Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 6
6 Af goðum og „styttum99 Það rikti léttstressuð stemmning baksviðs i Austur- bæjarbiói þegar við Jim ljós- myndari mættum upp úr hálf- niu á þriðjudagskvöldið. Þar var að heíjast rokkhátið sem Hallvarður Þórsson stendur fyrir þessa vikuna. Femir tón- leikar voru á dagskrá hátiðar- innar og verða þeir siðustu i kvöld á Hótel Borg þar sem Q4U, Fræbbblarnir ofl. leika. En á þriðjudaginn byrjaði ballið með tveimur frægustu og vinsælustu hljóm- sveitum landsins og þótt viðar væri leitað: Egó og Grýlunum. Konsertinn átti að hefjastkl. 21og þegarviö Jim mættum sátu egóistarnir fjórir ásamt róturum og fleiri baksviðs og ræddu videóupptökur. Til haföistaðiö aö taka hljómieikana upp á myr.dband en á siðustu stundu var hætt við þaö. Ástæðan var eitthvert röfl um STEF- gjöldoghöfundarrétt, hljómsveitirnar voru með eitthvert erlent elni á dagskránni og óttuðust menn rukkanir fyrir flutningsrétt á þvi efni. Að brjóta ekki hefðina Grýlurnar voru ekki mættar enda nógur timi, klukkan rétt aö veröa niu. Popptón- leikar hefjast alltaf of seint og ég spurði Bubba Morthens af hverju þaö væri. — t>að er gert til aö brjóta ekki hefðina! Það er biíið að venja fólk viö þetta og það býst alltaf við hálftfma seinkun. Þaö mætir ekki fyrr. Ef við ættum aö byrja á réttum tima þyrfti að prórgrammera liöið upp á nýtt. En á slaginu niu fóru Grýlurnar að tinast inn,uppstrilaðar i blúndunáttDuxur og Inga Hún með nýjasta nýtt frá Amerikunni á höfðinu, svonefnt „Deely-bops” sem einna helst likist loftnetum geimbúa. Grýlurnar hurfu inn i búningsklefa til að setjasiðustu strikin iandlitið. Herdis birtist og kvartaði yfir eyrnalokkaleysi. „Strákar,eigiði eyrnalokka handa mér?” — Já, já, heyrist úr mörgum áttum. öðru- visi mér aður brá. Svo var klukkan að nálgast hálftiu og konsertinn aö heíjast. Grýlurnar hurfu upp stigann og þaö var mikið spýtt á eftir þeim. Varöi gekk um gólf og var heldur stressaðri en áður. Áhorfendur voru ekki eins margir og hann hefði óskað. Svona á fimmta hundraö i tæplega átta hundruð manna húsi. Upphófust miklar bollaleggingar um hvað drægi úr aðsókninni. — Miðaverðið er of hátt, sagöi einhver (miöarnir kostuðu 120 krónur). — Uss, nei,sagði Varði, fólk biður bara eftir konsertinum á morgun (þá áttu sömu hljómsveitiraðspila á Borginni). Þar er aldurstakmarkið hærra svo hingað koma bara unglingarnir og þeir eru að spara fyrir verslunarmannahelgina, bætti hann við. Uppi á sviði léku Grýlurnar við hvurn sinn lingur. Nýi gitarleikarinn, Bára Grimsdóttir, var á þönum út og inn af sviðinu. Hún er svo nýbyrjuð i bandinu að hún kann ekki ennþá öll lögin, hefur bara verið með á sveitaböllum tvær helgar svo þetta var fyrsti konsertinn. En hún stóð sig vel. Hvitir mávar og armsveiflur Þegar liða tekur á þennan fyrrihluta hljómleikanna ferstressiðaö magnast niðri hjá egóistunum. Þeir byrja að hita sig upp, fá sér sopa af hvitviniog taka lagið. „Hvitir mávar”, „Kokkurinn við kabyssuna stóð fallera" og fleirislagararfylla loftið. Bubbi búinn að gleyma angurværu blústöktunum sem hann var að gutla fyrr um kvöldið. Nú þurfti að keyra sig upp, koma sér i stuð. Hann tékkar röddina af, reynir að komast eins djúpt og hann getur. Hinir flissa og segja að svona djúpt fari hann aldrei. „Ég veit það," svarar Bubbi, „en ef þessi hlið er i lagi veit ég að röddin endist út konsert- inn.” Svo eru teknar nokkrar armsveiflur til aö liðka kroppinn. Grýlurnar hætta og koma niður, létt- sveittar og dasaðar. Nú er pása i kortér og málin eru rædd. Egóistar spyrja hvernig húsið sé, hvernig fólk sé i salnum. — Það er hellingur af unglingsstelpum uppi við sviðið, Bubbi minn, segir ein Grýlan. Timinn liður fljótt og pásan er búin. Varði kemur niður og stressið hefur enn aukist. Hann gefur egóistunum fimm minútur. — Það er þá best að drifa sig i vinnuna, segir Bubbi og svo eru þeir horfnir. Niðri byrja Grýlurnar að ræða frammi- stöðuna. Þær eru ekki allskostar ánægðar með hana — „það vantaði einhvern kraft i okkur”. Dóra Einars búningameistari ______________________Föstudagur 23. júlí 1982 -pflnZh irinn eftir Þröst Haraldsson bandsins tekur mikinn þátt i umræðunum og Danny Pollock hljóðmaður leggur sitt til málanna. — Það veröa að vera nokkrir hressir sjóarar meðal áheyrenda, þá komumst við i stuö, segir Ragnhildur. ..Stytturnar” eru karlkyns Uppi á sviði eru Bubbi, Maggi, Þorleifur og Beggi að spila, baðaðir i ljósum. Blaða- maður bregður sér út i sal að lita á það sem þar fer fram. Stuttu siðar koma Ragga og Linda úr Grýlunum og setjast hjá mér en þær eru vart sestar fyrr en þær eru um- kringdar aðdáendum sem heimta eigin- handaráritanir. Þetta eru mest unglings- stúlkur og þegar þær hafa fengið sitt spyr ég Ragnhildi hvort mikið sé um rithanda- safnara i kringum þær. Hún jánkar. Ég spyr þá hvort ekki safnist i kringum þær ungirpiltar, hvort „grúppiurnar” hafi ekki skipt um kyn þegar kvennahljómsveit haslaði sér völl. — Nei, það eru mest eldri strákar. — Það stendur alltaf stór hópur af strákum uppi við sviðið þegar við spilum, en þeir eru aðallega á aldrinum 18—30 ára, svarar hún. A máli poppara nefnist þessi hópur sem stendur uppi við svið „stytt- urnar” enda er yfirleitt litil hreyfing á honum. Egóistar fara á kostum og ná upp mikilli stemmningu uppi við sviðið. Bubbi réttir hljóðnemann út yfir hópinn og lætur krakk- ana um að syngja „Stórir strákar”. Þau kannast greinilega bæði við texta og lag og taka undir af krafti. Svo er þetta búið. Egóistarnir tinast niður i kjallara, löðursveittir. Salurinn tæmist smátt og smátt, flestir fara út og dágóður hópur tekur sér stöðu v ið útganginn bakatil, ætlar að biöa eftir stjörnunum. Baksviðs birtast vinir og vandamenn hljómsveitanna til að hrista lúkur og fara nokkrum viðurkenningarorðum um kon- sertinn. Einn ungur aðdáandi hefur smyglað sér inn og honum tekst að safna nöfnum allra stjarnanna niu á pappirs- snepla. Annars er þetta ósköp svipað og á hverjum öðrum vinnustað að loknum vinnudegi, kannski föstudegi. Ekki hjá Grýlunum, þær þurfa að flýta sér, eiga að vera mættar i kvikmyndatöku kl. 7 næsta morgun. Eftir aö hafa þurrkað af sér svit- ann og pakkað saman er haldið út i júli- nóttina og súldina, flestir fara heim á leiö en einhverjir ætla að keyra sig niður á öldurhúsi. Linda trommari rótar i hári Báru, nýja git- arleikarans. leikari i finu formi. myndir: Jim Smart Stressið lagað með einni Winston. Inga Rún Léttstressuð stemmning á Rokkhátíð Þorleilur egóisti skipuleggur prógrammið. ,,tjúnar" gitarinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.