Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 8
Föstudagur 23. júli 1982 irinn Hneykslið m I bankanum t aprllmánuöi slðastliðnum læddist stúlkubarn I Bandarikj- unum og hlaut nafniö Victoria. Það væri I sjálfu sér ekki i frásög- ur færandi nema vegna þess að Victoria litla cr fyrsta barniö sem verður til við frjóvgun konu með sæði úr svonefndum Nóbel-sæðis- banka i Dcl Mar í Kaliforniu. Sæðisbanki þessi er stofnaður af iönjöfrinum Robert K. Graham sem ætiar að rækta „séni” með þvi að fá andans jöfra og gáfu- menni til aö gefa sæöi. Nafnið Nóbel festist viö bankann vegna þess að fjórir nóbelsverölauna- hafar voru meöal þeirra sem lögðu i stofnsjóðinn. En nú er komiö upp hneyksli i sambandi við móður Victoriu og fósturföður, hjónin Joyce og Jack Kowalski. Það hefur komiö upp úr dúrnum aö þau eiga sér fortið sem ekki er beint til fyrirmyndar, allra sist þegar séniræktun á i hlut. Hjónin giftust áriö 1974 og bjuggu þá með tveimur börnum Joyce frá fyrra hjónabandi. Tveimur árum siðar voru þau svipt umráðarétti yfir þessum börnum þegar upp komst að' þau misþyrmdu þeim á ýmsa lund. Það var einkum Jack sem sá um misþyrmingarnar. Var ekki óalgengt aö hann hýddi þau með leðurólum ef þau komu heim úr skóla meö einkunnabækur sem ekki voru sjúpföðurnum aö skapi. Eitt sinn neyddi hann drenginn tii að fara i SKólann á náttfötunum einum saman með skilti framan á sér þar sem stóð að hann vætti rúmið á næturnar. Og til aö kóróna hneyksliö kom einnig i ljós aö þau hjónin voru bæði dæmd til fangelsisvistar árið 1978 fyrir fjársvik og skjalafals. Sátu þau inni i rúmt ár. Bankastjórinn Graham var vitaskuld nokkuð sleginn þegar honum voru sögð tiöindin. Lýsti hann þvi yfir að sennilega heföi eitthvaö veriö slegiö slöku við uppiýsingasöfnunina þegar fortið hjónanna var rannsökuð- En hann sagði að þessi mistök myndu engin áhrif hafa á rekstur og framtið sæöisbankans. Hann bætti þvi við að þótt Jack Kow- alski hefði ekki verið góður við stjúpbörn sin fyrrverandi væri engin ástæða til að ætla annað en að hann muni reynast Victoriu litlu góður faðir. Benti Graham á þá staðreynd máli sinu til sönnun- ar að Jack heföi sjálfur fram- kvæmt frjóvgunina. Hver þénar mest? t Bandarikjunum er komin út bók þar sem greint er frá þeim launakjörum sem ýmsir frægir menn og minna frægir búa við. Þar kemur fram að hæst launaði þjóöarleiðtogi heims er Ronald Reagan Bandarikjaforseti og kemur vist engum á óvart. Arslaun hans nema 2.2 milljón- um islenskra króna. Lægst laun- aöi starfsbróðir hans er forseti Sri Lanka sem má sætta sig við uþb. 2.700 krónur á ári. Sá hlýtur aö hafa einhverjaraukatekjur. Lægstu laun sem bókarhöfund- ar gátu grafið upp i heiminum eru meöaltekjur bænda i Mið-Amerikurikinu Kamerún, þeir þéna 440 krónur á ári og hafa engar aukatekjur. Sá sem þénaði mest árið 1980 var Bitillinn fyrr- verandi, Paul McCartney. Hann halaöi inn rfflega hálfan milljarð islenskra króna það árið. Lilja G. Þorvaldsddttir og Aðalsteinn Bergdal. Lilja og Alli með stærðfræðilegt spaug í Sjallanum: Viðtökurnar fara eftir innræti hvers og eins ,,Það má eiginlega segja að þetta sé gamall draumur Baldurs Georgs. Hann segist hafa gengið með þetta I maganum i 36 ár en ekki þorað”. Aðalsteinn Bergdal, leikari, lýsir þannig tilurö sýningarinnar um „Prófessorinn”, sem frum- sýnd verður I Sjallanum á Akur- eyri á sunnudagskvöldið. Aðal- steinn leikur sjálfur prófessorinn en kona hans, Lilja Þorvaldsdótt- ir, leikur hvorki meira né minna en þrjú önnur hlutverk, eigin- konu, dóttur og vinnukonu. „Baldur hefur i gegnum árin safnað ýmsu saman frá brellu- körlum viða um heim”, sagði Aðalsteinn þegar HP spurði hann um verkið. „Þetta er grin og glens, brellur og brögð, sem Baldur hefur skrifað og sett sam- an. Það er stærðfræðiprófessor, sem leikurinn snýst um — hann segir söguna og reiknar út stærð- fræðilega nánast allt, sem nöfn- um tjáir að nefna. Ég heid að mér sé óhætt að segja að þetta sé i fyndnara lagi — það fer svo að sjálfsögðu eftir innræti hvers og eins hvernig þessu verður tekið niður á við. Aö sjálfsögðu er pró- fessorinn sjálfur mjög viröulegur og orðvar maður og kúltiverað- ur...eins og þetta er allt saman.” Þau Lilja og Aðalsteinn munu skemmta gestum i Sjallanum meö þessum skripaleik a fimmtu- dags- og sunnudagskvöldum næstu 5-6 vikurnar. „Upphaflega var þetta sýning upp á hálfan annan tima”, sagði Lilja, „en við höfum skipt henni i tvennt og verðum með tvisvar sinnum fjörutiu minútna þætti. Svo erum við að gera okkur vonir um að geta komist meö sýninguna i ná- grannabyggöir Akureyrar, bæði austan og vestan viö. Það gæti einnig komið til tals aö við færum með styttri kafla úr verkinu til þeirra, sem hafa vilja — höfum reyndar gefið vilyrði fyrir þvi á einum eða tveimur stööum. Það er nefnilega hægt með litilli fyrir- höfn að búta þetta meira niður án þess að skemma fyrir verkinu.” Þegar þau Lilja og Aðalsteinn hafa sýnt á Akureyri i siðasta sinn i haust halda þau aftur til Reykjavikur. Óvist er hvort þau taka sýninguna upp i höfuðborg- inni (þótt um það sé standandi boð) þvi bæði hafa lofað sér i sýn- ingar i stærri leikhúsum Reykja- vikur — Lilja i Þjóöleikhúsinu og Aðalsteinn i Iðnó. „Nú, svo er i okkur spenningur — viö erum full tilhlökkunar að fara noröur. Verkið er tilbúið og verið að leggja siöustu hönd á búninga”, sagði Lilja Þorvalds- dóttir. —óv Nýr og betri kínalífselixír Kinverskir læknar hafa fundið eldgamla uppskrift af yngingar- meðali sem öldum saman var haldið leyndri eins og mörgu öðru i þessu mikla landi. Aöur fyrr var lyfiö einskorðað viö keisarann og hans nánustu. Nú hafa læknar i Kina gert til- raunir með lyfið á embættis- mönnum flokksins og mennta- mönnum og hafa þær gefið góða raun. Að sögn eykur lyfiö úthald- ið, og kyngetuna, bætir minniö og skerpir hugsunina. — Mönnum finnst þeir vera 10 árum yngri þegar þeir taka inn lyfið, segir læknaprófessorinn Feng Geng- sjeng og er að vonum hreykinn. Hann bætir þvi við aö engar auka- verkanir hafi komið fram við til- raunirnar. Aöalinnihald lyfsins er unnið úr ginseng-rótinni sem er mikið notuö i fornum læknavisindum Asiu.Lyf sem innihalda ginseng náöu fyrir nokkrum árum mikl- um vinsæidum hér á landi og má ekki sist þakka það áróðri meist- ara Þórbergs sem kallaði lyfin „kínalifselixir” og kvaðst end- urheimta rauða háralitinn þegar hann tók þau reglulega inn. Niður með seðlana! Dómstóll I Utah-fylki I Banda- rikjunum hcfur komist aö þeirri niöurstöðu að óleyfilegt sé aö nota pappirspeninga, seöla, sem gjaldmiöil I Bandarlkjunum. Máli sinu til stuðnings bendir dómstóllinn á ákvæði i stjórnar- skrá Bandarikjanna þar sem seg- ir að fylkisstjórnir megi ekki taka viö öðru en silfri eða gulli frá skuldunautum sinum. Dómstóllinn hefur höfðað mál á hendur bandariska seðlabankan- um (!) fyrir itrekuö lögbrot, en fylkisstjórnin hefur neitað aö fylgja málinueftir. Dægurtextahöfundar taka höndum saman: Stundum verður allt skakkt og bjagað „Þetta er svo sem ekkert hita- mál, við viljum bara fá hreinni linur i þessa hluti”, segir Þor- steinn Eggertsson, stjórnarmað- ur I nýstofnuðu félagi dægur- textahöfunda. Félagar eru á milli 30 og 40 og telja alla helstu og afkastamestu dægurtextahöfunda landsins — formaður er ólafur Gaukur. „Félagið er aðallega stofnað til að gæta réttinda okkar, einkum höfundarréttar”, segir Þorsteinn, ,,og þá fyrst og fremst gagnvart útgefendum. Þaðhafa sum okkar lent i þvi að vera beðin um aö gera texta við ákveðin lög og lagt i það þá vinnu, sem þvi fylgir. Svo kemur i ljós að fleiri hafa verið beðnir að gera texta við sömu lög og siðan velja útgefendur eöa flytjendur úr. Þá er staðan sú, að aðeins einn fær borgaö fyrir sina vinnu, sá sem er hinn „heppni”. Þetta nær auðvitað engri átt, viö viljum fá borgað fyrir okkar vinnu. Hún er sú sama hvort sem textinn endar á plötu eða ekki.” Annaö hagsmunamál félagsins er aö tekið sé tillit til textahöf- unda t.d. við endurútgáfu laga eða platna og textahöfundarnir vilja einnig geta fylgst meö þvi hvernig textar þeirra koma út á prenti þegar sérstök textablöð fylgja plötum eins og er algengt. „Menn eiga til aö breyta textum, sem vissulega getur verið réttlæt- anlegt, en maður á að geta fylgst með þvi”, segir Þorsteinn. „Svo kemur þetta stundum allt skakkt og bjagað út.” Það liggur i augum uppi, að Þorsteinn á sjálfur töluveröra hagsmuna að gæta á þessu sviði. Hann hefur gert nærri 260 dægur- lagatexta, sem nú eru til á plöt- um; það myndi fylla yfir 20 breið- skifur væri allt tekið saman. Og hann er ennþá aö. Nýlega hefur hann lokið við að gera texta á væntanlega rokkplötu frá S.G.- hljómplötum, sem Björgvin Hall- dórsson hefur haft veg og vanda af, hann á nokkra texta á næstu plötu Þú og ég-dúettsins og fleira er i gerjun. „Nei, ég held að það sé borin von að maöur geti lifað á dægur- textagerð”, segir Þorsteinn Egg- ertsson. „Ég gerði það reyndar eitt ár, ’76 — árið eftir að Búðar- dalurinn kom út. Þá gerði ég 67 texta, sem allir fóru á plötur. En ég held að það veröi bið á að maö- ur reyni aftur að lifa á þvi að vera textahöfundur.” —ÓV Þorsteinn Eggertsson Bjarndýr á flótta Austurrikismenn eru orðnir vanir þvi að taka á móti flótta- mönnum frá austantjaldslöndun- um og sýna þeim gestrisni i hvi- vetna. Þeir geröu enga undan- tekningu á þvi þegar móðir kom labbandi yfir tékknesku landa- mærin með tvö börn i eftirdragi. Flóttafólk þetta var þó fremur óvenjulegt þvi þarna var á ferð bjarnynja með tvo húna. Er talið að mæðginin hafi lagt á sig 130 km ferðalag fótgangandi frá Karpatafjöllum i Tékkóslóvakiu til að komast i vestræna frelsið. Ekki er vitaö til þess að tékk- nesk yfirvöld hafi lagt stein i götu flóttafólksins á ferðalaginu. Goðsögn afhjúpuð Vesturlandabúar hafa löngum litiö með aðdáun til Japana fyrir mikil afköst i starfi. Nú er ekki ástæða til þess lengur. Það hefur verið sannað að Japanir eru alls ekki afkastameiri en verkamenn I helstu iönrikjum Vesturlanda. Ef afköst japanskra verka- manna eru sett við 100 eru afköst bandariskra verkamanna 157, Belga 143, Frakka 141 og Vest- ur-Þjóöverja 139. Bretar eru hins vegar afkastaminni en Japanir, þeirra afköst mælast vera 95 á sama skala. Japanir hafa áhyggjur af þessu og kenna um löngum vinnudegi i iönaðinum. Það vandamál ættu menn að kannast við hér á landi, enda er sifellt verið aö kvarta yfir lélegum afköstum i islensku at- vinnulifi. Japanir hugga sig þó viö að afköstin hafa heldur verið að aukast undanfarin ár og siðustu tvö ár hefur aukningin verið talsvert meiri en á Vestur- löndum. GLUGGAPÓSTURINN mm

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.