Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 13
jjSsturinn Föstuda9ur 23. íoií 1982
13
Mazúrkar
Frédéric Chopin (1810-49):
Mazúrkar
Einleikari: Elza Kolodin
Otgefandi: EMI, Electrola,
067-:i0 986 digital, 1981
Dreifing: Fálkinn
Kominerúthjá EMI ný digi-
tal-hljómplata, þar sem Elza
Kolodin leikur 21 af hartnær 60
mazúrkum Chopins. Kolodin
stundaði nám við Konservatori-
ið i Varsjá og hlaut til þess styrk
frá Chopin-vinafélaginu. 1968
vann hún 1. verðlaun i Þjóðlegu
tónlistarkeppninni i Póllandi.
Hún yfirgaf heimaland sitt árið
1971 og dvaldi 3 ár i Frakklandi,
áður en hún settist að i Vestur-
Þýskalandi. Hún hefur unnið
marga glæsilega sigra á alþjóð-
legum tónlistarhátiðum og nú
siðast árið 1981 hlaut hún svo-
kölluð ,,José Iturbini-verðlaun”
i Valencia á Spáni og sérstök
aukaverðlaun fyrir túlkun sina
á spænskri tónlist.
Mazúrkarnir sem Elza Kolo-
din spilar eru op. 6 (l,2,3,4)4>p. 7
(1,2,3,4,5), op. 24 (1,2,3,4), op. 33
(1,2,3,4), op. 59 (1,2,3) og op. 63
(3). Þessi verk eru samin á
óliku skeiði enda spannar þetta
form alla starfsævi Chopins:
Fyrsti Mazúrkinn var saminn
þegar tónskáldið var á 11. ári og
hinn siðasti (Op. 68, nr. 4) er
skjalfestur sem lokaverk Chop-
ins i katalóg Maurice Brown.
Reyndar eru Mazúrkar Chop-
ins nokkurs konar alþýðleg hlið-
stæða Pólónesa hans, tónlistar-
form með sterkum þjóðlegum
blæ sveitadansa og tengir nafn
tónskáldsins betur en nokkuð
annað við hið fjarlæga föður-
land. Að visu eru Mazúrkarnir
honum ekki eins mikill hvati til
formbyltingar og hinar tignar-
legu Pólónesur, en ljóðrænt yf-
irbragð þeirra skipar þeim á
bekk með fremstu einleiksverk-
um tónskáldsins.
Ég sakna þess nokkuð, að
Kolodin skuli ekki hafa valið
Mazúrkana op. 17 á þessa safn-
plötu. Þeir eru að minum dómi i
hópi fegurstu tónsmiða þessar-
ar tegundar (S.s. e-moll,
nr. 2, saminn fyrsta árið sem
Chopin dvaldi i Paris og a-moll,
nr. 4 frá 1825). Hún bætir þó
rækilega úr þvi, með þremur
Mazúrkum op. 59, hápunkti þar
sem tónskáldið gerir alvartégar
tilraunir til að semja tónaljóð úr
dansforminu (T.d. er Mazúrki
op. 59, nr. 1 i a-moll snilldar-
verk, á að visu litið sammerkt
með dansi nema nafnið).
Elza Kolodin er pólsk og tekur
mikið tillit til uppruna verk-
anna. Hún virðir ryþmiska upp-
byggingu þeirra sem danslaga,
án þess þó að ganga á persónu*
lega úttekt tónskáldsins á form-
inu. Hún skynjar mætavel
hvernig Chopin fjarlægist upp-
runann smám saman til að gefa
Mazúrkum sinum hreinna og
dýpra form, sem færir þá út fyr-
ir upprunaleg landamæri. Það
er látleysi og festa i túlkun
hennar,sem kemsteinkar vel til
skila með afbragðstóngæðum
þessarar digital-upptöku. Fyrir
þá sem litið þekkja til Mazúrka
Chopins, er þetta tilvalin plata i
alla staði.
Sitt af hverju
Ýmsir flytjendur
Northern Lights
Playhouse
Það mun liðið um það bil ár
frá þvi að platan Northern
Lights Playhouse átti að koma
út en einhverra hluta vegna
hefur hún ekki litið dagsins ljós
fyrr en nú. Að visu mun hún
vera komin út i Bretlandi fyrir
nokkru en litið hefur þó farið
fyrir henni þar.
En hvað er Northern Lights
Playhouse fyrir nokkuð? Ji^
plata þessi hefur að geyma is-
lenska rokktónlist með nýjum
islenskum hljómsveitum,
þ.e.a.s. þeim sem voru nýjar
fyrir ári siðan. Platan er vist
gefin út af Fálkanum og dreift i
Bretlandi af Rough Trade.
Fyrstu tvö lögin eru með
hljómsveitinni Þey og er þar
nánar tiltekið um plötuna út-
frymi að ræöa, þ.e. lögin Live
Transmission og Heima er best.
Þá gefur að heyra lögin It’s
Easy og Where Are The Bodies
með Utangarðsmönnum, sem
fylltu seinni hlið plötunnar 45
rpm. Siðasta lag fyrri
hliðarinnar heitir Her Longing,
með Taugadeildinni, sem var
hljómsveit sem aldrei varð
nema efnileg.
A seinni hliðinni verður fyrst
fyrir efni af litlu/stóru plötu
Purrks Pillnikks, Tilf, en hún
mun vera þarna öll eins og hún
leggur sig. Þvi næst eru
Fræbbblarnir með þrjú lög og
loks Megas með hið stórgóða lag
sitt Paradisarfuglinn.
Þá hefur það verið talið upp.
En hvernig er að hlusta á efni
sem þetta, svo löngu eftir að það
átti að koma ut og jafnvel löngu
eftir að grundvellinum hefur
verið kippt undan útkomu þess?
Þeyr og Purrkur Pillnikk eru nú
miklu betri hljómsveitir,
Fræbbblarnir hafa þróast úr ég
veit ekki hverju i ég veit ekki
hvað. Taugadeildin hefur verið
lögð niður og sögu Utangarös-
manna þekkja allir. Sumt af þvi
sem á plötunni er hefur elst illa
en annað stendur fyrir sinu en
það lag, sem timinn hefur
minnst unnið á,er þó liklega
elsta lag plötunnar, Paradisar-
fuglinn.
Northern Lights Playhouse er
plata sem fullan rétt hefur átt á
sér á þeim tima er fyrst átti að
gefa hana út en f dag tæplega
nema hlutar hennar
MichaelSchenker Group
Night At Budokan
Það er einhvern veginn þann-
ig með þunga rokkið, að það er
eins og það vakni alltaf til lifsins
á sumrin (fyrst og fremst á
þessi staðhæfing við um Bret-
land) og á þessu virtist ekki ætla
að veröa nein breyting i ár, þvi
er voraði fór breski listinn að
fyllast af hinum og þessum
þungarokkhl jómsveitum.
Um það hver er ástæðan fyrir
þessum árstiöabundnu vinsæld-
um er ekki gott að segja. Ein að-
alástæöan held ég þó að sé sú að
helsti vettvangur þessara
hljómsveita, hvað opinbera
spilamennsku varðar, eru úti-
festivölin svokölluðu sem haldin
eru á Bretlandi yfir sumarmán-
uðina. Festivöl þessi nota
hljómsveitirnar til að fylgja
eftir plötum sinum, sem þýðir
að plöturnar verður að gefa út á
vorin og yfir sumarið.
Framan af þessu sumri virtist
svo sem kenning þessi ætlaði að
standast, en ef litið er á vin-
sældalistana i dag, þá er þar
varla að finna eina einustu
þungarokkplötu og
Reading-festivalið ekki einu
sinni búið, hvað er að gerast?
Og þá kemur kenning tvö til
skjalanna. Þungarokkhljóm-
sveitir sem selja plötur i Bret-
landi eru alls ekki svo margar
og er ég efins um að þær geri
mikið meira en að fylla tuginn.
Fyrst ég er byrjaður á þessari
kenningasmið, þá er rétt að
setja fram eina enn: Ekki er
ósennilegt að eftir að lifna tók
yfir plötuútgáfu i Bretlandi, eft-
ir þvi sem liðið hefur á sumarið,
þá hafi fólk fundið sér eitthvaö
ferskara og skemmtilegra til að
eyða aurunum sinum i en þungt
rokk. Það virðist nefnilega fullt
af góðum plötum hafa litiö
dagsins ljós að undanförnu, þó
litið hafi farið fyrir þeim hér
heima. En við þurfum þó ekki
neitt aö vera að örvænta, viö
getum altént hlakkað til jól-
anna.
Þetta er orðinn langur
formáli að þvi sem ég ætlaði
mér upphaflega að skrifa um,
þ.e. hljómleikaplötur hljóm-
sveitarinnar Michael Schenker
Group sem teknar voru upp i
Budokan i Japan (hvar annars
staðar?) iágúst 1981.
Á plötum þessum er litið að
finna sem ekki hefur margsinn-
is verið gert áður. MSG flytur
með öörum oröum þungt rokk
þar sem nánast ekkert nýtt
gefur að heyra. Hljómsveitin
sem slik er þó ekki slæm, þó
mætti söngvarinn vera betri,
enda skilst mér að nýr maöur sé
nú kominn i hans stað. Einnig
hef ég yfirleitt haft litið dálæti á
Cozy Powell sem trommuleik-
ara en þó fannst mér hann enn
verri meðan hann var með
Rainbow en hann er að þessu
sinni. MSG hefur þó nokkuð sem
engin önnur hljómsveit hefur,
nefnilega Michael Schenker
sjáifan, en hann er fanta góöur
gitarleikari og bjargar bandinu
oft á tiðum algerlega.
Sjaldan held ég að það hafi
tekið mig lengri tima að segja
frá svo litilvægu fyrirbrigði sem
þessi plata er. Ég veit þó að til
eru menn sem hafa þungt rokk i
stað trúarbragða og fyrir þá er
þetta sjálfsagt nokkuð góð plata
en varia fyrir aðra.
Talking Heads-The Name
Of This Band Is Talking
Heads
Hljómsveitin Talking Heads
hefur verið allt frá árinu 1977,
að hún fór fyrst að láta aö sér
kveöa, einhver merkilegasta
hljómsveit sem starfað hefur.
Hún hefur sent frá sér fjórar
stúdió plötur sem allar eru sér-
lega góðar. Einkum þó tvær siö-
ustu plötur þeirra, Fear Of
Music og Remain In Light sem
vissulega eru með merkilegri
plötum seinni ára. Þær voru t.d.
báðar, Fear Of Music 1979 og
Remain In Light 1980, valdar
plötur ársins af Melody Maker.
Talking Heads hefur lika
ávallt þótt liðtæk hljómsveit,
þegar um opinbera spila-
mennsku hefur verið að ræða.
Auðvitað höfum við tslendingar
þó haft litið af þvi að segja, utan
þess að einstaka bootleg upp-
tökur hafa borist hingað til
lands og þá ávallt lofaö góðu.
Bootlegarnir hafa þó ekki farið
viöa og þvi hljóta aðdáendur
hljómsveitarinnar hér á landi
að fagna útkomu tvöfalds
albúms sem Talking Heads hafa
nýverið sent frá sér og inni-
heldur hljómleikaupptökur.
A fyrstu hliðinni eru upptökur
frá árinu 1977. Flest lögin þar
eru þvi af fyrstu plötu hljóm-
sveitarinnar, en hún hét 77, og
greinilegt er að Talking Heads
hefur þegar á þessum tima ver-
ið orðin góð hljómsveit. En það
er lika greinilegt strax á ann-
arri hliðinni að tónlist þeirra
hefur þróast hratt, en þar er að
finna upptökur frá árinu 1979,
Þá er Brian Eno kominn til sög-
unnar, sem sérlegur aðstoðar-
maður hljómsveitarinnar. Eno
hefur stjórnað upptökum á
þremur siðustu plötum Talking
Heads og á þeirri siðustu
Remain In Light er hann nánast
oröinn einn af hljómsveitar-
meðlimum.
Seinni platan er tekin upp
1981, og er þvi meö stóru hljóm-
sveitinni svokölluðu. Nánar til-
tekið þá var þetta niu manna
hljómsveit sem fór i hljómleika-
ferö til að fylgja eftir plötunni
Remain In Light. Meðal göðra
manna i hljómsveit þessari, auk
gömlu Talking Heads meðlim-
anna, má nefna gitarleikarann
frábæra Adrian Belew, bassa-
leikarann Busta Jones og
hljómborösleikarann Bernie
Worell, sem einkum lék á ola-
vinet.
Tónleikar hljómsveitar þess-
arar þóttu sérlega góðir og
nú getumviðfengiðsmjörþefinn
af þeim á plötu þessari. Flest
eru lögin af plötunum Remain
In Light og Fear Of Music og er
flutningur þeirra liflegur og
kraftmikill.
Plötur þessar eru þvi sérlega
eigulegar, bæði þeim sem eiga
fyrri plötur Talking Heads og
eins fyrir þá sem ekki hafa
hlustaö á þau áður, því fyrir þá
eru plöturnar göð kynning.