Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 2
2 Föstudaqur 5. febrúar 1982 h elgarpústurinn. íslenskir uppfinningamenn eru margir—en islensk einkaleyfi eru Hugvitið býr við hungurkjör Samt sem áður hefur hann, og ýmsir aðrir sem fást við það sem „kerfið” nefnir vöruþróun, fengið lán frá hinu opinbera. En bæði Norömenn og Kanadamenn bjóöa bara betur, að þvi er viröist. Uppfinning stekkur nefnilega ekki alsköpuö úr höfðum uppfinningamannanna. Þegar hún loksins kemur á markaðinn eru að baki mörg og oft á tföum erfið ár. Og starfið sem það kostar að gera góða hugmynd að veruleika er dýrt, svo dýrt, að þeir eru fáir einstak- lingarnir sem standa undir þeim kostnaði. Þeir eru lika margir sem hafa hreinlega gefist upp á braut uppfinninganna, þótt verk þeirra hafi lofað góðu. Jón Þórðarson uppfinningamaður á Reykjalundi er einn þeirra, og Sigmund i Vestmannaeyjum hefur nú snúið sér einvörðungu að teikningum fyrir Moggann. Rannsóknir sveltar Þeir eru margir islensku hugvitsmennirnir sem bæði fyrr og nú hafa unnið aö uppfinn- ingum. Þær hafa þó verið mismunandi snjallar,mismunandi frumlegar og mismunandi nýtilegar. Þessar uppfinningar eru allt frá enn einni tilraun til aö búa til eilifðarvél upp i háþróuð rafeindatæki og fiskvinnsluvélar. Ekki sækja allir um einkaleyfi fyrir þessum uppfinn- ingum sinuin, en þeir eru þó all margir_ Bara á árunum 1975—'80 fékk iðnaðarráðuneytið 79 umsóknir fyrir islenskum einkaleyium, en frá árinu 1967 hafa aðeins verið skráð niu isiensk einkaleyfi. Þessar umsóknir fara um hendurnar á Gunnari Guttormssyni i iönaðarráöuneytinu. Hann segir viö Helgarpóstinn, að i iangflestum tilfellum skorti mjög á fuiinægjandi lýs- ingar á viökomandi uppfinningum, til að hægt sé að gera sér grein fyrir þvi hvað þaö er sem á að njóta verndar einkaleyfis —og hvort yfirleitt er um nýjungar aðræða. — Við sendum viðkomandi uppfinningu og nákvæma iýsingu á henni til dönsku einka- leyfisstofnunarinnar, en þar er gengið úr skugga um að raunverulega sé um að ræða nýjung. Til þess aö það sé hægt verður uppfinningamaöurinn aö skýra I smæstu atriöum hvaða atriði við uppfinninguna ætlunin er að fá vernduö og leggja fram nákvæmar teikn- ingar sem sýna fyrirkomulag búnaðar eða framleiðsluaðferö, ef um þaðer aðræða. En til að framkvæma þetta þarf mikla þekkingu, bæði tæknilega og lögfræðilega, sem fæstir uppfinningamenn búa y fir. Ég vil taka svo djúpt I árinni að segja, aö hér á landi sé enginn aðili sem getur annast þetta. Erlendis eru það sérstakar cinkaleyfisskrifstofur sem annast þennan undirbúning, en hér á landi er engin slik skrifstofa, segir Gunnar Guttormsson. Svimandi upphæðir öflun einkaleyfis er heldur ekki útgjaldalaus. Þessi undirbúningsvinna kostar svim- andi upphæöir, að sögn Gunnars Guttormssonar, og heyrt höfum við að kostnaðurinn hlaupi aUt i allt á tugum þúsunda. Sjálf umsóknin kostar 800 krónur, og sé uppfinningin send til Danmerkur á vegum iðnaöarráöuneytisins greiöir uppfinningamaðurinn sjálfur 1200 krónur. Slikar rannsókn- ir eruæði timafrekar, geta tekiðallt upp i tvöár, en algengast er að þær taki átta inánuði til eitt ár. Kostnaðurinn er þvi talsvert meiri en þessar 1200 krónur, og sér ríkiö um að greiða mismuninn. En ekki notfæra sér allir milligöngu islenska rikisins. Nokkuð er um það, að menn sjái sjálfir um að láta rannsaka uppfinningar sinar, þá helst i þeim löiulum þar sem vænta iiKÍ aðhelst sé markaður fyrir þær. Sé um að ræða stofnun sem iönaðarráðuneytið viður- kennir tekur það niðurstöður hennar gildar og veitir einkaleyfi á tslandi verði niöur- slaðan sú að einkaleyfisverndun fæst I viðkomandi landi, þar sem uppfinningin er rann- sökuð. Langt frá hugmynd að veruleika Allt þetta er þó i rauninni aðeins lokapunkturinn i langri sögu. Sögu sem oft á tiöum hófst fyrir mörgum árum. Eitt er snjöll hugmynd, annað er að gera hana að veruleika. Eins og kemur fram annars staðar hér á þessum siðum hefur fyrirtækinu Trausti hf. veriö boöiö að flytja sig annaö hvort til Norður-Noregs eða Kanada með framleiðslu á vélum til fiskvinnslu, sem aö lang mestu leyti er byggð á Islenskum uppfinningum og hönnunum. ,,Ég hef eiginlega ekki efni á að starfa hér á landi”, segir einn eigandinn, Trausti Eiriksson. — Rikiö sveltir starfsemi þessarar stofnunar, eins og aðra rannsóknarstarfsemi i iðnaðinum, sem er rekin á þess vegum. 1 rauninni hefur rikið enga meðvitaða stefnu I þessum málum og hreinlega verðlaunarskussana en refsar þeim sem geta stundað iðnað, segir Friðrik Danielsson,forstöðumaður Iðntæknistofnunar,við Helgarpóstinn, en sú stofnun annast fyrirgreiðslu varöandi þróun nýrra véla og framleiðsluaðferða, m.a. með þvi að veita upplýsingar sem að gagni mega koma, gera ýmiskonar prófanir eða hafa milligöngu um að fá prófanir framkvæmdar hjá erlendum rannsóknarstofum eöa framleiðendum. En það sem vantar á opinbera fyrirgreiðslu i þessum efnum er fyrst og fremst afsláttur af tollum á nauösynlegu efni og varahlutum og skattaafsláttur til handa þeim sem eru að reyna eitthvaö nýtt. Fyrirgreiðsla fyrirfinnst Ekki verður þó litið framhjá þvi, að opinber fyrirgreiösla fyrirfinnist, bæði sem lán og styrkir. Það eru einkum tveir aöilar sem annast slika fyrirgreiöslu, Iðnrekstrarsjóður, sem er hluti af Iönaðarbankanum og Norræni iðnþróunarsjóöurinn, sem var stofnaður þegar lsland gerðist aðili að EFTA. Ur Iönrekstrarsjóði voru á siðastliðnu ári veittar 5,6 milljónir króna i styrki og lán til þróunarnýrra framleiösluvara, tilrauna með hagnýtingu innlendra og erlendra hráefna, til að styðja nýja framleiðslu, endurbæta framleiðsluvörur og kaupa tækniþjónustu er- lendis frá. — Þessi sjóður var stofnaður árið 1973, en var lengst af óstarfhæfur, þar til lögunum var breytt á siöastliðnu ári og sjóðurinn fékk nýjan tekjustofn, segir Snorri Pétursson framkvæmdastjóri sjóðsins. Mest i rafeindaiðnaði Það sem Norræni iðnþróunarsjóöurinn hefur til ráðstöfunar er talsvert minna. A siðastliðnu ári voru veittar 1.8 milljónir i lán á hagstæðum kjörum til vöruþróunar og hagræðingar á rekstri. — Þetta hefurnúna upp á siðkastið farið mest i rafeindaiönað, en þar virðist vera tals- verð gróska. segir Þorvaröur Alfonsson framkvæmdastjóri sjóðsins, en að sjálfsögðu þarf hann lika sina tryggingu fyrir endurgreiðslu. Hún fæst með þvi, að sjóðurinn lánar með þvi skilyrði að umsækjandi leggi 50—60% á móti. — Það er besta tryggingin. En við tökum lika vissa áhættu, og við tökum það sérstak- lega fyrir, ef allt fer I vaskinn og athugum möguleikana á þvi að gefa eitthvað eftir, segir Þorvaldur Alfonsson. Litil fyrirgreiðsla Þaö er söguleg staðreynd, að einstakir uppfinningamenn leggja oft hornsteininn að nýjungum og framþróun i iðnaði. Vist fá þeir oft mikla ánægju af vinnu sinni, þeir eru þó að sinna brennandi áhugamálum sinum. Hitt er lika deginum ljósara, að öfugt við það sem þekkist viða i nágrannalöndum okkar sýnir hið opinbera starfi þeirra Iftinn áhuga og gerir litið til að greiða götu þeirra, þótt vissulega beri að virða það sem gert er. Helgarpósturinn ræddi við þrjá þessara uppfinningamanna, sem ekki hafa látið deigan siga þrátt fyrir takmarkaöan áhuga stjórnvalda og stuðning við nýsköpun þeirra I islensku atvinnulifi. gefandi verkfræðiþjónustu, framleiöslu á allskonar vélum til fiskiðnaðar — og uppfinningu á þeim og hönnun. Fyrir- tækið sér semsé um alla þætti verksins, allt frá fyrstu hug- mynd upp i framleiöslu á vélunum. Sjálfur er Trausti 35 ára gamall vélaverkfræðingur og rekur fyrirtækið ásamt öðrum vélaverkfræðingi, Erni Baldurssyni, sem jafnframt er framkvæmdastjóri og tækniteiknaranum Kristni Magnússyni. Á eigin vélaverk- stæði suður i Kópavogi hafa þeir 7—10 manns i vinnu við að framleiða vélarnar. Áður rak Trausti eigin ráðgefandi verkfræðistofu, en árið 1975 fór hann að vinna hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins. A þessum tima kynntist hann ýmsum tækni- legum vandamálum fiskiðnaðarins og fór að stunda eigin ráðgjafaþjónustu i hjáverkum eftir að hann hóf störf hjá Rannsóknarstofnuninni — með leyfi forstöðumannsins. — Þetta var aðallega i sambandi við vinnslu á loðnu- Trausti Eiriksson: hrognum. Og árið 1978 ákvað ég að stofna eigið fyrirtæki til að koma i framkvæmd hugmyndum minum. Þá var enginn búnaður til i sambandi viö loðnuna, og i saltfisk- vinnslunni hafði bókstaflega engin þróun orðið I 50 ár, er- lendir framleiðendur skiptu sér ekkert af þeirri grein. Ég ákvað að fara að framleiöa sjálfur þau tæki sem ég hafði hannað og verið að reyna að fá aðra til að framleiða. Þaö hefði aldrei orðið neitt úr neinu segir Trausti. En eftir að hann setti Traust hf. á stofn verður ekki annað sagt en ýmsu hafi verið komið i verk. Hausunarvél, saltflutningskerfi, lausfrystitæki fyrir flök og hörpudisk, fiskikassatæki, sem bæði tæmir þá og þvær, fiskigámar og löndunarkrani, skreiöarpressa, búnaður til að skilja að loðnu og hrogn við löndun, skilja fyrir frárennslisvatn frá frystihúsum og tæki til að vinna rækju- og laxakviar. Nokkuð hefur veriö framleitt af sumum þessara tækja ma. 15 skreiðarpressur sem pakka á tveimur timum það sem tekur heilan dag að pakka i höndunum. önnur eru i „Verðum að smiða vél á sex mánaða fresti” — Það er ekki hægt aö segja annað en þetta sé ótrygg at- vinnugrein. Veigengni okkar fer eftir svo áreiðanlegum fyrirbærum sem hitanum i sjónum, mörkuðum fyrir ein- stakar fisktegundir og ákvöröunum stjórnvalda. Uppfinningamann er án efa hægt að kalla Trausta Ei- riksson, eiganda Trausts hf. sem annast allt i senn, ráð- Trausti Eiriksson og Kristinn Magnússon tækniteiknari við teikniborðið. Halldór Axelsson og einn starfsmanna hans, Jónas Gislason, huga að tölvubúnaöi flokk- unarvélarinnar. Þessi er á leiðinni til Kanáda. Myndir: Heiðar Marteinsson, Guðmundur Sigfússon (i Vestmannaeyjum) og Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.