Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 20
Nafn Jochums Eggertssonar, eða Skugga, eins og hann sjálfur nefndi sig, bar á góma i ritdeilu er geisaði á siðum Morgunblaðs- ins fyrir skömmu um kenningar Einars Pálssonar skólastjóra. Sá maður, sem nefndi Jochum i deilu þessari, er sira Kolbeinn Þor- leifsson. Jochum Eggertsson virðist hafa verið hinn merkilegasti maður Föstudagur 23. júlí 1982 irinn og þvi bað Helgarpósturinn sira Kolbein að segja stuttlega frá honum og kenningum hans. Kolbeinn varð fúslega við þeirri ósk okkar, en vildi þó, að það kæmi skýrt fram, að hann væri þeim al- gjörlega ósammála. Sira Kolbeinn var fyrst spurður að þvi hver þessi maður hefði verið. frá upphafi til enda „Hreinn skáldskapur „Jochum Eggertsson (Skuggi) var sonur Eggerts Jochumssonar. Hann fæddist árið 1896 og dó árið 1966. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri, tók próf þaðan 1917, og kynnti sér einkum mjólkurfræði og osta- gerð, og vann við það bæði fyrir norðan, á Akureyri, og hér syðra. Arið 1931 virðist hann hafa flutt hingað suður til Reykjavik- ur, trúlega vegna þess, að hann hafði áhuga á að rannsaka ýmis efni, einkum og sér i lagi galdraskræður ýmiss konar, og forna sögu. Hannáheimahérallatiðsiðan. Hann kynntist Einari Benediktssyni ein- hvern tima og var hjá honum um tima, ekki lengi, en það hafa verið mjög áhrifamikil. kynni, þar sem hann var hjá honum i Her- disarvik. Þar var hann i nágrenni við Kiýsuvik, og það kann að vera, að einhverj- Rætt við síra Kolbein Þorleifsson um Jochum „Skugga” Eggertsson og kenningar hans ar af þeim hugmyndum, sem hann varð seinna frægur fyrir, hafi einmitt mótast á þessum tima.” — En veistu hvernig það bar að, að hann fékk áhuga á að kanna þessar galdra- skræður? „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvernig það bar að, en hann hafði áhuga á þessum efnum, helst efnum, sem voru utan við hina venjulegu alfaraleið. Einkum var það efni, sem tilheyrði Jóni lærða Guðmundssyni, sem var uppi á 17. öldinni, og efni, sem fjallaðium hina undarlegu afkomendur Úr- súlu ensku á Snæfellsnesi, sem Árni Þórar- insson gerði góð skil i sjálfsævisögu sinni, sem Þórbergur Þórðarson ritaði. Arni Þór- arinsson segir t.d. frá þeim grip, sem Jochum Eggertsson kallar brísingamen Freyju, og telur einn merkilegasta heilsu- gjafa, sem verið hefur á Islandi forð- umdaga, en það átti allt að ganga i ætt Úr- súlu hinnar ensku. Við vitum það m.a. að einn af afkomendum Úrsúlu hinnar ensku er Úa í Kristnihaldi undir Jökli, og þar er vitaskuld byggt á frásögn Árna Þórar- inssonar. Nú er það svo, að Jochum var töluvert áhugamikill rithöfundur. Það er enginn vafi á þvi, að hann hafði afskaplega merki- legan stíl i óbundnu máli, sérkennilegan stU, en hann var fagur, og þegar honum tókst best upp, var hann mjög góður rithöf- undur i óbundnu máli. Það varð til þess meðal annars, að á efri árum fékk hann þriðju verðlaun i verðlaunasamkeppni rikisútvarpsins fyrir sögu, sem heitir Trýnaveður, sem er endurminning hans frá þvi hann var ellefu ára gamall. Þetta er af- ar kröftug saga og hefur hún verið gefin út i Eftir Guðlaug Bergmundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.