um gott vald á dramatisku formi. A texta Steinunnar er litill byrjendabragur; hann er leik- hæfur og spennandi og kryddað- ur ágætum húmor, það er helst að hann veröi nokkuð flatneskjulegur á köflum. Undir einstöku atriöum, þar sem and- stæöurnar skerpast, gripur maöur andann nánast á lofti. Slikum áhrifum nær enginn nema sá sem hefur ósvikna til- finningu fyrir dramanu og virö- ir kröfur þess um óhlutdrægni gagnvart persónunum. Dans á rósum vekur þvi vonir um að komiö sé fram leikskáld sem eigi eftir að búa til lifandi dramatik um veruleika okkar allra — karla vonandi ekki siöur en kvenna — þegar þaö vex upp úr einföldum sálfræðilegum lausnum. Steinunn Jóhanesdóttir lét að þvi liggja I viðtali skömmu fyrir frumsýninguna að öll leikrit væru I rauninni vandamálaleik- rit. Ég er hjartanlega sammála henni. ödipus konungur segir t.d. frá manni sem lánið viröist leika viö en á þó viö eitt vanda- mál aö striða: það aö hafa myrt fööur sinn og samrekkt móöur sinni. Dramað er form átak- anna og átök verða ekki nema þar sem einhver öfl risa önd- verð hvort gegn ööru. í dram- anu eru þessi átök afhjúpuð eöa leidd til lykta, allt eftir þvi sem efnin leyfa. Nú mætti i fljótu bragöi halda að Steinunni skorti ekki vandamál tii aö hrinda af stað dramatiskum átökum. En það er eins og hún gæti sln ekki á þvi aö leikrit má ekki bara veröa einhver vandamálasúpa sem hvorki áhorfendur né persónur verksins komast tii botns i. Flest góö leikverk sem eru á annað borð byggö upp I kringum óleyst deiluefni láta sérnægja eina meginspurningu, einhverjar aöalaöstæður sem sameina aö lokum allt sem fram fer. Ég á bágt meö aö greina slikan efniskjarna i Dansi á rós- um og þaö sem ég þykist sjá vekur sannast sagna miklar efasemdir hjá mér. Það veröur þó aö segjast verkinu til lofs aö þar er reynt af fullri einurö aö horfast i augu viö mjög erfiö mál, ekki sist tviskinnung kon- unnar gagnvart sjálfri sér og karlkyninu. Saga Jónsdóttir leikur Astu og getur litiö gert úr hlutverkinu. Hún kemur afar vel fyrir og viröist hafa öll efni til aö veröa dramatisk leikkona, en um frammistööu hennar er aö ööru leyti ekki mikiö að segja. 1 sum- um „aðaluppgjörum” leiksins, svo sem I siöasta atriöi þeirra Vals — gamla draumaprinsins — og fööurins er átakanlegt tómahljóö i leik hennar. Það leyfi ég mér hiklaust aö skrifa á reikning höfundar, þvi Asta er meö afbrigðum veikburða og óljós persónusköpun frá hennar hendi. Helsta takmark þessarar konu noröur á Akureyri viröist vera að komast I bólið með Val lækni og þegar það er búið og gert er engu llkara en allur vindur sé úr henni, Ef hún á að lenda þarna i meiri háttar sál- arkreppu — eins og dularfull orö um sjálfsmorðsáætlun gætu bent til — er þaö frábærlega vel falið fyrir áhorfendum. Við sjá- um hana aðeins reika um eins og viljalaust slytti og eigum þvi afskaplega erfitt með aö finna til samúöar meö henni. Maður er þvi eiginlega fegnastur þegar hún sýnir af sér mannsbragö og lætur úrhrakiö taka sig i leiks- lok. öll „forholl” Ástu og karl- kynsins eru að sjálfsögðu i megnasta ólestri. Að sögn henn- ar sjálfrar byrjaði þetta allt meö fylleriinu á pabba sem ruglaði öllum hugmyndum litlu stúlkunnar um hvernig sannur karlmaður ætti aö vera. 1 upp- gjörinu mikla viö sjúkrabeö föö- urins spyr hún hann, hvort hún eigi fremur „aö bera fyrir hon- um (þ.e. hinum sanna karl- manni) takmarkalausa virð- ingu eöa draga hann upp úr skitnum”. Nú er auövitaö til i dæminu að þetta séu aöeins til- raunir hinnar sálfræðimenntuðu konu til aö skella allri skuldinni á aöra. Ég sé þó ekkert i verkinu sem geti bent til þess aö svo sé, en á hinn bóginn virðist þessi sálfræðilega útlistun koma full- komlega heim og saman viö samskipti Astu viö hitt kyniö. Valur ætti þá aö vera sú Imynd karlmannlegs fullkomleika sem hún getur aldrei náö upp til og pillusjúklingurinn Arnaldur skuggi fööursins sem hún man i skitnum. Það er þvi ekki nema rökrétt aö hún skuli finna hina langþráöu kynferöislegu full- nægingu hjá honum einum — en þaö undirstrikar leikstjórn Lár- usar Ýmis Óskarssonar I leiks- lok vendilega, þar sem hann lætur Ástu stifna af sælu meö vesalinginn i skauti sér. Ég er ansi hræddur um að það sé handbókasálfræði af þessari sortinni sem kemst langt með að eyðileggja leikrit Steinunnar. Góð leikrit eru nefnilega ekki samin til að sanna akademlsk- ar kenningar um mannlegt sál- arlif heldur til að láta andstæð sjónarmið og tilfinningar takast á af fullum krafti. Og það virðist Steinunn geta gert kæri hún sig um, eins og ágæt lýsing hennar á sambúð foreldra Ástu er til vitnis um. Þar er dregin upp næmleg og á köflum býsna mögnuð mynd af þessu linnu- lausa heimilisnaggi sem geymir á bak viö sig botnlaust hyldýpi ástar og haturs. Þvi leiðara er aö Steinunni skuli ekki veröa meira úr samskiptum Ástu sjálfrar við Val lækni og Völu dóttur sina — en persónan Arn- aldur er gjörsamlega vonlaus enda búin til i þeim tilgangi einum aö fá sálfræöi leikritsins til aö ganga upp. Þórunn Sigriður Þorgrims- dóttir gerir leikmynd og endur- tekur afrek sitt frá þvi i Iönó i vor: hleöur utan um leik og sýn- ingu utanverki sem þjónar eng- um praktiskum tilgangi. A text- anum veröur ekki séö aö höf- undur hafi hugsað sér neina leikmynd og þykir manni þaö nokkuö mikið fyrirhyggjuleysi af einum dramatiker. Annars er allur stlll leiksins natúraliskur og i slikri umgerb heföi þaö ugg- laust sómt sér best. Bákn Þór- unnar Sigriöar er til þess eins fallið að stela athygli áhorfenda frá leiknum, auk þess sem það krefst tilfæringa sem tefja óþægilega fyrir sýningunni. Ég skal einnig játa aö ég botna ekk- ert i þvi af hvaöa ástæöum loka- atriðið er flutt út úr þessum kassa eöa hvers vegna upphafs- atriöiö er sett upp á þann hátt sem þarna er gert. Sjálft leik- rýmið er þar á ofan full borulegt og setur leikstjóra og leikendum þröngar skorður. Þaö eru mikil mistök hjá Lárusi Ými Óskars- syni aö óska eftir — eða fallast á — slikt leiksvið, en aö ööru leyti er leikstjórn hans nokkuð fag- mannleg. Hann er greinilega vaxandi leikstjóri og á vonandi eftir að glima við stórbrotnari viðfangsefni en þau sem hann hefur fengist viö hingaö til. Leikur er yfirliett jafn i þess- ari sýningu. Enginn skarar sér- staklega fram úr, nema Krist- björg Kjeld i hlutverki móöur- innar. Það er einkum leik hennar að þakka hversu áhrifa- miklar sennur foreldranna geta oröiö. Sigrún Edda Björnsdóttir gerir margt vel I hlutverki Völu, en skapar auðvitaö ekki dýpri persónu en höfundur. Allir aðrir virðast ganga heilshugar að verki, reyna að nýta efnin eins og kostur er og tekst það undan- tekningalaust allvel. Manni virðist ekki liklegt að Dans á rósum öölist mikla al- mannahylli. Hvað sem frétta- stofa útvarps segir voru undir- tektir frumsýningargesta i leikslok i daufara lagi. Samt ber að fagna bæöi verki og sýningu. Þeir sem hér eiga hlut að máli hafa ekki hvatt sér hljóös áður meö eftirminnilegri hætti og vilji þeirra til að fjalla um raun- hæf mannleg vandamál verður ekki dreginn i efa. Þeir ættu að hafa alla burði til aö kafa dýpra ofan I þau, koðni þeir ekki niður i þeirri gagnrýnislausu sjálfs- tignun sem er svo sorglega al- geng i fslensku leikhúsiifi. JVJ Saga og Steinunn í Dansi á rósum: Leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur vekur vonir um aö komiö sé fram leikskáld sem eigi eftir aö búa til lifandi dramatik um veruleika okkar allra — karla vonandi ekki siöur en kvenna — þegar þaö vex upp úr einföldum sálfræöilegum lausnum, segir Jón Viöar m.a. I umsögn sinni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.