Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 30

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 30
Föstudagur 23. október 1981 /lelgarpósturínn- Clarence Lushbaugh staöfestir aö sjúklingarnir I Oak Ridge hafi veriö settir f geislun, en fullyröir aö hann hafi litinn sem engan þátt átt i þvi. Sexton-fjölskyldan. Myndin var tekin i september 1967, rúmlega ári áöur en Dwayne, til hægri, dó i Oak Ridge. Hér hvilir hiö grandalausa „tilraunadýr’ Hve mikla geislun þola geimfarar? Dauðvona barn notað sem tilraunadýr • Málið sem bandaríska geimvísindastofnunin vill þagga niður Mary Sue Sexton gekk með syni sínum, Dwayne, sex ára, inn í sjúkraklefann. í klefanum var sjúkrarúm úr áli og umhverf is það var strengt nælonnet. Dwayne litli klofaði yfir netið og lagðist í rúmið. Móðir hans veifaði honum í kveðjuskyni og gekk siðan út. Mary Sue vissi ekki að sonur hennar var notaður í tilraun sem framkvæmd var með fullri vitneskju bandarískra stjórnvalda. Tilgangurinn með tilrauninni var að ákvarða hve rnikla geislun mannslíkaminn þolir. Á árunum 1960—1974 voru geislatilraunir gerðar á að minnsta kosti 89 krabbameinssjúklingum. í þeim hópi var Dwayne Sexton. Tilraun- irnar fóru f ram í tveimur sérhönnuðum klef um í bækistöðvum Kjarn- eðlisstofnunarinnar í Oak Ridge í Tennessee. Mikil leynd hvílir yfir þessu máli öllu og fæst tilraunadýranna þekkjast með nafni. Bandaríska timaritið Mother Jones hefur rannsakað þetta mál itar- lega. Atómborgin Oak Ridge var lengi kunn undir nafninu „Atómborgin” þvi þar var framleitt efni i atómsprengjur sem beitt var i siöari heimsstyrjöld. Um þaö bil þriöji hver ibúi borgarinnar getur stært sig af doktors- nafnbót. Yfirmaöur sjúkrahúss Kjarneölisstofn- unarinnar er Clarence Lushbaug, kallaöur Lush. Hann er sprenglærður læknir og hóf starfsferil sinn i annarri atómborg, Los Alamos i Nýju-Mexikó. Lush kom til Oak Ridge áriö 1963. Árið 1960 hófust á sjúkrahúsinu tilraun- ir með geislalækningar. Skömmu fyrir seinna striö höföu visindamenn i New York komist aö þvi aö unnt var aö halda lifi i hvitblæöissjúklingum meö þvi aö beina geislum aö krabbameinsfrumum sem mynduðust i beinmerg. Mælieining geislunar nefnist rad (r). Venjulegur röntgengeisli er 0.1 r en Dwayne litli og hinir sjúklingarnir 88 fengu mun stærri skammta, eða frá 1.8 upp i 300 r. Læknarnir sem fengust viö þessar tilraunir höföu litla trú á þvi aö nokkur lækning gæti hlotist af svo öflugri geislun. Dwayne Sexton kemur til sögunnar I júni 1965 varö fyrst vart sjúkdómsein- kenna hjá Dwayne sem þá var þriggja ára. Til þessa hafði hann verið hinn mesti fjörkálfur, en þetta sumar breyttist hann. ,,Dwayne vildi helst af öllu sitja eöa liggja- Hann var alltaf þreyttur og slapp- ur,” segir móðir hans. Heimilislæknirinn hélt aö hann þjáöist af blóöleysi og skrifaöi upp á járnmeöul og vitamin handa honum. Mary Sue kraföist þess aö hann yröi lagöur inn á sjúkrahús til rannsóknar. Þar fékk hann blóðgjöf en ekkert stoöaði. Að lokum spurði Mary Sue lækninn vafningalaust hvort drengurinn þjáöist af hvitblæöi. Læknirinn neitaöi þvi, en sagði aö e.t.v. fengi hann bata i Oak Ridge, hann væri búinn að gera ráöstafanir til að koma drengnum þangaö. Nú tók Mary Sue aö halda nákvæma dagbók. Dwayne kom til Oak Ridge I fyrsta sinn 27. júli. Röntgenmynd var tekin af brjóst- holi hans og sýni tekið af beinmerg. Af til- viljun heyröi Mary Sue þegar læknir skýröi eiginmanni hennar frá þvi að Dwayne væri þungt haldinn af blóökrabba. Tveimur dögum seinna skrifaöi Mary Sue i dagbók sina: „Læknarnir lýstu fyrir okkur hvaöa aöferö yröi beitt viö Dwayne. Viö vitum að hann á skammt eftir ólifað, frá sex vikum upp i .eitt og hálft ár, og lengst af veröur hann fárveikur.” Læknarnir sögöu hjónunum aö þeir ætluöu að græða heilbrigöan merg i drenginn, þaö væri eina vonin til þess aö geta lengt iif hans. Fyrsta aðgeröin á Dwayne var fólgin i þvi að tekinn var beinmergur á sautján stööum i likama hans. Mergurinn var geislaður og honum siöan sprautaö i Mary Sue. Aö þvi búnu var henni tekið blóö, skilið úr þvi blóövatniö og þvi dælt i Dwayne. Læknarnir geröu sér vonir um aö á þennan hátt myndaöist mótefni i likama móöurinnar og þaö gæti eytt krabbameinsfrumunum I beinmerg Dwaynes. En brátt varö ljóst að tilraunin haföi mistekist og heilsu drengsins hrakaöi. Nú var reynt aö lækna hann með lyfja- gjöf, en þaö var um seinan. Hinsta legan 1 vetrarbyrjun 1968 tók blóð aö vætla úr nefi og hálsi Dwaynes. Foreldrar hans óku meö hann i snarhasti til Oak Ridge, þar sem hann lagöist i rúm sitt. Tilraunin meö beinmergsflutninginn haföi mistek- ist, en lyflækningin sem þá tók viö haföi haldiö i honum lifi. Aö sögn læknanna var aðeins um eitt aö ræöa: Beina svo sterkum geislum aö krabbafrumunum i beinmerg hans aö þær dræpust. Þetta var hættulegt þvi heilbrigðar frumur myndu einnig skadd- ast viö þetta. Varnarkerfi likamans gegn sýklum myndi eyöileggjast. Næstu vikurnar léttist Dwayne um meira en helming og var oröinn minna en 15 kg. Hann gat varla lyft höföinu af kodda, en undi viö það langtimum saman aö lesa bréf og jólakort sem honum ‘bárust frá vinum og ættingjum. Mary Sue svaf i rúmi við hliö sonar sins. Hún segir: „Dwayne lét sér á sama standa um aðgeröirnar. Hann var þvi fegnastur aö mega hafa móður sina hjá sér. Hann var svo haröur af sér. Þaö var ævintýri likast.” Drengurinn fann aö lif hans fjaraöi út. „Gráttu ekki mamma, bráöum verö ég með Jesú.” Dwayne Sexton dó á sjúkrahúsi Kjarn- eðlisstofnunarinnar i Oak Ridge 29. desember 1968, mánuöi eftir aö siöasta „geislalækningaaögeröin” var gerö á honum. Tilraunirnar i Oak Ridge fóru fram aö undirlagi Geimvisindastofnunar Bandarikjanna og þvi áttu geimfarar að njóta góös af þeim. En þaö er staöreynd aö enginn bandariskur geimfari hefur oröiö fyrir geisiun sem kemst i hálfkvisti viö þá sem Dwayne litli mátti þola. En þaö er af tilraunastarfsemi þessari að segja aö rannsóknarnefnd lækna fékk pata af þessu geislunarkukli og gat eftir mikiö japl, jaml og fuöur fengiö þvi fram- gengt aö stjórnvöld létu hætta tilraunun- um. Ekkert var þó taliö saknæmt viö starfsemi og Clarence Lushbaugh er á hraöri leiö upp metoröastigann.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.