Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 24
Dóra: „Eins og ég sagöi þá vinn ég i búó og þaö koma oft krakkar og kaupa marga brúsa af gasi til aö sniffa. Svo er klfka hérna sem kallar sig prestaklikuna. Þetta er hópur af ógeöslegum strákum sem ráöast á gamalt fólk og litla krakka og stela af þeimveskjum og pina þau. Til aö komast inn i klikuna þarf annaöhvort aö láta sparka i magann á sér eöa drepa i sigarettu á hendinni á sér. Þaö er alveg ferlegt aö þeir skuli komast upp meö þetta.” Rúna: „Ég held aö uppeldið skipti ekki mjög miklu máli, ef maöur lendir i slæmum félags- skap þá getur þaö eyöilagt allt uppeldi.” Dóra: „Svo er lika önnur klika, pönkklika, þeir þurrka banana- hýöi og mylja það i pipu og reykja til aö komast i vimu og þeir sniffa lika.” Þaðer ítísku að trúlofast Hvernig lltiö þiö á ástamálin, hafiö þiö til dæmis hugsaö ykkur aö giftast? Döra: „Runa er nú meö strák núna, mér finnst hann vera fer- lega strangur og stjórnsamúr. Slæmur félagsskapur getur eyðilagt uppeldið Venjulegt fólk! Af hverju þarf alltaf aö taka viötöl viö fólk sem er frægt, eöa fólk sem sker sig úr aö einhverju ieyti? Diskara eöa pönkara eöa þess háttar liö? Getur venjulegt fólk ekki llka haft skoöanir sem standa fyrir sinu? Stuöarinn haföi upp á þrem „venjulegum unglingum” úr Hafnarfiröi til aö komast aö þvi. Það eru þau Rúna 15 ára, sem er i 9. bekk öldutúnsskóla, Dóra, 15 ára, vinnur i matvöruverslun,. og Emil, 17 ára, i iönnámi i skipa- smiöastööinni Dröfn. Og við byrjum aö spyrja. Við erum ekki hópsálir — Hvaö er venjulegt fólk? „Það eru nú eiginlega flestir venjulegir. Allir venjulegir nema pönkarar eöa næstum þvi”, sagöi Dóra. Rúna: „Viöerum ekki hópsálir. Og hvaö pönkiö snertir þá hlust- um viö ekki á þessháttar tónlist, frekar á diskó, raggi og nýbylgju sinfóniur þ.e. gömlu sinfóniurnar i nýrri útsetningu.” 1 hvaö fer dagurinn hjá ykkur? Rúna: „Ég er i skólanum á daginn en á kvöldin förum viö oftast á rúntinn. Stundum horfi ég á sjónvarpiö.” Dóra: „Ég vinn nú á daginn, en fer lika oftast á rúntinn á kvöldin. Ég horfi yfirleitt ekki á sjón- varpiö.” Víded hallærislegt — Hvaö finnst ykkur um Vídeóið? Rúna: „Mér finnst Videóið hallærislegt. Þaö vantar allan texta svo að maöur skilur ekki allt. Annars getur þaö veriö ágæt barnapia. En mér finnst asnalegt aö hafa Vídeó inni i húsi, og ef maöur byrjar aö horfa þá gleypir maöur allt i sig.” Emil: „Mér finnst ágætt aö horfa á sjónvarpiö.” — Ætliö þiö á kvikmynda- vikuna? „Já,við ætlum allavega aö sjá Barnaeyjuna.” Ætluðum að heimsækja Laxness Hvert fariö þiö á rúntinn og hvað er svona gaman viö þaö? „Viö förum oftast til Reykja- vikur, þaö er meiri fjölbreytni en aö rúnta bara um Hafnarfjörö. Þaö er oft gaman,stundum förum — rætt við „venjulegt” fólk viö til 'dæmis upp i sveit eins og i gærkvöldi. Þá fórum viö upp i Mosfellssveit. Viö ætluöum aö heimsækja Halldór Laxness, þaö heföi veriö æðislega gaman aö fá aö tala viö hann en viö máttum þaö ekki. Viö fengum bara aö fara á klósettið. Annars getum viö litiö gert annaö en aö fara á rúntinn svo maöur veröur bara aö reyna aö gera þaö eins skemmtilegt og hægt er.” Danmörk/ sólarlönd, Bandaríkin Hafið þiö fariö til útlanda? Rúna: „Já,ég bjó i Danmörku i eitt ár. Mamma var úti aö læra og ég fór meö. Ég var I skóla þar, þaö var oft ansi erfitt. Útlend- ingar eru útskúfaöir þar og mikiö ofbeldi i skólanum. Krakkar sýna ofbeldi ekki siöur en fuilorönir. í skólanum voru útlenskir krakkar teknir fyrir, sérstaklega Græn- lendingar, Pakistanir og Tyrkir. Þau voru barin þangaö tii þau hlýddu. Ég var lika barin en ekki oft. Samt var þetta spennandi. Skólinn úti er miklu mikilvægari hjá krökkum heldur en hérna heima, og strangari lika. Þar eru krakkarnir alltaf heima aö læra eöa horfa á sjónvarpiö. Hérna fara krakkar frekar út á böll eöa eitthvaö bannig.” Dóra.: „Ég hef bara farið til saiarlanda meö foreldrum minum. Ég var samt ekki mikið meö þeim. Ég kynntist fullt af krökkum strax. Ég var ekki mikiö á ströndinni, fór frekar I skoðanaferðir og svo á diskó á kvöldin. Annars er þetta allt öðruvisi en hér, þar sofa allir um miðjan daginn og ailt er lokað. Ég kynntist belgiskum krökkum úti. Pabbinn réö alveg yfir þeim, þau þurftu að fá leyfi til að fara á ströndina og leyfi til alls. Og svo bara hneigja þau sig og segja amen viö öllu.” Rúna: „Maður lærir mikið á þvi að fara út en Danir vilja ekki þekkjamann ef maöur umgengst Grænlendinga eða dökkt fólk.” Emil: „Égfórtil Bandarikjanna i fyrra með foreldrum minum, til Connetticut. Við bjuggum hjd frænku minni i góðu hverfi. Eg kynntistkrökkunum þar i fótbolta og á ströndinni. Ég var oft með dökkum krökkum, það voru ekki neinirkynþáttafordómar, hvfttog svart var alveg jafnt. Á kvöldin fór ég á rúlluskautadiskó eða á hamborgarastaði.Það var aldrei neinn hádegismatur þarna bara kók og hamborgarar.” Slæmur félagsskapur getur eyðilagt uppeldi En svo aö viö lltum okkur nær, hvernig er lifið I Hafnarfiröi, er mikil spilling þar? Það má eiginlega segja að við rifumst um hana. En húner hrifin af honum og leyfir honum að komast með þetta. Ef ég hitti ein- hvern góðan strák þá vil ég giftast, eignast börn og heimili frekar en að vera einstæð.” Rúna samþykkir þetta allt og bætir viö: „Það er nú komið i tisku aö trúlofa sig meö hring núna og þaö þykir hallærislegt aö trúlofa sig hringlaust.” Allt svikið! Hvernig er meö kynfræösluna i Hafnarfiröi? Dóra: „Það er engin kynfræösla i skólanum. Einu sinni geröum viö uppreisn og söfnuðum undir- skriftum, aö fá lækni til að koma i skólann með kynfræðslu. Okkur var lofað að það yröi gert en svo var allt svikiö og enginn kom. Þaö er reyndar hjúkrunar- kona i skólanum sem hjálpar mörgum, en hún er af gamla timanum og passar ekki i þetta.” Kommar ekki betri en aðrir Hvaö meö pólitikina krakkar, eruö þiö pólitisk? Rúna: „Ég er ekki hægrisinnuö, en samt ekki kommi, ég hef kynnst þeim og veit aö þeir eru ekkert betri en aörir.” Dóra og Emil segjast ekki vera pólitisk og skipti sér ekkert af pólitik. Kvennaframboð ekkiöfgar En kvennaframboöiö,hvaö um það? Rúna: Þaö er allt I lagi meö kvennaframboöiö ef þær ætla ekki aö taka völd til sin. Ég held að þaö sé gott að konur úr mörgum flokkum blandist saman. En þaö má ekki fara út i öfgar eins og að útiloka karla frá fundum og þessháttar eins og les- biur gera.” Dóra: „Mér finnst kvennafram- boðið ekki vera öfgar.”' Emil: „Ég veit ekkert um þetta kvennaframboð, pæli ekkert i þvi.” Og aö lokum: Hvaö ætliö þið aö gera i framtiöinni? Dóra: „Ég er ákveöin i aö fara aftur i skólann næsta vetur. Ég var komin með námsieiða og ákvað að hvila mig einn vetur. Annarser skemmtilegra að vinna en að vera i skóla,allavega ef maður vinnur hjá góðu fölki. Fólkið sem ég vinn hjá núna er æðislega almennilegt. Seinna langar mig svo að læra hár- greiðslu, mérfinnst svogaman að greiða.” Rúna: „Mig langar til að veröa leikkona. Fara fyrst i mennta- skóla og veröa stúdent og siöan i leiklist. Ég hef alist upp innan um skapandi fólk og smitast af þvi.” Emil: „Ég er nú i málmiðnaðar- deild og vinn i skipasmíðastööinni Dröfn, ætli þaö sé svo bara ekki best að sjá til.” 1 Stuöaranum hefur borist yfir- lýsing frá Jónasi Þorsteinssyni og fer liún hér óbreytt á eftir: Hæ! Vegna fjölda áskorana vil ég gjarna svara þeim sem hafa veriö aö set ja út á þetta blessaða viötal við okkur diskarana úr Keflavi'k. Ég settist niöur um helgina til að lesa Helgarpóstinn (Stuðarann) og sá mér tii mikill- ar undrunar að ekki virðast allir vera á sama máli og við i hljóm- listar- og þrifnaðarmáium. í Stuðaranum 28.1. ’82 er nokkuð skrifað um okkur og vil ég leið- rétta og jafnframt mótmæla yms- um fullyrðingum sem þar koma ar, gular og fjólubláar bólur. Kæra Unnur, við þessum bólum erlitið aðgera. Þær koma bara á þessum aldri og kallast unglinga- bólur. Ég get bara gefið þér eitt ráð: Að auka hreinlætið og hætta að kreista. Þú segist gefa skit i þessa diskó gæja úr Keflavik. Ég efast ekki um aö ef þú ert pönk- ari, þá geturðu örugglega gefið skit i okkur, þvi það er það eina sem pönkarar eiga örugglega nóg af til að geta gefiðöðrum með sér. skammar. Ég verð að viðurkenna að hundar kunna ekki að hlæja svona yfirleitt, minn kunni það heldur ekki fyrr en hann sá pönk- ara. Hann komst hreinlega ekki hjá þvi að læra það. Annars held ég aðþið h) jótið að hafa fengið sitt hvora gerðina af þessu þrælgóða blaði, Heigarpóstinum, þvi Unnur fram. Svo ég byrji nú á viðtalinu viö Dóra „eðliiega”. 1 viðtalinu segir hann að honum finnist við hvorki vera sniðugir né gáfaðir. Ég veit vel að hver hefur si'nar skoðanir, en ég vil benda þér, Dóri, á, þegar þú segir að við hefðum ekki verið sniðugir, að Stuðarinn er unglingasiða, en ekki brandarasiða og að það er ekki alveg hægt að fullyrða að ekki séum við gáfaðir, þar sem viö komum fram i viðtali en ekki i spurningakeppni. 1 dálknum Póstur og similas ég meðal ann- ars bréf frá Unni. Og svo ég byrji efst segist hún hafa fengið græn- Ég vildi gjarna að satt væri, að ég væri 10 ti'ma á dag fyrir fram- an spegiiinn og færi þrisvar i bað á dag. En málið er að ég kemst ómögulega yfiraðgera allt þetta. Ég er alltaf ca 45 min. i baðiog ef ég væri 2tima og 15 min. i baði i viðbót -t- 10 tima fyrir framan spegilinn + það að ég þjáist af skemmtanasýki + þaðaðég þarf að stunda vinnu + það að ég sef lika stundum, þá ja. Mér er alveg ófært að gera þetta ailt saman þar sem það eru aðeins 24 timar i sólarhring i Keflavik. Ég veit náttúrlega ekki hvað þeir eru margir hjá ykkur pönkurunum... Unnur segir lika að pönkarar séu ekki til háborinnar skammar. Ég vil barasegja að það er of vægt til orða tekiðað segja tii háborinnar las viðtal við diskó apa, strákarn- ir þrir við diskara og Dóri „eðli- legi” við diskó gæja. Ég vil benda ykkur á börnin góö,að þó ég fili diskó, þá er ég ekki algjörlega heilaþveginn. Ég er frekar lummó af flippara að vera. Ég skil vel að ekki hafi ennþá verið talað við ekta pönkara, þar sem erfitt væri að koma almennilega gefnu fólki i skilning um að þetta væru mannleg kvikindi. Ég vil taka það fram að ég er dýravinur þó ég hati pönkara. Ég vil samt taka undir það að þið ættuð að drifa ykkur i að tala við einhvern pönkara þvi mér finnst einnig gaman að hlæja að náunganum. P.s. Ef einhverpönkari þorir að koma I viðtal þá er ég alveg til i að svara þeim spurningum sem hann kynni að spyrja. Og aftur P.s. Flipparar! Ekki reiðast þótt þessi illa gefnu kvik- indi setji út á diskóið. Þeir vita ekki betur. Jónas Þorsteinsson, Keflavik

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.