Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 18. desember 1981 helgarpOStUrÍnn mála aö ýmsir valdamiklir menn i okkar þjóöfélagi eru orönir býsna hallir undir frjálsan Ut- varpsrekstur. Sætir vitaskuld hvaö mestum tiðindum að menntamálaráðherra sjálfur skuli segja i eyru alþjóðar að hann telji timabært að skerða einkaréttRfkisútvarpsins.en eins og mönnum er i fersku minni lét Ingvar Gislason orð falla í þá veru i sjónvarpsviðtali fyrir skemmstu. Má ugglaust ráða af stofna hljóðvarps- og sjónvarps- stöðvar? Mun Rikisútvarpið blátt áfram liða undir lok og viö taka aðrar útvarpsstöðvar sem séu færar um að veita landsmönnum svipaða þjónustu? Eöa mun Rik- isútvarpið halda starfi sinu áfram eins og ekkert hafi i skorist með samkeppni smærri Utvarps- stöðva? Eða verður starfsemi þess kannski skorin niður I upp- lýsinga-og fréttamiðlun og frjáls- um útvarpsstöðvum látið eftir að frjálsu útvarpsstöðvum. Það virðist nefnilega alveg ljóst, að Rikisútvarpinu veitir hreint ekki af öllum þeim auglýsingatekjum sem hér er að hafa og ætti þvi til sönnunar að vera nóg að minna á hina gifurlegu fjárhagsörðug- leika stofnunarinnar sem voru mjög til umræðu fyrr á árinu og eru, að þvi er ég best veit, miklir enn. Minnsta tekjutap hlyti þvi að hafa hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir hag stofnunarinnar og Frjálst útvarp eða ófrjálst A siðustu mánuðum hafa um- ræður um óskoraðan rétt Rikisút- varpsins til hljóðvarps og sjón- varpssendinga tekið snöggan f jörkipp. Um tilefnið þarf vart að upplýsa menn. Hérveröurþó ekki rætt um myndbandafaraldurinn og þær hróplegu lögleysur sem hafa vaðið uppi i kjölfar hans og ýmsir ráðamenn beint eða óbeint lagt blessun sina yfir. Ætlunin er aöeinsað fjalla litillega um fáein- ar hliðar þéssa flókna máls og þá einkum þær sem snúa að Rikisút- varpinu.Skal þó strax tekið fram að sá sem hér drepur niður penna hefur enga sérfræðiþekkingu á sviði fjölmiðlunar og ætti þvi kannski að láta fróðari mönnum eftiraödeilaum þessiefni.Atvik- in hafa einungis hagaö þvi svo að ég hef verið viðloðandi hljóðvarp- ið i' nokkur ár, ýmist sem frétta- ritari, fréttamaður, dagskrár- gerðarmaður, þýðandi og leiklist- argagnrýnandi. Eg hef þvi átt þess kost að kynnast innviðum stofnunarinnar allnáið og fylgjast með þvi' sem þar hefur verið að gerast. Það er þvi ekki undarlegt þó að stundum hafi sótt á ýmsar hugsanir um þennan fjölmiðil, stöðu hans i islensku samfélagi I fortið og nútið og það hlutverk sem hans kann að bíða i framtið. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum finn ég mig knúinn til aö leggja nú fáein orð i belg. Breytt viðhorf almenn- ings og stjórnmála- manna Þaö fer vist ekki lengur á milli yfirlýsingu rábherra að þessi skoöun eigi sér orðið sterkan hljómgrunn meðal þingmanna. Fleiri eru þó fylgjandi „frjálsu útvarpi",einsog þaðer oftastnær kallaö, en þingmenn, a.m.k. ef mark er takandi á nýlegri skoð- anakönnun Dagblaðsins, sem bendir til þess aö meirihluti landsmanna vilji að Utvarps- rekstur verði gefinn frjáls. Væri þo synd að segja að málið hafi verið kynnt almenningi svo vand- lega að hann geti i raun og veru talist fyllilega dómbær um það. Það sem mest hefur borið á er slagoröakenndur áróöur fylgis- manna ,,frjáls útvarps" sem virðast hafa áhuga á flestu Öðru en veita fólki marktækar upplýs- ingar um afleiðingar þeirra laga- breytinga sem þeir eru að berjast fyrir. Af hálfu Rikisútvarpsins hefur nánast ekkert verið gert til þess að fræða menn um málið og verður ekki annaö sagt en yfir- menn þess hafi verið nokkuð sein- irtil að bregðast við málflutningi „frelsunarmanna", enda kannski ekki ætlað hann svo áhrifamikinn sem raun ber nú vitni. Það er þvi ekki laust við að maður hrökkvi við þegar æðsta yfirvald mennta- og menningarmála tekur svo rækilega af skarið i máli sem hlýtur eðli sinu samkvæmt að vera óhemju yfirgripsmikið og erfitt viðfangs og spyrji þess á hvaða forsendum það reisi af- stöðu sina. Þvi hvað felur „frjáls Utvarps- rekstur" raunverulega i' sér? Hvað gerist veröi útvarpslögun- um breytt og einkaaðilum leyf t að flytja mönnum afþreyingar- og menningarefni? Hvað munum við einfaldlega græöa á þvi' aö af- nema einokunarrétt RikisUt- varpsins og leyf a hverjum sem er að hefja hljóðvarps- og sjón- varpssendingar? Hafi einhverjir áhugamenn um menningar- og fjölmiölamál ekki velt þessum spurningum fyrir sér oft og ein- att, á ég bágt með að trUa þvi að þær hafi ekki leitað fastar á að loknum Fréttaspegli sjónvarps- ins föstudaginn 11. þ.m. Þar leiddu fréttamennirnir Hallgrim- ur Thorsteinsson og Guðjón Ein- arsson fram nokkra fulltrúa þeirra sem hér eiga stærstan hlut að máli og náöu um leið að varpa allskýru ljósi á málavöxtu. Hver á að borga brúsann? Eins og flestum mun kunnugt hefur Rikisútvarpið frá upphafi vega fjármagnað alla starfsemi sina með auglýsingatekjum. Spurningin er þvi vitaskuld sU hvaöverðurum þær tekjurþegar allar frjálsu Utvarpsstöðvarnar byrja að keppa við það um mark- aðinn, en eins og hver heilvita maður sér hljóta auglýsingar einnig að verða aðaltekjustofn þeirra. NU fullvissaði Ingvar Gislason okkur að vi'su um, þar sem hann sat fyrir svörum i Fréttaspegli sjónvarpsins, að aldrei kæmi til mála að Rikisút- varpið yrði svipt þessari tekju- lind. Þetta getur i framkvæmd ekki þýtt neitt annað en að aug- lýsingar verði bannaöar i hinum Gimilegur ostabakki gerir ávallt lukku. Við óvænt innlit vina, sem ábætir í jólaboðinu eða sér- réttur síðkvöldsins. OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING Láttu hugmyndaflugið ráða ferð- inni, ásamt því sem þú átt af ostum og ávöxtum. Sannaðu til, árangurinn kemur á óvart. iINU OG SUKKULAÐINU gæti vitaskuld orðið banabiti hennar.missti hUn stóran spónUr aski sínum. Þá vaknar hins vegar sú spurn- ing hvernig frjálsu útvarpsstöðv- arnar eiga að komast af án aug- lýsingatekna. Þegar fréttamaður lagði þá spurningu fyrir Ingvar Gislason varð heldur fátt um svör, nema hvaö ráðherrann sagði að þann vanda yröu frjálsu stöðvarnarað Ieysa sjálfar. Þykir þá væntanlega ekki mikilrökvisi þo spurt sé hvers vegna i ósköp- unum eigi að setja lög sem fyrir- fram sévitað að enginn muni geta starfað eftir. Út i þa sálma fór menntamálaráðherra þó ekki, heldur gætti þess að tala sem ó- ljósast, uns hann viðurkenndi að lokum fyrir fréttamanni og þjóð- inni allri að í sannleika sagt hefði hann nánast enga hugmynd um hvernig ætti að skipuleggja þessi mál i framtiöinni. Væri sannar- lega betur ef allir leiðtogar okkar hefðu hreinskilni og kjark Ingv- ars Gislasonar til að játa svo feimnislaust Urræðaleysi sitt i máli sem gæti varðað alla okkar menningu á miklu viðtækari og alvarlegri hátt en við erum i nokkurri aðstöðu til að gera okkur greinfyrir nu, — þó kannski væri þá ekki verra að þeir drægju að- einslengurenlngvar Gislason að taka opinbera afstöðu til slikra hluta. Auövitaö má segja sem svo, að rikisvaldinu væri sæmst að taka að sér allan rekstur Rikisút- varpsins og gera það óháð aug- lýsinga tekjum. Hlustendur myndu þá losna við hinn hvim- leiða tilkynningalestur sem flæðir yfir þá á bestu hlustunartimum allan ársins hring og væntanlega fánotið betra ogáheyrilegra efnis i staðinn. Treysti rikissjóður sér til þess myndi málið auðvitað horfa öðruvisi við. En þvi miður, rikissjóður er þegar rekinn með bullandi tapi og hefur þar af leið- andi ýmislegt þarfara við aurana að gera en eyða þeim i jafn fjár- frekt fyrirtæki og útvarpsstöð. Auglýsingalaust útvarp, frjálst eða rikisrekið, verður þvi vist að vera óskhyggja ein við nUverandi aðstæður og þær breytast varla svo nokkru nemi i náinni framtfð. Af viðbrögðum menntamálaráð- herra verður ekki séö að valda- menn hafi fundið neina lausn á þessum vanda, þó að það hljóti þeir að gera — ætli þeir sér ekki að setja einskisverð lög og vaki eitthvaðannað fyrirþeim en vega beint að rekstrargrundvelli Rik- isútvarpsins. Frelsi til hvers? Og til hvers ætla svo frjálsir fjölmiðlungar — eöa frjálsmiðl- ungar einsog mætti kannski kalla þá til styttingar — að nota hið dýrmæta frelsi sem þeir berjast svo ákaft fyrir? Ætla þeirkannski að telja okkur trU um að hér muni spretta upp margar Utvarps- stöðvar sem geti veitt hlustend- um jafn alhliða þjónustu og Rikis- útvarpið gerir nú? Eða dreymir þá innst inni um eina volduga Ut- varpsstöð sem muni smám sam- an na undirsig öllum auglýsinga- markaðinum og ryðja öðrum Ur vegi, þ.á.m. Rikisútvarpinu sjálfu? Hvers konar „Utvarps- og sjónvarpslandslag" sjá þessir menn eiginlega fyrir sér eftir að öllhöft hafa verið afnumin? Mér vitanlega hefur þessum spurning- um aldrei verið svarað á þann hátt að nokkurt mark sé á takandi og vitaskuld var það ekki gert I margumræddum Fréttaspegli heldur. Þar skorti hins vegar ekki neitt á gylliboðin og frasana. Þannig haföi fyrrverandi alþing- ismaðurinn Guðmundur H. Garð- arsson, einn af helstu forsprökk- um frjálsmiðlunga, ekkert annað fram að færa en innantómar tuggur um „valfrelsi" og rétt „fólksins" til að fá að bUa til út- varp. Forðaðist Guðmundur vandlega að skilgreina hvað hug- takið „fólk" gæti þýtt i þessu sambandi, enda þurfti hann þess svo sem ekki: það kom fram seinna i þættinum þegar sagt var frá siðustu þróun mála i Noregi. Þar hafa sem sé alls kyns skoð- anahópar og sértrúarsöfnuðir, sjálfsagt bæði pólitiskir og trúar- legir, sóttum leyfi til að koma á fót eigin útvarpsstöðvum — og ætli „fólkið" sem Guðmundur H. Garðarsson talaði svo fagurlega um reynist mikið annað en slík samtök þegar til kastanna kemur einnig hér. En Guðmundur H. Garðarsson var ekki eini fulltrúi frjálsmiðl- unga sem fram kom i Frétta- spegli. 1 rauninni var miklu fróð- legra að hlýða á manninn sem lýsti fyrir okkur dagskránni i frjálsu hljóðvarpi framtiðarinn- ar. Þar á greinilega ekki að vera nýjungunum fyrir að fara. Dag- skráin viröist eiga að vera i mjög svipuðum skorðum og hún er i nU- verandihljóðvarpiog efnisatriðin að flestu leyti hin sömu: fréttir, tónlist, framhaldssögur, leikrit, bókmenntakynningar o.s.frv., allt dagskrárliðir sem Rikisút- varpið er fyllilega fært um að annast nú. Jú, einni nýjung meg- um við eiga von á I frjálsu Utvarpi framtiðarinnar sem á eflaust eft- ir að verða ymsum tilhlökkunar- efni. Þarna á sem sé ekki að fara fram tilkynningalestur i löngum bunum, heldur koma i stað hans leiknar auglýsingar. Hvilik fram- för! Það verður ekki litið ánægju- efni að hlýða á leikarana okkar flytja stutta leikþætti um ágæti sáputegunda, herrafata, hUs- gagna, hljdmflutningstækja o.s.frv. i það óendanlega, — að sjálfsögðu með þeim dramatisku tilþrifum sem við hæfi eru svo ekki ségleymtaðminnast á þann viðgang sem slikur starfsvett- vangur myndi veita alvarlegri leiklistarviðleitni i þessu landi. En svo að öllu gamni sé sleppt um fáránlegar skýjaborgirfrjáls- miðlunga, langar mig rétt tÚ að drepa á eina hliö þessa máls sem þeirhafa af einhverjum ástæðum ekki kosið að ræða mjög náið. Það er allur sá sjöldi amatörstöðva sem hlyti að spretta hér upp i kjölfar þess að Rikisútvarpið yrði svipt einkarétti sinum. Þar sem við höfum enga reynslu hér á landi af slikum stöðvum á is- lenskur almenningur afar óhægt með að setja sér starfsemi þeirra fyrir sjónir — og væri það þó kannski ekki verra áður en hann geldur frjálsu útvarpi endanlegt jáyrði. ISviþjóð hafa slikar hljóð- varpssendingar þó verið leyfðar og þar hefur undirritaður haft smávegis nasasjón af þeim. Við stöðvar þessar starfa jafnan al- gerir viðvaningar sem kunna nánast ekkert fyrir sér i f jölmiðl- un og gengur fátt annað til en reka einhliða áróður fyrir hug- sjónum sinum og baráttumálum. Auðvitað er til i dæminu að þetta fólk slysist til að gera eitthvað gott, en oftastnær eru þó vinnu- brögð þess svo kákkennd að hlustendur sem eru vanir góðri fagmennsku og lita á hana sem sjálfsagt mál hljóta að fyllast skelfingu. Og þó fólki sé i sjálfu sérekkertof gottað fá að auglýsa hjartansmál sin jafnt sem per- sdnulega sérvisku, er þó þjónust- an við hlustendur væntanlega að- alatriðið I þessu öllu saman. Nema ég hafi misskilið alveg málflutning frjálsmiðlunga og þeir liti á máliö frá einhverri allt annarri hlið. Stöðnun Rikisútvarpsins Gæti þá ekkert nema illt eitt leitt af afnámi einkaréttar Rikis- útvarpsins? Þó ég hafi velt þessu máli nokkuð fyrir mér, fæ ég að- eins komið auga á eitt atriði sem gæti haft jákvæðar afleiðingar. Það er sú samkeppni sem Rikis- Utvarpið myndi fá við tilkomu annarrar útvarpsstöövar, en á slikri samkeppni virðist það nú þurfa sárlega að halda. Sjálfum blandast mér ekki hugur um að það fylgi sem hugmyndin um frjálst utvarp fær meðal almenn- ings, þegar henni er varpað fram

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.