Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 8
>—heigac_________________ pásturihnj Blað um þjóömál. listir og menningarmál. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Ðjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttrr Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Drei f ingarst jóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuöi kr. 30. Lausasöluverð kr. 10,- Sveltandi hugvit ..Nauðsyn á fjölbreyttara at- vinnulifi”. Þetta hefur veriö eftir- lætisslagorö stjórnmálamanna nú um langa hriö. En þessi orö hafa litlu breytt til þessa. Enn sem fyrr byggist af- koma okkar nær eingöngu á fisk- veiðum, og enn er haldiö áfram aö kaupa ný. stærri og fullkomn- ari fiskiskip og reisa stærri og fulikomnari frystihús. Þótt fiski- stofnarnir seu meira og minna að hrynja.og uggvænleg tfðindi ber- ist af fiskmörkuöunum erlendis. Fáar tilraunir og máttlausar hafa verið gerðar til þess aö ..skjóta fleiri stoöum undir at- vinnulífiö”. eins og þaö heitir á máli stjiirnm álam annanna og margar þeirra geröar af miklu fyrirhyggjuleysi. Eitt skýrasta dæmi þess er liklega sauma- og prjónastofa- faraldurinn sem hefur gengiö yf- ir landið. Einhverjum snjöllum manni datt i hug, að slikur rekst- ur gæti verið hagkvæmur. Stofn- kostnaöur ekki mikill og sölumöguleikar góðir. En þegar þeim fyrstu fór að ganga vel sáu stöðugt fleiri sér leik á borði. En fljótlega rak að þvi. aö markaðurinn yfirfylltist og loka varð þessum nýju fyrirtækjum. hverju á eftir öðru. Eða þá rikið koin til skjalanna til að ..bjarga atvinnutækifærum”. ..Skussarnir eru verðlaunaðir. en hinum duglegu refsað”. segir forstöðu m aður Iðntæknistofn- unar islands i samtali viö Helgar- póstinn i dag. Viö litum á þá möguleika sem islenskir hugvitsmenn eiga á þvi aö framkvæma hugmyndir sinar. Þar kemur meöal annars fram, aö ýmsir hugvitsmenn eru að reyna að brjótast áfram við aö framleiöa nýjar vélar og tæki og endurbæta frapileiðsluaðferðir. En þeir mæta litlum skilningi hjá hinu opinbera. Þó eru til tveir sjóðir. Iðnrekstrarsjóður og Norræni iðnþróunarsjóðurinn. sem meðal annars veita lán og styrki til svonefndrar vöruþróunar og taka meira að segja á sig nokkra áhættu fari tilraunir til nýsköpunar á versta veg. En þarna er ekki um miklar upphæðir að ræða, þessir sjóöir höfðu rétt um 15 milljónir króna til ráðstöfunar á siðastliðnu ári. Einn þeirra hugvitsmanna sem hefur staðiö fyrir framleiöslu m argra nýrra tækja til fisk- vinnslu á undanförnum þremur árum segir við Helgarpöstinn. að liann hafi varla efni á að starfa hér á landi. Skussarnir borga litla skatta. og gangi ii|a kemur hið opinbera til skjalanna til að „bjarga atvinnutækifærum”. Til að verölauna þá duglegu hugvits- menn sem reyna við nýjungar í iðnaði þarf skattaivilnanir og tollaafslátt af nauösynlegum vél- um og tækjum. Aö ekki sé talað um umtalsveröa fjárstyrki. Það eru ekki opinber afskipti, þaö er aö stuöla aö aukinni fjöibreytni i atvinnulifi landsins. Ekki virtist veita af því. Fostudagur 5. febrúar 1982 holfj^rfin^ irinn DANSKAR SENDINGAR Fátt þykir jafn gott til að halda uppi landkynn- ingu og góðum sam- skiptum milli þjóða nú á dögum en fólksendingar og er þá jafnan reynt að vanda sem best til send- inganna. Til aö mynda las ég i blaði nú á dögunum að fáar sendingar heföu frændur okkar á Norður- löndum fengið betri héðan en Vigdisi forseta og fylgdi sögunni að nd væru Bretar farnir að hlakka einhver ósköp til. Núer það svo aö æ sér gjöf til gjalda og þótt- ust Danir mega til að magna á okkur sendingu til endurgjalds. Kom hingað á dögunum dönsk skáldkona ásamt sam- býlismanni sinum. (Þetta orð, sambýlismaður og/eða -kona er tiskuorð i dag og tilkomið vegna þess að ekki er lengur i tisku að láta prest eða fógeta leggja blessun guðs og manna yfir hjásofelsi fólks). Ekki voru allir jafn tiltakan- lega hrifnir yfir hingað- komu skáldkonunnar og töldu litinn jöfnuð meö henni og okkar sendingu. Var skáldkonunni helst fundið til foráttu að ýmis- legt i hennar skáldskap væri af blautlegum toga spunnið og margt reyndar svo blautt að spursmál væri hvort ekki bæri að banna slikt á islensku prenti. Engu að siður kom nefndur skáld- mæringur hingað, hitti meira að segja forsetann að máli ásamt fleira fyr- irfólki og hvarf siðan úr landi. Er hún þvi sem næst úr sögunni ásamt sambýlism anninum. Skrifari Eyjapósts hélt i einfeldni sinni á dögun- um að ný sending hefði verið mögnuð upp i Danmörku okkur íslendingum tilheiðurs. Hann las nefnilega i blöðum að hingaö væri komin hefðarmey ein frá Danmörku að visu með afskaplega litiö dönsku nafni, en titillinn var þó alla vega heföarlegur. 1 tilkynningunni stóö nefni- lega að hér væri á landi stödd Lady Jane frá Danmörku og vildi sýna okkur dansmennt sina. — Ekki er að spyrja aö frændum vorum Dön- um, varöskrifara hugsað erhann las þetta. Ekki er nóg með að þeir senda okkur skáldmæring, held- ur senda þeir i kjölfarið hefðarkonu, liklega úr konunglega ballettinum. Þeir ætla aldeilis dcki aö gera þaö endasleppt við okkur. Svo gerðist það ekki löngu eftir að þetta var lesið, að skrifari var staddur suður með sjó, nánar tiltekið suður i Garði, þeirra erinda að leika graðhestamúsik fyrir ibúa staðarins eina kvöldstund. Það gladdi þvi ekki litið hans litla hjarta þegar hann frétti það á skotspónum að hefðarmærin danska ætti aö sýna list sina hið sama kvöld á umræddri skemmtun. Upp úr klukkan tiu um kvöldið tóku Suðurnesja- menn að streyma i sam- komuhús sitt og hlýddu á hljóðfæraleik Vestmann- eyinga framan af. Svo undir lágnættið sást til feröa listakonunnar er hún gekk i salinn ásamt föruneyti sinu. Ekki þótti skrifara þaö fjölmennt foruneyti og varla hæfa svo tignum gesti. Auk listakonunnar var aðeins með i förinni islenskur umboðsmaður hennar, þreklegur náungi i storm- jakka og gallabuxum og allvel þekktur i skemmtanaheiminum. Hurfu þau tvö til búnings- herbergja og birtist um- boðsmaður að vörmu spori meö segulbands- spólu sem hann afhenti skrifara með ósk um að hún væri spiluð i hljóm- flutningstækjum hljóm- sveitarinnar, þegar þar að kæmi. Vist voru þaö skrifara nokkur vonbrigði aö listakonan skyldi ætla aö. dansa við undirleik segulbands; hafði hann átt von á að hún hefði m eð sér litla kammersveit til undirleiksins. Fór nú um- boðsmaöur fram i salinn með tilfæringar listakon- unnar og var það teppis- bútur litill og mann- hæöarhár sivalur koddi. Þótti áhorfendum sýnt að brátt myndi draga til tiðinda og tóku þeir nú að draga sig nær sviöinu. Baö umboðsmaöur þá að setjast i hring á dans- gólfið, sem þeir og gerðu og minntu á þeirri stundu helst á börn á jóla- trésskemmtun sem biða eftir jólasveinum. Meðan umboðsmaður var önnum kafinn við niðurröðun gesta var allti einu kallað til skrifara frá búnings- herbergjum. Að sjálf- sögöu varð skrifari fljótt við kallinu enda ekki á hverjum degi sem tigin- borið listafólk vill taka hann tali. Listakonan var reyndar komin i dansfötin sem aldeilis voru ekki fyrirferðarmikil og sýndi sig að þarna var á ferðinni mikill álfa- kroppur og dönskum bailett mjög til sóma. Hún snerisér að skrifara og spurði engilbliðri röddu: — Do you speak English? — Heldur þótti skrifara þetta undarlega valin stund til að fara að ræða um kunnáttu tslend- inga i enskri tungu og bókmenntum. Svaraði þó að bragði: — Yes of course — en bætti siðan við: — Men skal vi ikke hellera tale dansk? — I ljós kom að lista- konan fagra haföi ekkert á móti þvi að mæla á dönsku og fór samtalið upp frá þvi fram á þvi ágæta máli. En þaö kom lika i' ljós aö hún hafði yfirhöfuð engan sér- stakan áhuga á menn- ingarsamræðum, heldur var hún m jög uggandi yf- irað sýna list sina á dans- gólfinu þétt umkringd samkomugestum og vildi hafa tal af förunaut sin- um. Hann bar nú að rétt i þeim orðum töluðum og skipaði listakonunni fram á gólf og skrifara að setja segulbandið i gang og var hvort tveggja gert. t ljós kom að á segulbandinu var hreint engin balletttónlist og eins var danstúlkun listakonunnar mjög svo frábrugðin þeirri ágætu danslist sem iðkuð er i kounglega danska ballettinum. Og svo mjög sem skrifara þótti hún fáklædd i bún- ingsherbergjum, tók hún nú enn til og fækkaði fötum á meðan á dansi stóð, þar til engin spjör var lengur til aö tina burtu. Þá sneri hún sér að púðanum hinum mikla og sivala sem áður er getið og hóf dans við hann ýmist i láréttum stelling- um eða lóðréttum, þó mar láréttum .Erhér var komið sögu var skrifara farið að skiljast aö hér væri allt annað en tigin- borin ballerina á ferðinni en harkaði samt af sér vonbrigðin og fylgdist með leiknum áfram; annað hefði verið hreinn dónaskapur við langt að kominn gest. O'S jálfrátt f laug skrifara það i hug eftir þvi sem á leið dansinn að sennilega væri dans- mcerin nokkuð vel að sér f ritum dönsku skáldkon- unnar sem hér var að framan getið og gott ef hún ekki væri að túlka verk hennar. Að mati skrifara var sú túlkun listilega framkvæmd bæði af dansmeynni og púðanum. Og allt stóð það á endum; um leið og tón- listin hljóðnaði af segul- bandinu þá hvarf dansmæriná brautásamt teppi, púða og umboðs- manni. Að sjálfsögðu þökkuðu Suðurnesjamenn lista- fólkinu með langvinnu lófaklappi, höfðu reyndar setið stilltir og prúðir meðan á sýningu stóð og héldu siðan áfram að skemmta sér fram eftir nóttu við graðhestamúsik frá Vestmannaeyjum sem ekki á neitt skylt við list af neinu tagi. En svo gerðist það að listakonan danska ákvað að heimsækja Vestmannaeyjar ásamt púða og umboðsmanni og sýna list sina þar á teppi laugardagskvöld eitt. Nú hefur það oft verið um Vestmanneyinga sagt að þeir séu framhleypnir úr hóf i fram og kunni þvi illa ef athyglin dregst frá þeim og að öðrum. Var það einhvern tima um þá sagt að i brúðkaupi væri Vestmanneyingur ekki ánægður nema hann væri brúðguminn og við jarðarför vildi hann helst vera líkið,svo mjög þráöu þeir að vekja á sér eftir- tekt. Nema nú gerist það á skemmtun i Vestmanna- eyjum, þegar listakonan hefurhafið dans sinn,að á sviðsbrún ofanvert við hana taka sér stöðu i ein- faldri röð tiu ungir Eyja- menn og vakti það athygli að allir voru þeir frakka- klæddir þótt ekki væri til- takanlega kalt i húsinu. Veltu menn þó almennt ekki vöngum yfir þvi, enda flestir með hugann við danserinuna á gólfinu. á gerist það um leiö og hún hefur full- komnað nekt sina að varðmennirnir tiu svipta frá sér frökkum sinum og standa á sviðinu álika klæðafáir og dansmærin. Varð þetta til þess að at- hyglin beindist mjög að þeim,enda var það mál manna (og þó einkum kvenna) að þeir væru sumir hverjir ekki siður spengilega vaxnir en hinn danski gestur þótt eilitið væri það nú á annan hátt. Er og skrifara nær að halda að þeir timenn- ingar hafi eitthvað gluggað i rit hinnar dönsku skáldkonu sem hér hefur áður verið á minnst. Ekki fer sögum af hrifningu dansmeyjar, umboðsmanns og púða yfir þessari uppákomu en aðrir munu hafa skemmt sér hiö besta. Lýkur svo hér frásögnum af dönsku listafólki. ÚR ÚTLEGÐ Atvik og aðstæður geta hagað þvi svo að maður geti ekki alltaf fylgst með stórtiöindum einmitt þegar þau gerast heldur verði að einstakra leikara. Þannig gladdi það hjarta mitt að sjá leikara sem ég var orð- inn hræddur um að væri að frjósa fastur í ákveðnu Birgir Sigurðsson— Heimir Pálsson — Hrafn Gunniaugsson — Jón Bald- vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sig- urður A. Aðagnússon. hafa biðlund nakkvara. Þannig var um kvikmynd- ina Útlagann að liðnir voru nokkrir mánuðir frá frum- sýningu hennar þangaö til ég gat gefið mér tóm til að sjá hana — og þá vel að merkja ekki í einu af Reykjavíkur biógrafteötr- um heldur í fremur fátæk- lega búnu sýningarhúsi ut- an höfuðborgarinnar. Þar með veitég að ég fór á mis viö ýmislegt sem betra hefði orðið við fullkomnari skilyrði, en öngu að siður fannst mér ég verða áhorf- andi mikilla og þýðingar- mikilla tiöinda. Vist mætti setja á lang- ar ræður um frammistööu gervi losa sig gersamlega undan þvi og „brillera”. Eða ungan leikara sem ég hafði rökstuddar vonir um að gæti mikið sanna það. — Ég nefni engin nöfn. Ég verð þá ekki kallaöur klámhundur og níðingur af listamönnum fyrirbragðið. — Og eins mætti fara mörgum orðum um glæsi- lega myndátöku Sigurðar Sverris. Og þannig mætti rekjaþátthvers um sig. En það var ekki allt þetta sem gladdi mig mest, heldur hitt, að mér fannst íslend- ingasögurnar vera að leggja af stað heim úr býsna langri útlegð. Þetta er svolitið flókiö mál, og þarfnast skýringa. Ef litið er yfir sambúð islensku þjóðarinnar og sagnaarfs hennar verður fljótt ljóst að hún leit þann arf ekki sömu augum og Indverjar hinar heilögu kýr. íslendingasögurnar voru að sönnu jafnan taldar hin ágætasta skemmtan, en öngu að siður var fyllilega leyfilegt að hnika þar til einu og öðru, jafnvel breyta alvarlegumefnisatriðum — bæta við eftir þvi sem smekkur manna bauð, fella úr, blanda saman, hér mátti auðveldlega skjóta inn sögubita úr annarri sögu — þessi kafli færi bet- urseinna o.s.frv. Þetta vita þeir gerst sem fara fýldust- um orðum um pappirs- handrit siðari alda og virö- ast imynda sér að þau séu samanskrifuð filólógum til angurs einvörðungu. Svo var reyndar ekki. Hver öld þurfti að eignast sina gerð sagnanna. Stundum hafði smekkur breyst litið,stund- um mikiö og vitanlega voru einir meiri smekkmenn og hagari orösmiðir en aðrir. Allar rannsóknir siðustu ára benda til þess að svo hafi þetta verið um aldir. Það er ekki til nein aðferð til að komast að „Frum- Njálu” eða „Frum-Eglu”. Við getum i besta falli komiö okkur upp sæmilega skýrri hugmynd um hvern- ig þessar sögur voru sagö- ar á þrettándu öld. En um hina tólftu er best að hafa fæst orð. IVÍeð tuttugustu öldinni varð hér á stökkbreyting. Einstaklingshyggjan og þjóðernishyggjan hófu til vegs hugmyndina um „snillinga fyrri alda” um gullöldina þegar annar hver maður virðist hafa verið jafnoki Laxness eða svo. Og þar með hófst grimmileg leit að „frum- texta” og „höfundi” hverr- ar sögu — og íslendinga- sögurnar lögðu af stað i út- legð meðal fræðimanna. Þetta er engum að kenna, enda fráleitt gagn að því að elta uppi sökudólga. Eng- inn getur áfellst frábæra vfeindamenn okkar fyrir að þeir skyldu fæðast á þessari öld. En okkur þýðir ekki að berja höföinu við steininn: Smám saman urðu Islendingasögurnar að heilögum kúm sem eng- inn máttihrófla við.Jafnvel nútimastafsetning gat kostað málaferli. En nú hefur Agúst Guð- mundsson riðið á vaðið og sýnt að enn er fær leiðin til baka. Þaö er hægt með listatökum og vandaðri vinnu að vekja sögurnar til nýs h'fs — bara ef við ein- beitum okkur aö kjarna málsins og losum okkur við alla umgengnisfordóma við sögurnar. Andi þeirra er klassískur í besta skiln- ingi: hanná erindi við allar kynslóðir— og stundum er mannskilningur þeirra til marks um glæsilegri hugs- un en nokkur verk tutt- ugustu aldar geta boðið okkur. Hins vegar mega sögurnar ekki þar með verða steindauður arfur, eitthvað sem hampa má á þjóðhátiðum og binda i gullbrydd alskinn til að sýna útlendingum. Þær verða aðfáað lifa meðokk- ur, breytast i búningi, varðveitast í anda og mannskilningi. Vitanlega mun slikt lif krefjast ein- hverra filölógiskra fórna, en það verður að hafa það. Leiðin hefur verið sýnd. Nú er aö fara hana. Hafðu sæll gert, Ágúst. HP

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.