Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 28
Föstudagur 5. febrúar 1982_HslcjdrpOStUrÍnrL ----^-1982- FRAMKÖLLUN MEÐ HRAÐI! NÚ APGREIÐUM VIÐ ALLAR LITFILMUR ÚR FRAMKÖLLUN DAGINN EFTIR AÐ ÞÆR BERAST OKKUR HfiNS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK # Viö heyrum aö i þann mund sé aö takast samkomulag milli keppinautanna Flugleiöa og Arn- arflugs um fyrirkomulag flug- áætlana félaganna næsta sumar er miöi aö þvi aö samstarf veröi milli félaganna fremur en sam- keppni. Mun meöal annars um þaö rætt i þessu sambandi aö Arnarflug láti af fyrirætlunum aö fljúga áætlunarflug til Frankfurt eöa Hamborgar eins og félagiö var búiö aö fá leyfi fyrir en taki i þess staö aö einhverju leyti viö Diísseldorf-leiöinni aö sem Flug- leiöir hafa flogiö hingaö til.... # Þórshafnartogarinn um deildi er enn ekki kominn til landsins en engu aö siöur er allt oröiö i óvissu hvar togarinn mun leggja upp. Skilyröi Fram- kvæmdastofnunar fyrir lánum vegna togarans var aö hann yröi geröur út frá Raufarhöfn vegna þess aö þar væri annar togari fyr- ir, sem auöveldaði allt viöhald en nú munu bórshafnarmenn vera farnir aö leggja á þaö allt kapp aö togarinn veröi eftir allt saman geröurút frá Þórshöfnog er kom- in upp deila milli sveitarfélag- anna Ut af þessu... # Þaö hefur verulega hitnaö undir Hjörleifi Guttormssyni i iönaðarráðuneytinu, eftir aö full- trúar Alusuisse komu til landsins meö þau boö að auöhringurinn væri ekki til viðtals um endur- skoöun á álsamningnum, og allt vegna framkomu ráöherra. Hörö- ustu andstæöingar Hjörleifs treysta sér þó ekki til aö ráöast á hann opinberlega, af ótta við aö hann lumi enn á trompum i poka- horni sinu, en engu að siður er ljóst aö ekki má mikiö út af bera til að Hjörleifur sé ientur i hinum verstu málum. Jafnvel innan hans eigin flokks heyrast gagn- rýnisraddir á alla málsmeöferö hans gagnvart Alusuisse. Innan Alþýöubandalagsins munu einnig hafa heyrst um það raddir, eftir aö svör Svisslendinganna bárust, aö réttast væri aö þjóönýta hlut Svisslendinga i álverinu, en ekki eiga þær þó verulegan hljóm- grunn vegna þeirra bóta sem menn þykjast sjá fram á aö rikiö þurfi aö greiöa ef sú leiö verður farin. Svisslendingarnir munu hins vegar hafa látiö i þaö skina aö þeir séu ákaflega þreyttir orönir á viöskiptum sinum við Hjörleif og hugleiöi jafnvel að selja hlut sinn i álverinu og þar meö raforkusamninginn sem þvi fylgir. Kunnugir hafa hins vegar haldiö þvi fram, aö Hjörleifur hafi þá hugleitt á móti aö fá jap- önsku aöilana, sem hann hefur veriö i sambandi viö, til aö ganga inn I fyrirtækið i staö Svisslend- inganna. Og svona velta menn vöngum endalaust eftir slöustu tiöindi... # 1 tengslum viö álmáliö hefur þaö komiö fram aö lögfræöingur- inn Ragnar Aöalsteinsson gegnir miklu hlutverki i islensku vib- ræöunefndinni, sem Hjörleifur skipaöi til aö eiga i stappinu viö Svisslendingana. Allaballa-rýn- endur segjast hafa veitt þvi at- hygli aö Ragnar sé æ oftar kallaö- ur til I nefndir og stjórnsýsiustörf, þar sem Allaballar fara með völdin. Segja þeir þetta staöfesta aö Ingi R. Helgason hafi staöiö viö orö sin um aö draga sig i hlé eftir aö hann fékk Brunabót og þeim trúnaöarstörfum sem hann hafi alla jafnan gegnt, hafi nú verið deilt niöur á tvo Ragnara — Aðalsteinsson til aö sjá um ýmiss hin lögfræöilegu atriöi og Arna- son sem hafi tekið við fjármála- vafstrinu. Báöir þykja þeir hinir nýtustu menn, hvor á sinu sviði... # Þótt forvalsþátttaka hjá Alla- böllum i siöari umferö væri ekki ýkja mikil, hefur hún þó valdiö verulegum hræringum innan flokksins. Sambræðingur átti sér staö meöal nokkurra frambjóö- enda I forvalinu, m.a. þeim Gunn- ari Gunnarssyni, verkfræðingi, Margréti S. Björnsdóttur, fyrr- verandi formanni Alþýöubanda- lagsfélagsins i Reykjavik, Þór- unni Klemensdóttur, hagfræö- ingi, og Arthur Morthens, kenn- ara, svo nokkrir séu nefndir. Þessi hópur er sagöur hafa átt þaö sameiginlegt aö vera óánægöur meö starf borgarmála- ráös Allaballa og þá einkum áhrifaleysi ráösins gagnvart ab- alsprautunum, þeim Sigurjóni Péturssyni og Óddu Báru Sig- fúsdóttur, sem hafi haft þaö fyrir siö aö koma á fundi ráösins meö tillögur sinar fullmótaöar, aöeins til aö fá á þær málamyndastimpil þess. Hins vegar hafi ekki veriö til þess ætiast aö ráöiö heföi nokk- uö um mótun tillagnanna aö segja. Samstarf þessara framan- greindu frambjóöenda gekk vel i fyrri umferð forvalsins og svo vel aö flokkseigendurnir sáu i hvað stefndi og svöruöu fyrir sig meö hressilegri smölun I siöari um- feröinni. Fóru andófsmennirnir illa út úr prófkjörinu og mun veruleg reiði rikjandi i þeirra herbúöum. Munu til dæmis áhöld um hvort þau muni fást til aö taka sæti á listanum fyrir borgar- stjórnarkosningarnar og jafnvel hefur heyrst aö sum þeirra, m.a. Margrét Björnsdóttir, hafi haft i hótunum um aö segja sig úr Al- þýöubandaiaginu eftir þessa út- reiö... # 1 þessu sambandi hefur heyrst aö andæfendurnir innan Alþýöubandalagsins hafi veriö i óformlegu bandalagi viö Guörúnu Hlegadóttur, sem sögö er oröin þreytt á ráöriki Sigurjóns og öddu Báru innan borgarinnar. Hvort þaö er af þeirri ástæöu eöa einhverri annarri þá gengur þaö fjöllunum hærra nú, aö Guðrún hafi fallist á aö taka sæti á listan- um fyrir borgarstjórnarkosning- arnar meö þvi skilyröi aö hún myndi draga sig út úr borgar- stjórninni svo til strax eftir kosn- ingar og varamaöur taka sæti hennar... # 1 hinni höröu samkeppni mat- sölustaðanna á höfuðborgar- svæðinu veröa menn aö vera hug- myndaríkir til aö standast sam- keppnina. Viö heyrum aö veit- ingastaöurinn Rán hafi nú farið út á nýstárlegar brautir. Eigandinn ómar Hailsson hefur fest kaup á 12 manna rútu og nú stendur hópum sem ætla aö boröa á staön- um til boða, aö vera sóttir i heimahús á bilnum. Og eins þegar matargestir hafa lokiö málsveröi, stendur þeim til boða akstur á skemmtistaðina með rútunni. Heyrum viö að alls hafi 45 manns nýtt sér þetta tækifæri um siðustu helgi... # Viö sögöum frá þvi hér á bak- siöunni i siöasta HP aö senn færu aö hefjast hjá Sjónvarpinu upp- tökur á nýjum islenskum mynda- flokki, Félagsheimiliö. Sex höf- undar eru aö jafnmörgum þáttum sem byggöir eru i kringum eina leikmynd, þ.e. félagsheimili eöa félagsmiðstöö úti á landi, á svip- aöan hátt og staöiö var aö Undir sama þaki á sinum tima. Tvær aðalpersónur ganga i gegnum alla þessa þætti, húsvaröarhjónin i títtnefndu félagsheimili. Nú mun frá þvi gengið aö meö hlutverk þeirra fari þau Edda Björgvins- dóttir og Gisli Rúnar Jónsson... # Innan kerfisins hefur stjórn- un Orkustofnunar löngum sætt nokkurri gagnrýni, og fyrir rúmu ári birti Helgarpósturinn niöur- stööur sérstakrar stjórnsýsluend- urskoöunar sem gerö var hjá stofnuninni þarsem sett var fram rökstudd gagnrýni og tillögur um úrbætur. Þaö hefur helst gerst i sambandi viö þessar úrbætur aö stööum hefur fjölgaö. Og enn þyk- ir margt skrýtiö viö stjórnun Orkustofnunar. Siöari hluta sið- asta árs var sextán manna flokk- ur frá Orkustofnun ásamt bor sendur til Færeyja til aö annast boranir fyrir þarlenda. Verkiö tók lengri tima en ætlaö var eöa fimm mánuöi. Allan þennan tima var tæknistjóri flokksins á erlendum dagpeningum, og er þar um veru-'_ legar fjárhæöir aö ræða. Eölilegt hefði hins vegar verið aö maöur þessi heföi veriö á svokölluöum eftirlitslaunum, sem eru mun lægri. Þaö er svo launadeildar fjármálaráöuneytisins aö reyna aö innheimta þessar upphæöir hjá Færeyingum... # Halldór Laxness á áttræöis- afmæli nú i vor eins og fram hefur komiö og þegar er fariö aö halda uppá i leikhúsum borgarinnar. En fleiri menningarstofnanir ætla aö heiöra skáldiö á afmælinu, og hefur sjónvarpið nú ákveðiö að láta gera sérstaka dagskrá i til- efni af þvi. Umsjón með þessum þætti verður i höndum Steinunnar Sigurðardóttur, rithöfundar og upptöku stjórnar Viöar Vikings- son... # 1 viöskiptaheiminum eru stööugt tilfærslur á fólki. Þannig hefur nú Guömundur Svavarsson sem lengi hefur veriö viöskipta- fræöingur hjá Útflutningsmiöstöö iðnaðarins flutt sig yfir til Nesco hf., þar sem hann mun annast er- lend markaösmál fyrirtækisins. Nesco er nefnilega meö dóttur- fyrirtæki sem heitir Nesco Inter- national og kvaö vera töluvert stór söluaðili sjónvarpstækja á Noröurlöndunum, einkum Svi- þjóö... # Úr sjónvarpinu eru annars þau tiðindi að þar gegnir núna Tage Ammendrup starfi for- stööumanns Lista- og skemmti- deildar þar eö Hinrik Bjarnason hefur þurft að fá leyfi frá störfum vegna veikinda... # Staöa dagskrárfulltrúa hjá rikisútvarpinu er nú laus eina feröina enn eftir aö Atli Magnús- sonhætti eftir stutta viðdvöl. Atli er nú kominn i sitt gamla starf sem blaöamaöur á Timanum, og er sagt að honum hafi leiðst til lengdar aö lesa blööin allan dag- inn niörá Skúlagötu fjögur og fundist skemmtilegra aö skrifa i þau... # Nýlega var gengiö frá bóta- greiöslum fyrir brunann á verk- stæöishúsi Egils Vilhjáimssonar viö Rauöarárstig i nóvember i haust. Niðurstaöan varö sú, eftir nokkurt þóf, aö Egili Vilhjálms- son hf. fékk 20% bótanna, eöa 330 þúsund krónur, en BSRB, sem keypti mestanpart þeirra húsa sem brunnu i mars i fyrra, fékk afganginn, sem hljóðar upp á 1370 þúsund. A þetta sættust forráða- menn Egils Vilhjálmssonar hf. þótt upphaflega hafi þeir ætlaö sér aö rifta kaupunum viö BSRB „vegna breyttra aöstæöna” og hirða aliar bæturnar sjálfir. Þaö er semsé á hreinu núna, aö BSRB getur fariö aö hugsa sér til hreyf- ings með aö reisa skrifstofubygg- ingu á lóöinni, en teikningar af þvi húsi liggja þegar fyrir. Þótt ekkert hafi enn veriö ákveöiö meö þær framkvæmdir enn er ljóst, að tryggingaféð kemur bandalaginu vel, þaö ætti aö duga til aö hreinsa af lóðinni þau hús sem áttu aö fara hvort sem var, og gott betur. Fyrir brunann var þó ekki ljóst, hvort rifa þyrfti sjálft verkstæðis- húsiö, eöa hægt væri aö byggja of- an á þaö. En eftir brunann er ljóst, að þaö er ónýtt og veröur að hverfa áöur en hafist verður handa viö hiö nýja hús BSRB... \ANTIK GALLERY MiðbæHéalei“58-60 símí 35997 £■> ■ Ný sérverslun með mikið úrval af Georgianog Victorian Antik húsgögnum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.