Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. febrúar 1982. helgarpósturinn \ Bara úlfaldar >i himnaríki...? Mig minnir að það standi i heilsufræðinni, að hver manneskja sé 75 eöa 80% vatn. Sjálísagt er þetta mismunandi, fer eftir fjöl- skyldum. Sumir eru greinilega vatnsmeiri en aörir. Svo frétti ég það hér um daginn, að tómaturinn, þessi merki ávöxtur, náskyldur kartöflunni og tóbakinu ,er þaö ekki — hann er vist um 90% vatn. Ef maður sem er um 80% vatn, borðar tómat sem er 90% vatn, hvað gerist þá innra með honum? Ekkert? Hugsið um það. Á dögunum komst ég i kynni við mjóan þveng austan af landi. Sá hafði lent til Indlands og fór að læra einhver ihugunarfræöi sem miða að þvi að upphefja andann, ná hinni endanlegu ró. Til hvers það svo aftur er, hef ég ekki fengiö á hreint. En ég hitti þennan manná dögunum og hann hafði náðþvistigi fullkomnunar, að þvi hann sjálfur taldi, að geta lifaö heila viku i gegn frá sunnudegi ti! laugardagskvöldsog næröist ekkiá öðru en einum tómat. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Mér finnsl það eigninlega flott. Að geta látið tómat duga. Kannski kemur að þvi aö maöur nær ekki einu sinni i tómat. Hvaö verður þá um þessi 20% af manni sem eru einhvers virði? Keyndar var þaöá veitingahúsi,semég hitti þann mjósiengna að austan. Hann kom inn og lór að horfa á fólk þar eins og þeir gera stundum þessir siðapostular, þessir móralistar sem hafa lent i þvi að fá einhvern sannleik og halda að sá sannleikur dugi vel fyrir allan heiminn. Eg var að borða nautasteik. Eg getlilaö i viku á einum tómat, sagði sá mjói. Flott, sagði ég. Eg get notað þessa sömu viku til að klifra upp á Everest-tind og þarf ekkert viðbótarfórður. En gaman, sagði ég og hreinsaði sósu af diskinum með brauð- bita, gaf þjóninum merki, þvi að mig langaði i rjómais á undan kaff- ínu og koniakinu. Hvað heldurðu aö þú étir mörg kiló af likum á meöan tómaturinn dugir mér, sagði þá móralistinn og horfði á mig sallarólegur, þvi að þeir sem hafa lært ihugun og rósemi, horfa jafnan sallarólegir á okkur hina og segjast vorkenna okkur, ekki fyrirlita. Ég veit það ekki, sagði ég, það er nú bara sunnudagur i dag og ég á eftir að setja i mig margt gott áður en vikan er liðin. Langar þigekki aökliíra upp Everest-fjall? spurði hann þá. Éggætihugsaö mér að standa stundarkorn á tindinum, sagði ég, en ég nenni ekki aö klifra upp og nota eigin mótor við prilið. Eru ekki rútuferðir? Veistu ekki, sagöi hann þá og lyfti visifingri til að leggja áherslu á vægi áminningarinnar, —veistu ekki að það er erfiðara fyrir feitan mann að komast gegnum nálarauga, en fyrir úlfalda að fá aðgang að himnariki? Nei, sagöiég, ég vissi það ekki. Hvað eru þessir úlfaldar að gera i himnariki? t>ú skilur ekki likingamál, sagði hann þá, — ég lifi á einum tómat, vegna þess að maðurinn þarf að lifa i takti við náttúruna. Hann á ekki að lifa á henni eins og þið sem lifið á dauðum dýrum. En það er akkúrat það sem ég er að gera, sagöi ég, reyna að ná jafnvægi, þvi ég rif i mig umframframieiðsiu bændastéttarinnar og hef vist ekki undan. Það kemur að þvi aö þú.eins og aðrir, verður aö yfirgefa heim græðgi og neyslu og þá kann aö reynast erfitt fyrir þig að smjúga gegnum nálaraugaö, sagði hann. Ef ég er 80% vatn, er þá ekki bara hægt að hella mér gegnum trekt, sagði ég og pantaði annan koniak. X. Reykjavíkurskákmótið A þriðjudaginn hefst tiunda Reykjavikurmótið i skak hér á Kjarvalsstöðum. Þessimót hafa verið haldin reglulega annað- hvert ár siðan þau hófust og þar hafa margir af fremstu tafl- meisturum heims teflt, svo að þau eru orðin vei kunn, um allan skákheim. En þetta tiunda Reykjavikurmót verður með öðru sniði en hin fyrri. Venjan hefur verið að bjóða völdum hópi meistara i hvert sinn, sem jafnir eru að vinningum eftir þvi sem við verður komið einsogáður er lýst. Stigahæstur þeirra keppenda er boðað hafa þátttöku þegar þetta er ritað er Englendingurinn Antliony Miles.Hann einn þeirra sem hefur teflthér fyrr, alþjóðlegur stórmeistari metinn á 2575 stig. Næstur honum kemur Lev Al- burt, landflótta Sovétmaður sem nú er búsettur i Bandarikj- unum, einnig stórmeistari og Skák eftir Guðmund Arnlaugsson keppendur hafa að jafnaði verið 14 til 16 alls og hver hefur teflt við alla þátttakendur nema sjálfan sig. En i þetta sinn sendi skák- sambandið út boðsbréf þar sem öllum taflmeisturum sem full- nægðu tilteknum kröfum um styrkleika var boðin þátttaka. Furðu margir höfðu áhuga, þegar hafa nær 50 erlendir meistarar boðað þátttöku sina og er nærri helmingur þeirra stórmeistarar. Keppendur verða þvi'væntanlega milli 60 og 70. Mót af þessu tagi eru kölluð opin. Það segir sig sjálft að ekki getur hver keppandi tefit við alla hina, til þess þyrfti mótið að standa mánuðum saman. Þegar svo stendur á eru venjulega notuð kerfi sem allir sem áhuga hafa á skák kannast við: Sviss- neska kerfið eða kerfi Monrads. Svissneska kerfið er eldra, þvi var fyrst beitt árið 1895, að þvi er ég hef einhversstaðar séð, kerfi Monrads er kennt við danskan verkfræðing. Sama grundvallarhugmynd liggur að baki báðum kerfum og algengt er að gera á þeim breytingar — ef til vill væri réttara að tala um þróun — til þess að þau nái betur tilgangi sinum. Frumstæðasta formið er út- sláttarkeppni: keppandi er úr leik þegar hann hefur tapað skák (einni skák, tveimur skákum eða fleiri). Þannig grisjast hópurinn smám saman uns aðeins einn stendur eftir — sigurvegarinn. Þetta form hefur augljósa ókosti: sterkir kepp- endur geta fallið úr keppninni fyriróhapp, ekki fá allir að tefla jafn margar skákir. Kerfi Mon- rads og svissneska kerfið bæta úr þessum ókostum: þeir sem tapa i fyrstu umferð tefla saman i þeirri næstu i stað þess að falla úr keppninni, og þannig er haldið áfram að i hverri um- ferð eru þeir látnir tefla saman sem jafnir eru að vinningum eða því sem næst. Þannig grein- ast keppendur smám saman i hópa, þeir sterkustu tefla saman, miðlungsmennirnir sömuleiðis, þeir neðstu tefla einnig innbyrðis. Þannig er reynt að láta hvern mann tefla við jafningja sina eftir að mótið er komið i gang. A þennan hátt myndast smám saman forystusveit keppenda og sú sveit minnkar eftir þvi sem ámótiðliður vegnaþessað þeir sem i henni eru tefla hver við annan. Að mótslokum stend- ur einn uppi sem sigurvegari, ef umferöirnar eru nógu margar og allt gengur eins og til var ætlast. Stundum á annar kepp- andi annað sætið einnig óskorað og jafnvel hinn þriðji, hitt er þó algengara að fleiri séu jafnir og er þá oft reynt að raða þeim samkvæmt einhverri reglu, t.d. þvi hvor hefur átt við erfiðari andstæðinga að etja, og eru þá vinningar þeirra sem hann hefur tefltvið notaðirsem mæli- kvarði. Á þvi móti sem nú fer i hönd erætlunin að raða keppendum i eina röð eftir alþjóðlegu stiga- mati. í fyrstu umferð teflir þá efri helmingurinn við þann neðri, en siðan eigast þeir við hefur 2550 stig. Þriðji i röðinni er stórmeistarinn Adorjan frá Ungverjalandi með 2515 stig. Til samanburðar má nefna að Frið- rik ólafsson sem er ianghæstur okkar manna að stigatali hefur 3530 stig. Reynslan af opnum skák- mótum sýnir að þar tefla menn að jafnaði fullt eins hvasst og á „venjulegum” mótum. Óvissan sem þvi fylgir að fá ekki að tefla við alla mótherja sina knýr menn til að tefla djarft. Miles er i hópi þeirra sem ekki eru hræddir við flækjur, það hefur hann sýnt hér i Reykjavik sem annars staðar. Við skulum 1 júka þættinum á þvi að lita á eina skák hansfráöðru ,,opnu”móti, ólympiumótinu á Möltu árið 1980, en alþjóöaskáksambandið samþykkti að nota svissneska kerfið á ólympiumótum frá 1974. Mótherji Miles i þessari skák er Júgóslavinn Ljubojevic sem lika er kunnur fyrir djarfa og hugmyndarika taflmennsku. Ljiibojevic-Miles ólvmpiumótið á Möltu 1980 Sikileyjarleikur, drekinn. I. el c5 2. Rf3 d(i 3. d4 cd4 4. Rxd4 Rf(> 5. Rc3g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. h4 Hc8 II. Bb3 Ii5 12. 0-0-0 Re5 13. Bg5 Hc5 14. f4 Rc4 15. Dd3 b5 16. e5 Rgl Hervæðingu er lokið og átök hafin. Taflstaðan er flókin, ég reyni þvi ekki að ræða hvað hefði getað gerst ef hvitur hefði leikið 16. f5 eða 16. Rxb5, eða hefði svartur leikið dxe5, les- andinn verður að rata þá refil- stigu sjálfur — ef hann nennir að reyna. 17. Re4 Hc8 18. exd(> f6 Þetta er greinilega eina svar- ið sem dugar. Nú er staðan orðin all glæfraleg: 19. dxe7 Dxe7 20. Hhel fxg5 21. Rxg5 Df6 virðist svarti i hag, hvitur reynir þvi aðra leið. 19. Ilbel exd(! 20. Rxd6 Kb7 Enn eru ótal spjót á lofti. Við 21. Rxc8 virðist svartur ná undirtökunum með Rf2, og við 21. Re6Bxe6 22. Hxe6 sýnist Rf2 einnig gott svar. 21. f5 Rxd6 22.fxg6+ Kb8 23. Bf4 Re5! 24. Bxe5 fxe5 Svartur er svo heppinn að eiga svarið Bg4, ef hvitur skyldi reyna De2 með máthótun. 25. Rf3 e4! 26. Dxd6 exf3 Nú er greinilegt að eftir 27. Dxd7 Dxd7 28. Hxd7 fxg2 verður peðið á g2 ofjarl hvits: a) 29. Hgl Hf 1+ 30. Hdl Bh6+ 31. Kbl Hxg 1 32. Hxgl Hf8 eða b) 29. Hdd 1 Bh6+ 30. Kbl Be3! 31. Hxe3 Hfl 32. Heel Hcf8. En hvit- ur finnur aðra leið sem virðist býsna hættuleg: 27. He7! Bg4! 28. De5! ABCDEFGH Staðan er skemmtileg. Hvitur hótar máti á g7 og einnig á h7, taki svartur drottninguna. Auk þess er drottning svarts i upp- námi. En Miles á leikinn! 28. ... Dxdl + ! 29. Kxdl fxg2 + 30. Kd2 Hfd8 + Nú er illa komið fyrir hviti, kóngurinn á aðeins tvo reiti: el og e3 og i báðum tilvikum kemur glD+. Ljubojevic lék 31. Bd5 og eftir Ilxd5+ gafst hann upp vegna 32. Dxd5glD og svartur á tvo- menn yfir. Það ætti engum að leiðast á Reykjavikurmótinu, ef Miles teflir fleiri skákir af þessu tagi þar. Spilaþraut helgarinnar S K H A954 T D7654 L A84 S 10962 • S 873 H G832 H 1076 T A T KG832 L K965 L DG S ÁDG54 H KD T 109 L 10732 Suður á að vinna fjóra spaða. Vestur lætur tigul ás og siðan laufa fimm. Laiisn: jne| oaj q jnQns ejaS qb oas jnQjáA ua ‘qb -jjefq-uj p jæj jnjsáA spejjefq joqjou jejsejj ecj ‘ðuojj ejnej p jnsjaj jnjsaA jg spejjefq §o nguiujjojpiröij q euuias jæj go i[gij jnQJOu jejsei) ‘Qijne[ jn -jsaA ijao ijne[ n[J![ jends ![S!J umuja go uinjne[ unaAj jejsei[ jnQjOM uiduiojj jn^aj JUQns Qeduioj ejjefq Q!ji[ go gupn -eQeds ejjefq j ngmujjojp go guo5[ pcj[ uu^sp e Qpiaj Qijneq

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.