Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Blaðsíða 12
Föstudagur 5. febrúar 1982 helgarpásturínn =r * 2. 05 2? Qra C. 3 ® 0= ** ~ *0 ÍO- r*- c Lamba- kyoto Það er Birgir Viðar Halldórs- son, kokkur á Góðborgaranum, ’ sem leggur okkur til Helgarrétt-* inn að þessu sinni. Heitir sá Lamba-kyoto, og er einfaidur að allri gerð. ,,Ég var kokkur i Kerlingafjöllum sumarið 1978”, sagði Birgir, „og þá fékk ég ótviræða sönnun f'yrir þvf að þessi réttur er góður, því allir voru vitlausir i hann, Þetta var það iangvinsælasta sem ég eld- aði þar uppfrá. Og þar fyrir utan er hann sáraeinfaldur”. Uppskriftin er svona: Saxaður laukur ásamt karrý er kraumað i smjörliki. Lamba- gúllasi er bætt úti og látið krauma i 4—6 minútur. Þá er vatni og dálitlu af ananassafa bætt úti svo aö rétt fljóti yfir. Kryddað meö sellerísalti og kjötkrafti. Saxaður ananas lát- inn úti. Soðið uns kjötið er meyft og þá jafnað með vatni og kartöfluméli. Birgir Viðar: „Vinsælasti rétturinn i Kerlingafjöllum”. Rétturinn er siðan borinn fram með hrisgrjónum blönd- uðum gulu maiskorni og rauðri papriku. Baráttuhópur gegn aukakilóum Nú ætla þeir sem eiga við offitu og ofát að striða, að taka sér tak og reyna meö sameiginlegu átaki að stilla matarlistinni i hóf og hafa myndað með sér félag. Félag þetta ætlar að starfa eftir svipuðum grundvallarreglum og AA-samtökin, þ.e. að byrja á þvi að gangast við erfiðleikum sinum og leitast við aö finna vandann, þ.e. hvers vegna hinir þungu fá sér stöðugt aftur á diskinn. 1 auglýsingu sem birtist á þriðjudaginn i DV var samtök- unum gefið heitið „Ónefnd átvögl”, þannig að ljóst er, að nú skal gengið fram i bjartsýnum anda og gripið á kilóunum. Fundir eiga siðan að vera viku- lega og ætla samtökin „ÓÁ” að hittast i Ingólfstræti 1A á miö- vikudagskvöldum. „Við viljum bera saman bækur okkar”, sagði heimildarmaður HP, og stefnum annars vegar að megrun og hinsvegar að þvi að halda sér i formi, halda i þann árangur sem hefur náðst. Nú, ef fólk er mjög þungt, þá verður þvi ráðlagt að leita læknis.” Atvöglin ætla að sameinast um að halda niðurgreiðslu á lambakjöti. við sig, þrátt fyrir aukna Ormur Ólafsson: „Flestir félagsmenn eru miðaldra og eldri”. „Mikil vinna að blanda góðan kokteil” — segir Guðjón Matthiasson, harmonikkuleikari Guðjón Matthiasson, harmónikkuleikari og hljóm- sveitarstjóri áratugum saman, hefur nú gefið út aðra bók sina á tveimur árum. t seinni bókinni sem var að koma út um daginn eru, eins og i þeiri fyrri, harmon- ikkulög og aftur harmonikkulög. „1 fyrri bókinni var mikið af þekktum lögum”, sagði Guðjón i samtali við Helgarpóstinn. „Eitt eða tvö voru verðlaunalög úr danslagakeppnum; til dæmis fékk ég verðlaun fyrir lagið Sonar- kveðja árið 1956. önnur gengu i óskalagaþáttunum i mörg ár”. 1 nýju bókinni eru 25 lög, flest nýleg, og þó þau séu fyrst og fremst hugsuð sem harmonikku- lög er einnig hægt að leika þau á pianó og Guðjón lét sömuleiðis gitarhljóma fylgja með. Þá eru textar við sum lögin og nokkrir þeirra eftir Guðjón. En hvernig músik er þetta svo? „Mest af þessu er músik, sem tilheyrir gömlu dönsunum”, sagði Guðjón. Og þegar hann var spurður um það hvort lögin væru fyrir byrjendur: „Eitt lag i bók- inni er svo erfitt að ég gæti aldrei spilað það. Ég þyrfti meiri tækni til að geta skilað þvi vel. En hitt er hægt að ráða við. Og sum eru mjög auðveld”. Guðjón hefur árum saman stjórnað gömludansahljómsveit. Hann var spurður hvernig út- gerðin gengi. „Það er nú komið svo að það er hreinlcga ekkert að gera fyrir harmonikkuhljómsveit. Og ég vil kenna diskótekunum öðru fremur um það. Þau taka vinnu frá „Diskótekin taka vinnu frá tugum manna”, segir Guðjón Matthias- son. tugum manna. Nú eru komnir harmonikkuklúbbar viða um land, þannig að maður skyldi ef til vill ætla að nóg væri fyrir harmonikkuleikara að gera. En það er nú öðru nær”, sagði Guðjón Matthiasson. Prentmsmiðjan Letur gefur bókina út. GA „Það halda nokkuð margir að það sé litið mál að blanda góðan kokteil. En það er hreint ekki sama hvernig drykkjunum er blandað saman”, sagði Ragnar örn Pétursson, formaður Bar- þjónaklúbbs tslands, en nú á mið- vikudagskvöldið fer einmitt fram árleg kokteil keppni klúbbsins á Hótel Sögu. „Ég get nefnt sem dæmi að fyr- ir forkeppnina að úrslitunum sem fram fara á miðvikudaginn, þá blandaði ég 30 mismunandi drykki, áður en ég fann það bragð sem mér líkaði á sæta drykknum. Það gefur auga leið aö i þvi felst talsverð vinna, og ekki minni kostnaður”, sagði Ragnar. Að sögn Ragnars eru Islenskir barþjónar vel frambærilegir á al- þjóölegum mælikvaröa, og við er- um td. núverandi Norðurlanda- meistarar; islenskur barþjdnn lenti í ööru sæti á síðasta heims- meistaramóti ungra barþjóna, og núna í desember fór einn islensk- ur keppandi á Evrópumót I Frakklandi og kom heim með gull og bronsverðlaun fyrir tvo drykki sina. Barþjónaklúbburinn er aðili að alþjóðasamtökum barþjóna en I samtökunum eru 30 þjóðir. Þriðja hvert ár halda alþjóöasamtökin keppni þar sem keppt er i þremur „greinum” — Iong-drink, sætum kokteil og þurrum kokteil. Long-drink keppnin hér á landi hefur nú þegar veriö haldin og i henni sigraði Kristján Runólfsson barþjónn á Hótel Borg. Alþjóð- lega keppnin veröur haldin i okt. i Portúgal. Én nú á miðvikudaginn verður semsagt keppt i sætum og þurr- um kokteilum. Forkeppnin hefur þegar veriö haldin og komust áfram sex barþjónar i þurrum kokteil og fimm i sætum. Margt fleira verður á dagskránni á mið- vikudaginn,- danssýning, Þorgeir Astvaldsson og Magnús Ölafsson skemmta og Ragnar Bjarnason leikur fyrir dansi. En Ragnar örn var að lokum spurður fyrir hverja þessir kok- teilar væru gerðir, þvi ekkí verö- ur maður var við að þeir séu mik- iö drukknir á skemmtistöðum. „Þetta er nátturiega misjafnt”, sagði Ragnar. „Sumir ná veru- legum vinsældum, eins og t.d. Appolo, en aðrir gleymast um leið og þeir hafa veriö gerðir. En það er alls ekki sama hvar barþjónn- inn vinnur, þvi á stórum vinsæl- um stað er langtum liklegra að eitthvað sé keypt af kokteilum en t.d. I hundrað manna einkasam- kvæmissal,” sagði Ragnar örn. Borða- pantanir Simi 86220 8S660 Veitingahúsld i GLÆSIBÆ Galdrakarlar leika fyrir dansi Diskótek Kvæðasöngnum haldið við Kvæðamannafélagið Iöunn er félagsskapur sem ekki fer mikið fyrir i borgarlifinu. t félaginu eru þó um 135 manns, og það er oröið rúmlega 50 ára gamalt. Félag- arnir hittast gjarna einu sinni eða tvisvar i mánuði og aðalat- riðið á dagskrám fundanna er jafnan hið sama: Aö kveða fer- skeytlu með gömlu kvæðalögum. Að syngja kvæði. Formaður félagsins er Ormur Ólafsson. Hann var spurður um markmið þessa forvitnilega félags. „Það er i stuttu máli að halda við kvæðalögunum”, sagði hann. „Það er ekki mjög langt siðan þetta var snar þáttur i dag- • legu lifi fólks. Kveðskapur var ein helsta alþýðuskemmtunin hér á landi áður fyrr, og góðir kvæða- menn mikils metnir. Markmið félagsins er semsagt að halda við interRent car rental þessum hluta af okkar menn- ingu”. Að sögn Orms er ekki mikið af ungu fólki i félaginu, þó innanum sé þó fólk undir miðjum aldri. „En flestir þó miðaldra eða eldri. Það er eins og áhugi á þessu vakni ekki fyrr en fólk er farið að reskjast. En þetta er ekki lokaður félagsskapur”, sagöi Ormur. „Hver sem er getur sótt fundi okkar sem gestur. Ahugamenn um visnagerö og kveðskap eru alltaf velkomnir. — Hvaö er svo kveðið á fund- unum? „Oft eru kveðnar gamlar yrk ingar, en einnig nýjar. Þá er gjarna ort um dægurmálin, náungann eða nánast hvað sem er”. Sumum finnst eflaust kvæðalög vera hvert öðru lik, en Ormur segir það mikinn | misskilning. 1 „Við höfum safnaö um 500 kvæðalögum i okkar félagi, þannig að Kvæðamannafélagið Iðunn er i fullu fjöri tilbreytingin er nóg. Þessi 500 lög höfum við kveðið inná segulbönd sem Þjóðminjasafnið hefur svo fengið til geymslu svo þetta deyi dcki, þó fólkið deyi”. — Er það mikil kúnst að kveða visu eða er þetta á hversmanns færi? „Það geta næstum allir kveðið. En það gildir það sama iþessuog um söng, að góðir raddmenn og söngmenn, þeir ná betri árangri en hinir”, sagði Ormur. Bílaleiga Akuréyrar Akureyri TRy&GVA8RAuT i S2171S ?J515 Reykjavik SKElfAN 9 S. 31615 P6'4«b Mesta úrvalló. besta þiónustan. Vló útvegum yóur alslátt a bilaleigubitum er'endls. „Eitt iagið í bók- inni er svo erfitt” — að ég gæti aldrei spilað það

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.