Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 32
^Jpélag islenskra iðnrekenda
>nhyggur á mikla útbreiðsluher-
ferð á næstu mánuðum, bæði til
að fjölga félögum og eins til að
vekja athygli á islenskri fram-
leiðslu. Hafa skrautleg aug-
lýsingaspjöld, limmiðar og
aðrar auglýsingar verið búnar til
i þessum tilgangi. Iðnrekendur
hafa ráðið kunnan harðjaxl til að
stjörna þessari herferð — það er
Bjarni Þór Jónsson, fyrrum
bæjarstjóri i Kópavogi, sem bolað
var úr starfi þar i bæ eftir siðustu
kosningar með heldur óþokka-
legum aðferðum. Bjarni hefur
störf hjá iðnrekendum 1. septem-
ber næstkomandi. Hann verður
og framkvæmdastjóri mikillar is-
lenskrar iðnsýningar, sem
ákveðið hefur verið að halda um
mánaðamótin ágúst/september á
næsta ári i Laugardalshöllinni...
^CjYfirleitt fer litið fyrir út-
lendum diplómötum hérlendis
og ekki nema litill hópur manna
veit hvenær þeir koma eða fara.
önnur var þó raunin i siðustu
viku, þegar hátt i hundrað manns
komu saman i Þingholti Hótels
Holts til að kveðja Thomas nokk-
urn Martin,sem undanfarin þrjú
ár hefur verið allt i öllu i
Menningarstofnun Bandarikj-
anna, þeirri er áður hét Upp-
lýsingaþjónusta Bandarikjanna.
Þessi mannfjöldi átti það
sameiginlegt að hafa átt sam-
skipti við Martin og vildi þakka
honum ánægjuleg kynni með þvi
að halda honum væna veislu —
með lúðraþyt og tilheyrandi. I
hópnum mátti þekkja kunna is-
lenska diplómata, blaðamenn,
verkalýðsforingja, atvinnurek-
endur, lögfræðinga og pólitikusa.
Forsprakkar samsætisins voru
þeir Tómas Karlsson i utanrikis-
ráðuneytinu og Páll Heiðar
Jónsson útvarpsmaöur en veislu-
stjóri Jón E. Rgnarsson hrl.
^TBÚR-togarinn Jón Bald-
vinsson liggur nú i höfn i
Reykjavik með ónýta vél og er
þess aðeins beðið að unnt verði að
draga togarann til Noregs til að
skipta um vél i honum. Togarinn
er smiðaður i Portúgal en vélin er
norsk að gerð, og hversu undar-
legt sem það kann að hljóða þá er
þetta vélaráfall Jóns Baldvins-
sonar talið umtalsverður mór-
alskur sigur fyrir núverandi for-
mann útgerðarráðs, Ragnar
Júliusson. Hann var nefnilega
einnig formaður útgerðarráðs
þegar smiði togarans var af-
ráðin. en hann barðist þá hat-
rammlega gegn þvi að þessi
norska vél yrðu valin i skipið og
hélt þvi fram að hún væri hreint
rusl. Þá var hins vegar ekki tekið
mark á Ragnari en nú er semsé
komið i ljós að hann hafði rétt
fyrir sér....
f' jMorgunblaðslesendur rekur ef
^ til vill minni til þess að þeir
háðu haröa ritdeilu i löngu máli i
blaðinu á sinum tima Arni
Johnsen og Hjálmar Bárðarson,
skipaskoðunarstjóri. En ef menn
geta verið stórir i orðum, geta
menn lika verið stórir i sáttum,
eins og nú sannast. Arni Johnsen
er nú að undirbúa 10—15 manna
kvikmyndaleiðangur út i Eldey
þar sem með verða i förum jarð-
fræðingar og fuglaverndarmenn,
sem ætla að merkja þarna
500—1000 súlur ef timi vinnst til.
Arni hefur fengið leyfi til þess-
arar ferðar hjá Náttúruverndar-
ráði, þar sem Hjálmar Bárðarson
á sæti og Hjálmar sá ekki ástæðu
til að leggja stein i götu Arna til
að komast þessa ferð þrátt fyrir
fornar erjur. Árni var þá heldur
ekkert að tvióna við hlutina og
hefur nú boðið Hjálmari með sér i
Eldey sem einum af ljósmynd-
urum leiðangursins, en Hjálmar
er eins og flestir vita góður ljós-
myndari og höfundur kennslu-
bókar á þvi sviði...
Gerum við Kalkhoff — SCO —
Winter — Peugeot — Everton
og öll önnur hjól.
Fullkomin tækja- og vara-
hlutaþjónusta.
Sérhæfing i fjölgirahjólum.
Seljum uppgerð hjól.
Opið alla daga frá kl. 8—18,
laugardaga ki. 9—1.
Hjólatækni
Vitastig 5. Simi 16900
C ,Kratar hafa aftur komist i
^sviðsljósið vegna sögusagna
um þreifingar núverandi
stjórnarherra á þeim i þvi skyni
að tryggja stuðning þeirra við
rikisstjórnina, vegna ótta þeirra
við að krosstrén Albcrt Guð-
mundsson og Eggert Haukdal
væru eitthvað byrjuð að gefa sig.
Ýmsar sögur hafa verið á kreiki
og meðal annars sú að ólafur
Ragnar Grímsson væri búinn að
tryggja stuðning Vilmundar
Gylfasonar við rikisstjórnina og
rökstuðningurinn sá að
Vilmundur væri tiltölulega ein-
angraður i flokki sinum og þarna
komið gullið tækifæri fyrir hann
að vera i sviðsljósinu fram til
næsta vors þegar ætla má að
prófkjörsbarátta hans og Jóns
Baldvins Hannibalssonar um
þingsæti i Reykjavik byrji fyrir
alvöru. Þess vegna hafi
Vilmundur verið tilleiöanlegur til
að taka við hlutverki Eggerts
Haukdal og það meira að segja án
nokkurra uppboðsskilmála i lik-
ingu við þá sem Eggert Haukdal
hefur verið sakaður um að hafa
sett fyrir rikisstjórnarstuðningi
sinum. Þegar vinir Vilmundar
fóru hins vegar að bera bessar
'’Voitlnu]/ 1982
er eins og sniðinn fyrir íslenska malarvegi
er líka rúmgóður ferðabíll
er sérlega hentugur fyrir þig
er framhjóladrifinn, hár með sjálfstæða
gormafjöðrun á hverju hjóli
WARTBURG ER EINN
AF ALLRA ÓDÝRUSTU BÍLUM SEM í BOÐI ERU
SJON Efí
SÖGU fíÍKAfíl
Sýningarferð um hringveginn.
Verðum á Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað,
Egilsstöðum föstudag 23. júlí
Húsavík laugardag 24. júlí
Akureyri sunnudag 25. júlí
Ath. að þeir sem staðfesta pantanir um leið
fá bílana á sérstöku hringvegsverði
Ingvar Helgason
Sýningarsalurinn v/ Rauöagerði
Sími 33560.
sögusagnir upp á hann, aftók
hann með öllu að um nokkurn
slikan stuðning yrði að ræða af
sinni hálfu en gat þó ekki stillt sig
um að bæta við að það væri þó
verulegur skaði fyrir rikisstjórn-
ina að hann skyldi ekki vilja veita
henni liðsinni — ” þvi að þá mundi
þó greindarvisitala stuðnings-
mannaliðs rikisstjórnarinnar
hækka i réttu hlutfalli við aðrar
visitölur i landinu...”
C JDagblaðið og Visir er nú form-
^/lega orðið að DV með þvi að
nýr haus prýðir forsiðu blaðsins.
Eins og alltaf þegar blöð gera rót-
tækar breytingar á útliti sinu,
mælist það misjafnlega fyrir.
Þannig segir sagan að Sverri
Hermannssyni hafi orðið að orði
þegar hann sá DV með nýja
hausnum i fyrsta skipti: „Della
og Vitleysa — það er við hæfi”...
^yÞað ágerist stöðugt kreppu-
y hljóðið i þjóðfélaginu. Það er
til þess tekiö að sala á notuðum
bilum hafi gersamlega dottið
niður og nú sé hægt að kaupa slika
bfla á ævintýralegum kjörum.
Það er spáð hruni á fasteigna-
markaði, þá annað hvort i verði
eða kjörum, þvi að sáralítil
hrevfine hefur verið á fasteignum
að undanförnu. Fasteignasalar
hafa þó hingað til ekki þurft að
kvarta, þvi að á einu ári hækkuðu
fasteignir um 90% og þótt fast-
eignasalar kunni ekki full-
nægjandi skýringar á þeirri
hækkun segja þeir þó áberandi
hvað aukist hafi i fyrra að fólk
utan af landi hafi fjárfest i hús-
næði á höfuðborgarsvæðinu og
það haft sin áhrif á eftir-
spurnina...
^ClSvipað kreppuhljóð heyrist
innan úr bankakerfinu, og nú
er svo komið að allir bankar
landsins eru komnir i yfirdráttar-
skuld gagnvart Seðlabankanum.
Bankastjórar segja vandamálið
nú ekki útlánin, þar sem þar hafi
verið haldið i horfinu, heldur eru
það innlánin sem hafa stórlega
minnkað. Svo virðist sem
almenningur sé hættur að treysta
meira að segja verðtryggðum
reikningum, og virðist fjárfesta
sem mest það má i einhverju
öðru. A aðeins einu 'sviði innlána
má greina umtalsverða aukningu
en það er á gjaldeyris-
reikningum...
AMSTERDAM
ferðapafebi
verö frá 3.343
OTC34VTMC
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580