Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 21
Zplfisturinn^ Föstudagur 23. júlí 1982 fyrsta bindi bókanna „Þvi gleymi ég aldrei”. baö sem er kannski einna merki- legastum framahans á rithöfundaferli, er að hann vann til verðlauna i smásagnasam- keppni hjá New York Herald Tribune fyrir sógu, sem var þýdd eftir hann. Sú saga barst um allan heim. Hún var gefin út i Eimreiðinni og hét þar Bláa huldan og var það þýðing á enska nafni sögunnar, The Blue Fairy, en frá hendi Jochums hét sag- an Álfkonan yndislega. Þessi Jochum áleit, að hingað til lands hefðu komið menn, alla leið austan frá botni Miðjarðarhafs. Þeir stöldruðu við i Jóniska hafinu og hétu þar Jónar, fluttust siðan vestur á bóginn ogsettustað á eynni Ióna, sem er fræg eyja úr irskri trúboðs- sögu, og þaöan hafi þessir Jónar komið til íslands og sest hér að. Þessir Jónar héldu við gullmunnaspekinni.” Af gullmunnum — Á hvaða timabili var þetta? „Þetta á að hafa gerst á árunum 500 til 800, að þeir voru á ferðinni hingað. Að minu áliti er þetta allt hreinn skáld- skapur frá upphafi til enda, en Jochum leit ekki svo á, að þetta væri skáldskapur. Það sem hann gerir i þessu sambandi er það sama og fræðimenn i griskum goðafræðum hafa gert i langan tima. Þeir taka nöfn á ættkvislum og goösögulegum presónum, rekja þessi nöfn eftir orðstofnum i hinar ýmsu áttir. Þeir halda þvi fram t.d. að nafn Danáa i Grikklandi sé komið frá Kaldeum ogfráPalestlnu. Þeir lesa það út úr þessum goðsögum að átt hafi sér stað þjóðflutningar í kringum Miðjarðarhafið, sem endurspegl- ist i þessum fræðum. Þetta er það, sem heitir mýtólógisk túlkun á fræöunum og best er hægt að kynnast þessu i bókum enska skáldsins Robert Graves, og notkun hans á orðsif jafræði i sambandi við griskar goðsagnir. Jochum Eggertsson gerir alveg sama hlutinn. Hann hefur nafnið Krisuvik á Reykjanesskaganum, og hann hefur griska nafnið Krýsostomos, sem þýöir „gullmunn- ur”. Einn frægasti patriark i Konstantinóp- el,mesti ræðumaður allra tima i grisku kirkjunni, hét Jóhannes Krýsostomos og var kallaður gullmunnur. Hann heldur þvi fram, að titill Krists sé af alveg sömu rót- um, og þannig rekur hann saman alla þessa gullmunna, sem hann finnur, með orða- skýringum af þessu tagi. Þetta voru orða- skýringar, sem höföu töluvert mikil áhrif meðal ungra manna, þegar þær komu út. Þetta var snilldarlegt hjá karlinum að tengja þetta allt saman. Menntaskólanem- ar hugsuðu mikið um þetta á þessum tima og fannst stórsnjallt. Jochum gaf út tvær bækur um þetta efni, sem heita „Skammir, sem allir menn hafa biðið eftir”,og „Brisingamen Freyju”, þar sem hann skilgreinir hugtakaveröld gull- munna. Frásögnin i báðum þessum bókum var ósköp skemmtileg, en menn lögðu nú ekki trúnað á þetta, þvi maðurinn var kunnur að þvi að fá töluvert slæmar mein- lokur i kollinn, á stundum. Hann hafði til- hneigingu til að láta lita á sig sem ofsóttan mann, t.d. kom það fram i viðskiptum hans við rikisútvarpið, og það kom einnig fram i viðskiptum hans við háskólastofnanir, þegar hann á sinum tíma sendi þeim steina, sem hann fann i fjörunni á Skógum i Þorskafirði. En hann fékk þann úrskurö, að þetta væri sjaldgæf jarðfræðileg stein- myndun, sem hann hefði fundið þarna i fjörunni.” Samkrull —-Hvað var það fyrir nokkuð, þessi gull- munnaspeki sem þessir menn áttu að hafa komiðmeðhingað? „Þessi gullmunnaspeki átti að hafa kom- ið frá Egyptalandi og i rauninni er þetta sii speki, sem hann hefur lesið um i erlendum ritum og guðspekilegum ritum af ýmsu tagi, að hafi verið rikjandi um heiminn. Þetta er speki, sem er grundvölluð á þvi, að menn hafi á sinum tima i Egyptalandi mælt, út pýramidann mikla, byggt hann i alveg sérstökum tilgangi. út frá þessum hug- myndum er toppurinn á pýramidanum lát- inn koma á Reykjanesskagann og nálægt Reykjavik, þegar þetta er sett á hnattlíkan. Þessir gullmunnar eiga að hafa vitaðaf þvi hvernig pýramidinn var reiknaður út og hvaða leyndardómar fólust i þessari speki. Þessi speki er sambreyskja indverskra fræða og egypskra eftir þvi sem menn hafa lesið sér tÚ. Þetta er sambreyskja hug- mynda sem voru til á sinum tima i gnostiskum trúflokkum, en voru bældar niður þangað til þessar hugmyndir komu upp á Endurreisnartimanum og voru þá kenndar við Hermes Trismegistus, hinn þriháa Hermes. Menn hafa haft mikla til- hneigingutilþess, i ýmsum hópum, að álita það, að þessar hugmyndir hafi i raun og veru verið til sem neðanjarðarhreyfing i menningunni, en þær hugmyndir munu ekki vera visindalega viðurkenndar. Þær eru eingöngu getspeki en alþýðusagnfræö- ingar hafa þessa speki mjög á lofti, og þeir gefa sér þær forsendur, að þetta hafi veriö grundvallarhugmynd Kelta, og að hvar sem Keltarnir hafi komið, hafi þeir flutt þessa speki með sér. Það er greinilegt i fræðum Jochums, að þetta verður tilá grundvelli ógurlegs Dana- haturs. Hann hefur rekist á það i elstu handritum, sem til eru, að islenskan er kölluð dönsk tunga, og þessi danska tunga má ekki vera tunga Islendinga. Hún verður að vera aöskotadýr. Hann veit, að Jónar og Danir voru kunnir þjóðflokkar i' Grikklandi, eða Jónar og Danáar og hann segir sem sé, að Danirnir hafi farið norður eftir og lagt undirsig Noreg og Danmörku, en Jónarnir hafi farið vestur á bóginn og sest að á íslandi. Hann kallar þessa Jóna „Gull- jóna”, og hinir sönnu „Gulljónar” verða Jochuin Eggertsson eða Skuggi sjálfur. ttrisinynmvn t'rt’ffju Skjaldarmerki Kölska, eins og það birtist aftan á bókinni Hrisingamen Freyju. Kápusiða Krisingamcns Freyju. Myndin mun vera koniin úr Rubaiyat Khayyams. 11 alltaf fyrir ofsóknum annarra manna, þeir verða alltaf fyrirlitnir. Og þeir sem fyrir- lita þá mest eru kirkjunnar menn, sem hannkallar kyrkingarmennina, mennirnir, sem kyrkja alla hluti. Þannig að gullmunn- arnir standa alltaf í sifellu striði við stofn- unina, sem heitir kirkja, og úrslitabaráttan á Islandi fór fram, samkvæmt hans heimildum, á árunum 1044-1054, þ.e.a.s. aö baráttunni lauk tveim árum áður en bisk- upsstóll var stofnaður i Skálholti. Forystumenn gullmunna á þessu timabili voru Jóan Kjsirvalarson á Vifilsfelli og Kolskeggur Ýrberason i Krýsuvik. Faðir Kolskeggs var Urban Colombo, en Colombo-nafnið er dregið af nafni irska munksins Kólumba, sem stofnaði klaustrið á Iona.” Sjálfur óvinurinn — Eru þá kannski til einhverjar ritaðar heimildir um þessa menn, Jóan Kjarvalar- son og Kolskegg Ýrberason? „Nei, þetta er hreinn tilbúningur Jochums, og hreinn skáldskapur. Hann býr til þessi nöfn, að þvi er virðist vera úr nafni Jóhannesar Kjarvals, og nafn Kolskeggs úr nafninu Kölski. Hann vill láta þessa menn, sem koma á undan kirkjunni, vera höfunda allra Islendingasagna og allra Eddukvæða, og hann segir meðal annars að þessi Kol- skeggur Ýrberason hafi skrifað Frum- Landnámu. Þaö vill nefnilega svo til, að Haukur Erlendsson getur um það, aö einhver maður að nafni Kolskeggur hinn vitri hafi veriö einn af heimildarmönnum Landnámu, og Jochum fær þá hugmynd, að þessi maður muni hafa verið til, og sé fyrir- mynd Kölska. Þetta er auðvitað tóm vit- leysa, vegna þess aö Kölska nafnið er ekki til i islenskum ritum fyrr en einhvern tima á 17. öld. Sögurnar af Sæmundi fróða og Kölska eru ekki miðaldafyrirbrigði, heldur 17. aldar bókmenntir, sem hafa öll einkenni þess að haia verið skrifaðar á 17. öld. En alþýðufræðimenn á borð við Jochum Eggertsson og þeir, sem hugsa svipað og hann,gera Kölska að miðaldafyr- irbæri. Þeir gera sögurnar af Sæmundi fróða og Kölska að miðaldafyrirbæri. Ég hef t.d. séð miklu yngri skýringar á nafni Kölska sem fara mjög i sama far og hjá Jochum, þar sem þetta er allt tengt við Ira og Kelta, gjörsamlega án tillits til þess, að það er búið að sanna það, að þessar sögur erufrá 17. öldog ekki mikið eldri. Bandamenn Jóan Kjarvalarson er auövitaö nafn Jó- hannesar Krýsostomosar, sem gengur i gegnum þessi fræði. Jóan er höfundur Völu- spár. Hann er miklu eldri en Kolskeggur á þessum árum og er orðinn örvasa gamal- menni, þannig að Kolskeggur er helst til varnar. Árið 1054 skrifar Kolskeggur sögu deilunnar, sem hann hefur staðið i við svo- kallaða „Banamenn” þ.e.a.s. kirkjunnar menn, og það segir Jochum að sé Banda- mannasaga. Hann segir, að ákveöinn sendimaður, Rymskati Asklaugarson, hafi farið með þetta alþingis, þar sem Rym- skati var drepinn. En þessi maður er, að áliti Jochums, höfundur Grettissögu. Bandamenn fara frá Alþingi og ofsækja gullmunna og drepa þá hvern af öðrum. Kolskeggur varðist lengst, þangað til hann var drepinn á þeim stað fyrir ofan Straumsvik, þar sem kapellan stóð. Þarna segir Jochum að kapellan hafi verið reist til þess að forða mönnum undan valdi Kölska. Þarna stendur Barbörulikneskið, sem var reist i fyrra, af þvi að Barbörulikn- eskiöfannstþarna ásinum tima. I bókinni „Skammir” skrifar hann einkar skemmtilega ferðalýsingu um Krýsuvikur- sókn, ef svo má segja, þar sem hann lýsir þeim stöðum, sem helst skipta máli i sögu Krýsa. Þessi lýsing er skrifuð af miklu næmi, og þetta er afskaplega velgertÞað er ágættef þaðertekiðsem skáldskapur.en ef þetta er tekið sem átrúnaður, þá er þetta hreinasti voði.” — Þú sagðir i upphafi að ungum mönnum heföi þótt þetta spennandi, en hvernig tóku fræðimenn kenningum Jochums? „Auðvitað hlógu þeir að þessu eins og hverri annarri vitleysu, þvi að þeir þekktu Jochum, og vissu að hann gat fengiö hug- myndir, sem urðu að hreinum meinlokum. Hann var einn þeirra manna, var þannig gerður, að hann þurfti að hafa óvin til aö slást við. Menn höföu kynnst mætavel hvernig þetta gat komið fram gagnvart ýmsum stofnunum, einkum útvarpsráði.” — En þekktir þú hann sjálfur persónu- lega? „Ég kynntist honum sjálfum ekkert persónulega. Ég hef lesiö mér til um hann, og einnig hef ég spurst fyrir um hann hjá fólki, sem þekkti hann mætavel. En það er nauðsynlegt fyrir fræðimenn að lesa rit hans, af þeirri einföldu ástæöu, aðhann er á braut, sem alþýðufólk hefur afskaplega mikla tilhneigingu til að fara út á, vegna þess, að fræðimenn hafa ekki treyst sér til að rannsaka þetta timabil, blátt áfram vegna þess, aðsvo litiöhefur verið vitað um þaö. Þetta er timabil hinna irsku papa.” Myndir: Jim Smart Jochum Eggertsson samdi ekki einasta bækur á rithöfundaferli sinum, heldur þýddi hann jafnframt ljóð erlendra skálda. Skal þar fyrst telja persneska skáldið Omar Khayyam, en Jochum þýddi ljóðabálk hans Rubaiyat á islensku. Svo skemmtilega vill til, að Jochum áleit Khayyam hafa verið lærisvein manns, sem var skólabróðir Kolskeggs 1 iaunhelgum I Egyptaiandi. Þegar svo hinn Persiuættaði trúflokkur Bahai barst tii Isiands, arfleiddi Jochum hann að öllum eigum sinum. Annað skáld, sem Jochum sneri á islensku.var breska skáldið A. Housman og hér á eftir birtum við til gamans ljóð Housmans Himnariki vatnsinsi þýðingu Jochums. Himnaríki vatnsins Hve fagurtært, unaðslegt, inndæitog bjart* cr upphiniinn speglar ið jarðneska skart, en helmingi fegurri himinu ég sá horfa úr vatni, er framundan lá. Það var hylur i ánni og hreinn eins og mjöll og hamingjan átti þar skinandi höll úr silfri og marmara og syngjandi eik °g sólgyðjan bjó þar sinn fégursta leik. Og englarnir sungu þar ailskonar lög. og yndisleg voru þau, margbreytt og hög: með titrandi harta af trega og þrá, — tárvotum augum ég hlustaði'og sá. Þá dis steig úr vatninu, djúpskyggn og heið: „Ó, drengur minn, grátt’ ei”, — hún brosti um leið — „þvi himnanna milli i grátúð ég geng, að gleðja þig, smáan — og fá visan dreng”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.