Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 23. júlí 1982 Jjjústurim. Constantin Costa-Gavras er grisk-franskur kvikmyndaleik- stjóri sem nýtur heimsfrægðar fyrir myndir sinar, „Z” sem fjallar um valdarán herforingja i heimalandi hans, Grikklandi, og „Umsátursástand” (State of Siege) sem fjallar um baráttu borgarskæruliðanna iTupamaros gegn spilltum yfirvöldum i Urugvæ seni nutu stuðnings Bandarikjastjórnar. Myndir hans hafa ætið vakið mikið umtal, vegna þess að hann er ekkert að leyna þvi með hverjum hann stendur. Hann er sósialisti. Það undrar þvi engan að nokkur styrr hefur staðið um hann eftir að hann lauk við siðustu mynd sina. Sú heitir „Horfinn” ( Missing), er gerð i Bandarikjunum og segir frá örlögum bandarisks rithöfundar sem myrtur var i Chile þegar her- foringjar frömdu valdarán þar i landi. 1 myndinni er sterklega gefið i skyn að Charles Horman, en svo hét rithöfundurinn, hafi verið myrtur með vitund og jafn- vel vilja bandariska sendiráðsins i Santiago. Ástæðan mun hafa verið sú að hann vissi of mikið um aðild Bandarikjastjórnar að valdaráninu. Þetta var meira en stjórnvöld i Washington gátu afborið og utan- rikisráðuneytið sendi frá sér þriggja siðna greinargerð þar sem öllum ásökunum á hendur þvi er visað á bug. Þetta mun vera einsdæmi i litskrúðugri kvikmyndasögu Bandarikjanna. En myndin sló i gegn, enda leikarar ekki af verri endanum — aðalhlutverkin eru leikin af Jack Lemon og Sissy Spacek — og Universalfyrirtækið horfði ekki i aurinn við gerð hennar. Blaða- menn hafa setið um Costa-Gavras og á dögunum rak á fjörur okkar viðtal viðhann ibandariska tima- ritinu Interview. Við stiklum á stóru i samtali þeirra Costa-Gavras og Inu Ginsburg. Heppinn með„Z" Hún spyr hann hvort honum finnist hann vera griskur eða franskur. „Þetta er erfið spurning. Ég er fæddur Grikki en menntun min er frönsk, svo ég bý yfir þeirri þver- sögn sem slik blanda kallar á. Ég eröðrum þræði ákafur og ástriðu- fullur, en á hinn bóginn yfirveg- aður og hugsandi. Þetta er mér stöðugt til trafala, að vera hvort tveggja.” — Ertu franskur þegn? „Já, og ég á franska fjölskyldu. Þau kalla mig „útlendinginn”.” — Hvernig lentirðu á þeim pólitiska bás sem þú ert frægur fyrir að vera á? „Einhvern veginn... ég veit ekki hvernig. Ég hef áhuga á þessu. Grfsku leikritin eru póli- tisk. Grikkir eru pólitiskir, það er hefð fyrir þvi. Ég reyni ekki að skilja af hverju*ég hef það bara i mér að vera pólitiskur. Ég var óskaplega heppinn með myndina mina „Z”. Bróðir minn sendi mér bókina sem var skrifuð af vini minum, svo ég las hana. Nokkr- um vikum siðar verður valda- ránið i Grikklandi og ég sagði: — Þeir eru byrjaðir... En það var erfitt að afla fjár til að gera myndina þvi sagan er pólitisk og enginn hefur áhuga á pólitiskum myndum. Það kemur enginn að sjá þær. En svo sló myndin rækilega i gegn. Það hefur vonandi veitt öðrum kvikmynda- gerðarmönnum frelsi til að gera aðrar slikar myndir. Margir starfsbræöra minna voru að reyna að fá að gera meira og minna pólitiskar myndir, en fengu það ekki. Þeir voru beðnir um söngleiki.” Allt þetta fólk sem hverfur — Hvert er inntak nýju myndarinnar? „Hún fjallar um eina fjölskyldu og fólk sem hverfur. Það er inn- takið, allt þetta fólk sem hverfur. Ég er ekki að tala um austan- tjaldslöndin. Við vitum sitt hvað og jafnvel heilmikið um það sem er að gerast i fangabúðunum þar. Við þekkjum ástandið. En Vesturlönd, sem við erum svo hreykin af að við köllum þau „hinn frjálsa heim” — hvar er frelsiö i E1 Salvador núna? Hv'ar er frelsið i Chile? Við styðjum og viðurkennum Chile. Ekki bara Bandarikjamenn, lika fjölmargir Frakkar. Sama er að segja um Argentinu. Það er inntak myndarinnar — hvernig við og okkar frjálsa þjóðfélag viður- kennum mannshvörf. Sagt er að 15 þúsund manns séu horfnir i Argentinu og stjórnvöld segjast ekkert vita hvað af þeim hafi orðið.” — Ertu siðferðilega á bandi þeirra sem andæfa stjórnvöldum með öllum aðferðum? „Ég er siðferðilega á bandi fólks sem horfir upp á börnin sin deyja úr hungri, fólks sem er fátækt og hefur engin tækifæri til að breyta lifi sínu, en sem á hinn bóginn má þola það að vera kúgað af fólki sem gerir ekkert til að bæta kjör þess. Ég held að það sé þetta sem pólitik snýst um fyrir mér — fólk sem deyr af þvi það hefur of litið að éta og fólk sem deyr af ofáti.” — Nú er fullt af fólki sem er kúgað og fátækt og á sér enga framtið. Er þá hægt að réttlæta það að þetta fólk kasti sprengjum á markaðstorg eða strætisvagna eða taki gisla og jafnvel drepi þá? Aðferðin er sú sama, en getur þú réttlætt eitt framar öðru? „Það er ekki réttlætanlegt. Þú getur ekki réttlætt svonalagað nema það veiti fólki tækifæri til að bæta lif sitt. En við fordæmum þetta fólk miklu harðar en við dæmum Pinochet forseta Chile sem hefur myrt þúsundir að ástæðulausu. Hvað kallarðu Pino- chet? Er hann ekki terroristi? Og hvað heitir það sem er að gerast i Póllandi? Er það ekki terror- ismi?” Kommúnistar reiddust mér I „Z” og „Umsátursástandi” lék franski leikarinn Yves Mon- tand aðalhlutverkin, i þeirri siðarnefndu lék hann bandariska ráðgjafann sem Tupamaros rændu og myrtu. Hann var „vondi kallinn” i myndinni. Eins og gefur að skilja eru Bandarikja- menn ekkert ýkja hrifnir af þeirri persónu, hún sýnir þá ekki i fögru ljósi. Um það segir Costa-Gavras: „ímyndum okkur að við ætlum að láta góðu mennina lita út sem skúrkana, þá veldum við leikara á borð við Jack Palance eða Telly Savalas (Kojak). Ég valdi Yves Montand, áhrifamesta leikara Evrópu, i hlutverk skúrksins. Bandarikjamann sem þjálfar lög- regluna i pyndingum. Komm- únistar um allan heim reiddust mér út af þessu en mér fannst vera ögrun i þessu vegna þess hve aðlaðandi hann er ...” — Lifirðu þig inn i sögurnar sem þú ert að kvikmynda? „Annað væri ómögulegt. Ég meina, ef ég... ég man þegar ég las bókina um Charles Horman, þá eyddi ég i hana heilli nótt. Ég les hægt, einkum ensku, og ég var einsog undin tuska þegar ég kom til Parisar. Ég sagði við sjálfan mig:„þetta er ekki satt, svona getur ekki gerst.” Ég sagði við konuna mina: „Lestu þessa sögu, mig langar að kvikmynda hana.” Og ég grét... það er ekki hægt að vera i þessu án þess að hrifast, amk. stundum. En ég legg áherslu á að þegar ég segi sögu, þá er ég bara að segja eina sögu. Ég alhæfi ekki.” — Fannst þér öðruvisi að vinna fyrir bandariskt kvikmyndafyrir- tæki en evrópkst? Hvað þótti þér nýtt við það? „Ég sagði þeim strax að ég vildi vinna við svipaðar aðstæður og ég væri vanur: ekki mjög fjöl- mennt starfslið og engan lúxus. Og ég vildi gera nákvæma fjár- hagsáætlun sem hægt væri að styðjast við. Það var þægilegt að hafa nauðsynlegt fjármagn, slikt er óvenjulegt i Evrópu. Þar þarf leikstjórinn að sitja ótal fundi og hádegisverði með fjármála- mönnum og skýra út fyrir þeim hverskonar mynd hann ætli að gera og hvernig hann ætli að höfða til áhorfenda. Þetta er hundleiðinlegt. Hér slapp ég við þetta þvi Universal samþykkti myndina eftir einn fund... það nægði þeim. Þetta var mér mikil ánægja”. Kúgun frá vinstri — Þú hefur gert þrjár kvik- myndir um kúgun sem hægriöflin standa að, langar þig ekki að gera mynd þar sem vinstrimenn eru i hlutverkum kúgaranna? „Jú, ef slikt gerist hér i okkar heimshluta, á Vesturlöndum. Ég vildi gjarnan finna sögu sem likist mynd minni, „Játningin” sem gerist i kommúnistariki (hún fjallar um réttarhöld i Tékkó- slóvakiu um 1950). Þegar ég var i Sovétrikjunum barst mér i hendur handrit sem fjallaði um valdarán þar i landi. Ég svaraði þeim sem lét mig fá það að ég gæti ekki notað það vegna þess að allir vita hvað á sér stað i austan- tjaldslöndunum... En það eru til vinstrihópar sumsstaðar á Vesturlöndum...” — Til dæmis Rauðu herdeild- irnar? „Já, þær eru spennandi verk- efni. Þetta neikvæða hlutverk sem þær leika i samfélagi sem býr við frelsi, það er sjúklegt. Þær eru að minu viti glæpsam- legar... eins og Mafian. Þetta er einskonar pólitisk mafia. Svo ég hef mikinn áhuga á að fjalla um þær. ” — Heldurðu að þér berist fleiri tilboð frá Bandarikjunum? „Ég hef þegar fengið nokkur, það er ekki vandamálið. En ég verð að fá gott handrit. Ef ég fengi rétta sögu væri ég ánægður.” — Svo sagan er aðalatriðið? „Já, handritið... ef það er ekki gott, væri ég bara að hlaða undir minn eigin frama. Það er ekki markmiðið, ég vil gera kvik- myndir...” — Er gott handrit ófrávikjan- legt skilyrði? „Já, ég reyni að halda mig við það. En þú þekkir lifið... það er eins og það er.” (ÞH snaraði)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.