Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 21
he/garjDÓsfurinn Föstudagur 5. febrúar 1982. 21 ast stendur einn,ég tala nú ekki um ef hann hafnar þeim si6a- reglum og umgengnisháttum sem meöalmennin hafa sett sér. Þ>á er hann eiginlega vonlaus um að komast áfram i lifinu i samfélagi þar sem meðal- mennskan ræöur rikjum. Meöalmennskan þolir ekki aö snilligáfan hafi svigrúm til þess að lifa og skal hiín þvi deyja. Það getur hver sem vill heim- fært þetta uppá samfélög nú- timansog veröurþá vel skiljan- legt hversvegna leikritiö höföar svo sterkt til nútimamanna á vesturlöndum. I framhaldi af þvi mætti svo vel túlka þennan efnisþátt sem lýsingu á viö- brögðum Kerfisins gagnvart þeimsem skersigúrfjöldanum. Annar efnisþáttur sem ekki höföar siður til okkar er um- fjöllun leikritsins um öfundina, afbrýöisemina og hatrið sem af þvi sprettur. Meöalmaðurinn fyllist afbrýðisemi og öfund út i snillinginn og þessar tilfinning- arkveikja hatur sem umhverfir besta manni i villidýr sem virðir engin siöalögmál þegar hann þarf að veita hatri sinu útrás. Venjulegur góðborgari verður siövilltur skemmdaverkamaður sem eitrar allt sitt umhverfi. Þetta tengist siðan þriðja meginþemanu sem er afstaðan til guödómsins. Meöalmaöurinn hefur beöið guð um frægð og velgengni og heitið i staðinn aö lifa dyggðum prýddu lifi. Báðir hafa staðið við samkomulagið, en þegar meðalmaðurinn upp- götvar að guð hefur gef ið öðrum snilligáfuna, lætur annan vera hljómandi rödd sina á jörðunni en það er Mózart i skilningi leik- ritsins, þá fyllist hann heift út i guð og segir honum strið á hendur. Hann forherðist i' þess- ari afstöðu sinni þegar hún virðist ekki hafa áhrif á vel- gengni hans en skilur ekki fyrr en um seinan hver er refsing guðs og gripur þá til örþrifaráða til þess að nafn sitt megilifa, ill- ur orðstir er betri en enginn. Niðurlæging hins spillta meðal- mennis sem manns er fullkom- in. Sagan Þessi hugmyndalegi efniviður er hlutgerður á sviðinu i sam- skiptum tónskáldanna Salieris og Mozarts. Salieri er vel metið tónskáld við hirð Austurrikiskeisara. Hann á vinsældum og velgengni að fagna. Lifir dyggðum prýddu lifi smáborgarans. Til Vinar- borgar kemur siðan Mozart, undrabarnið sem löngu er frægt um alla Evrópu en er nú orðinn fullorðinn eða svo gott sem. Hann reynist vera kjaftfor og óuppdreginn götustrákur,of- dekraður og skeytingarlaus um allt velsæmi. Hann á þvi auðvelt að koma sér út úr húsi h já betri borgurum Vinarborgar. En þessi óuppdregni strákur getur nú samt fyrirhafnarlaust samið tóniist sem er undursamlegri en form eru næsta óljós (nr. 34, 41 og 44). Þó eru undantekningar, einsog ,,Landslag” (nr. 23), þar sem reynt er að móta greini- legri heild. Pastelmyndirnar eru festulegri og rækilegar unn- ar. 1 þeim leitast Guðmundur við að ná fram samspili tón- brigða og ryþmiskra forma, sem ýmist eru þanin og sveiflu- kennd, eða kyrrstæð og endur- tekin. 1 fáum orðum sagt, tekst listamanninum aö vinna pastel- myndir sinar upp úr augna- bliksstemmningu, yfir á dýpri mið. Hér er aö finna figúrativar næturmyndir (nocturne) á borö viö „Sveitaþorp” og „Þorp i svefni” (nr. 31 og 32), en einnig óhlutbundin verk eins og „Sigl- ingin hafin” og „Borgarvirki” (nr! 2 og 13). 1 þessum hópi er besta myndin á sýningunni (að minu mati), „1 fjörunni” (nr. 5). Hér eru tónarnir rikari og dýpri en i öðrum verkum Guð- mundar. Eitthvað i þessu verki minnir á litið kammertónverk, kannski eftir Anton Webern, þótt eflaust sé rangt aö gera si- felldan samanburö á myndum þessum og tónlist. Sýning Guömundar er einkar ljúf, en kannski helsti átaka- laus. Það er nú eitt sinn svo, að menn mega ekki marka sér of þægilegan bás i list sinni, ef þeir flest sem áöur hefur heyrst. Þetta skynjar Salieri öörum betur, en i stað þess aö gerast velgjörðamaður Mozarts, sem hefði haldiö nafni hans á lofti um aldur, þá fyllist hann öfund og hatri og beitir öllum sinum áhrifum til þess að koma i veg fyrir að Mozart fái stöðu við tórðina og reynir að spilla fyrir aö verk hans séu flutt. Þetta gengur vægast sagt vel. Mozart lifir við sult og seyru, veslast likamlega upp og deyr að lok- um. Salieri þykist samt vera vinur hans og velgjörðamaður ogleikur þannig tveimur skjöld- um;til þess að geta eyðilagt lif hans verður Salieri að hafa sem bestan aðgang að honum. Eftir dauða Mozarts eykst frægð og velgengni Salieris en siðan dregur úr henni og um leið verða tónverk Mozarts sifellt vinsælli. 1 ellinni er Salieri næstum gleymdur en Mozart oröinn heimsfrægur og þá gripur Salieri til þess að reyna að koma af stað orðrómi um að hann hafi drepiö Mozart á eitri og skilur eftir skrif lega játningu þar um. Það er refsing Salieris að horfa uppá sjálfan sig gleym- asten Mozart verða heimsfræg- an. örþrifaráð hans til að gleymast ekki með öllu er að segjast hafa drepiö Mozart, sem hann gerði að visu óbeint sam- kvæmt leikritinu. Samviskan kvelur hann en forherðingin er slik að hann er ennþá i striði við guð sinn, þann sem hann sagði skilið við þegar hatriö á Mozart náði tökum á honum. Formgerð leiksins er með þeim hætti að gamli Salieri orðinn farlama og yfirgefinn rifjar upp avi sina og fyrr en varir erum við komin 30-40 ár aftur i timann. Um leið og Salieri segir frá er brugðið upp á sviðinu myndum af einstökum atvikum sem flest lúta að sam- skiptum þeirra Mozarts. Eru þetta mjög mörg atriði sem tengd eru með frásögn Salieris. Mynda atriðin samfellda heild með siaukinni stigandi sem nær hámarki i lokin. Sýningin Mér er sagt að leikmýnd og uppsetning leikritsins hér sæki aö verulegu leyti fyrirmynd til uppfærslu leiksins á Broadway sem höfundurinn vann að. Einn- ig eru vist ströng fyrirmæli frá höfundi um svið og uppsetningu. Það er þvi dálitið erfitt að meta hver er hlutur islensku mann- anna sem sjá um svið og leik- stjórn. Leikmyndin a- sáraeinföld en úthugsuð. Sviðsgólfinu hallar fram og er það helblátt i' svartri umgjörð veggja og lofts. Svart- ur litur myrkrahöfðingjans og kaldblár litur tilfinningakulda og forherðingar undirstrika djöfulskapinn sem er að verki undir sléttu og felldu yfir- borðinu. Inn i þessa umgjörö eiga ekki aö uppskera stimpil „amatörisma”. En sannleikur- inn er sá, að i verkum Guð- mundar er aö finna alls kyns vaxtarbrodda, sem vert er að hlúa að, stækka og efla. Með stærraformati og sterkari miöli (t.d. oliulitum), myndu þessi verk án efa öölast nýja vidd. Máski er útþenslan ekki i eöli Guömundar og frekja að fara fram á slíkt. Svo ég viki aftur aö Paul Klee, þá sannaði hann eft- irminnilega, að „stærö” lista- verks þarf ekki að tákna stærö, i eiginlegri merkingu. Sýningu Guðmundar lýkur i dag, föstudag,kl. 10 e.h. Sýning Guðmundar W. Vil hjálmssonar i Gallerí 32 — einkar ljúf, en kannski helsti átakalaus, segir Halldór Björn m ,a. f umsögn sinni. ‘Ot 2-21-40 3*1-15-44 Bronco Billy 1941 Bráöskemmtileg og sprenghlægileg ný amerisk kvikmynd i litum. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: John j.Belushi, Christopher Lee, Dan Aykroyd. Islenskur texti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. SF 3-20-75 Umskiptingurinn Ný, magnþrungin og spennandi úrvals- mynd um mann -sem er truflaður i nútið- inni af fortiðinni. Myndin er tekin og sýnd i DOLBY STEREO. Islenskur texti Sýnd kl. 5, 7.05 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Frjálst Sjónvarp Mynd um öfgana i sjónvarpsauglýsing- \g um. Sýnd kl. 11. Barnasýning kl. 3, sunnudag: Teiknimyndasafn Villi Spæta ofl. ISLENSKAI ÓPERANr Sígaunabaróninn Gamanópera eftir Jóhann Strauss 16. sýn. föstudag 5. febrúar kl. 20. Uppselt. 17. sýn. laugardag 6. febrúar kl. 20. Uppselt. 18. sýn. sunnudag 7. febrúar kl. 20 19. sýn. miðviku- daginn 10. febrúar. 20. sýn. föstudaginn 12. febrúar. Miðasalan er opin daglega frá kl. 16 — 20. Simi 1 14 75. ósóttar pantanir seldar degi áður en sýning fer fram. ATH! Ahorfendasal veröur lokaö um leið og sýning hefst. Jón Oddur og Jón Bjarni Kvikmyndin um grall- arana Jón Odd og Jón Bjarna, fjölskyldu þeirra og vini. Byggð á sögum Guðrúnar Helgadóttur. Tónlist: Egill Ólafs- son. Handrit og stjórn: Þráinn Bertelsson. Mynd fyrir alla skylduna. „Er kjörin fyrir börn, ekki siður ákjósanleg fyrir uppalendur.” Ö.Þ.DV. Föstudag kl. 5 og 7. Laugardag og sunnu- dag kl. 3, 5, og 7. Brjálæðíngurinn ! Hrottaleg og ógn- | vekjandi mynd um | vitskertan morðingja. I Myndin er alls ekki viö hæfi viökvæms fólks. Sýnd i Dolby stereo. Föstudag, laugardag og sunnudag kl. 9. Bönnuö innan 16 ára. | Mánudagsmynd- jinni frestað vegna kvikmynd- hátíðar. þjOdleikhúsid ] Amadeus j 4. sýning i kvöld kl. 20. Uppselt. I Gul aögangskort gilda. I 5. sýning sunnudag kl. 120. j ^0SI laugardag kl. 15. sunnudag kl. 15. jDans á rósum laugardag kl. 20. Litla sviðið Kisuleikur Isunnudag kl. 16 jþriðjudag kl. 20.30. | Miöasala 13.15-20. Simi 1-1200 Bráðskemmtileg bandarisk mynd um sirkusstjórann óút- reiknanlega, Bronco Billy ( CLINT EST- WOOD)og mislitu vini hans. öll lög og söngv- ] ar eru eftir „country” söngvarana Merill Haggard og Konnie | Milsap. Isl. textar. Bönnuð innan 12 ára.| Sýnd kl. 5, 7 og 9 SUNNUDAGUR: Stjörnustríð II Allir vita aö myndin „Stjörnustrið” var og er mest sótta kvik- mynd sögunnar, en nú segja gagnrýnendur að Gagnárás keisara- dæmisins, eöa Stjörnustrið II sé bæöi betri og skemmtilegri. Auk þess er myndin sýnd I 4 rása Dolby Stereo meö JBL hátöl- urum. Aöalhlutverk: Mark Hammel, Carrie Fisher og Harrison Ford. Ein af furðuverum þeim sem koma fram i myndinni er hinn al- vitri Yoda, en maöur- inn að baki honum er enginn annar en Frank Oz, einn af höf- undum Prúðuleikar- anna, t.d. Svinku. ,Sýnd kl. 2.30 Hækkaö verð. Siðustu sýningar. HlSEER0AR LKIKFKI A(i RFYKjAVÍKl IR Salka Valka 5. sýn. sunnudag, uppselt. Gul kort gilda. 6. sýn. miövikudag kl. 20.30 Græn kort gilda. Undir álminum aukasýning föstudag kl. 20.30 Jói laugardag, uppselt. þriðjudagkl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30 Revían Skornir skammtar Miönætursýning i Austurbæjarbiói LAUGARDAG KL. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16—21. Simi 11384.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.