Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 18. desember 1981 halijarpn*tt irinri Utan rimlanna fá svo sibrotamennirnir hvern frestinn á eftir öorum á Sumir eru settir bak viö rimlana þótt þeir ættu alls ekki ao vera þar. þvi aö afplána dóma sina. Sumir eru úti, sem ættu að vera inni- abrír eru innif en ættu að vera úti ¦Meðan fólk sat fyrir framan sjónvarpið á föstudagskvöldi og fylgdist meö Guðmundi J. Guömundssyni alþingismanni rekja i Fréttaspegli sorgarsögu ungs manns sem var settur i fangelsi til að afplána refsivist eftir ao hann liafoi tekið sig til, stofnaö heimili og sett sig i miklar skuldir viö ibúðakaup gerðist vofeiflegur atburður á baklóð viö Þverholt i Reykjavik. ¦ Allir þekkja þá sögu. Ungur maður réöist á 15 ára gamla stúlku og stórskaoaoi hana meö barsmiftum og eggvopni. Slðan lá hún i blóði sinu i fjóra tima þar til vegfarandi fann hana af tilviljun. Það sýndisig, aðárásarmaðurinn lial'ði ol'tsiunis áður gert sig sekan um Hkamsárásir og skömmu áður hafði hann ógnað stúlku með skrúf- járni. ¦ Þetta er ein af þverstæðum réttarfarsins. Afbrotamenn sem taldir eru hættulegir umhverfi slnu ganga lausir meðan þeir eru ekki kæröir fyrir refsiverðan verknað. Aðrir hafa byrjað nýtt Ilf þegar þeim er gert að hefja refsivist, og komast ekki hjá afplánun. ¦ En ekki er allt sem sýnist. Helgarpósturinn kannaði bæði málin lijá lögreglu- og dómsyfirvöldum, og niðurstaðan er sú, að hvað sem liour mannúð eða mánnúðarleysi einstaklinga innan kerfisins eru þessi mál erfið viðureignar. álagi. En bent er á aö nú hafi verið bætt nokkuð úr þvi. Þá er bent á, að rannsókn á fikniefna- málum sé erfið vegna þess, að oft séu mikilvæg vitni komin til út- landa eða út á land, þegar til þeirra eigi að gripa, jafnframt þvi sem málin tengist hvert öðru og verða af þeim sökum all flðkin. „Lengja inni" i hengingaról- t fyrsta lagi er ljóst, að þegar menn eru settir i fangelsi hafa þeir undantekningarlaust fengið hvert tækifærið á eftir öðru hjá „kerfinu". Áður en þeir eru „sett- ir inn" hafa þeir fengið frestun á ákæru, frestun á afplánun og frestanir á að hefja afplánun, og i annan stað er algengt að menn fái skilorðsbundna dóma. Mikið gengið á Það hefur þvi ýmislegt gengið á áður en menn eru settir i fangelsi, nema um sé að ræða mjög alvar- legt brot, svo sem stórþjófnað, alvarlegar likamsárásir, jafnvel manndráp eða morð — og fikni- efnasmygl. Hér áður fyrr var plássleysi á Litla-Hrauni talsvert vandamál, og menn þurftu oft að biða lengi eftir að fá að hefja af- plánun af þeim sökum. Siöan 1971, þegar byggt var við fangels- ið, hefur það ekki veríð mikið vandamál. Auk þess segja kunn- ugir, að afplánanir séu orðnar mun samfelldari eftir aö Fullnustudeild dómsmálaráðu- néytisins var sett á stofn 1978, og nokkuð hefur verið dregið úr frestum á þvi að hefja afplánun. Vissulega getur oft liðið óhóf- lega langur timi frá þvi ai'brot er framið þar til menn geta hafið af- plánun dóins. 1 mörgum tilfellum er hæggengu dómsvaldi um að kenna og oft tekur rannsókn mála mjög langan tiina. Þaðer sérstaklega þegar um er að ræða flókin fjármálaafbrot og fikniefnabrot. Slikur málarekstur getur tekið mjög langan tima, jafnvel svo skiptir árum. Nýlegt dæmi er um fikniefnamál frá ár- inu 1976, þar sem sá seki var loks dæmdur á þessu ári og hóf afplán- un f haust, þá búinn að stofna fjöl- skyldu og koma sér upp heimili. Ollum sem þessi mál voru rædd við ber saman um, að fikniefna- dómstóllinn hafi lengi verið sein- virkur og kenna um miklu vinnu- leftir Þorgrím Gestssoni En það má lika skella hluta skuldarinnar á hina dæmdu sjálfa. Það er nefnilega talsvert algengt, að menn noti alla hugsanlega möguleika til þess að fá för sinni i fangelsi frestað, og þeír eru talsverðir. Dómsmálaráðuneytið veitir nær undantekningarlaust allt að átta mánaða frest, og margir nýta rétt sinn til áfrýjunar til fullnustu, oft á tiðum i' vonlausum málum. Margir eru þeirrar skoðunar, að hér eigi ekki við orðtakið „frestur er á illu bestur", þvi eilifir frestir á fullnustu dóma i þeirri von að kraftaverk gerist sé aðeins til að „lengja i hengingar- ólinni". „Lögreglan ráðþrota" Innan lögreglunnar eru mjög skiptar skoðanir um það hversu langt megi ganga i þvi að meta fyrirfram hvort einstaklingar geti orðið umhverfí sinu hættu- legir. „Satt að segja er allt of mikið um að menn sem geta verið hættulegir öðrum gangi lausir. Hvað sem allri mannúð liður þá þarf lika að hugsa um aðra, þá sem hugsanlega verða fyrir barð- inu á þeim", segir Páll Eiriksson lögregluvarðstjóri. Hann bendir á, að i rauninni standi lögreglan ráöþrota gagn- vart þessum mönnum, þótt þeir séu ekki margir. Það má ekki halda þeim inni meira en 24 tima eftir að þeir eru handteknir hafi þeir ekki verið kærðir fyrir alvar- legan refsiverðan verknað. „Það er hreinasta hörmung að þurfa að sleppa þessum mönnum, sem kannski hafa framið hvert ódæðið af öðru", segir Páll Eiriksson. „Auðvelt að vera vitur eftirá" Magnús Einarsson lögreglu- varðstjóri vill fara varlegar i sak- irnar. „Það er staðreynd, að þessi maður sem réðist á stúlkuna i Þverholti hafi sýnt sig i þvi að veita fólki áverka. En það er engu að siður auðvelt að vera vitur eftirá og segja, að þennan mann hefði átt að handtaka fyrr", segir Magnús Einarsson. Og Þórir Oddsson vararann- sóknarlógreglustjóri bendir á, að öll lagaskilyrði skorti til að lög- reglan getihaft afskipti af mönn- um ef þeir haf a ekki brotið af sér. „Þó má beita gæsluvarðhaldi ef ætla má, að viðkomandi haldi áfram brotaferlisinum.eða til að verja hann f yrir árásum. En það þarf að styðja slikt mjög sterkum rökum ef á að sannfæra dómara um, að slik hætta sé fyrir hendi. Tilfinning lögreglumanns nægir ekki til að sanna slikt, og afbrota- menn eiga að njóta fullra mann- réttinda eins og aðrir", segir Þór- ir Oddsson. Biðtiminn hefst Hvað sem þvi liður er það stað- reynd, að verulegur fjöldi af- brotamanna, einkum svonefndir sibrotamenn eru nánast i föstum ferðum milli f angelsa landsins — oftast Litla Hrauns — og heima- byggðar sinnar. Það eru einkum tvær stofnanir sem þetta fólk hef- ur samskipti við, annars vegar svonefnt Skilorðseftirlit en hins- vegar Fullnustunefnd refsidóma. Fullnustunefnd var sett upp vorið 1978 og er nefnd skipuð þremur mönnum Jónatan Þórmundssyni prófessor, formaður, Ólafi ólafssyni land- lækni og Jónasi Jónassyni lög- regluvarðstjóra, en starfar undir dómsmálaráðuneytinu. Deildinni er ætlað að sjá til þess, að hinum dæmdu sé kynntur dómurinn og siðan að honum sé fullnægt, þ.e. að refsivist hefjist. En það er einmitt þarna sem biðtimi hinna dæmdu hefst, sé lit- iðfrá þeim tima, sem málarekst- ur kann að hafa tekið. Til að byrja imyndir: Jim Smarti með fá þeir nefnilega tveggja vikna frest til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar en saksóknari fær raunar þriggja mánaða frest til að áfrýja felli hann sig ekki við niðurstöðu dómsins. Sé málinu ekki áfrýjað þarf að ganga frá málsskjölum, sem siðan eru send ráðuneytinu. Þetta getur tekið einn til tvo mánuði. Loksins þegar hinum dæmda hefur verið tilkynnt, að nú eigi hann að fara i fangelsi getur hann beðið um frest (frest á fullnustu dómsins á íagamáli). Til skamms timaveittiráðuneytiðþessa fresti óspart, en þegar Vilmundur Gylfason sat i embætti dóms- málaráðherra veturinn 1979 setti hann þá vinnureglu, að ekki skyldi veita meira en fjögurra mánaða frest á þvi að dómi sé fullnægt, og hann megi siðan framlengja i aðra fjóra mánuði. „Vilmundur setti á okkur þenn- an klal'a, fjögurra mánaða frest, sem má framlengja i aðra fjóra, og lengri frest mátti ekki gefa. Sfðan hafa ráðherrar að visu leyft sér að fara út fyrir þennan ramma", segir Jón Thors deildarstjóri i dómsmálaráðu- neytinu. Þorsteinn A. Jónsson er ráð- gjafi fullnustunefndarinnar og starfsmaður dómsmálaráðu- neytisins og hefur m.a. fangelsis- mál á sinni könnu. Hann var að þvl spurður hvaða skilyrði þurfi til þess að fá fullnustu dóma frestaö. „1 framkvæmd metum við mál- in mjög litið og allir sem um það biðja fá frest svo framarlega sem þeir eru i vinnu og eru ekki fyrir á fresti hjá okkur eða i óreglu. Framlengingu fá lika yfirleitt all- ir sem biðja um það, og þar er matið ekki meira nema i undan- tekningartilfellum, ef við höfum grun um að þeir hafi ekki sagt okkur satt. I sannleika sagt leggj- um við þó litla vinnu i að athuga það", segir Þorsteinn A. Jónsson. Ráðherra eða ráðuneytisstjóri getur veitt jafnvel lengri frest en þetta, en þó er ekki mikið um að þeir geri það, að sögn Þorsteins. „Ég man aðeins eftir fáeinum dæmum að undanförnu þar sem var framlengt I nokkra mánuði til viðbótar", segir hann. Fullnustunefndin hefur orðið fyrir þeirri gagnrýni, að þegar húntóktilstarfa, imars 1978, hafí nefndarmenn einfaldlega tekið bunkann sem þá lá fyrir af ófull- nægðum dómum og „sópað" mönnum inn. Hvað segir Þor- steinn Jónsson um þessa gagn- rýni? „Þetta er ekki rétt að öllu leyti. Það rétta er, að vorið 1978 lá fyrir mikið af gömlum dómum. Sú stefna var tekin að fullnusta alla dóma frá 1977 og fram til þess tima aðnefndin var stofnuð. Eldri dómar voru látnir eiga sig, nema eitthvað sérstakt hefði komið fyrir, svo sém ný afbrot", segir hann. „Frestir af hinu verra" —Nú er ljóst, að nánast allir sem hafa fengið dó'm geta fengið alltað átta mánaða frest á þvi að hefja afplánunina, jafnvel meira. Má ekki stilla dæminu þannig upp, að með öllum þessum frest- um sé verið að draga málið óþarf- lega á langinn og menn séu ein- ungis að fá gálgafrest? „Min skoðun er sú, að þessir frestir séu i flestum tilfellum af hinu verra. Ef á að atplána dóm á tvimælalaust að gera það sem allra fyrst eftir að dómurinn er kvebinn upp. Þab er orðið litið samræmi á milli orsakar og af- leiðingar þegar liða kannski nokkur ár frá þvi að dómur fellur þar til refsing er tekin út", segir Þorsteinn A. Jónsson. Þegar afbrotamenn hef ja sam- skipti sin við fullnustunefndina hefur þvi yfirleitt talsvert mikið gengið á, og langur afbrotaferill að baki. A þeim ferli sinum eiga þeir meiri og minni samskipti við Skilorðseftirlit rikisins, sem var sett á fót 1914. Og þar byrja allir frestirnir. Axel Kvaran, fyrrverandi lög- reglumaður, hefur veitt Skilorðs- eftirlitinu forstöðu frá upphafi, en þar starfa nú auk hans Erlendur Baldursson afbrotafræðingur og einn ritari. Skilorðseftirlitinu er ætlað að hafa umsjón með ungmennum á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.