Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 9
9 helgarpósturinn Föstudagur 5. febrúar 1982 Ad kaupa í matinn Fyrir tiu árum var hér á landi ein mat- eða nýlendu- vöruverslun aB jafnaði á hverja 550 neytendur. En smákaupmennirnir hafa i hrönnum lagtupp laupana, og nú eru nærri þúsund kúnnar á hverja búð að jafnaði — og tel ég þá ekki með bakari, kjötbuðir og slikar sérhæfðar matvöru- verslanir. Saman borið við islenska bæi finnst manni samt aragrúi af matvöru- búðum hérna, alls staðar stutt i búð, og tiltölulega litið af stórum kjörbúðum úti i ibúðarhverfunum. Heima hefur knöpp á- lagning gefið stóru búðun- um forskot, og i skipulagi er reynt að hafa bara eina myndarlega búð i hverju hverfi. Hér er frjáls álagn- ing áöllu (nema mjólk), og sjálfsagt þykir að mat- vöruverslanir séu tvær og þrjár hver ofan i annarri. Fækkun þeirra upp á sið- kastið rekja menn meðal annars til samkeppni frá stórum kjörbúðum, lika til hækkandi kostnaðarliða, ekki sist fasteignagjalda sem hafa orðið mjög þung á alls konar smárekstri. Frá méreru stórar versl- anir i þrem áttum, fimm minútna gang i norður (tværsaman þar, báðar frá stórum verslanakeðjum), korters gang i suður, og korters gang i' austur (úti- bú frá kaupfélagi og annað frá verslanakeðju). En á milli þessara stóru búða eru átta eða niulitlar, fyrir utan u.þ.b. þrjár kjötbúðir og fjögur bakari, fimm á- fengisverslanir, þrjár fish- and-chips búðir, fimm á- vaxta- og grænmetisbúðir og eina fiskbúð. Litlu búðirnar sérhæfa sig mikið i ávöxtum og grænmeti, en fáir stór- markaðir standa sig veru- lega vel á þvi sviði. Svo er misjafnt hvaöa breidd þær reyna að ná i öðrum vöru- flokkum. Ég held t.d. að bara ein þeirra selji kaffi til að hella upp á, en allar skyndikaffi og sumar efni i ketilkaffi: flestar selja mjólk, sumar þó bara G- mjólk, enda er mest af mjólkinni sent heim. Brauð selja allir, lika mjólkurmaðurinn og sumar ritfangaverslanir (en þær selja líka sælgæti og koma yfirleitt i staðinn fyrir sjoppur i okkar skiln- ingi). Frá mér er styst i búð hjá griskum hjónum sem reka tvær búðir i sömu húsaröðinni, að miklu leyti með sömu vörur i báðum. Þau eru með mikið af inn- fluttum matvörum og segja að hjá sér versli flest fólk af erlendum uppruna sem býr i hverfinu, en smekk- lausir Englendingar skipti við keppinautinn, smá- búðarholu mitt á milli búðanna þeirra tveggja. Þau hafa dætur sinar til að afgreiða og ekki aðkeyptan vinnukraft nema eina vesalingsstúlku.sem aldrei veit hvað hitt fólkið er að kallast á á grisku. Þau hafa náttúrlega opið allan laugardaginn, eins og flest- ir gera héma, og part af sunnudeginum li'ka. Við lit- um inn einn sunnudaginn, bara til að spyrja hvað lengi þau hefðu opið. „Það má guð vita,” stundi aumingja enska stelpan, kúguð á svip. Ekki veit ég til hvers þessi þjöð er si- sláandi sitteigið heimsmet i verkfóllum: þeir ættu að fá sérfræðiaðstoð frá Verslunarm annafélagi Reykjavikur. Eina lifsnauðsynin sem reyndist verulega torfeng- in, það var kaffið; fannst þó á endanum i störu búðun- um^ein tegund nærri þvi islensk á bragðið. Þó ekki alveg, og miklu dýrari en kaffier heima. Sem vekur spurninguna hvort dýrt sé að lifa i London. Við slikum spurning- um á hagfræðin eitt nokk- urn veginn algilt svar: aö það sé dýrt að lifa i útlönd- um, nærri þvi sama hvaðan maður flytur og hvert. Þvi að þá er reikningsaðferðin sú að ganga út frá neyslu- venjum sinum i gamla landinu og reikna þær á veröi nýja landsins. En svo má lika segja, að fólk sem flytur milli landa eigi ein- mitt að nota tækifæriö, breyta til um neysluvenjur og lifa á þvi einu sem er miklu betra eða miklu ó- dýrara en heima, eða helst alls ekki til heima. Frá þvi sjónarmiði er almennt og yfirleitt ódýrt að lifa i út- löndum,og reynsla min hér er meira i þá áttina, að kaffinu undanskildu. Ekki hefur heimþráln ennþá rekið mig til að kaupa lambakjöt eða ýsu, svo að ég nefni augljós dæmi, en ansi munaði litlu að ég félli fyrir þeirri freistingu að kaupa skoska lifrarpylsu (haggis — hún er nú ekki alveg ekta lifrarpylsa). Það er alveg sérstak- lega á ávöxtum og græn- meti að maður finnur mun- inn, bæði i verði og úrvali og stundum lika gæðum. Hér fást margar tegundir af ágætu grænmeti á 2-3 krónur kilóið og algengustu ávextir á nálægttiu krónur. Og svo eru alls konar spari- tegundir, sem maður rétt timdiaðkaupa heimafyrir stórhátiðir, seldar hér margfalt ódýrar. Þá fer maður að nota þetta eftir behag— segjum vörur eins og ferska sveppi eða rósa- kál — og eyðir kannski i þær mikiu meiri peningum en heima. Kannski má segja að dýrt sé að lifa þar sem vöruframboö freistar fólks til að láta mikið eftir sér i innkaupum? Eða að vörur séu eiginlega ódýrar ef þær eru svo dýrar að þær gangi ekki út? Já, ég gefst upp við það I þetta sinn að meta, hvort matarinnkaup verði dýrari i London eða Reykjavi'k. En svo m ikið er vist aö m eð sama tilkostnaöi má hafa hér miklu fjölbreyttara fæöi og iburðarmeira. Hugvitið 3 Halldór Axelsson allt i lagi þar til ræstingakonan kom og ætlaði að þurrka upp bleytuna.hún hefur sjálfsagt haldið að þetta væri annars konar bleyta En i þessu var saltsýra auk annarra ágætisefna og þegar vatnið komst i samband, þá byrjaði að rjpka úr ruskunni og konan lagði á flótta. Og þetta varð óvart m'eira en þokuslæðingur, þvi um tima var svartaþoka i salnum svo gestir þurftu að þreifa sig áfram og áttu i vandræðum með að bera kennsl hverjir á aðra. En þokunni smálétti þegar á leið og undir lokin var þetta ekki orðin nema dalalæða. — Það sem þú munt hvað kunnastur fyrir er flokkunar- vél fyrir fisk. Hvað er merkilegast við hana? Það sem mér þykir nú hvað merkilegast við hana er það, að hægt skuli að nýta örtölvutæknina á þennan hátt við framleiðsluna. 1 dag snýst jú allt i kringum þessa nýju tækni og ég sá þarna kærkomið tækifæri til að koma henni i gagnið á þennan máta. Nú útbúnaðurinn reyndist vel, svo vel að við erum búnir að framleiða og selja fjöldann allan i viðbót ekki bara innanlands heldur einnig erlendis. Annars höfum við svona frekar haldið að okkur höndum varðandi erlenda markaðinn. — Og hvers vegna? Höfuðástæðan fyrir þvi að við höfum veigrað okkur við að framleiða mikið fyrir erlendan markað er sú, að við erum tæplega i stakk búnir til að veita þá viðgerðarþjón- ustu sem þarf, þvi auðvitað geta þessar vélar bilað eins og aðrar. Til þess þyrftum við helst að hafa viðgerðarverk- stæði i öllum þeim löndum sem vélarnar eru seldar til og það er vitaskuld ekki framkvæmanlegt. Það getur nefni- lega ekki hver sem er gengið inn i viðgerðir á þessum bún- aði, hann er fullflókinn til þess. Og vélar eins og þessar sendir maður ekki milli landa til viðgerða, það er hægt með tölvuvogir og aðra smáhluti en ekki þennan útbúnað. Annars eigum við talsvert af góðum i ugmyndum að út- búnaði sem eflaust á eftir að koma að gagni og allar byggjast þær á þvi sama, að láta örtölvuna létta erfiði af mannshöndinni. — Hvernig er með einkaleyfisrétt á svona hlutum? — Þetta kom nú til tals á sinum tima. En á þessum vettvangi er mjög erfitt að eiga við einkaleyfi að þvi er varðar sjálfan búnaðinn og yrði heilmikil vinna að útbúa allar þær lýsingar er þarf til að fá leyfi. Aftur á móti er til önnúr lausn á þvi máli og það er að fá einkaleyfi á forrit- unum fyrir tölvuna. En án forrita hafa þær uppfinningar sem þessar að lifibrauði? — Er hægt að hafa uppfinningar sem þessar að lifi- brauði? — Tæplega einar og sér. Ætli maður að lifa af þessu verður framleiðslan að fara yfir ákveðna stærðargráðu auk þess sem maður verður að helga sig þvi ákveðna við- fangsefni. Ég er tii dæmis á eilifum hlaupum úr einu viðfangsefni i annað og það kemur ekki eins vel út fjá* hagslega, en er á móti mun skemmtilegra. En á uppfinn- ingum einum og sér treysti ég mér ekki að lifa. Ég rek hér mitt eigið fyrirtæki og við sérhæfum okkur i viðgerðum og smiði á rafeinda- og tölvubúnaði. Og það er mikil gróska i þessari atvinnugrein. Mérþætti til að mynda ekki óeðllegt að Verndaður vinnustaður fyrir fatlaða sem er að risa hér i nágrenninu, fengi verkefni af þessu tagi. —, Hvað ertu svo með i deiglunni núna? — Ætli ekki sé best að láta það vera leyndarmál enn þá, segir Halldór og brosir. Það eru margir i þessum bransa i dag og samkeppnin þvi talsverð. Svona þér að segja þá er meðgöngutimi að hverri hugmynd liklega um tvö ár, þar til hafist er handa við verkið. Og svo er eilif þróun i þessu og má segja að verkið sé aldrei endanlega fullmótað. Kannski er það það skemmtilegasta við þetta allt saman. Jón Leósson Vestmannaeyjum: Saumavél fyrir þorskhausa t Vestmannaeyjum býr maður að nafni Jón Leósson, 38 ára gamail þúsundþjalasmiður og atvinnugrúskari. Reyndar er Jón ættaður frá Selfossi en kom til Eyja 1976 frá Noregi og hefur unnið að uppfinningum sinum undan- farin misseri i nánu samráði við vélsmiðjuna Völund. Sérstaklega eru það tvær gerðar véla sem kunnar eru af verkum Jóns og báðar sérhannaðar fyrir islenskar að- stæður, saumavél fyrir þorskhausa og netafellingavél. Við hittum Jón að máli og forvitnuðumst um hann og uppfinn- ingar hans. Fyrst spuröum við hvort hann væri eitthvað menntaður á sinu sviði. — Nei það má segja að ég sé algerlega sjálfmenntaður, að minnsta kosti hef ég engin próf upp á vasann upp á eitt eða annaö. Aftur á móti hef ég fengist viö sitthvað á lifs- leiðinni og grúskabakterian hefur grasseraö i mér frá þvi ég var strákur. Ég man það til dæmis, þegar ég var rekinn úr eölisfræðitima, ég hef liklega verið 14 áraþá. Það var timi i rafmagnsfræði og maður var náttúrlega óskaplega spenntur fyrir þessu og fór að hugsa og spekúlera sjálf- stætt. Og einhvern veginn fékk ég það klárt inn i höfuöið að með þessari tækni væri unnt að taka myndir upp á segul- band. Auðvitað þurfti ég að opinbera þessa uppgötvun mina i timanum og kennarinn var nú ekki hrifnari en svo að ég fékk reisupassann úr timum hjá honum fyrir þvæl- una. Reyndar þykir þetta nú engin þvæla i dag, það sannar videóið. — Saumavélin fyrir hausana. Hvernig varð hún til? — Þannig var að ég hélt á fund Mustad-önglafyrirtækis- ins i Noregi og kynnti fyrir þeim vél sem átti að hafa þaö hlutverk að hnýta tauma á öngla. Þetta var nokkuð flókið apparat og þeim herrum leist ekki á fyrirtækið svo ekkert varð meira úr neinu þar. Svo geröist það að þeir Afriku- menn vildu fara að kaup herta þorskhausa af okkur löngu eftir að þetta var og hét. Ég var staddur á vertfö inni i Vinnslustöð og sá þá hvar einar fimm eöa sex konur stóðu við að sauma eða spyrða saman þorskhausa i höndunum. Þá flaug mér i hug hvort ekki væri hægt að nýta tauma- vélina við þetta verk. Og það sýndi sig að það var vel ger- legt. Raunar var vélin stórlega endurbætt m.a. er hún tölvustýrð og þaö tók nokkurn tima að átta sig á þeirri tækni. Halldór Axelsson skrifaði forrit að tölvubúnaðinum og svo sá Völundur um það sem að smiðinni laut. Ég held það sé óhætt að segja aö þetta hefur komið mjög skemmti- lega út. Þessi vél hefur verið i notkun hjá Vinnslustöðinni og skiiað góöum árangri. Hún getur skilað 25 hausum á minútu i spyröu og það er liklega á við fjórar saumakonur. Aftur á móti þarf aöeins einn mann viö aö mata vélina og hún sér sjálf um að telja hausana i spyrðuna. Það eru nokkrar vélar sem biða tilbúnar og það má segja að þetta sé orðið spennandi núna; við höfum fengið samkeppnis- aðila sem framleiðir svipaðar vélar, raunar byggðar á annarri aðíerð. En ég er bjartsýnn á að við munum standa okkur i þeirri samkeppni ekki sist þar sem okkar vélar eru stórum ódýrari. Annars er það svo með vélar eins og þessar að mark- aðurinn er þröngur og ekki þarf annað til en markaðir lok- ist fyrir hausana, þá er auðvitað ekki grundvöllur fyrir þessi tæki. — önnur vél sem við höfum sannfrétt að hafi reynst með ágætum, vél sem fellir net á teina. Hvernig er hún til- komin? Hugmyndin að þeirri vél er nokkuð gömul en það var ekki fyrr en i sumar leið sem hún varð að veruleika. Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari viöraði þá þessa hugmynd við mig og ég vatt mér i að útbúa svona vél fyrir hann. Satt að segja er orðin full ástæða til aö létta verkið við fellinguna, erfiðið við þetta verk hefur marg- faldast með tilkomu blýteinsins. En vélin gerir það að verkum að það þari hvorki iagþekkingu né krafta lengur til að vinna þetta verk. Og mekanisminn i henni er mjög einfaldur. Aftur á móti kostaði nokkur heilabrot og vinnu að útbúa girakerfi á hana auk þess sem það olli erfið- leikum að teinarnir eru aldrei jafnlangir. En þeir erfið- leikar hafa verið yfirstignir og vélin er búin að vera i gangi i allthaust,búin að íella ein 1200net með henni að ég held. Það tekur hana rúma minútu að fella á teininn og það er svipaður hraöi og vanur netamaður nær. Aftur á móti á ég ekki von á að maðurinn haldi út meö þeim hraða heilan da&sérstaklega ekki ef um blýtein er að ræða. Ég hef sjálfur séð um framleiðsluna á fellmgavélunum til þessa en iátið Völund um framleiðsluna á saumavél- unum. En það er eins með fellingavélina að hún er má segja sérhönnuð fyrir islenskan markað þar sem ég held að hvergi i veröldinni séu net sett á teina með þessum hætti nema hér. 1 Noregi eru þau til dæmis saumuð við teininn. — Er hægt að lifa af starfi uppfinningamannsins? — Já}einhvernveginn hefur mér tekist það. Erfiðast er með það sem kalla máþróunarkostnaðinn. Það tekur kannski heilt ár að þróa vél og það verður aö taka þann tima inn i dæmið þegar vélin er seld. Það hleypur nefni- lega enginn til og finnur upp vél og smiðar hana á einni nóttu.Það fer drjúgir timi og fé áöur en verkiö skilar ár- angri. — Hefuröu sótt um einkakleyfi á þessum vélum þinum — Nei, það hef ég ekki gert. M.a. vegna þess að þaö getur verið býsna kostnaöarsamt. Reyndar er ekki mikill kostnaður við aö fá einkaleyfi en aftur á móti getur verið gifurlegur kostnaöur þvi samfara ef maður þarf að verja sitt patent t.d. i málaferlum og veit ég til þess að menn hafa farið illa út úr slku. Hin ástæðan fyrir þvi að ég hef ekki sótt um einkaleyfi, er sú, að minar vélar eru hugs- aðar með Islenskar aöstæður I huga og þvi minni hætta á að aðrir aðilar fari að seilast inn á það svið. Ég held lika, ef okkur tekst að halda i við aðra hvað snertir verð og gæði, þá þurfum viðengu aðkviða. Þá hljótum við að vera samkeppnisfærir. Og i þvi sambandi má geta þess að það er nauðsynlegt aö hafa góða framleiösluaðila með sér og ég hef svo sannarlega verið heppinn með þá hliö málsins. — Að lokum. Hver er næsta uppfinning? — Ætli ég sé nokkuð aö láta það uppi núna. Það kemur á sinum tima. Alltaf er maður eitthvað að grúska. Og ég er aldeilis ekki hættur, þvi máttu trúa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.