Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 11
Burtu ftieð flug völlinn — Rætt við Sigurð Harðarson arkitekt, formann skipulagsnefndar Reykjavikur.um æskilega framtíðarþróun byggðar á Reykjavikursvæðinu i ............... Helgarpósturinn fitjaði fyrr i vetur upp á umræðu um skipulagsmál Reykjavikur og kom sú umræða i kjölfar skemmtiiegrar sýningar Þórðar Ben. Sveinssonar listmálara, sem stóð á Kjarvalsstöðum seinni hluta nóvembermánaðar. Þann fjórða des. birti svo HP hringborðsumræðu arkitektanna Gunnlaugs Halldórssonar, Geirharðs Þorsteinssonar og Hjörleifs Stefánssonar um æskilega framtiðarþróun Reykjavikur. Sigurður Harðarson arkitekt er formaður Skipulagsnefndar Reykjavikurborgar og við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar á dögunum og höldum þar með áfram umræðu um þróun byggðar í Reykjavík. i fyrrnefndu hringborði frá þvi 4. des., deiidu þremenningarnir, Geirharður, Gunniaugur og Hjörieifur einna mest á austurþróun byggðarinnar og töldu að byggðinni ætti að stefna til suðurs með ströndinni i átt til Hafnarfjarðar. Það bendir Þórður Ben. reyndar llka á með sýningu sinni, og tiigreinir sérstaklega flugvallarsvæðið. Við spurðum Sigurð Harðarson fyrst um austurþróunina: Hvern- ig stendur á þvl, að borgarhverfin byggjast að mestu til austurs — upp í kuldann? ,,t fyrsta lagi er rétt að benda á, að sá valkostur sem borgarskipu- lagið hefur bent á sem vænleg- astan, er einmitt flugvallar- svæðið. Dönsku ráðgjafarnir sem unnu aðalskipulagið frá árinu 1963 bentu og einmitt á, að eftir byggingu Breiðholtshverfis yrði stefnt til suðurs, en að Grafar- holtið og það svæði kæmi til siðar. Sú stefna sem nú er fylgt tengist þessari stefnu, þ.e. suðurþróun. Rauðavatnið mun þannig tengj- ast byggingu i suðurátt, ef af verður, og við getum að minnsta kosti sagt að byggðarþróunin við Rauðavatn sé suðausturstefna. NU, ástæðan fyrir þvl að ekki hefur verið byggt til suðurs, er fyrst og fremst sU, að sveitar- stjórnir hafa ekki getað sam- einast um heildarskipulag. Þetta eru aðskilin sveitarfélög, sem standa hvert fyrir sinni pólitik I þessum efnum”. En nU er slikt heildarskipulag margra sveitarfélaga á þéttbýlis- svæðum algengt i borgum? ,,Já, það má nefna Kaup- mannahöfn sem dæmi. Sveitar- félögin þar voru sameinuð með lagasteningu, skylduð til að mynda heild. En hér virðist ekki vera pólitiskur vilji fyrir þvi, sem er náttUrlega forsenda sameigin- legrar uppbyggingar. Þó er uppi viss tilhneiging I þessa átt, svo sem á sviði samgangna og upp- hitunar. Nú, þú spyrð hvort rétt sé að byggja „upp i kuldann” og átt þá náttúrlega við Rauðavatns- svæðið. Hitastigið við Rauðavatn er svipað og i Breiðholtinu. Það er eitthvað lægra yfir veturinn en niðri i borginni, og eitthvað hærra á sumrin”. Hlýtur ekki að teljast hentugra með tilliti til samgangna og lagnakerfis að þétta byggðina og byggja til suðurs og með ströndum? „Það er enginn vafi á þvi að það er hentugra að þétta byggðina og við þykjumst hafa verið að þvi. En hvort eigi alfarið að byggja með ströndum — það er ekki ein- hlitt — mér finnst eðlilegt að byggja nieð ströndum til suðurs, en ekki norðurs. Persónulega vil ég ganga lengra i þvi að þétta byggðina. Ég vil byggja á flug- vallarsvæðinu. Nú, þær lóðir sem á að fara að úthluta núna I ÁrtUnsbrekkunni og Suður-Sel- ásnum, mætti kannski kalla þétt- ingu byggðar. Það er unnið að þvi að fullgera borgarmyndina kringum Arbæjar- og Breiðholts- hverfin. 1 þessu sambandi er rétt að minna á, að fólki hefur heldur fækkað I Reykjavik en hitt og á meðan ekki f jölgar, er réttara að nýta borgarsvæðin sem best. Fjármagn til að hefja byggingu nýrra svæða er náttúrlega tak- markað, og þar að auki er margt ógert I sambandi við þjónustu I nýbyggðum hverfum. Það vantar gangstiga og almenningssvæði i þessi hverfi sem eru risin, og frá- gangi þeirra þarf að ljúka fyrst.” máium eða vilji hafa áhrif. Það eru nokkrir einstaklingar að visu, en I heildina ekki. Skipulagsmál eru hinsvegar rædd manna á meðal, þvi að margir eru að byggja. Og þessi mál hafa verið á döfinni i fjöl- miðlum. Það hefur lika sýnt sig að sýningar og umræðufundir hafa verið vel sóttir. Umræðan er hinsvegar tilviljknakennd. Borgin þarf að gefa út miklu meiri upplýsingar og Reykjavik þyrfti að koma sér upp stöðugri skipulagssýningu. Það þarf að skipuleggja skoðanaskiptin milli almennings og skipulagsyfir- valda. Skipulagslögin segja litið um skyldu yfirvalda til aö kynna skipulag. I þessum efnum erum við langt á eftir nágrannaþjóö- unum. En borgarstjórn sam- þykkti þó i vetur að gefa út kynn- ingarbækling. Sá bæklingur kemur Ut nú á næstu vikum. Umræðuna þarf að efla og ég held að borgin gæti gert meira en hún gerir. Þeir fundir sem haldnir hafa verið með ibúum t.d. i Selja- hverfi og svo fundur á Kjarvals- stöðum voru vel sóttir og ástæða til að gera meira af þessu”. Hafa vinnubrögö viö skipu- lagningu Reykjavikur breyst i tið núverandi meirihluta? „Stefnubreytingin felst i þétt- ingarhugmyndunum. Það er breytt stefna i byggðaþróun og athyglin er meiri á gamla bænum og einnig tel ég að meiri áhersla hafi verið lögð á að kynna skipu- lagið með fundum. Svo má og nefna, að núverandi meirihluti stofnaði embætti Forstööumanns borgarskipulags, en áður hafði allt skipulag heyrt undir borgar- verkfræöing”. Er rétt að aðgreina skipulag og húsahönnun eins og nú er gert? „Það má deila um það. En yfir- leitt eru skipulagseiningarnar svo stórar, að það er vafamál, hvort þeir sem skipuleggja ráði við að hanna öll húsin. Og þaö þurfa fleiri að fá vinnu við þessi verk- efni. Það hefur hinsvegar verið rætt, að þegar um minni svæöi er að ræða, geti höfundar skipulags fengið að teikna. Það má eflaust gera meira af þvi”. Eru nýjar leiðir við skipulag og hönnun i athugun, t.d. að byggja fleiri tilbúin hús og ibúðir, fela stórum fyrirtækjum eða fyrir- tækjasamstæðum að útfæra hug- myndir skipulagsarkitekta? „Það hefur oft gefist illa. Það vill oft fara svo aö þeir sem byggja, þessi stóru fyrirtæki, hugsa langmest um eigin hags- muni. Við höfum ekki séð ástæðu til að fara út i þetta I neinum mæli, en þó hefur þaö verið gert óbeint. Dæmi um það er fyrir- tækið Byggung sem hefur byggt á Eiðsgranda. Þar var hliðrað til með skipulag, jafnvel nokkuð verulega,og ég tel að ekki hafi tekist vel til. Ekki eins og til stóð. Mér list betur á það sem við köll- um tilraunareiti — þar sem ibúar eru með i ráðum i sambandi við skipulagið; það er á einum þrem stöðum i Breiðholti. Það gildir það sama við skipulag og húsa- hönnun, að söluhagsmunir verk- taka mega ekki vera teknir umfram hagsmuni þeirra sem eiga að búa I húsunum”. Hve langt áleiðis er væntanlegt Rauðavatnshverfi komið? „Það er ekki komið langt. Þaö er núna verið að vinna að nauð- synlegum undirbúningi. Ég reikna með að deiliskipulag hefj- ist næsta sumar”. Að hvers konar þróun i skipu- lagsmálum viltu helst stuðla? „Fyrst og fremst að ekki þurfi að koma til þess að við þurfum að byggja verulega Ut fyrir núver- andi byggöamörk. Ég tel að við þurfum að koma þessum flugvelli burtu og byggja þar. Viö þurfum að gera deiliskipulag fyrir gamla bæinn — þ.e. byggöina innan Hringbrautar — Snorrabrautar, sem núna er reyndar komið i gang. Þar inn I fléttast svo umræða um verndun og viðhald gamalla húsa, en þau mál eiga langt i land með að mæta nægum skilningi stjórnmálamanna. NU, svo vil ég stuðla að þvi að suður- stefnan komi til framkvæmda. Ég tel að það þurfi að efla skoöana- skipti og viðræöur milli almenn- ings og skipulagsyfirvalda og að sú umræða komist i einhvern ákveðinn farveg, verði hluti af vinnunni og þannig nátengd þróun byggðar i Reykjavik.” Hefur umræða um skipulags- mál ekki veriö furðulitil — miöað viö hve mikið hefur verið byggt siðustu ár og áratugi? „Mér finnst furðulltið hafa verið rætt um skipulag ef við hugsum um þátttöku fagmanna I umræðu. Hér i Reykjavik starfa svo að segja allir félagarnir i Arkitektafélagi tslands og það er eins og enginn félagsmanna né félagið hafi áhuga á þessum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.